Morgunblaðið - 09.12.1983, Page 35

Morgunblaðið - 09.12.1983, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 35 Ljfem. Mbl. KÖE Sundakaffi opnað Sundakaffi var opnaö í Sundahöfn, fimmtudaginn 1. desember síðastliðinn. Á myndinni sjást eigendur staöarins, Þorsteinn Örn Þorsteinsson og Margrét Geirsdóttir, sem segja að hér sé um að ræða kaffiteríu og hamborgarastað. „Gengnar leiðir“ eftir Jón Gísla Högnason BÓKAFORLAG Odds Björnssonar sendir nú frá sér nýja bók eftir Jón Gísla Högnason frá Læk, og nefnist hún „Gengnar leiðir“. í bókinni eru minningarþættir átta samferðamanna. Jón Gísli hefur áður tekið saman safnrit með frásögnum alþýðufólks. Með hans eigin orðum er þetta „lífsr- eisa um langvegu, sem farin var af þeim, sem geta glaðst og fundið til“. í kynningu forlags segir: „í bók- inni eru sögur úr sveit og frá sjáv- arsíðunni, ilmur úr sveit og angan af hafi, — og lýsing á þvi hvernig ísland nútimans varð til. Sviðið er vítt, en merkastar munu þykja frásagnir af atvinnu- og búsetu- þróun á Suðurlandi." Mikill fjöldi ljósmynda er í bókinni og henni fylgir ítarleg nafnaskrá. 216 bls. Jón Gísli Högnason Síldveiðun- um að ljúka — 51.500 lestir komnar á land „ÞAÐ MÁ segja að sfldveiðunum sé að Ijúka. Á mánudag voru bara tvö skip á miðunum fyrir austan, en eitthvað fieiri á þriðjudag og miðvikudag og veiði- kvótinn að verða uppfylltur," sagði Ástráöur Ingvarsson, veiðieftirlitsmaður, í samtali við Morgunblaðið í gær. Samkvæmt upplýsingum hans þá voru komnar um 51.500 lestir af síld á land, en upphaflegt aflamark var 52.500 lestir. Nokkur viðbót kom þó til vegna verðmætamarks og fryst- ingarmarks. Þannig hafa hringnót- arbátar nú fengið um 35.000 lestir, en upphaflega var leyfilegt afla- mark þeirra 34.500 lestir og 460 há- mark á bát. Að meðaltali hafa hringnótarbátar nú fengið 550 lest- ir hver. Reknetabátar hafa nú feng- ið um 15.500 lestir, en heildarafla- mark þeirra nam upphaflega 16.500 lestum og 520 lesta hámarki á hvern bát. Þá eru komnar um 1.000 lestir síldar í lagnet á land. ÞESSAR stöllur, Ingibjörg Jónsdóttir og Margrét Helgadóttir, efndu til hlutaveltu fyrir nokkru og færðu Samtökum um byggingu tónlistarhúss ágóðann sem var rúmlega 1.100 krónur. KÆRAR ÞAKKIR Byggingarhappdrætti SÁÁ þakkar íslenskum konum og öllum öðrum ómetanlegan stuðning. Dregið hefur verið í happdrættinu um 10 SAAB bíla. Þessi númer hlutu vinning: 104897 276116 178021 281471 198343 296191 219952 299384 271660 307043 Úrslit í verðlaunasamkeppninni um nafn á nýju sjúkrastöðina verða væntanlega tilkynnt við vígslu hússins síðar í þessum mánuði. BYGGINGAR HAPPDRÆTTI SAA1983 yyx MHdðfyrír N KítySINtíASKíAN Ht B| GatBtÚnsorH Opið í dag föstudag til kl. 22 og á morgun laugardag til kl. 18 AIIKLIG4RÐUR MARKAÐUR VÐSUND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.