Morgunblaðið - 09.12.1983, Síða 36

Morgunblaðið - 09.12.1983, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 Ársreikningar ÍSAL 1982: ÍSAL mótmælir öllum athuga- semdum Coopers og Lybrand ÍSLENSKA álfélagiö (ÍSAL) hefur srvaraö Fimm athugasemdum Coopers & Lybrand, breska endurskoðendafyrirtækisins, vegna endurskoðaðs ársreikn- ings ÍSAL fyrir árið 1982. Coopers & Lybrand (C&L) tilkynntu ÍSAL þessar athugasemdir 30. ágúst 1983. Samkvæmt þeim ber að lækka uppgefiö tap ÍSAL fyrir skatt á árinu 1982 um 13,1 milljón bandarískra dollara. I niðurlagi á bréfi ÍSAL sem dagsett er 26. október 1983 segir, að athugun á þeim breytingum á ársreikningnum ÍSAL fyrir 1982 sem C&L leggi til að gerðar verði leiði til þeirrar niðurstöðu að ÍSAL geti ekki verið sammála C&L um neitt atriði. Þótt breytinar C&L yrðu samþykktar kæmi ekki til neinna breytinga á skattgjaldi ÍSAL fyrir árið 1982, þar sem útkoman á rekstri fyrirtækisins yrði eftir sem áður stórfellt tap. greiða 195 dollara. ÍSAL telur að í skýrslu C&L komi raunar fram að Fyrsta athugasemd C&L er á þann veg, að ISAL hefði átt að geta fengið 2,6 millj. dollara hærra verð fyrir sölu framleiðsl- unnar frá Straumsvík 1982 en raun varð. Athugasemdinni hafn- ar ÍSAL meðal annars á þeirri for- sendu að framleiðslan frá Straumsvík sé borin saman við framleiðsluskiptingu í hærri gæðaflokkum í öðrum löndum. Þá bendir ÍSAL á að vegið meðalverð sem ÍSAL fékk fyrir ál hafi á ár- inu 1982 verið 1146 dollarar fyrir lestina en meðalverð á áli á Þýskalandsmarkaði hafi verið 1127 dollarar lestin. „Þetta gefur til kynna," segir í bréfi ÍSAL „að meðalverðið, sem ÍSAL fékk árið 1982, hafi farið fram úr þýska markaðsverðinu um USD (dollara) 19 á lest, en staðhæfing yðar er hins vegar að á vanti USD 45 á lest.“ Önnur athugasemd C&L snýst um það að ÍSAL hafi greitt of hátt verð fyrir súrál 1982 og beri þess vegna að lækka tap fyrirtækisins um 1,3 millj. dollara. Á árinu greiddi fSAL að meðaltali 210 dollara á lest fyrir súrál en C&L telja að hæfilegt hefði verið að 210 dollara verðið hafi á árinu 1982 gilt í viðskiptum óskyldra að- ila og því sanni C&L sjálfir að ekkert sé athugavert við súráls- verð fSAL. Þriðja athugasemd C&L er um afskriftarreglur fyrir mengunar- varnabúnað og ber þar 3,4 millj. dollara á milli aðila. Vill C&1 að búnaður sé afskrifaður á 15 árum en ÍSAL að það sé gert á þeim tíma, sem eftir er af notagildi og endingu bræðslukeranna er bún- aðurinn þjónar. Fjórða athugasemd C&L er um afskrift af gengismun og snýst deilan þar um 5,6 millj. dollara. Hafa ÍSAL og C&L deilt um þetta atriði um árabil. Segist ÍSAL ekki ganga eins langt varðandi þessa afskrift og öðrum íslenskum fyrir- tækjum er heimilað samkvæmt skattalögum. Fimmta athugasemd C&L snertir afskrift af kerfyllingu og snýst um 16 þús. dollara og segist ÍSAL vera andvígt athugasemd- inni „í grundvallaratriðum" eins og það er orðað. ISAL vísar til þess í lok bréfs síns til Coopers & Lybrand, en af- rit af því var sent iðnaðarráðu- neytinu, að samkomulag hafi tek- ist um það milli Alusuisse, eig- anda ÍSAL, og ríkisstjórnar ís- lands að jafna deilur varðandi verð og afskriftir, sem risið hafa vegna fyrri athugasemda Coopers & Lybrand í þremur dómnefndum sem báðir aðilar skipa. Telur ÍSAL að niðurstaða þeirra sátta gæti „hugsanlega haft áhrif á reikninga ÍSAL árið 1982“ eins og það er orðað og bréfinu lýkur með þessum hætti: „Við bíðum hins vegar rólegir eftir niðurstöðu þeirra sátta, og við teljum, að til- lögur yðar um breytingar á árs- reikningum okkar 1982 og fyrri ára muni ekki reynast haldgóðar." „ÞAÐ má segja að við séum að votta Albert Guðmundssyni þakklæti okkar fyrir að fella niður vörugjaldið þann 13. október síðastliðinn. Það hefur haft gífurlega góð áhrif á plötusölu í landinu og jafnframt á tekjur ríkissjóðs, því salan hefur aukist um 50 prósent og þar með fær ríkissjóður meira inn í formi söluskatts og tolla," sagði Jón Ólafsson hjá plötuútgáfunni Skífunni, en Skífan hefur nú gefið út nýja safnplötu með innlendum og erlendum lögum, sem heitir einfaldlega án vöru- gjalds. Var Albert Guðmundssyni afhent gjöf, fyrsta eintak plötunnar, og var myndin tekin við það tækifæri. Hagkaup, JL-húsið og Vörumarkaðurinn: Ekki samdráttur í verslun við tilkomu Miklagarðs Hekla verður Hof NAFNI Hótel Heklu hefur nú verið breytt í Hótel Hof, segir í frétt frá hótel Hofi, sem Morgunblaðinu hefur borist, en áður hefur verið skýrt frá nafnbreytingunni í Morgunblaðinu. f fréttatilkynningunni segir ennfremur: „Hjónin Áslaug S. Alfreðsdóttir og Ólafur Örn Olafsson reka enn sem fyrr hótelið, en á hótelinu hafa nýlega verið gerðar verulegar breyt- ingar innanhúss. Kaffiteríu hefur verið breytt í vistlegan veitingasal sem tekur 40 manns í sæti. Arkitekt við breytingarnar var Dennis Jó- hannesson. f Hótel Hofi eru 31 herbergi, sem öll eru 2ja manna með sturtu, út- varpi og síma, sjónvarpsstofa er á neðstu hæð. f veitingasal er lögð áhersla á góð- an og ódýran mat, einnig er boðið upp á kaffi og gott heimabakað með- læti allan daginn. Á morgnana er stórt morgunverðarhlaðborð og ekki þurfa morgunhanar að fara með tóman maga, því hægt er að fá morgunverð eins snemma og óskað Stór funda- og samkomusalur er í hótelinu og tekur hann allt að 150 manns í sæti og þar er einnig boðið jpp á veitingar eftir óskum gesta.“ EKKI hefur orðið vart við samdrátt í verslun eftir tilkomu stórmarkaðar- ins Miklagarös, samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunblaðið fékk hjá stórmörkuöunum Hagkaup, Vöru- markaðnum og JL-húsinu. Var það aðeins nokkra fyrstu dagana sem kaupmenn urðu varir við fækkun viðskiptavina, sem auk þess var lítil, en síðan komust viðskiptin aftur í fyrra horf, aö því er fulltrúar fyrr- greindra verslana tjáðu blaðinu. Gísli Blöndal fulltrúi fram- kvæmdastjóra hjá Hagkaup sagði að menn hefðu orðið varir við breytinguna fyrsta daginn, en síð- an ekki söguna meir. Stefán Friðfinnsson fram- kvæmdastjóri Vörumarkaðarins sagði að áhrif Miklagarðar hefðu verið afskaplega lítil. Hann sagði að menn hefður orðið varir við samkeppni frá Miklagarði fyrstu helgina, en ekki síðan og menn væru ekki hræddir þótt eitt kaup- félag enn bættist við. Jón Loftsson hjá JL-húsinu sagði að ósköp lítið hefði orðið vart við minnkun viðskipta með tilkomu Miklagarðs, aðeins hefði verið um að ræða samdrátt fyrstu tvo til þrjá dagana. Síðan hefði verslunin náð sínum hlut aftur og gott betur. 0' iNNLENT Samtök um kvennalista og Kvennaframboðið: Öpinn fundur um fíkniefnaneyslu Forgangsmál á Alþingi segir Halldór Ásgrímsson um frum- varp um veiðar í fiskveiðilögsögunni „VIÐ verðum að fá heimildir til að stjórna veiðunum á næsta ári og ég tel algjörlega nauðsynlegt, að togveiðar séu bundnar leyfum. Það er einnig lögð á það mikil áherzla að auka heimildir til dragnótarveiða þannig, að það er allt, sem kallar á breytt lög, enda eðlilegt vegna þess að lögum um stjórn veiða hefur ekki verið breytt síðan 1976. Þetta frumvarp um veiðar í fiskveiðilögsögunni er því forgangsmál á Alþingi," sagði Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, í samtali við Morgunblaðið. sjálfsögðu að sjá betur hvernig það lítur út áður en endanleg ákvörðun verður tekin. En til þess að framkvæma tillögur, sem ganga i þessa átt, þurfum við að afla okkur lagaheimilda, sem fel- ast í þessu frumvarpi. Það verður lagt fyrir Alþingi næstu daga enda er það forsenda þess, að hægt verði að taka upp kvótakerfi. Ég lít svo á, að það sé engin fyrir- staða fyrir því, að leggja þetta frumvarp fram, en hvort það verð- ur afgreitt nákvæmlega í því formi, sem það er nú í, er ekki aðalatriðið, heldur hitt, að til þess „Það liggur nú fyrir okkur að vinna upp tillögur um stjórnun veiða fyrir næsta ár og það er mikið starf. Meðal annars er verið að vinna að því í ráðgjafanefnd- inni, og til þess að koma á kvóta- kerfi þurfa að eiga sér stað miklir útreikningar og við þurfum að „Hafið þið áhyggjur af aukinni fíkniefnaneyslu ? Viljið þið gera eitthvað í málinu núna strax ?“ Svo hljóðar upphaf bréfs sem Samtök um Kvennalista og Kvennafram- boðið hafa sent frá sér í tilefni opins fundar um fíkniefnamál sem þessir aðilar standa fyrir á Hótel Borg nk. sunnudag. Er fundurinn haldinn i því skyni að fylgja eftir hinni miklu umræðu að undan- fiirnu um fíkniefni og þau vanda- mál sem neyslu fíkniefna fylgja. Fundurinn hefst kl. 14.00 á framsöguerindum fimm aðila sem starfa í tengslum við fíkni- efni. Það eru þau Árni B. Ein- arsson, fræðslufulltrúi, sem starfar hjá menntamálaráðu- neytinu við undirbúning fræðslu- efnis um fíkniefni og jafnframt hjá Áfengisvarnanefnd, Ásgeir Friðjónsson fíkniefnadómari, Jó- hannes Bergsveinsson, læknir á geðdeild Landspítalans, Snjólaug Stefánsdóttir, cand.phil. í upp- eldisfræðum, en hún starfar einnig hjá unglingaathvarfinu, og Þuríður Jónsdóttir, félagsráð- gjafi. Hinn opni fundur um fíkniefnaneyslu kynntur. F.v. Laufey Jakobsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir. Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður þar sem ræðast við tveir hópar, auk þess sem fundargestum gefst þá tæki- færi til spurninga- og skoðana- skipta við pallborðsfulltrúa, sem verða framsögumenn auk fleiri aðila sem hafa reynslu af vanda- málum fíkniefnaneyslu úr starfi sínu. Verða í þeim hópi m.a. Laufey Jakobsdóttir, sem hefur úr starfi sínu á almenningssal- ernum mikla reynslu af ungling- um og þeirra vandamálum, og Gísli Björnsson, frá Fíkniefna- deild lögreglunnar, auk fulltrúa á sviði afbrotafræða og fleiri aðila. Á blaðamannafundi sem hald- inn var vegna fundarins að Hótel Borg kom það fram í máli Guð- rúnar Agnarsdóttur, alþing- ismanns, að markmiðið með fundinum væri að fá fram skoð- anaskipti áðurnefndra aðila og álit þeirra á því hvernig beri að sporna við fíkniefnaaneyslu, sér- staklega á meðal unglinga og ungs fólks almennt. Hvernig beri að fræða fólk um áhrif vímugjafa „en fræðslan er vandmeðfarin og getur í sumum tilfellum haft þveröfug áhrif við það sem ætl- ast var til. Það ætti því að vera fræðandi fyrir alla að heyra mál þeirra sem hafa kynnst vanda- málum fíkniefnaneyslu í starfi sínu,“ sagði Guðrún. Auk hennar hafa þær Laufey Jakobsdóttir og Kristín Jónsdóttir haft veg og vanda af undirbúningi fundarins. að hafa stjórn á veiðunum á næsta ári þarf heimildir. Ég legg áherzlu á, að þetta frumvarp verði afgreitt fyrir jólaleyfi þingmanna, það verður að liggja fyrir um áramót," sagði Halldór Ásgrímsson. Rækjuveiðar í Djúpinu leyfðar aftur Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú ákveðið að leyfa rækjuveiðar í ísa- fjarðardjúpi að nýju. Veiðarnar voru stöðvaðar fyrir nokkru vegna og mik- illar gengdar fiskseiða á rækju- miðunum. í frétt frá ráðuneytinu segir, að Hafrannsóknastofnun hafi síðustu daga kannað ástand rækjusvæða í ísafjarðardjúpi. Hafi sú könnun leitt í ljós, að seiðum hefur fækkað um helming frá því, er svæðunum var lokað. Með hliðsjón af því hafi verið ákveðið að heimila rækjuveið- ar í Djúpinu að nýju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.