Morgunblaðið - 09.12.1983, Síða 8

Morgunblaðið - 09.12.1983, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 8 Hugmyndir VSÍ um tilfærslur fjármuna til aukningar útborgaðra launa: Hefur ekki verðbólguáhrif og því aukning á ráðstöfunarfé — segir Magnús Gunnarsson, framkv.stj. VSÍ „ÞEGAR þjóðfélagið verður fyrir miklum áfollum, eins og nú hefur gerst, er nauðsynlegt að endurskoða markmið okkar og leiðirnar að þeim og það hefur í fór með sér endurmat á mörgum hlutum. Er þar meðal annars endurmat á skiptingu á greiðslum fyrir vinnuafl,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, í sam- tali við blm. Morgunblaðsins. „Atvinnureksturinn greiðir hátt hlutfall í launatengdum gjöldum og vegna frítíma, og eru slíkar greiðslur ekki óeðlilegar í góðæri, en þegar illa árar verður að líta til annarra kosta. Nú sjá- um við fram á það að við höfum ekki möguleika á að auka kaup- greiðslur, nema þá með því að fara gömlu leiðina og þá með þeim afleiðingum að verðbólgan fer upp á sama stig og hún áður var á, fyrirtæki verða gjaldþrota í framhaldi af því og afleið- ingarnar verða þær að fólk miss- ir vinnuna og kaup lækkar. Það hefur aldei tekist með þessari aðferð að bæta kjör hinna lægst launuðu, og því verðum við að bæta kjörin eftir öðrum leiðum," sagði Magnús. „Við höfum kynnt hugmyndir um það að auka þann hlut launa sem í umslagið fer með því að færa fé af heildarlaunakostnaði fyrirtækjanna og með því að nýta niðurgreiðslufjármuni. Ég held að allir séu sammála um það að reyna að hjálpa því fólki sem verst er sett og miða hug- myndir okkar að því,“ sagði Magnús. Varðandi hugmyndir VSÍ um tilfærslur launatengdra gjalda, sagði Magnús að með því að færa orlof aftur til fyrra horfs, eins og var í desember 1982, myndi orlofsdögum fækka um 4, en fólk ynni þess í stað þessa daga og fengi þá greidda. Launagreiðslur vegna þessara breytinga yrðu um 370 milljónir króna, en launahækkunin næmi 1,8%. Hugmynd um fækkun frídaga þýddi 0,3% launahækkun fyrir hvern unnin dag, og sagði Magn- ús að vinnuveitendur byðust til þess að kaupa sumardaginn fyrsta og uppstigningardag af fólki. Með því móti yrði unnt að hækka laun um 0,6%, en pen- ingarnir sem þannig færu á milli eru 120 milljónir króna. Magnús sagði að fyrrgreinda frídaga bæri upp á fimmtudaga og slitu þeir þannig sundur vinnuvikuna. Slíkt væri mjög óhentugt fyrir fyrirtæki í framleiðslugreinum og óhagkvæmt væri að hefja framleiðslu á ný á föstudegi. Magnús Gunnarsson Um þá hugmynd vinnuveit- enda að greiða einungis dag- vinúulaun fyrir fyrstu fimm daga veikinda, sagði Magnús að slík ráðstöfun myndi þýða 0,6% hækkun launa. Ekki væri um að ræða að svipta fólk greiðslu í veikindatilfellum, heldur væri aðeins Iagt til að greiða þessa veikindadaga með öðrum hætti. Hugmyndin væri sú að greiða veikindagana í dagvinnu, en ekki samkvæmt staðgengilskerfi eins og nú. Varðandi tillögu um að greiða útgjöld sem farið hafa til sjúkra- og orlofsheimilasjóða, þá myndi sú ráðstöfnun þýða 1,25% hækk- un launa, sem nemur um 250 milljónum króna. Nú er 1% greitt úr sjúkrasjóði, en 0,25% greitt í orlofsheimilasjóði. Magnús sagði að sjúkrasjóðirnir ættu sér langa sögu en nú hefðu réttindi fólks til greiðslu vegna veikinda aukist, og vinnuveit- endur vildu benda fólki á að möguleiki væri á að greiða þetta fé beint til fólksins, þar sem það er varið í samningum að þessu leyti. í orlofheimilissjóðina eru greidd 0,25%. Sagði Magnús að miðað við aðstæður í dag og með tilliti til þess að verkalýðshreyf- ingin getur gert vel í uppbygg- ingu orlofshúsa fyrir félagsmenn sína vaknaði sú spurning hvort ekki væri eðlilegra eins og nú áraði að greiða þessa peninga beint til fólksins. Samkvæmt tillögum vinnu- veitenda er með fyrrgreindum aðferðum hægt að auka útborg- uð laun um 4,25%, en það þýðir um 860 milljónir króna. „Ég vil ítreka það að hér er um tilfærslur að ræða, en ekki um neinar hækkanir á launagjöld- um, en á þennan hátt er hægt að auka það sem í umslagið fer, án þess að það hafi verðbólguáhrif," sagði Magnús. „Þannig er hér um raunverulega peninga að ræða, peninga sem eru raun- veruleg aukning á ráðstöfun- arfé,“ sagði Magnús Gunnars- son. „Ófremdarástand“ á Kringlumýrarbraut: Endurbætur ekki á fjárhagsáætlun EKKI ER útlit fyrir að þær lagfær- ingar verði gerðar á Kringlumýrar- braut í Reykjavík, sem bæjarstjórn Kópavogs hefur nýlega óskað eftir, skv. upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér hjá Vegagerð ríkisins og á skrifstofu gatnamálastjóra í Reykja- vík. Bæjarstjórnin vakti athygli yf- irvalda „á því ófremdarástandi, sem nú ríkir í umferð á Kringlu- mýrarbraut". Telur bæjarstjórnin að þar jaðri við hættuástand, sem „augljóslega mun versna mikið á komandi vetri með verri faerð", og skoraði á Vegagerð ríkisins og Reykjavíkurborg að gera nú taf- arlaust úrbætur til að greiða fyrir umferð á Kringlumýrarbraut, t.d. með fjölgun akreina og lagfæringu gatnamóta, eins og sagði í ályktun bæjarstjórnarinnar. Kristján Guðmundsson, bæjar- stjóri í Kópavogi, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að hugmynd bæjaryfirvalda í Kópa- vogi væri að allar vinstri beygjur af Kringlumýrarbraut á leið úr Kópavogi væru teknar af og t.d. sett slaufa á mót Sléttuvegar og Kringlumýrarbrautar í stað vink- ilbeygju, sem þar er nú. „Þarna eru þrjár akreinar á kafla, það þarf að verða víðar," sagði Krist- ján. „Það er feikilegur umferðar- þungi á þessari götu og í gegnum Kópavog. Það hefur til dæmis far- ið í það, að þrjátíu þúsund bílar á klukkustund hafa farið í gegnum gjána hjá okkur. Við Nesti í Fossvogi hafa mælst 25 þúsund bílar á klukkustund. Til saman- burðar má nefna, að þyngstu um- ferðargötur í Kópavogi eru með 5—6000 bíla á klukkustund." Hjá Vegagerð ríkisins fékk Mbl. þær upplýsingar, að Kringlumýr- arbraut heyrði ekki beint undir þá stofnun en þó væri vitað hvað þyrfti að gera og að áætlanir væru til um lausn á vandanum. Þetta væri hinsvegar mál Reykjavíkur- borgar; hugsanlegt væri að hægt væri að koma á samvinnu borgar- innar og Vegagerðarinnar. ólafur Guðmundsson hjá gatnamála- stjóra í Reykjavík sagði fram- kvæmdir við Kringlumýrarbraut ekki á fjárhagsáætlun næsta árs. „Það er svo sem ekki mjög há upp- hæð, sem þarf til,“ sagði hann. „Það eru undirbyggðar þrjár ak- reinar í hvora átt á löngum kafla. Það þyrfti að taka kanta í burtu og taka úr graseyju, grafa úr á kafla, fylla og malbika. Um þetta er þó ekki til ákveðin kostnaðar- áætlun og þar sem þetta er ekki á fjárhagsáætlun á ég ekki von á, að þarna verði hreyfing á næsta ári.“ Hljómplata með leik Eddu Erlendsdóttur ÚT ER komin hljómplata með Eddu Erlendsdóttur píanóleikara. Edda spilar þar 3 Klavierstiicke D. 946 eftir Franz Schubert, Sónötu Op. 1 efit Alban Berg og 3 Klavier- stucke Op. 11 eftir Arnold Schön- berg. Upptökuna gerði Sigurður Rúnar Jónsson í Háskólabíói, en platan var pressuð og gefin út í Frakklandi. Dreifingu á íslandi annast Fálkinn. Edda Erlendsdóttir er fædd í Reykjavík 1950. Hún stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, meðal annars hjá Árna Kristjánssyni, lauk píanó- kennaraprófi árið 1972 og ein- leikaraprófi árið eftir. Edda hlaut franskan styrk til náms við Tónlistarháskólann í París og lauk prófi þaðan vorið 1978. Kennari hennar var Pierre Sancan. Síðan hefur hún haldið fjöl- marga tónleika, bæði í Frakk- landi, á íslandi og víðar á Norð- urlöndum. Hún hefur verið ein- leikari með Sinfóníuhljómsveit Islands, meðal annars undir stjórn Jean-Pierre Jacquillats og Leif Segerstrams. Þá hefur hún gert upptökur fyrir Ríkis- útvarpið, bæði hljóðvarp og sjónvarp, og einnig fyrir franska og sænska útvarpið. Edda er nú búsett í París og starfar þar sem píanóleikari. Hún er einnig kennari við Tón- listarháskólann í Lyon. m $TENDUR: "ME9INNILE6RI Ó$K UM 6LEf>ILE6 JOL 06 FRR5ÆLT KOMRNDI ÚR. YKKUR ER HÉR MEÐ 8R6T UPP" Stofnfundur Samtaka kvenna á vinnumarkaðnum: „Engir launataxtar undir 15 þúsundum“ — engin stjórn en 15 konur í „tengihóp“ Framhaldsstofnfundur Samtaka kvenna á vinnumarkaði verður hald- inn fljótlega eftir áramótin. Stofn- fundur var haldinn í Reykjavík um síðustu helgi og sóttu hann nær 200 konur. „Þetta var mjög glæsilegur fundur og þótt hann hafi verið fjöl- mennur er ég sannfærð um, að miklu fleiri konur hefðu sótt hann ef marg- ar heföu ekki verið að vinna í verslun og iðnaði," sagði Bjarnfríður Leós- dóttir, sem sæti á í fimmtán kvenna „tenginefnd**, er kosin var á fundin- um og ætlað er að samhæfa starfsemi samtakanna. „Ég held að mikilvægasta álykt- un fundarins hafi verið algjör sam- staða um að enginn launataxti skuli vera undir 15 þúsund krón- um,“ sagði Bjarnfríður. „Undir það flokkast allir taxtar Verkamanna- sambandsins og margir taxtar BSRB.“ Hún sagði að miklar um- ræður hefðu orðið á fundinum um hvort konur ættu ef til vill heimt- ingu á sérstakri launabót til að mæta launamisréttinu, sem þær byggju við „en það varð ekki út- rætt, enda erfitt við það að eiga. Það er hægara fyrir atvinnurek- endur að fara í kringum taxta karl- anna, þeir eru frekar yfirborgaðir eða fá meiri yfirvinnu. Konurnar eru hafðar á taxtakaupinu. Þetta var mikið rætt í öllum hópum,“ sagði Bjarnfríður. Lög fyrir samtökin voru sam- þykkt. Markmið þeirra er að standa að sameiginlegri baráttu um kjör kvenna, móta stefnuna og vera bakhjarl kvenna i trúnaðar- störfum í launþegahreyfingunni. Jafnframt eru konur hvattar til aukinnar þátttöku í trúnaðarstörf- um í hreyfingunni. Samtökin skulu vera opin öllum konum, sem vilja starfa að markmiðum þeirra. Starfið mun fara fram í opnum starfshópum, sem skiptast eftir málefnum eða landsvæðum. Stjórn er ekki fyrir samtökunum en 15 konur mynda „tengihóp“, sem skal samhæfa störf starfshópanna, boða til sameiginlegra funda og annast framkvæmd ákvarðana fundanna. Fimmtán konur voru og kosnar til vara í tengihópinn. Fyrirhugað er að stofna hópa um allt land, að sögn Bjarnfríðar Leósdóttur, og verður það væntan- lega gert fljótlega eftir áramótin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.