Morgunblaðið - 09.12.1983, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 09.12.1983, Qupperneq 48
BítlaæðidSV^ CCC4DW óoó <@ull & &íUur t)/f LXI 'Í .AVEÍ .IKEMCIAVÍK - S 20620 FOSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 VERÐ I LAUSASOLU 20 KR. Fiskveiðiheimildir við Bandaríkin: Mynda þarf sam- eiginleg fyrirtæki íslendinga og Bandaríkjamanna „VIÐ höfum látið kanna þetta mál í Wa-shington og fengum þær upplýs- ingar, að samkvæmt lögum þarf að sýna fram á einhvern hagnað Banda- ríkjamanna af viöskiptum við erlend ríki hvað varðar fiskveiðar í lögsögu Bandarfkjanna. Helztu leiðir í þessu Miklar annir hjá ÁTVR MIKLAK annir hafa verið í áfengisút- sölum ÁTVK það sem af er vikunni, að sögn Einars Ólafssonar, útsölustjóra ÁTVR á Lindargötu. „Það er yfirleitt rólegt hjá okkur fram í miðjan des- ember en nú leynir sér ekki, að fólk hefur grun um eitthvað sem er okkur dulið,“ sagði Einar í samtali við blm. Morgunblaösins. „Fólk hefur keypt borðvín hér í stórum stíl og raunar erum við að verða uppiskroppa með eina og eina léttvínstegund," sagði Einar. „Það er þó alls ekki svo að hér sé allt að verða búið — en engu að síður er það rétt, að við erum ekki vanir að búa okkur undir jól og áramót fyrr en upp úr 10. desember. Fyrirtæki, sem venjulega kaupa dálítið áfengismagn í árslok, hafa gert það með fyrra fallinu sýnist mér á öllu. Sömu sögu er að segja úr öðrum útsölustöðum, sem ég hef haft samband við.“ Einar sagðist ekki hafa trú á, að margir ætluðu að kaupa umtalsvert magn af áfengi nú og gera tilraun til að skila því á nýju verði síðar, en eins og fram hefur komið er reiknað með að áfengistegundir, sem dýrari eru erlendis, hækki meira en aðrar. „Ef menn kaupa mikið magn af áfengi hér, t.d. til notkunar í veisl- um, og vilja fá að skila því sem ekki er notað, þá er hafður á því ákveðinn afgreiðslumáti," sagði hann. „Menn fá því ekki vöruna keypta á einu verði til að skila henni á öðru og hærra verði. Einstakiingar eiga ekki að fá að hagnast á áfengissölu — það á aðeins „samneyslan" að gera,“ sagði Einar Ólafsson. sambandi eru, að myndað verði sam- eiginlegt fyrirtæki erlendra og þar- lendra aðilja og þá með ýmsu formi," sagði Guðmundur Eiríksson, þjóðrétt- arfræðingur utanríkisráöuneytisins, er hann var inntur eftir gangi mála hvað varðar hugmyndir um veiðar ís- lendinga við Bandaríkin. „Nú hefur LÍÚ kannað þessi mál og lýst áhuga sinum á að ganga ai> slíku samstarfi og í öðru lagi að það gæti verið með ýmsu móti. Bæði með því að selja aflann um borð í bandarísk skip eða að vinna aflann um borð og landa til dæmis í Kan- ada. Jafnvel hafa þeir ekki útilokað möguleika á veiðum við vestur- strönd Bandaríkjanna. í framhaldi þessa jákvæða svars LÍÚ er verið að athuga framhaldið og kanna þessa möguleika til hlítar. Þetta byggist á því að samningur náist við Bandaríkin og þá er það spurningin hvaða leið er bezt,“ sagði Guðmundur Eiríksson. Egilsstaðir: Stærsta íslenska jólatréð KgiLsNlöóum, 8. desember. í GÆRKVÖLDI var kveikt á stærsta íslenska jólatrénu, 11 metra háu grenitré úr Hall- ormsstaðaskógi. Tréð stendur framan við kjörbúð Kaupfélags Héraðsbúa hér á Egilsstöðum. Að sögn fróðra manna mun þetta að líkum vera stærsta ís- lenska tréð sem fellt hefur ver- ið til þessa. Jón Loftsson, skógarvörður á Hallormsstað, bjóst við því að heldur færri tré yrðu felld nú í Hallormsstaðaskógi en oft áð- ur. Hann kvað 2000 tré hafa verið merkt, en bjóst þó ekki við að fleiri en 1500 tré yrðu felld — og líklega færu engin tré héðan á markað syðra eða utan fjórðungs. Taldi Jón að efnahagslegar þrengingar almennings réðu hér mestu um. Eftirspurnin væri hreinlega minni nú en oft áður - Ólafur. Stjórn LÍÚ samþykkir aflamarkið: Tryggir hlutlausustu afskipti stjórnvalda - segir Kristján Ragnarsson. Þriggja ára viðmiðunin kemur í veg fyrir meðalmennskuna STJÓRN LÍÚ samþykkti á fundi sínum í gær, að mæla með aflamarki á allar veiðar á næsta ári á sama hátt og Fiskifélag íslands hefur sam- þykkt. Er þetta í fyrsta sinn í sögu fiskveiða hér á landi, sem hagsmunasamtök aðilja í sjávarútvegi samþykkja aflamark á allar veiðar. Áður hefur aflamark að minnsta kosti gilt um loðnu-, síld-, rækju- og skelfiskveiðar. Að sögn Kristjáns Ragnars- sonar, formanns og fram- kvæmdastjóra LÍÚ, kom nefnd Fjármálaráðuneytið: Hlutabréf ríkissjóðs í 15 fyrirtækjum til sölu Að nafnverði samtals rúmlega 65,2 millj. kr. Kjármálaráðuneytið auglýsir á næstu dögum eftir tilboðum í hluta bréf nki.ssjóðs í fimmtán fyrirtækj- um. Hlutabréfin verða seld hæst- bjóðanda, fáist viðunandi tilboð. Kaupendum verður gefinn kostur á að greiða allt aö 80% kaupverðsins á 10 árum með verðtryggðum kjörum. Nafnverð hlutabréfanna er samtals 65.220.743,00 kr. Tilboð í hlutabréfin þurfa að berast fjármálaráðuneytinu fyrir 1. febrúar nk. Fyrirtækin og nafn- verð hlutabréfa þeirra fer hér á eftir: 1. Eimskipafélag íslands hf. Nafn- verð kr. 2.957.760. 2. Flóabáturinn Baldur hf. Nafnverð kr. 100.000. 3. Flóabáturinn Drangur hf. Nafn- verð kr. 590.480. 4. Flugleiðir hf. Nafnverð kr. 7.000.000. 5. Gestur hf. Nafnverð kr. 15.000. 6. Herjólf- ur hf. Nafnverð kr. 900.000. 7. Hólalax hf. Nafnverð kr. 560.000. 8. Hraðbraut "hf. Nafnverð kr. 1.170.000. 9. Norðurstjarnan hf. Nafnverð kr. 6.669.585. 10. Raf- tækjaverksmiðja Hafnarfjarðar hf. Nafnverð kr. 900.000. 11. Skallagrímur hf. Nafnverð kr. 2.831.578. 12. Slippstöðin hf. Nafn- verð kr. 11.700.000. 13. Vallhólmur hf. Nafnverð kr. 7.500.000. 14. Þór hf., Stykkishólmi. Nafnverð kr. 5.826.340. 15. Þormóður rammi hf. Nafnverð kr. 16.500.000. sú, sem kosin var á aðlfundi LÍÚ til að kanna hvort mögulegt væri að taka upp aflamark á veiðar á næsta ári, til fundar í gærmorgun og samþykkti hún með 7 atkvæðum gegn 1 að vinna að því, að aflamarki yrði komið á á sama hátt og tillögur Fiskifélagsins gera ráð fyrir. Síðar í gær samþykkti stjórn LÍÚ með 13 atkvæðum gegn 3 að taka þátt í að vinna að málinu og með sama hætti. Samkvæmt því verður meðaltal afla síðustu þriggja ára lagt til grundvallar aflamarkinu á næsta ári. „Þetta gerum við þrátt fyrir það, að okkur er ljóst, að þetta mun hafa mjög alvarlegar af- leiðingar fyrir fjölmarga félags- menn okkar og getur valdið verulegri röskun á útgerðar- háttum þeirra, en við teljum að þetta tryggi hlutlausustu af- skipti stjórnvalda af því hvernig útgerðinni verði háttað og vænt- um þess, að menn geri sér grein fyrir rekstrarskilyrðum flotans og að stjórnvöld sjái að ekki verður lengur umflúið að gera þær ráðstafanir að rekstrarskil- yrðin geti skapað meðalskipi viðunandi starfsskilyrði. Við teljum ennfremur, að það, að miða við afla síðustu þriggja ára, raski minnstu frá því, sem verið hefur og tryggi tengsl milli framtíðar og fortíðar. Við höfum talið aflamarkinu það mest til foráttu, að því fylgi meðalmennska, en með því að miða við þrjú síðustu ár, teljum við tryggt að svo verði ekki. Við mælum með því, að þetta verði gert og vonumst þá til að Alþingi og ríkisstjórnin fylgi þessu eftir og samþykki nauð- synjegar lagabreytingar til þess, að þetta megi gerast,“ sagði Kristján Ragnarsson. Vaxtalækkun 20. desember? BÚIST er við almennri vaxta- lækkun síðar í þessum mánuði, og er líklegt að breytingin taki gildi um 20. desember, að því er heimildarmenn Morgunbiaðsins sögðu í gær. Um almenna vaxta- lækkun verður sem fyrr segir að ræða, jafnt á innláns- sem út- lánsreikningum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.