Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 Aðskotadýr í helgidóminuir Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sigurdur A. Magnússon: VII) ELDA INDLANDS Ferðasaga Önnur útgáfa Mál og menning 1983 í formála annarrar útgáfu Við elda Indlands skrifar Sigurður A. Magnússon: „Þegar Mál og menn- ing fór þess á leit að fá að gefa út Við elda Indlands á nýjan leik, hugleiddi ég hvort vera kynni að þessi rúmlega tvítuga ferðasaga væri í einhverjum greinum orðin úrelt, en komst við nánari athug- un að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Breytingar á indversku samfélagi og þjóðlífi yfirleitt eru ákaflega hægfara, einsog fram kemur í bókinni, enda varð ég ekki var neinna umtalsverðra breyt- inga áratuginn sem liðinn var þeg- ar ég heimsótti landið aftur haustið 1970.“ Áhugi á Indlandi hefur aukist mikið á síðari árum, ekki síst eftir kvikmyndina um Gandhí; það er til marks um slíkan áhuga hér heima að auk endurútgáfu ferða- sögu Sigurðar A. Magnússonar kemur út ferðabók frá Indlandi eftir Kjartan Ólafsson: Undra- heimur Indíalanda. Ferðasaga Sigurðar A. Magn- ússonar hefur sérstöðu að því leyti að hann er opinber gestur Ind- verja. Þess vegna er hann varkár í skrifum og ekki dómharður. En hann er síður en svo hlutlaus áhorfandi, gerir sér far um að skilja Indverja og leggja eigið mat á samfélag þeirra. Ymsar skarp- legar athuganir eru gerðar í Við elda Indlands, en þó er meira vert um frásagnir af daglegu lífi, lýs- ingar á því sem ber fyrir augu ferðalangs og hvað hann heyrir aðra segja og nemur af þeim. Dæmi um slíka skemmtilega lýsingu er frásögn af aðskotadýri í indverskum helgidómi. Sigurður er staddur á helgasta baðstað Hardwar, Har-ki-Pairi, þegar eft- irfarandi hugrenning á sér stað, en hún sýnir glöggt muninn á Ind- verja og Vesturlandabúa: „Ég var með myndavél og reyndi að taka myndir af því sem fyrir augu bar, en æruverðugir magamiklir Hindúar með allskyns pírumpár framaní sér voru stöð- ugt á varðbergi og bönnuðu mér að snerta myndavélina á þessum helga bletti. Ég hafði ekki fyrr Gott tímarit Bókmenntír Guðmundur Heiðar Frímannsson Það er gefið út mikið af blöðum og tímaritum í heiminum. Flest þeirra eru ekki sérlega merkileg og allt það ótrúlega magn af rit- uðu máli, sem flæðir yfir heims- byggðina, myrkvar fremur skiln- ing manna en lýsir. Mikill hluti þessa lesmáls mætti mín vegna vera óskrifaður. Frá þessu eru gleðilegar undantekningar. Ein slík er enska tímaritið Encounter, sem kemur út tíu sinnum á ári og átti 30 ára afmæli í síðasta mán- uði. Af því tilefni var útliti og uppsetningu þess breytt, settur gianspappír í kápuna og brotið stækkað, væntanlega í því skyni að fleiri sæju ástæðu til að kaupa það en áður. Gamlir lesendur eru ekki bestu dómararnir um slíkar breytingar, hafi þeim á annað borð líkað við ritið. Eini mæli- kvarðinn, sem mark er á takandi, er hvort tekst að selja það fleirum, án Jiess að það fari of mikið í taug- arnar á gömlum aðdáendum. í þessu þrjátíu ára afmælisriti kennir margra grasa, eins og ævinlega er í Encounter. Megin- efnið er langt viðtal við Jeane Kirkpatrick, aðalfulltrúa Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um, um utanríkisstefnu Banda- ríkjanna. Það er komið víða við, rætt um frið, afvopnun, „nýtt kalt stríð“, Sovétríkin og slökunar- stefnu. Kirkpatrick hefur verið kölluð haukur i samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og hefur haldið fram kenningu um mun á alræðisstjórnum ogeinræð- isstjórnum og það væri réttlæt- anlegt undir sumum kringum- stæðum að veita einræðisstjórn- um aðstoð. í þessu hefti er endur- prentuð grein með viðtalinu, sem nefnist „Játningar „harðlínu- manns““. Þar segir hún m.a. þetta um hugtakið harðlínumaður: „Staðreyndin er sú, að „harðlínu- maður“ hefur orðið skammaryrði, sem nota má í margvíslegum til- gangi. Það virðist almennt litið svo á, að harðlínumaður sé glataði hlekkurinn á milli pólitíska Ne- andertalsmannsins og nútíma- mannsins. Það merkir í stuttu máli heimsku og miskunnarleysi við mótun opinberrar stefnu." Af þessu dregur Kirkpatrick þá ályktun að hugtakið „harðlínu- maður“ sé gagnslaust í pólitískri rökræðu. Eitt umræðuefni Kirkpatrick er ábyrgðarleysi fjölmiðla. Það er stundum erfitt að henda reiður á, hvað átt r við, þegar menn ræða þetta efni. Það er stundum eins og átt sé við, að fjölmiðlar greini frá atburðum eða skoðunum, sem eru í andstöðu við skoðanir þess, sem talar í það og það skiptið. Ef ábyrgðarleysi vísar til þessa, er það náttúrlega kostur við fjöl- miðla. En það er ekki þetta, sem Kirkpatrick ræðir um. Hún segir til að mynda frá litlu atviki. Stór- blað í Bandaríkjunum hafði fjall- að um viðkvæmt atriði banda- rískrar stjórnarstefnu og farið rangt með. Kirkpatrick skrifaði blaðinu bréf. „Ég lét einn aðstoð- armann minn fara með það sér- stakiega á blaðið og það var komið kl. 13 þann dag og í tæka tíð til að komast í blaðið daginn eftir. En ritstjórarnir neituðu að prenta það. Þeir sögðu, að það væri of flókið." í þessu hefti, sem er eins upp byggt og áður, eru sjö ljóð, ein smásaga, ítarlegir ritdómar um sagnfræðilegar bækur, þar er eitt innlegg í umræðu um Gandhi, en eftir að myndin var fyrst sýnd, hefur skipt mjög í tvö horn með álit manna á kvikmyndinni. Fastir dálkahöfundar eru frá meginlandi Evrópu, sem fjalla um það, sem efst er á baugi hverju sinni. { þessu hefti er reynt að svara því, hvort engin friðarhreyfing sé í Frakklandi, Joachim Fest fjallar um fölsunina á dagbókum Hitlers, Luigi Barzini segir frá því, er hann hitti Mussolini, Leo Wieland ræðir um aðalvanda Andrópofs og segir af skýrslu eftir hagfræðinga frá Novosibirsk nokkuð róttækar tillögur um breytta efnahagsskip- an í Sovétríkjunum. Annar rit- stjóra Encounter segir frá reynslu sinni í friðarumræðum og þeim blekkingum, sem friðarsinnar svokallaðir eru haldnir. Það er ævinlega eitthvað í hverju hefti, sem er j>ess virði að það sé lesið. Þeir, sem hafa áhuga á skipulegum umræðum um þjóð- félags- og menningarmál og ensk- um skáldskap, gerðu vel í að kaupa Encounter. Sigurður A. Magnússon verið á hindúískum baðstað og var í fyrstu dálítið undrandi yfir feimnisleysi fólksins á fljótsbakk- anum, einkanlega kvenfólksins. Það baðaði sig í sarí, sem lagðist þétt að likamanum þegar á þurrt var komið, og síðan var skipt um og farið í þurra sarí. Þessi fata- skipti fóru fram í allra augsýn og var ekki trútt um að mér brygði í brún þegar ég sá stinn kvenna- brjóstin og slapandi kerlingar- brjóstin, hvaðþá þegar ungar spengilegar konur beruðu alla sína líkamlegu leyndardóma án þess að skenkja því eina hugsun, að þvi er virtist. Þessi blygðunarlausa at- höfn var á engan hátt klúr, því það var einsog fólkið væri sér ekki meðvitandi um neinar líkamlegar hvatir á þessum helga stað: allt var hafið uppí andlegt veldi — og því vöktu leyndustu partar líkam- ans hvorki eftirtekt né ósæmi- legar hugrenningar, nema hjá að- skotadýrum einsog mér.“ Holdlegar munaðarfullar lýs- ingar skortir ekki í Við elda Ind- lands. Það er til dæmis óvænt að lesa um hve trúarbrögð Indverja eru gegnsýrð holdlegum kenndum. Því öllu lýsir Sigurður A. Magn- ússon samviskusamlega með undrun og spurn ferðamannsins í augum. Við elda Indlands sver sig í ætt ýmissa klassískra ferða- sagna íslenskra. Það kemur ekki í veg fyrir að í bokinni er mikill og gagnlegur fróðleikur um Indland fyrr og nú. Enn bregst hún Benatar Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Pat Benatar Live From Earth Chrysalis/ Steinar Vinsælu lögin hennar Pat Benatar eru svo mörg, að tón- leikaplata með henni hefði átt að vera mikið tilhlökkunarefni. Nú, þegar slíkur gripur, Live from Earth, hefur loksins borist, eru vonbrigðin jafnvel enn meiri en með tvær síðustu stúdíóplötur hennar, sem engan veginn standast fyrstu tveimur plötum hennar innan veggja hljóðvers- ins snúning. Fari kella ekki að spjara sig og það almennilega, er ég hræddur um að maður geti farið að afskrifa hana. Svo aftur sé vikið að lögunum hennar Benatar, þá eru þau svo mörg frábær að nægja hefði átt á meira en heila tónleikaplötu. Þess vegna finnst mér það skjóta skökku við að ljúka þessari fimmtu plötu skvísunnar með tveimur nýjum stúdíólögum. Hvorugt þeirra finnst mér neitt sérstakt, en annað þeirra, Love Is a Battlefield, hefur þegar náð miklum vinsældum. Eiginlega finnst mér þessi vinnubrögð á Live from Earth, þ.e. tvö stúdíó- lög á tónleikaplötu, vera besta merki þess að útgáfufyrirtækið sjálft hefur ekki verið alltof ánægt með upptökurnar af tón- leikunum. Það er ég ekki heldur. Þrátt fyrir mikla stemmningu á meðal áhorfenda, finnst mér mikið vanta á að flutningur Benatar og félaga hennar fjögurra sé nægi- lega góður. Þá er upptakan held- ur ekki nógu góð. Þegar maður hefur til samanburðar nokkrar tónleikaplötur, sem hafa allt það er til þarf til að gera slíka gripi vel heppnaða, stenst Live from Earth engan veginn samanburð. Á þessari skífu er að finna 10 lög, þar af tvö ný, og tekin upp í hljóðveri. Best finnst mér Benat- ar takast upp í We Live for Love og Promises in the Dark. Stuðlög eins og Heartbreaker og Hit Me with Your Best Shot fölna í sam- anburði við frumútgáfurnar. Benatar-fríkin munu vafalítið stökkva á þessa plötu, en ég mæli ekki með henni. Pat Benatar Börnin syngja jólalög Bókmenntír Siguröur Haukur Guðjónsson Börnin syngja jólalög Efnisval: Ólafur Gaukur Teikningar: Gisela Gottschlich Prentun framkvæmd í Þýzkalandi Útgefandi: Setberg Þetta er bók sem foreldrar ættu að veita athygli á jólaaðventu, rétta börnum sínum, og hjálpa þeim þannig að búa sig undir þá hátíð sem í vændum er. Enginn sem barnið lifir sig inní þann fögnuð sem fer um foldu á jólum, og á engan hátt er því auðveldar að tjá það en í söng og leik. Sé hægt að tala um að himinn lúti að jörðu, þá endurspeglar það barns- augað, sem í hrifni horfir inná Betlehemsvöllu. ólafur Gaukur hefir valið 18 al- l»að bua lltlir dvergar to t t ‘j • ■ < V *n * am ** nr-s tro* v Xr « þekkt lög, sálma, leiki, þjóðlög og lagsett þau þannig að flestu for- eldri ætti að vera auðvelt að syngja þau með barni sínu, hjálpa því þannig að vera fært um að ger- ast rödd í þeirri einu friðar- hreyfingu sem nokkurs er megnug hér á jörðu. Hér er Heims um ból, I Betlehem, Göngum við í kring- um, í skóginum, og margt, margt fleira. Litmyndir eru á hverri síðu, snilldarvel gerðar, einar sér eru þær þess virði að rétta þær börn- um. Hitt er augljóst, að Gottsch- lich þekkir ekki kvæðin, en allar tjá myndirnar hrifnæman fögnuð barna yfir því sem skeður á jólum. Prentun er vel unnin, mjög vel. Hafi útgáfan innilega þökk fyrir frábæra bók, bók sem ætti að vera til þar sem börn eru að vaxa úr grasi. Loksins kom litli bróðir LOKSINS KOM LITLI BRÓÐIR Höfundur: Guðjón Sveinsson Myndir: Sigrún Eldjárn. Prentverk: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Útgefandi: Bókaútgáfan Skjaldborg. Tvær litlar hnátur, Ösp og Alda, eru aðalpersónur þessarar sögu, líflegar, elskulegar telpur, sem gaman er að kynnast. Sögusviðið er sjávarþorp, þar sem sjómaður- inn faðir þeirra og móðir eru að reisa sér hús, Höll, og þangað flytja þau ásamt dætrum sinum fjórum og ömmu telpnanna. Að Hamri, inn með firðinum, búa svo afi og amma. Þar komast telpurn- ar í samband við það líf sem í sveitinni er lifað. Sögunni lýkur á því að sonur bætist þeim hjónum í hópinn. Höfundi tekst mjög vel að halda athygli lesandans vakandi, og hann dregur upp þá mynd af telp- unum litlu, að þær standa ljóslif- andi fyrir framan þann er les, verða vinir hans. Já, höfundur kann vel til verka, stíll hans oft listrænn, eins og til dæmis á upp- hafskaflanum, en svo finnst mér á stundum, að hann slái af og gerist þá allt lausara í böndum. Mér kemur í hug gæðingsfoli sem fer lengstum á kostum, en missir áhugann milli sprettanna. Sem heild er sagan góð, og ætti að verða vinsæl meðal barna. Myndir mjög vel gerðar og falla prýðilega að efni. Prentverk ágætlega unnið, en próförk ótrúlega illa lesin af bók frá Sjaldborg að vera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.