Morgunblaðið - 09.12.1983, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.12.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 19 Útkoman úr flokkun lífdýra á refabúunum misjöfn: Sumir hafa ekki lífdýr til viðhalds eigin stofni FLOKKUN lífdýra á refabúunum er nú að mestu lokið. Að sögn Sigur- jóns Bláfeld loðdýraræktarráðu- nauts Búnaðarfélags íslands, hefur flokkunin komið þokkalega út í heild, en þó eru erfiðleikar hjá þeim bændum sem keyptu léleg lífdýr í fyrra. Sagði Sigurjón að í fyrra hefði verið slakað á í flokkun lífdýra vegna þess hve margir hefðu þá byrjað refabúskap og mikil eftir- spurn eftirspurn verið eftir lífdýr- um. Það kæmi hinsvegar fram nú, því lélegir hvolpar kæmu undan lélegu dýrunum frá því í fyrra, og ættu margir erfitt með að kyngja því. Það hefði í raun og veru verið Vid unga fólkið“ 99 Dagskráin um helgina Föstudagur 9. des. Kl. 14.00 Húsið opnað. Kl. 16.00 Tölvukynning. Kl. 19.30 Lokakvöld músíktil- rauna ’83. Hljómsveitakeppni. Fram koma 9 hljómsveitir ásamt hljómsveitinni EGO. Kynnir Ás- geir Tómasson. Laugardagur 10. des. Kl. 14.00 Húsið opnað. Kl. 14.15 Afhending verðlauna í borðtennis- og skákmótum. Kl. 15.00 Fjölskylduskemmtun. Jólasveinarnir koma af fjöllum að Kjarvalsstöðum og skemmta. Skemmtunin er undir stjórn Her- manns Ragnars Stefánssonar. Hljómsveit leikur jólalög. Kl. 20.00 „Ragtime“-píanóleikur. Kl. 20.30 Lokakvöld spurninga- keppni félagsmiðstöðva. Kl. 22.00 Dansleikur í Tónabæ til kl. 02.00, hljómsveitir leika fyrir dansi. Sunnudagur 11. des. Kl. 14.00 Húsið opnað. Kl. 14.30 Brúðuleikhús Helgu og Sigríðar með atriði úr Brúðubíln- um. Aðgangur ókeypis. Kl. 20.30 Lokahátíð. Bestu atriði liðinnar viku. Flugeldasýning kl. 23.00 í umsjón Hljálparsveitar skáta. Sýningunni er lokað kl. 23.00 alla sýningardagana. skemmd á stofninum að gera þetta en hér væri þó talsvert af góðum dýrum þannig að hægt væri að ná stofninum upp ef nógu strangt væri flokkað. Aldrei væri meiri nauðsyn á því að framleiða úr- valsvöru en nú, þegar mikið fram- boð væri af refaskinnum og verð- mismunur á góðum skinnum og lélegum væri mörg hundruð pró- sent í sumum tilvikum. Ekki sagðist Sigurjón vera bú- inn að taka saman tölur um út- komuna eftir einstökum búum eða landshlutum en sagði að sér virt- ist útkoman vera einna verst í Norður-Þingeyjarsýslu. Þar væri útkoman það slæm að bændurnir hefðu ekki einu sinni lífdýr til viðhalds eigin stofn og yrðu að fá dýr að til þess. Morgunblaðift/Árni Helgason. Jólalegt um að lit- ast í Stykkishólmi JÓLASNJÓRINN er þegar kominn. Setur hann mikinn svip á Stykkis- hólm og þegar eru farin að sjást þess merki að jólin eru í nánd. Jólaljós víða í gluggum. Verslanir breyta um útlit, skrautið tekið upp og allt að færast í jólahorf. Færðin hefir verið góð í haust og það sem af er vetri. Rúturnar hafa aldrei þurft að fella niður ferð, og þó stundum hafi á móti blásið hafa þær alltaf náð áfangastað, enda duglegir bílstjórar. Sumaráætlun er enn við lýði og ef allt verður eins og í fyrra verður sumaráætlun hjá rútunni allt árið. Baldur hefir nú tvær ferðir í viku um Breiðafjörð, á mánudögum og föstudögum, og fer hann frá Stykk- ishólmi kl. 9 að morgni báða dag- ana. Húsbyggingar hafa verið hér með meira móti í ár. í hlýja veðr- inu um daginn risu grunnar og sumar byggingarnar eiga að klár- ast fyrir 31. jan. nk. Yfir 10 íbúð- arhús eru nú í smíðum í Stykkis- hólmi. Árni Andrés Finnbogason „Nú er fleyt- an í nausti“ - Guömundur Jakobsson ræðir við Andrés Finnbogason skipstjóra ÚT ER komin hjá Ægisútgáfunni bókin „Nú er fleytan í nausti“, þar sem Guðmundur Jakobsson ræðir við Andrés Finnbogason. Andrés þekkja flestir sjómenn, ef ekki af afskiptum hans af sjómennsku og sjósókn, þá sem starfsmann Loðnu- ncfndar, en þar hefur Andrés verið starfsmaður síðustu árin. í kynningu á bókarkápu segir að bókin sé „fróðleiksnáma um útgerð og sjósókn frá Reykjavík í fjóra ára- tugi og auk þess stórskemmtilegur lestur“. Meðal kaflaheita í bókinni eru: Skútulíf og trilluskark — Bónd- inn á Hóli — Utgerð frá Reykjavík í tvo áratugi — Siglingar milli landa — Samferðamenn — Togararnir og landhelgin. NYJUNG: LITABÆKUR ViJi Stafrófíð hans Depils ■> I tk HiH ^ÍBÓ* WIWiKM* NY LYFTTFLIPABÓK Verð kr. 179,00 STAFROFIÐ BÆKUR TIL AÐ LESA OG LITA Depill er uppáhalds- kennari allra bama 59,30 MANUÐIRNIR BÓKflFORLflGSBÓK, anjiiri-jii— m tntms*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.