Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 31 Ostjórn í peningamálum II hluti — eftir Kristin Pétursson Undirritaður skrifaði grein í Mbl. 29. nóv. sl. um óstjórn í pen- ingamálum. Sama efni er hér með áréttað ennfrekar. Ragnar Halldórsson með nafn- númeri úr Hafnarfirði ritaði fyrir tveim dögum í „Velvakanda" og kann sér vart læti fyrir reiði í garð undirritaðs og að því er helst má skilja þá er það útgerðar- mönnum að kenna að sparifjáreig- endur hafa verið rændir og rupl- aðir gegn um tíðina. Talar hann einnig um stjarnþokur himin- geimsins og verður undirritaður víst að viðurkenna fáfræði sína í þeim efnum. Eina þokan sem ég þekki er Austfjarðaþokan og hún er svosem nóg og svört stundum. Ætli manninum væri ekki nær að gagnrýna þá sem tóku að sér að geyma spariféð hans þ.e. stjórn- endur peningamála. Eg var nú annars að benda honum og fleir- um á að ávöxtun sparifjár á ís- landi er sú hæsta í heimi eða 450% hærri en í efnahagslega sterkustu ríkjum í heimi. Það er hlutur sem aldrei getur gengið upp, og leiðir okkur í gapastokk- inn. Misskilningur mannsins sýnir okkur að Hafnarfjarðarbrandar- arnir hafa ekki orðið til af tilefn- islausu. Hagblinda Seölabankans Að gefnu tilefni: Efnahagsað- gerðirnar í maí voru nauðsynlegar og áttu svo sannarlega fullan rétt á sér. Það sem er verið að gagn- rýna er vaxtastefnan síðan eftir aðgerðir. Sparifjáreigendur hafa verið rændir undanfarin ár og fram að maíaðgerðunum. Þá snér- ist blaðið við. Það svo hraustlega, að vextir hér urðu samstundis 700% hærri en í Bandaríkjunum og eru nú 450% hærri, fastgeng- isstefnan sá til þess. Þá er miðað við daglegan lánamarkað en ekki eitthvert sagnfræðibull „útreikn- að“. Sparifjáreigendur hafa verið arðrændir vegna óstjórna í pen- ingamálum. Vaxtastefnan núna mun leiað af sér mesta arðrán af sparifjáreigendum í íslandssög- unni verði ekki snarlega tekið í taumana. Um þetta snýst gagnrýnin Væri hér verðbréfamarkaður þá hefði hann sennilega ekki einu sinni verið opinn í fimm mínútur eftir tilkynningu um slíkar að- gerðir. Það hefði orðið hrun. Hlutabréf hefðu hrunið í verði og öngþveiti skapast. Markaðnum hefði verið lokað og nýjar og væntanlega betri ákvarðanir tekn- ar. Frjáls gjaldeyris- og verðbréfa- markaður er það sem vantar fá menn sannleikann daglega. Það er aðhaldið sem stjórnendur pen- ingamála vantar í dag. Stjórnendur peningamála keyra um í draumaheimi. I drauma- Kristinn Pétursson „íslenskir útgerðar- menn og sjómenn eru þeir bestu í heimi. Get- urðu bent á betri? Þessir menn hafa ásamt undirrituðum ver- ið neyddir í það vesæla hlutverk að vera betl- andi um lánsfé í stofn- unum þeim er í daglegu tali kallast bankar. Þessari hlutverkaskipan mótmæli ég enn og aft- ur harðlega.“ heiminum eru þeir akandi á Cadil- ack í Wall Street veifandi til fagn- andi mannfjöldans. í rauninni eru þeir staddir t höktandi rússajeppa í forarpytti hér norður við heimskautsbaug. Stjórnendurnir eru haldnir „hagblindu". Sósial- ismi andskotans er fólginn í sukki með fjármuni fram og aftur, vegna þess að það vantar gjaldeyr- is- og verðbréfamarkaðinn. Sumir hafa vart getað haldið vatni fyrir illsku í garð útgerð- armanna og annarra atvinnurek- anda. Þeim sömu tilkynnist hér með að íslenskir útgerðarmenn og sjómenn eru þeir bestu í heimi. Geturðu bent á betri? Þessir menn hafa ásamt undir- rituðum verið neyddir í það vesæla hlutverk að vera betlandi um í lánsfé í stofnunum þeim er í daglegu tali kallast bankar. Þess- ari hlutverkaskipan mótmæli ég enn og aftur harðlega. Þeir sem skópu verðmætin (75% gjaldeyrisöflunar á ári) þeir eru í dag neyddir til að vera labbandi til að betla lánsfé sem þeir skópu. Er þetta nú ekki að snúa hlutun- um við? Fyrst keyrir nú um þverbak þegar lánsféð (ef fæst) er lánað með 450% hærra gjaldi en gildir á alþjóðamarkaði. Bankakerfið og stjórnendur peningamála hafa misskilið hlut- verk sitt. Þeim hefur aldrei verið ætlað að drcttna. Þeim hefur verið ætlað að þjóna. Þjónusta atvinnu- lífið, sparifjáreigendur og aðra þjóðfélagsþegna. Lögin um Seðlabanka eru ónot- hæf . Þau má túlka á ýmsan hátt. Aðallega byggjast þau á „að höfðu samráði". Það má túlka eftir þörf- um. Lögin um banka og sparisjóði eru nú í endurskoðun og er það vel. Sterklega kemur því til greina að áliti undirritaðs að lögfesta gengi ísl. krónunnar við gengi Bandaríkjadollars og hafa vexti hér svipaða og í öðrum löndum á meðan nýju lögin eru í smíðum. Aðalmál fyrir framtíðina er frjáls gjaldeyrisviðskipti, frjáls verð- bréfamarkaður. Þá verður gjald- eyririnn ekki á útsölu heldur á því verði sem hann kostar. Kristinn Pétursson er útgeróar- maður á Bakkafirði. reglulega af ölmm fjöldanum! |tlox^unXiTnt>i^ Úr Náttúnifræðistofu Kópavogs. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Kynnisferð um Kópavogsland Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands þakkar bæjarstjórn Kópa- vogskaupstaðar glæsilegt framlag til náttúrufræðslu og um leið nátt- úruverndar í Kópavogi, með opnun Náttúrufræðistofu Kópa- vogs að Digranesvegi 12. Við förum í kynnisferð um Kópavogsland á morgun, laugar- daginn 10. des. Farið verður frá Norræna húsinu kl. 13.30, frá Pósthúsinu í Kópavogi kl. 13.45. Ekið verður austur eftir Kópa- vogskaupstað og Elliðavatnsveg yfir á Suðurlandsbraut uppundir Bláfjöll. Til baka um Heiðmerk- urveg, sunnan Vífilsstaðahlíðar, niður að Kópavogi, síðan inn með Suðurhlíð. Farið verður með strönd Kársnessins, um Borgir og að Náttúrufræðistofu Kópavogs, en þar munu Árni Waag og Jón Bogason starfsmenn Náttúru- fræðistofunnar taka á móti okkur og sýna okkur hina nýju stofnun. Áætlað er að ökuferðin taki 2 til ■2'h klst. og skoðun Náttúrufræði- stofunnar um 1 klst. Að lokum verður ekið að Norræna húsinu og komið þangað kl. 16.30—17.00. Fargjald verður 150 kr., en frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. All- ir velkomnir. Leiðsögumenn í ökuferðinni verða: Adolf Petersen fræðimaður um sögu og örnefni Kópavogs- lands, Agnar Ingólfsson dýrafræð- ingur segir okkur frá fuglum og fjörulífi og Jón Jónsson jarðfræð- ingur kynnir okkur jarðfræði svæðisins. Þó að lífríkið liggi að mestu leyti í dróma á þessum árstíma og yfir landi og minjum liggi ef til vill vetrarhjúpur, geta sérfróðir menn glætt þetta allt lífi með frásögn sinni. Kærar kveðjur til hinna fjöl- mörgu sem fóru kynnisferðirnar með okkur í sumar. (Frá NVSV.) KORKUR FRÁ PORTÚGAL Fáir vita að Portugalir eru langstærstu korkframleiðendur í veröldinni. Þeir fletta kork- berkinum af korkeikinni á 8—10 ára fresti. Portúgalir flytja hráefniö út eða fullvinna þaö sjálfir heima. Ein virtasta og fullkomnasta korkverksmiöjan INDUSTRIAS, sem framleiöir margar geröir gólf- og vegg korkflísa, bæöi náttúrulegar cg vinylhúöaöar, í stæröinni 30x30 cm. Teppaland hefur einkaumboð fyrir CORKMANN verksmiðjurnar á íslandi. Korkflísarnar frá CORKMANN eru á betra veröi en annars staðar. Geríð samanburð og sannfærist. TÉPPfíLfíND Grensásvegi 13, Reykjavík, símar 83430 og 83577. Tryggvabraut 22, Akureyri, sími 96-25055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.