Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 Kíkt inn á Kjarvals- staðakvöld og rætt við unga fólkið Fullt út að dyrum af ungu fólki á Kjarvalsstöðum. „ ... það fóru að vaxa goggar á fólk og svo komu þeir æðandi í áttina til mín.“ Stúdentaleikhúsið sýnir þaetti úr nýjum unglingabókum. „Skemmtilegast að horfa á leikritin," sögðu stelpurnar úr Bústöðum, Herdís, Hrafnhildur, Sigrfður og Elín Rós. „Unglingarnir búnir að vera til fyrirmyndar í umgengni á Kjarvalsstöð- um,“ segir Sylvía Jóhannsdóttir. Hér er hún að gefa framkvæmdastjórum kynningarvikunnar kaffi. Fellahelli þegar við vorum í fyrsta bekk, þá fórum við á diskótekin. Það er bara þannig að þegar maður er komin í þriðja bekk fer maður ekki lengur þangað. Og þá vantar stað þang- að sem maður getur farið og hitt fólk, ekki bara úr Breiðholti heldur líka annarstaðar úr Reykjavík. Hvað með unglingadiskótek- in? Þau eru ágæt en það er bara opið um helgar og þá er svo ofboðslega dýrt inn. Það mætti vera einhver svona samkomu- staður þar sem maður getur kíkt inn á virkum dögum og hitt fólk án þess að fara með aleiguna í það. Að síðustu fengum við okkur te og smurt brauð á kaffiteríu Kjarvalsstaða og spurðum Sylvíu Jóhannsdóttur sem rekið hefur teríuna síðustu þrjú árin hvernig gengið hefði þessa kynn- ingarviku. Það hefur verið mikil umferð hérna og komist allt upp í 500 börn á dag. Það eru því óvenju- legir en góðir gestir á kaffiteríu Kjarvalsstaða. Yfirleitt er það fólk sem kemur á sýningarnar sem fær sér hér kaffi og eru margir fastagestir. Terían er opin daglega 2—7 þegar húsið er opið og lengur ef eitthvað sér- stakt er eins og núna. Á sumrin er hægt að setja stóla og borð út á stétt og drekka þar kaffi, það er að segja ef veður leyfir. En það hefur verið mikið um að vera þessa viku og einstaklega gaman að fá krakkana sem hafa verið alveg til fyrirmyndar í hegðun og umgengni. Kjarvalsstaðakvöld var hald- ið fyrir unglinga á þriðju- daginn og voru blm. og Ijós- myndari Mbl. þar meðal gesta. Fjöldi unglinga var mættur á staðinn strax hálftíma áður en skemmtunin hófst og þurfti ekki að segja þeim tvisvar að ganga í bæinn þegar opnað var inn í að- alsal. Þar hafði verið komið fyrir stóru sviði og settust áhorfendur á gólfið framan við það, enda hefði ekki verið pláss fyrir stóla. Stúdentaleikhúsið hóf leikinn og flutti þætti úr unglingabókum sem gefnar verða út fyrir jólin. Síðan flutti Pældíðí-hópurinn atriði úr kynfræðsluleikritinu Pældíðí og loks lék hljómsveitin Ikarus, en söngvari hljómsveit- arinnar er Megas. Milli atriða var rápað fram í kaffiteríu og notuðum við tækifærið til að spjalla við skipuleggjanda kvöldsins, Guðrúnu Erlu Geirs- dóttur og nokkra gestanna. Guðrún Erla: Þetta Kjar- valsstaðakvöld er þannig tilkom- ið að þegar samþykkt var að Æskulýðsráð fengi inni með kynningarviku sína hér ákváð- um við í stjórn Kjarvalsstaða að bjóða unglingunum upp á sér- staka dagskrá. Fannst okkur það upplagt fyrst við værum búin að fá þann aldurshóp í húsið sem hvað sjaldnast kemur hingað. Dagskráin er sett saman sér- staklega fyrir þetta kvöld og sniðinn að þessum aldurshópi. Það hefur verið ánægjulegt að fá þau, þetta eru væntanlegir sækj- endur þessa húss og það sem af er kynningarvikunni hefur allt farið vel fram og verið ágætis umgengni. Næst hittum við að máli þá Arngeir Hauksson, Val Gauta- son og Hörð ími Einarsson. (15—16 ára): Við fréttum af tón- leikunum og ákváðum að koma hingað. Annars sækjum við ekki neina æskulýðsmiðstöð heldur sjáum sjálfir um að hafa ofan af fyrir okkur. En Megas er skemmtilegur, við sáum hann á friðarhátíðinni í Laugardalshöll- inni og hlökkum til að sjá hann hér. Þær stöllur úr Bústaðahverfi, „Við fréttum af tónleikunum og ákváðum að fara,‘ Hörður ímir. Arngeir, Valur og Guðrún Erla Geirsdóttir skipulagði Kjarvalsstaðakvöldið, en hún er í stjórn Kjarvalsstaða. Herdís Wöhler, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Sigríður Ingadótt- ir og Elín Rós Hansdóttir (15—17 ára), sögðust vera búnar að dveljast meira eða minna á Kjarvalsstöðum síðan kynn- ingarvikan hófst: Þetta er fín dagskrá hérna og það skemmti- legasta er að horfa á leikritin. Við erum í leiklistarklúbbi í fé- lagsmiðstöðinni Bústöðum og á leiklistarkvöldinu hérna sýndum við trúðaatriði sem við sömdum sjálf og tókst það bara nokkuð vel. Við höfum sótt Bústaði síð- ustu þrjú til fjögur ár, fyrst vor- um við þar svo til á hverju kvöldi í allskonar klúbbstarfi og á diskótekinu á föstudögum, en nú komum við sjaldnar. Maður vex upp úr þessu og fer að fara ann- að. Andrea Gunnarsdóttir, Lárus Arason og Hrönn Hreiðarsdóttir búa í Breiðholti og voru að koma í fyrsta sinn á dagskrá Æsku- lýðsráðs. Okkur finnst dagskráin hér vera alveg meiriháttar. Leikritið Pældíðí var frábært og okkur finnst að það ætti að sýna þetta í skólunum því það vantar alveg kynfræðslu. Fellaheliir er okkar félagsmiðstöð en við höfum ekki tekið mikinn þátt í starfinu þar. Skátarnir hafa verið teknir framyfir og höfum við starfað með skátafélagi hverfisins, Haf- örnum, í mörg ár. Nú erum við í dróttskátasveit sem krakkar á aldrinum 15—17 ára starfa í. Við förum í útilegur, höldum kvöld- vökur, förum á námskeið í skyndihjálp og gerum margt fleira æðislega skemmtilegt. Ætli við höfum ekki farið mest í „Meiriháttar dagskrá hérna,“ sögðu Andrea, Lárus og Hrönn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.