Morgunblaðið - 09.12.1983, Síða 42

Morgunblaðið - 09.12.1983, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 42 Seint er um langan veg að spyrja tíðinda — eftirJóhann Hjaltason Fyrir nokkrum árum birtust á prenti endurminningar Matthías- ar Helgasonar, fyrrum bónda á Kaldrananesi á Ströndum. Um sama eða svipað leyti flutti sonur hans, Þorsteinn skólastjóri, text- ann í útvarpi. Á útvarpsflutning- inn hlustaði ég nokkuð reglulega til að byrja með og hirti síðan ekki um að afla mér bókarinnar til lestrar, en hún mun hafa komið út í þremur heftum með eins til tveggja ára millibili. Alllöngu síð- ar var mér frá því skýrt, að í eins- konar eftirmála eða viðauka Þor- steins í þriðja og síðasta hefti endurminninganna gerði hann að frásagnarefni meira en hálfrar aldar gamlan atburð, í sambandi við sambýlisörðugleika á Kaldrananesi í þann tíma, er for- eldrar mínir bjuggu þar leiguliðar á fjórða hluta jarðarinnar, far- dagaárin 1912—1915. Jafnframt var mér tjáð, að frásögn Þorsteins af fyrrnefndu atviki væri bæði mjög ónákvæm, röng og villandi í flestum greinum, auk þess að meginatriði viðburðarins lægi í þagnargildi. Með því að frásögnin væri bersýniiega byggð á algeru misminni eða missögnum, nema hvort tveggja væri, þyrfti hún opinberrar leiðréttingar við sann- leikans vegna, bæði í samtíð og framtíð. Mælt hefur verið, að atburðir skrái sína eigin sögu um leið og þeir gerast og verða til, sanna sögu, sem lesa megi óbrjálaða um ókomin ár og jafnvel aldir. Þetta eru ugglaust sannleiks orð um ým- is fyrirbæri í ríki náttúrunnar, en aftur á móti trúlega oftast öfug- mæli um athafnir og samskipti manna. Til þess að gera langa sögu stutta, þarf ég að takmarka mjög orðréttar tilvitnanir í fyrr- nefnda frásögn Þorsteins af sam- býlisárekstri í æsku hans á Kald- rananesi. Þótt á hinn bóginn ítar- legar ívitnanir mundu vera skóla- bókadæmi um það, hvað villu- gjarnt er á söguslóðum misminnis og missagna. Þorsteinn kveður föður sinn hafa lagt blátt bann við, að rifið væri hrís í landi Kaldrananess. Virðist þó augljóst, að slíkt bannorð eins eiganda og ábúanda gat ekki haft gildi á óskiptu beitilandi, án samkomu- lags og samþykkis annarra eig- enda og ábúenda jarðarinnar. Og fullvíst tel ég, að hvorki hafi munnlega verið að þvílíku banni innt, né um það rituð ákvæði í byggingarbréfi föður míns fyrir ábýli hans á Nesi, en eigendur þess voru tveir, þ.e. Jóhann Jóns- son bóndi í Bæ á Selströnd að meiri hluta, og Gestur Loftsson bóndi á Eyjum á Bölum að ein- hverjum minni hluta. I þrettán til fjórtán ára langri búskaparsögu foreldra minna árið 1912 sem leiglendingar í tví- og þríbýli oftast nær, hafði móðir mín haft fyrir fasta venju á haust- in að svíða svið af sláturfé við hríseld, trúlega allforn siður gegn- um margar aldir. Það heyrði ég sagt, að hangikjöt verkaðist betur og fengi aukin bragðgæði í reyk af krækiberjalyngi. Ekki þekki ég til slíkrar verkunar á hangikjöti og hygg að hún hafi varla verið al- menn. Ef til vill hefur einhver svipuð trú eða skoðun átt sér stað á smekk af kindasviðum, sviðnum við hríseld, en langmestu mun þó hafa ráðið, að hrís er kveikjulegra og logar betur og glaðar en mór eða sauðatað. Fyrsta haust foreldra minn á Nesi (þ.e. 1912) hugðist móðir mín, sem jafnan áður að endaðri slát- urtíð, láta rífa eitthvað af hrísi til þess að svíða svið við. Til þeirrar farar gengu synir hennar tveir, ég undirritaður og þá nýbyrjaður 14. árið, Þorkell bróðir minn 9 ára gamall frá næstliðnu vori, rúm- lega tvítug vinnustúlka foreldra minna og 19 ára gamall vinnupilt- ur Kjartans bónda Ólafssonar, sem bjó á öðrum fjórðaparti Kald- rananess. Um Hjalta, föður okkar bræðra, gat ekki verið að ræða, þar sem hann var þá í vinnu við sláturhúsin á Hólmavík eins og á hverju einasta hausti allt frá ár- inu 1906 og svo lengi sem ég þekkti til eða nokkuð fram yfir 1930. Hér vil ég svo birta smáklausu úr hinni missagnafullu og van- sögðu frásögn Þorsteins, eins og hún blasir við orðrétt og stafrétt í þriðja hefti endurminninga Matthíasar Helgasonar, Kvöld- rúnir, bls. 161: „Svo er það einu sinni seint á degi að Hjalti kemur framan traðir ásamt fólki sínu og er hver maður þar með hrísbagga svo stóra sem hann mátti með komast, og þó öllu stærstur bagga sá, sem Hjalti var með. Þetta kom mér, stráknum, mjög einkennilega fyrir sjónir, því faðir minn hafði jafnan lagt brátt bann við því, að við brytum viðarteinung, þótt ekki væri nema væn keyrishrísla, ef hún var tekin af grónum viði.“ í þessari tilvitnuðu klausu eru væntanlega 2 eða 3 prentvillur, sem ávallt geta hent á bestu bæj- um og ekki brýn þörf að leiðrétta þegar auðlesnar eru í málið, en auðvitað eru prentvillur alltaf leiðinlegar þó að meinlitlr séu og þykja bera bott um ókærni og lé- leg vinnubrögð. Á næstu blaðsíðu Kvöldrúna (162) segir, að daginn eftir (þ.e. hrísrifið) hafi „stóra bátnum verið ýtt úr vör“ og Nesbændur farið með konur og krakka í lystitúr til Þorkelsskerja. Á leiðinni út í sker- in hafi komið til róðrarkeppni á milli feðra okkar Þorsteins, þar sem báðir fengu sig fullreynda án úrslita. Þessa kappróðrarsögu hef ég að vísu heyrt sagða löngu fyrr, en með all öðrum formerkjum. Eins og fyrr er sagt gat föður mín- um ekki verið til að dreifa að þessu sinni, hvorki við hrísrif né skemmtiferð út í Þorkelssker. Vorkópaveiði við skerin hygg ég að hafi verið seint í júnímánuði, farnar 2—3 ferðir með selanet og legið yfir þeim í skerjunum eina nótt hverju sinni. Skemmtiferð út í skerin um eða eftir miðjan októbermánuð er í hæsta máta ósennileg, og fullvíst er, að hún átti sér ekki stað haustið 1912, og aldrei í þau þrjú ár sem foreldrar mínur bjuggu á Nesi. Hitt má aft- ur á móti vel vera, að Nesbændur hafi einhvern tíma að sumarlagi farið lystitúr með konur og krakka út í Þorkelssker, löngu eft- ir að foreldrar mínir fluttu frá Kaldrananesi, þ.e. snemma í maí- mánuði vorið 1915. Ég held því ekki fram, að eftir frek sjötíu ár sé fyrrnefnd hrís- rifssaga mér fersk í minni í smá- atriðum út í ystu æsar, en alveg örugglega er hún það i öllum aðal- atriðum. Á hinn bóginn virðist frásögn Þorsteins vera byggð á minnisleysi eða miklu misminni, missögnum og hreinum ímyndun- um. Kann þar tvennt að koma til. Það fyrst, að fyrir æsku sakir var Jóhann Hjaltason „Mælt hefur verið, að at- burðir skrái sína eigin sögu um leið og þeir ger- ast og verða til, sanna sögu, sem lesa megi óbrjáiaða um ókomin ár og jafnvel aldir. Þetta er ugglaust sannleiks orð um ýmis fyrirbæri í ríki nátt- úrunnar, en aftur á móti trúlega oftast öfugmæli um athafnir og samskipti manna.“ hann ekki við atburðinn riðinn, en það var ég vissulega sem einn þátttakenda. í öðru lagi aldurs- munur okkar á umræddum tíma. Þá var ég fullra þrettán ára að aldri og nokkrum vikum betur, en hann einungis fjögurra ára og nokkurra mánaða gamall. Rétt og satt frá sagt var atburðarás marg- nefndrar hrísrifssögu þessi: Um miðjan dag undir skýjum haust- himni októbermánaðar árið 1912, fórum við áðurnefndir fjórir ein- staklingar fram í fjarðarhlíðina fyrir innan Kaldrananes, á að giska 20 til 30 mínútna gang til að byrja með. Rifum þar upp hrís á líklega þó nokkru svæði, uns nóg þótti komið í hæfilegar byrðar fyrir hvern og einn. Mun óhætt að segja, að ekki hafi byrðar okkar bræðra verið beysnar eða fyrir- ferðarmiklar, sem ekki var heldur við að búast hjá níu ára gömlum dreng eins og Þorkeli bróðir mín- um, er ekki vildi þó láta sitt eftir liggja. Sennilega hefur dagur verið lið- inn nær miðjum aftni eða vel það, þegar við á ný nálguðumst okkar heima með hrísið. Þar kom móðir mín á móti okkur, létti byrðinni af herðum yngsta burðarmannsins, sem var eins og fyrr segir Þorkell bróðir minn, og var síðan kimbil hans sjálf eftir það. Þá er við kom- um í traðirnar heim að bæjarhús- unum, er Matthías bóndi þar fyrir ásamt vinnumanni sínum. Veik hann sér að móður minni og spurði, jafnframt því að taka af henni hrískimbilinn, hvort Jóhann í Bæ hefði leyft þetta hrísrif. Henni mun hafa orðið svarafátt, og vissi víst varla hvaðan á hana stóð veðrið, því að aldrei hafði ver- ið á það málefni minnst af hálfu landeigenda, svo að hún vissi til. Það er þeirra Jóhanns í Bæ og Gests á Eyjum. Eftir einhver önn- ur stutt orðaskipti Matthíasar og móður minnar, tók hann og vinnu- maður hans hrísbyrðarnar í sína vörslu svo að segja mótstöðulaust eins og skiljanlegt er, þar sem tveir efldir karlmenn áttu aðal- lega við konur og börn að eiga. Morguninn eftir þennan hrís- rifsdag færði Matthías bóndi, og líklega vinnumaður hans eða vinnumenn, hrísið niður á sjávar- grund hjá bátalendingunni, hlóðu því í köst og báru eld að. Þótt bálköstur þessi hafi varla verið stórvaxinn og fjarri húsum, mun hann hafa verið vaktaður og eigi frá horfið fyrr en brunninn var til kaldra kola, eða svo heyrði ég síð- ar haft eftir sjónarvotti. Þessi eft- irminnilegu sögulok skráir Þor- steinn ekki, er þó mjög ósennilegt, að hann hafi aldrei heyrt þau nefnd, eða um þau vitað hvorki fyrr né síðar. En hvað sem um það er, þá diktar hann botn í söguna í stíl við fyrri frásögn, með lystitúr Nesbænda á síðhausti út í gróð- urvana eyðisker. Mér er ekki full- ljóst tilgangur Þorsteins, með upprifjun þessarar gömlu hrísrifs- sögu. Trúlega er hann þó sá, að varpa góðu ljósi á föður hans í flokki gróðurverndarmanna, hverra sjónarmið voru lítt þekkt og enn minna útbreidd meðal al- mennings hér á landi, fyrir 70 til 80 árum, þótt þörf og nytsöm séu. En í því efni sem flestum öðrum veltur mikið á framkvæmdinni. Matthías Helgason var fram- farasinnaður og vel gefinn merkismaður á sinni tíð. Eigi að síður mæltist framansögð hrís- vernd, ásamt tilheyrandi valdbeit- ingu og brennu, hvergi vel fyrir út í frá, þar sem til hennar spurðist. Þótt framanrituð hrísrifssaga gæti gefið efni til ýmissa þarf- legra hugleiðinga, mun ég ekki langyrða um hana meir án frekara tilefnis. Á fyrsta vetrardag 1983. Jóhann Hjaltason er fyrrrerandi kennari. 35 krónur fyrir kílóið af þorski VÍSIR SF fékk í gær 35,67 krónur að meðaltali fyrir þorskkílóið í Hull og Krossanes SU fékk 35 krónur í með- alverð fyrir þorskkílóið í Hull á þriðjudag. Lætur það nærri að vera fjórfalt meðalverð fyrir þorsk hér heima. Tónleikar Mót- ettukórsins ekki endurteknir MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju hélt aðventutónleika í Kristskirkju sl. sunnudag. Kirkjan var troðfull og þurftu margir frá að hverfa. Vegna fjöl- margra fyrirspurna um hvort tón- leikarnir yrðu endurteknir, vill Mótettukórinn koma á framfæri, að af því getur því miður ekki orð- ið að þessu sinni. Kórinn þakkar góðar undirtekt- ir og heitir því, að gera ráðstafan- ir til að fleiri komist á aðventu- tónleika kórsins á næsta ári. Krossanesið seldi alls 59,9 lestir í Hull á mánudag. Heildarverð var 1.775.200 krónur, meðalverð 29,62. 13,7 lestir aflans voru ufsi og með- alverð fyrir hann 16,40 krónur, en auk þess voru nokkrar aðrar verð- litlar fisktegundir í aflanum. Þorskur var samtals 37,3 lestir og meðalverð fyrir hann eins og áður sagði 35 krónur. Þá seldi Ottó Wathne NS 45,8 lestir í Grimsby. Heildarverð var 1.025.100 krónur, meðalverð 22,36. Talsverður hluti aflans var karfi og dró hann meðalverðið niður auk þess sem aflinn dæmist í 2. gæðaflokk, en afli Krossanessins fór allur í 1. gæðaflokk. Vísir seldi alls 33,9 lestir í Hull í gær. Heildarverð fyrir aflann var 1.008.600 krónur, meðalverð 29,74. 10,6 lestir aflans voru keila og reyndist meðalverð fyrir hana 16,60 krónur. Annar afli var að mestu þorskur og meðalverð fyrir hann 35,67 krónur. Karlsefni RE seldi 173,1 lest í Cuxhaven í gær. Heildarverð var 4.310.200 krónur, meðalverð 24,91. Afli Karlsefnis var að mestu karfi. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Sauðárkróks Laugardaginn 19. nóvember var haldið svokallað Kristjáns- mót hjá félaginu. Þetta 'er tvímenningskeppni, þar sem spilað er um silfurstig, keppnis- stjóri var Kristján Blöndal. Þátttakendurnir voru frá fimm bridgefélögum á Norðurlandi vestra. Efstu pör urðu þessi: Björn Guðnason og Gunnar Þórðarson Sauðárkróki 82 Ingibergur Guðnason og Guðm. H. Sigurðsson, Skagastr. 79 Jón Arason og Þorsteinn Sigurðsson Bl.ósi 63 Gunnar Sveinsson og Kristófer Árnason Skagastr. 46 Hailbjörn Kristjánsson og Ari Einarsson, Blönduósi 34 Bjarki Tryggvason og Halldór Tryggvason Sauðárkr. 22 Reynir Pálsson og Stefán Benediktsson Fljótum 21 Bridgedeild Sjálfsbjargar Nú er lokið fjögurra kvölda hraðsveitakeppni með sigri sveitar Guðmundar Þorbjörns- sonar. Sveitin sigraði með nokkrum yfirburðum, fékk 1988 stig eða tæplega 200 stigum meira en næsta sveit. Með Guð- mundi spiluðu í sveitinni: Þor- björn Magnússon, Sigríður Sigurðardóttir og ína Jensen. Röð næstu sveita: Jóhannes Skúlason 1795 Pétur Þorsteinsson 1771 Gísli Guðmundsson 1763 Meðalárangur 1728 Eins kvölds tvímenningur verður spilaður 12. des nk. og eru félagar beðnir að mæta vel og stundvíslega en keppnin hefst kl. 19.30. Bridgedeild Skagfirðinga Önnur umferð í hraðsveita- keppni deildarinnar var spiluð 6. desember. Efstu sveitir nú eru: Björn Hermannsson 1295 Óli Andreason 1175 Sigmar Jónsson 1164 Hildur Helgadóttir 1153 Magnús Halldórsson 1153 Síðasta umferð verður spiluð þriðjudaginn 13. desember, en 20. desember verður eins kvölds jólatvímenningur. Bridgefélag kvenna Barómeterkeppni félagsins lauk mánudaginn 5. des. 36 pör tóku þátt í keppninni. Úrslitin urðu þessi. Ása Jóhannsdóttir — Lilja Guðnadóttir 687 Guðríður Guðmundsdóttir — Kristín Þórðardóttir 661 Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrímsdóttir 647 Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigríður Pálsdóttir 587 Gunnþórunn Erlingsdóttir — Ingunn Bernburg 460 Sigrún Ólafsdóttir — Elín Jónsdóttir 443 Júlíana Isebarn — Margrét Margeirsdóttir 442 Rósa Þorsteinsdóttir — Vigdís Guðjónsdóttir 385 Esther Jakobsdóttir — Anna Þóra 384 Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsdóttir 321 Alda Hansen — Nanna Ágústsdóttir 299 Lovísa Eyþórsdóttir — Ester Valdemarsdóttir 234 Keppnisstjóri var Agnar Jörg- ensson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.