Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 15 Rangfærslur Bergs svarað Jóni H. — eftir Þorvald Búason Dæmisaga í útvarpsviðtali í þætti hjá Páli Heiðari Jónssyn og Páli Magnússyni gerði undirritaður í stuttu máli grein fyrir athugun á rekstrarforsendum vinnslu- stöðva sauðfjárafurða. Þar kom m.a. fram: 1) Að vinnslustöðvar fá afurða- lán á lágum vöxtum (árið 1980—’81 voru vextir á af- urðalánum 30% í 50% verð- bólgu). 2) Að ríkið greiðir vaxtakostnað fyrir vinnslustöðvar. 3) Að verð afurða hækkar á þriggja mánaða fresti og er þá leiðrétt í samræmi við verð- þróun. 4) Að miklu skiptir hvernig sala afurða dreifist á mánuði árs- ins, og að neytendur kaupa gjarnan meira í síðasta mán- uði fyrir hverja hækkun en aðra mánuði. 5) Þegar til skila er haldið öllum tekjum af sölu, niðurgreiðsl- um, lántökum, endurgreiðsl- um lána, greiðslum til bænda og kostnaði af vinnslu og geymslu eftir mánuðum, kem- ur í ljós vægast sagt rífleg lausafjárstaða í vinnslustöðv- um og hagnaður. Til að skýra hvernig vextir, sem eru lægri en verðbólgustig, og niðurgreiðslur vaxtakostnað- ar skila vinnslustöðvum hagnaði, var í umræddum þætti tekið eft- irfarandi dæmi: Hugsum okkur mann, sem fær lánaðar 1000 kr. á afurðalána- kjörum, þ.e. með 30% vöxtum í 50% verðbólgu í janúar, og að hann kaupi gull fyrir þessar 1000 kr. Gerum einnig ráð fyrir að hann selji gullið á síðasta degi ársins. Vegna verðbólgunnar fengi hann 1500 kr. fyrir það. Þegar hann hefur endurgreitt lánið og vexti af láninu, alls 1300 kr., á hann 200 kr. Gerum nú ennfremur ráð fyrir að ríkið niðurgreiði vaxtakostnað fyrir manninn. Hann fengi þá 300 kr. endurgreiddar og hefði þá maður- inn fengið 500 kr. samtais gefins. í útvarpsþættinum var tekið fram, að hér væri um grófa mynd að ræða. I greinargerðinni sem hér um ræðir og birtist að hluta til í Morgunblaðinu fyrir réttum hálfum mánuði, var sýnt í töflum hvernig hreyfing fjármuna og verðbreytingar frá mánuði til mánaðar hafa áhrif á þessa mynd. Þessi atriði eru rifjuð hér upp, þar sem Jón H. Bergs, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, víkur að útvarpsþættinum í grein, sem birtist í Morgunblaðinu sl. þriðjudag Hann segir: „í útvarpsviðtali nýlega tók Þorvaldur Búason dæmi af því, að ef kindakjöt, sem kostnaði að hausti kr. 100.00 pr. kg. hækkaði upp í kr. 150.00 pr. kg. yfir söluárið og vaxtakostn- aður yfir árið hækkaði kostnað- arverð í kr. 130.00, en ríkissjóður greiddi vaxtakostnað kr. 30.00 þá græddi sláturhúsið kr. 50.00. Þarna endurspeglast vanþekking og rangar forsendur í skrifum Þ.B. (Leturbr. undirritaðs). Sleppt er að geta þess að aðeins brot af ársframleiðslunni hækkar svo mikið, sem dæmi er tekið um, því að verðtímabilin eru yfirleitt fjögur ..." Getur verið að Jón H. Bergs sé að tala um sama þátt, og minnst er á í upphafi þessarar greinar? Um annan þátt er ekki að ræða. Jón H. Bergs hefur ekki sýnt neitt, sem endurspeglar van- þekkingu og rangar forsendur í skrifum undirritaðs. Hann hefur aðcins gerst sekur um ómerkilegar rangfærslur. Annað í grein hans er eftir því. Hann telur upp sitt- hvað, sem undirritaður á að hafa vanrækt að láta getið sem hafi áhrif á afkomu vinnslustöðva, og á öðrum stað í grein sinni segir Jón H. Bergs: „Það væri alltof langt má að leiðrétta hér og endurreikna töfl- ur og tölulegar niðurstöður Þ.B., sem gefa ranglega til kynna verðbólguhagnað af afurðalánum og umframtekjur vegna ímynd- aðs ofreiknings á rekstarkostn- aði í verðlagningu afurða ..." Þær upplýsingar, sem Jón H. Bergs sakar undirritaðan einmitt um að taka ekki tillit til, er t.d. að finna í þeim töflum, sem hann þykist ekki hafa ástæðu til að rekja eða hrekja. Allt, sem hann telur vanta, er tíundað og um það fjallað í greinargerð undirritaðs. Miðað við að Jón H. Bergs reiðir hátt til höggs og lætur grein sína bera yfirskriftina „Rangar for- sendur — rangar niðurstöður" er það rýr eftirtekja, að ekki finnst eitt einasta dæmi í grein hans, þar sem hann sýnir fram á aö undirrit- aður noti rangar forsendur. Samanburður við vinnslukostnað á Nýja Sjálandi Meginefni þess kafla í grein Jóns H. Bergs, sem ber yfir- skriftina Vinnsla- og dreif- ingarkostnaður fjallar um slát- urkostnað á Nýja Sjálandi. Ekki getur lesandi greinar Jóns H. Bergs vænst þess að finna í þeim kafla dæmi um rangar forsendur í „skrifum Þ.B.“ af þeirri ein- földu ástæðu, að samanburður undirritaðs var engin forsenda fyrir einu eða neinu í greinar- gerðinni, heldur dró undirritaður einngis þá hógværu ályktun af þeim samanburði að ekki væri auðvelt að sjá, hvers vegna slát- urkostnaður þyrfti að vera þre- faldur á íslandi samanborið við sláturkostnað á Nýja Sjálandi, — komst reyndar að þeirri niður- stöðu við lauslega athugun, að eðlilegt mætti þó telja, að hann væri nær tvöfaldur. Flest af því, sem Jón H. Bergs tínir til kemur einnig fram í greinargerð undirritaðs. Einung- is í tveimur atriðum ber áþreif- anlega á milli, og Jón H. Bergs telur undirritaðan fara með rangt mál. Fyrsta atriðið varðar fjár- magnskostnað. Jón H. Bergs seg- ir: „í þessum samanburði 1. tl. er fullyrt, að megnið af því fjár- magni sem fer til byggingar slát- urhúsa, komi sem styrkir úr Framleiðnisjóði eða úr fjárfest- ingarlánasjóðum, sem gera aðrar og minni ávöxtunarkröfur en Þorvaldur Búason „Miðað við að Jón H. Bergs reiðir hátt til höggs og lætur grein sína bera yfirskriftina „Rangar forsendur — rangar niðurstöður“ er það rýr eftirtekja, að ekki finnst eitt einasta dæmi í grein hans, þar sem hann sýnir fram á að undirritaður noti rangar forsendur.“ lánastofnanir yfirleitt. Þetta er rangt." Óbreytt orð undirritaðs voru: „ ... en verulegur hluti slátur- húsa hér er byggður með styrkj- um úr Framleiðnisjóði eða lánum sem hafa neikvæða raunvexti." Hvergi er talað um megnið af fjármagni. Enginn samanburður er gerður við lánastofnanir al- mennt. Eins og Jón H. Bergs bendír á, voru lán til vinnslu- stöðva gengistryggð allt frá því snemma á áttunda áratugnum. En jafnvel gengistryggð lán voru á neikvæðum raunvöxtum mest- an hluta áratugsins. Mörg slát- urhúsanna eru enn eldri og frá því áður en nokkur verðtrygging var tekin upp. Jón H. Bergs við- urkennir að sum sláturhús hafi fengið styrk úr Framleiðnisjóði, en lítinn hluta. Staðreyndin er sú, að styrkurinn þarf ekki að vera nema lítill u.þ.b. 10% til þess að greiðslubyrðin af lánum fyrir 90% stofnkostnaðar, sem bera 1,5% raunvöxtun, verði hliðstæð greiðslubyrði af lánum fyrir 100% stofnkostnaðar á neikvæðum raunvöxtum. Þeirri fullyrðingu Jóns H. Bergs, að at- hugasemd undirritaðs hafi verið röng, er því vísað til föðurhúsanna. Síðara atriðið varðar nýt- ingartíma sláturhúsa á Nýja Sjálandi. Jón H. Bergs telur und- irritaðan fara með rangt mál, hann sé 9—10 mán. en ekki 3—6 eins og segir í greinargerðinni um vinnslustöðvar. Það viður- kennist, að heimildin, sem undir- ritaður studdist þar við, er senni- lega úrelt, enda var þessi athuga- semd felld niður við birtingu I Morgunblaðinu. Engin ályktun eða forsenda var á henni byggð. Jón H. Bergs fjallar hér um orða- lag í eldri gerð greinargerðarinn- ar. En það verður ekki bæði haldið og sleppt. Jón H. Bergs leggur á það mikla áherslu, en Ný-Sjá- lendingar byggi gjarnan hús, þar sem slátra megi 20.000 gripum á dag. Ef öll 42 útflutningsslátur- húsin á Nýja Sjálandi væru svo afkastamikil gætu þeir slátrað öllum gripum ársins á tveimur mánuðum. Að lokum er rétt að benda á, að Jón H. Bergs gerir enga til- raun til að stærðfæra þær athug- asemdir, sem hann gerir í sam- anburði á sláturkostnaði á Nýja Sjálandi og íslandi. Sú hógværa ályktun að ekki sé auðvelt að sjá hvers vegna sláturkostnaður ætti að vera þrefaldur á íslandi sam- anborið við sláturkostnað á Nýja Sjálandi á ennþá fullan rétt á sér. Vandlæting Jón H. Bergs lýkur grein sinni í vandlætingartón: ... víðast er- lendis þykir gott, ef bændur fá um 50% af því verði, sem neyt- endur greiða fyrir búvörur. Á ís- landi er slátur- og heildsölu- kostnaður nú 21,8% af óniður- greiddu smásöluverði kindakjöts í heilum skrokkum og bændur fá 68,7% af þessu verði í sinn hlut. Þegar fjallað er um þá fram- leiðslustarfsemi að breyta „fé á fæti" í matvæli, ættu menn ekki að gleyma staðreyndum." Það er með ólíkindum að Jón H. Bergs skuli telja sér hag af að birta þessa umvöndun. Allir eru sammála um það, að ísland sé harðbýlt land og sauðfjárrækt við heimskautsbaut fjármagns- frekari en þar sem hlýrra er og kindur ganga sjálfala allt árið. Hitt verður ekki séð, hvers vegna vinnsla sauðfjárafurða þarf að vera margfalt dýrari hér en annars stað- ar. Segjum t.d. að vinnsla erlend- is taki til sín 25 kr. af 100 kr. verði til neytenda (25 kr. renni til smásöludreifingar). Þar sem verð á íslandi er u.þ.b. þrefalt verð á kindakjöti á erlendum markaði tæki vinnsla á íslandi til sín u.þ.b. 60 kr. af sömu vöru. Allt ber að sama brunni. 4 FRÁBÆRAR HLJÓMPLÖTUR NÝ ÆVINTÝRAPLATA Stígvélaði kötturinn Úlfurinn og kidlingarnir sjö Laddi, Hemmi Qunn, Qylfi, Páll Hjálmtýsson o.fl. fara á kostum á þessari nýju ævintýraplötu. Áður útkomið í þessum plötuflokki: C.TV. CASABLANCA IVýtí popp í dansformi. Hljómsveitin C.TV. med sína fvrstu hljómplötu. RÚNAR JÚLÍUSS0N SÍÐBÚIN KVEÐJA Raímögnuö baðstoíustemmning á þessari nýju hljómplötu írá Rúnarl en hann er aö gera það gott á Broadway um þessar mundir. Lögin á þessari plötu em einmitt írá sjötta áratugnum. KLUKKNAHU0M Pórir Baídursson (eikur jóíaíög af sinni cdkunnu siúííd Frábœr fUjómpíata, Sannfó íftfö hátidarstenmminij. PRISMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.