Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 5 Rannsókn fíkni- efnamála miðar vel Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík vinnur af fullum krafti að rannsókn fíkniefnamálanna tveggja sem upp kom fyrir skömmu; þegar skipverji á togaranum Karlsefni var tekinn meö 11,3 kfló af hassi á hafn- arbakkanum í Reykjavík og þegar um 5 kfló af hassi, 240 grömm af Lýst eftir rauðri Lödu Sport Aðfaranótt fimmtudagsins var rauðri Lada Sport-bifreið stolið frá Keldulandi 1 í Reykjavík. Bifreiðin ber einkennisstafina R-34085. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir bifreiðarinnar eða hvar hún sé niðurkomin eru vinsamlega beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. amfetamíni og um 20 grömm af kókaíni fundust í Lagarfossi. „Rannsókninni miðar vel áfram. Nú sitja þrír menn í gæzluvarð- haldi vegna þessara mála. Tveir vegna Lagarfossmálsins og einn vegna smyglsins með Karlsefni," sagði Gísli Björnsson, fulltrúi í fíkniefnadeild lögreglunnar, í samtali við blm. Mbl. „Við höfum orðið varir við að margs konar sögusagnir hafa komist á kreik í bænum vegna þessara mála og að kunnir athafnamenn sitji inni vegna rannsóknar málsins. Þessi orð- rómur á ekki við rök að styðjast. Að svo stöddu er ekki hægt að skýra frá gangi rannsóknarinnar. Það verður ekki hægt fyrr en henni er lokið og mennirnir eru lausir úr gæzluvarðhaldi," sagði Gísli Björnsson. Nú stendur „bókavertíðin“ sem hæst og þá er að mörgu að hyggja, ekki síður hjá þeim yngri en hinum eldri. Morgunblaöið/RAX. Tilboð í lyfjaþjónustu ríkisspítalanna opnuó: Eina tilboðið fól í sér Engin íoðnu- sexföldun kostnaðarins veiði í gær BR/ELA var á loðnumiðunum síð- asta sólarhring og tilkynntu engin skip um afla í gær. Til viðbótar því, sem getið var um landanir loðnuskipa í Morgun- blaðinu í gær, tilkynntu eftirfar- andi skip loðnunefnd um afla á miðvikudag: Jón Finnsson RE, 240, Höfrungur AK, 380, Börkur NK, 270, ísleifur VE, 400, Sæbjörg VE, 130, Bergur VE, 180 og Fífill GK, 200 lestir. AÐEINS eitt tilboð barst í lyfjaþjón- ustu ríkisspítalanna, sem boðin var út nýlega skv. fyrirmælum í bréfi heil- brigðisráðherra frá 5. júlí í sumar. Tilboðið kom frá fyrirtækinu G. Ól- afsson hf. og fól í sér sölu lyfja á heildsöluverði með 36% álagningu en 5% afslætti verði reikningar greiddir fyrir 20. dag næsta mánaðar eftir út- tektarmánuð. Símon Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri tæknisviðs ríkisspít- alanna, sagði i samtali við blm. Morgunblaðsins, að í útboðinu hefði verið gert ráð fyrir að til- boðsgjafi ræki lyfjabúð í húsnæði ríkisspítalanna, annaðist flutninga lyfja innanhúss í Landspitalanum en að flutningar milli stofnana yrðu með bílum ríkisspítalanna. „Kostnaður ríkisspítalanna við rekstur lyfjabúðarinnar svarar til 5% álagningar á heildsöluverðið, svo hér munar verulega á,“ sagði Símon. „Hér er um að ræða sölu á lyfjum frá Lyfjaverslun ríkisins. Utboðið fór fram í framhaldi af bréfi heilbrigðisráðherra frá 5. júlí um könnun á hagkvæmni útboða einstakra verkþátta heilbrigðis- þjónustunnar. Sá hængur er á þessu, og það var tekið fram í út- boðinu, að það er ekki hægt að semja við tilboðsgjafa um lyfja- þjónustuna nema með lagabreyt- ingum. Því má segja að hér hafi frekar verið um könnun að ræða. Ég sé ekki að það geti orðið mikið meira úr þessu. Þetta getur varla verið áhugavert nema það hafi sparnað í för með sér og skv. til- boðinu sem barst er ekki um það að ræða.“ Opið til kl. 71 dag og til kl. 6 á morgun. AUSTURSTRÆTI22, LAUGAVEGI 66, GLÆSIBÆ. SÍMI FRÁ SKIPTIBOROI 45800. Datsun Cherry GL 1983 Blásans, ekinn 20 þús. km. 5 gir útvarp, sílsalistar, grjótgrind. Ver 265 þús. (Skipti.) BMW 315 1982 Drapplitur, ekinn 25 þús. km. Snjó- dekk o.fl. Verö 300 þús. (Skipti á órivrari \ Voivo 244 UL ÍV/V Grænn, ekinn 54 þús. km. Aflstýri o.fl. Fallegur bill. Verð 255 þús. (Skipti.) Daihatsu Taft Diesel 1982 Hvítur, ekinn aöeins 9 þús. Sportfelgur o.fl. Verö 410 þús. km. Range Rover Turbo 1980 Gulur, 8 cyl. m/ turbo, ekinn 70 þús. km. Verö 680 bús. Skioti á ódýrari. VW Golf CL 1982 Blár, ekinn 27. þús. km. Verð kr. 260 þús. Nú er rétti tíminn til bíla- kaupa. Ýmis kjör koma til greina. Komiö meö gamla bílinn og skiptiö upp í nýrri og semjið um milli- gjöf. Bílar á söluskrá sem fást fyrir skuldabréf. UMW 32U 1901 Rauöur, ekinn 39 þús. km. Snjó- og sumardekk á felgum. Teinafelgur, upphækkaöur. Verö 385 þús. Skipti á ódýrari. uamatau Charade XTE 1981 Rauöur, ekinn 41 þús. km. Sparneyt- Tnn framdrifsbill. Verð kr. 185 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.