Morgunblaðið - 09.12.1983, Side 39

Morgunblaðið - 09.12.1983, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 39 KGB, CIA ... Kvíkmyndír Sæbjörn Valdimarsson REGNBOGINN: SVIKAMYLLA („The Osterman Weekend") Leikstjóri: Sam Peckinpah. Hand- rit: Alan Sharp. Kvikmyndataka: John Coquillion. Tónlist: Lalao Schifrin. Adalhlutverk: Rutger llauer, Craig T. Nelson, Dennis Hopper, John Hurt, Chris Sarand- on, Burt Lancaster. Bandarísk, gerð 1983. Sýningartími: 102 mín. Það er ánægjulegt, útaf fyrir sig, að Peckinpah, einn af sér- stæðustu stílistum í leikstjóra- stétt á síðasta áratug, er nú bú- inn að taka sér stöðu bak við kvikmyndatökuvélina á nýjan leik. Síðasta mynd hans var Convoy, gerð fyrir fimm árum. Verkið sem Peckinpah ræðst í eftir hléið, er ein af metsölubók- um Roberts Ludlum, The Oster- man Weekend. Bækur hans eru spennandi aflestrar, en margar hverjar, þ.á m. T.O.W., illa falln- ar til kvikmyndagerðar sökum margsnúins og flókins söguþráð- ar. í sem fæstum orðum þá er rauði þráður myndarinnar sá að heima hjá John Tanner (Rutger Hauer) eru samankomnir þrír gamlir vinir hans og skólabræð- ur, en þessar heimsóknir hafa verið venja um árabil. Maxwell Dunforth (Burt Lan- caster) er yfirmaður CIA, og flækir Tanner, sem er frægur sjónvarpsspyrill, inní marg- flókna svikamyllu, ásamt vinum hans þrem. Sér til fulltingis not- ar hann sleipan leyniþjónustu- mann, Fassett (John Hurt); sá á hinsvegar harma að hefna gagn- vart yfirmanni sínum ... Tanner er látinn komast að því að hinir ágætu vinir hans eru allir á mála hjá KGB, en sjálfur er hann sannur föðurlandsvinur, og á hann að komast að hinu sanna í málinu. En það fer margt á aðra lund en ætlað er um Osterman-helgina! Svikamyllan er vönduð spennu- mynd sem ber þess merki að Peckinpah hefur svo sannarlega Hollendingurinn Rutger Ilauer er hinn lýtalausi Bandarfkjamaður í nýj- ustu mynd Peckinpahs, Svikamyllan. ekki ryðgað neitt sem heitið get- ur síðasta hálfa áratuginn. Hinsvegar hefur hann valið sér sem byrjunarverk efni sem ill- mögulegt er að snara yfir á myndmál svo vel fari. Hann beitir þó ýmsum brögðum kunn- áttumannsins, notar t.d. sjón- varpsskerminn á hugvitssam- legan hátt. Samt ná þeir Peckin- pah og Sharo ekki nægilega vel að hemja efnisflækjuna enda er ýmislegt óljóst þegar upp er staðið og lokakafli myndarinnar nokkur ráðgáta. Umbúnaðurinn er vandvirknislegur, spennan byggist rólega upp en endar í sprengingu sem um margt er svipuð lokakafla Straw Dogs. Falleg pakkning utan um flókið innihald. Peckinpah hefur allgóð tök á leikurunum, líkt og fyrri daginn, þó finnst mér val hans á Hauer í hlutverki ættjarðarvinarins rangt. Hauer er snillingur í að túlka skúrka og illmenni (Blade Runner), en hér, í hlutverki hetj- unnar nær hann sér aldrei al- mennilega á flug og skortir ef- laust samúð fleiri en undirrit- aðs. Leikkonan sem fer með hlutverk maka hans er sama marki brennd, útlitið og leikur- inn kveikja ekki nauðsynlegan hlýhug áhorfenda. Leikurum í öðrum hlutverkum vegnar betur. John Hurt fer á kostum í hlutverki leyniþjón- ust.umannsins Fassetts, þá er sá upprennandi leikari Craig T. Nelson (Poltergeist), (... and Justice for All) sannfærandi í mynd sem annars er með mikl- um ólíkindum. Einsog fyrr segir er Svika- myllan faglega gerð og fallega tekin. Hinsvegar er efnisþráður- inn heldur hraður og flókinn og óneitanlega saknar maður þeirr- ar hressilegu adrenalínsfram- leiðslu sem gamla manninum var svo einkar lagið að galdra fram hjá manni í mörgum sínum fyrri mynda. Bernska í víti Pixote, 10 ára. Besta vörnin er byssan og þögnin. STJÖRNIJBÍÓ: PIXOTE Leikstjóri: Hector Babenco. Handrit: Babenco og Jorge Duran, byggt á skáldsögu Jose Louzeiro, Æska hinna dauöu. Kvikmyndataka: Radolpho Sanch- es. Aðalhlutverk: Fernando Ramos da Silva, Marilia Pera, Jorge Juliao, Gilberto Moura, Jose Nilson dos Santos, Zenildo Olivera Santos. Brasilísk, gerö 1980. Sýningartími 125 mín. Sá hópur óharðnaðra munað- arleysingja og verðandi glæpa- manna sem við kynnumst í Pix- ote, er ekki gamall að árum, að- eins 10 til 17 ára að aldri. Þeir eru Pixote, Dito og „vinkona“ hans. Kynskiptingurinn Lilicia, sem er 17 ára, og Chico. í mynd- inni fylgjumst við með því hvernig þeir lenda í smáránum, kynvillu, eiturlyfjasölu, vændi og manndrápum, svo nokuð sé nefnt. Áhorfendum hér norður í höfum hnykkir við. Okkar ærna „unglingavandamál“ bliknar í samanburði við það mannlíf sem þrífst í því helvíti á jörðu sem fátækrahverfi og undirheimar Brasilíu eru. Þar þekkist ekki hugtakið sakleysi. Þessi hrottalega og ömurlega saga, sem því miður er ætíð að gerast, hefst þegar hópur heim- ilislausra drengja er fluttur af lögreglustöð í Sao Paulo á upp- tökuheimili fyrir unga afbrota- menn. Því unglinga innan 18 ára aldurs er ekki hægt að lögsækja í Brasilíu. Við fylgjumst síðan með ein- um yngsta vistmanninum, Pix- ote, og ofangreindum félögum hans. Þó hann sé ekki hár í loft- inu verður hann strax að læra hvernig á að komast af í þessari gróðrarstíu lasta og glæpa. Tíu ára gamall skilst honum að besta vörnin, ef byssa er ekki við höndina, er þögnin, og hassið og aðrir vímugjafar lífga uppá dökkgráa tilveruna. Óhugnanlegir atburðir leiða til þess að Pixote og félagar geta ekki verið óhultir um líf sitt á stofnuninni — þeir hafa séð of mikið — svo þeir gera uppreisn og flýja. Þegar á stræti Sao Paulo er komið taka piltarnir upp fyrri iðju, töskuhnupl og vasaþjófnað. Þá kynnast þeir eiturlyfjasala sem útvegar þeim kókaín sem ætlunin er að selja í Rio de Jan- eiro. Þar kemur reynsluleysið strákunum í koll, en þeir eru fljótir að læra og lífsbjargarvið- leitnin sterk. Fyrr en varir eru þeir farnir að hafa það notalegt, að eigin dómi, sem vopnaðir melludólgar, og áður en lýkur er sá yngsti orðinn blákaldur morð- ingi. Pixote virkar eins og hnefa- högg í handlitið og skilur eftir remmubragð. Margt hjálpar til. Hið óhugnanlega, óvenjulega og framandi myndefni; raunsæisleg kvikmyndagerð og eðlilegur af- burðaleikur ungmennanna. Það er ægilegt til þess að vita, að í Brasilíu einni eru einar þrjár milljónir heimilislausra barna og unglinga sem búa við þau vítiskjör sem svo hreinskiln- islega er lýst í Pixote. Þau eru hvergi vernduð, hvorki innan múrs né utan. Ef þau ætla að þrauka af verða þau að læra list- ina að verða ofaná, hvernig sem skútan veltur. Því fyrr, því betra. Það tekst þeim flestum — með þvi að fórna sakleysinu. Pixote er enn áhrifameiri sök- um þess að leikstjórinn, Bab- enco, biður áhorfendur aldrei um meðaumkun með utangarðs- drengjum sínum, heldur lýsir hann vonleysislegu og miskunn- arlausu umhverfi og lífi þessara hornreka þjóðfélagsins, af vægð- arlausu raunsæi. Babenco nýtur hjálpar stór- kostlegra leikara af guðs náð, sem hann valdi úr er hann reik- aði um skuggahverfi Sao Paulo í heilt ár. Fernando Ramos da Silva í titilhlutverkinu, rennur áhorfandanum seint úr minni. Þetta tíu ára gamla barnsandlit býr yfir lífsreynslu miðaldra manns. Þá er leikur Mariliu Peru, í hlutverki gleðikonunnar útslitnu, svo trúverðugur, að manni finnst sem hún leiki sjálfa sig. Reyndar er myndin öll svo eðlileg að hún hefur ægitök á áhorfandanum. Og þó að manni létti þegar Pixote lýkur, þá von- ast ég til að sem flestir kynnist þessum litlu harðjöxlum sem þurfa að leggja allt í sölurnar í sinni grimmu lifsbaráttu. Vellíðan með Andlitsgufubaö hreinsar og fegrar húðina, mýkir og slakar á andlitsvöðvum. Gefur ferskt og hraustlegt útlit. Andlitsgufan losar um þrengsli í nefgöngum og léttir öþægindi af völdum kvefs og nefrennslis. Andlitsgufan er gerð úr hvítu traustu plasti og riðfríu stáli, innbyggöur öryggisrofi, Ijósblá andlitsgríma með hlífðarbrún úr mjúku efni. Verð kr. 1.559.- nuddi og gufu Nudd og hiti slakar á spennu í vöðvum og linar minniháttar verki í taugum, baki og fótleggjum. Hitanuddtæki nuddarog hitar, tvær stillingar: volgt og heitt, tvennskonar titringur. Fimm fylgihlutir til notkunar á andlit, hársvörð, hálsvöðva m. — Nuddpúði tengdur tækinu veitir þægilega afslöppun í baki og fótum. Verð frá kr. 1.023.- FALKIN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.