Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 45 Guðfinnur Magnús- son — Minning Fæddur 24. ágúst 1929 Dáinn 30. nóvember 1983 í dag, föstudaginn 9. des., verður til grafar borinn Guðfinnur Magn- ússon, sem ég vil minnast. Fyrir rúmum tveimur áratugum fluttu tólf fjölskyldur í nýja blokk, þar sem er Fjarðarstræti nr. 57 og 59 á ísafirði. Á efstu hæðinni til hægri í neðri endanum bjó fjöl- skylda mín en á neðstu hæð til vinstri Guðfinnur Magnússon, kona hans Kristín Þórarinsdóttir og börn þeirra þrjú. Þessu sambýli fylgdi vinátta og bar þar margt til. Kristín og móð- ir mín urðu miklar vinkonur, syst- ir mín var á svipuðum aldri og dætur Guðfinns og Kristínar og faðir minn og Guðfinnur tengdust sterkum böndum og voru samherj- ar í Sjálfstæðisflokknum. Guðfinnur var þá kennari við Gagnfraeðaskólann á ísafirði, þar sem ég var í skóla. Hann var fyrst og fremst skemmtilegur kennari, sem með okkur gleymdi oft hvað tímanum leið, sagði sögur og las frásagnir af ítalska prestinum Don Camillo og fjandvini hans, bæjarstjóranum, sem var komm- únisti. Báðir voru þeir breyskir menn, en stórir í sniðum. Við krakkarnir höfðum ómælda ánægju af lestrinum og þá ekki síður Guðfinnur, sem stundum hló sjálfur upphátt — ef til vill hefur hann séð sitthvað af sjálfum sér í söguhetjunum. Guðfinnur sýndi einnig félagslífi nemenda mikinn áhuga, ekki til að ráðskast með okkur, heldur til að styðja í verk- efnum sem við vildum takast á við. Þetta átti ekki síst við um blaðaútgáfu, en þar þekkti Guð- finnur vel til verka. Bekkjarsystkini mín, sem búsett eru fyrir vestan, höfðu fyrir nokkru hafið undirbúning að sam- veru okkar við skólaslit Gagn- fræðaskólans á ísafirði næsta vor, en þá verða tuttugu ár liðin síðan árgangur fæddur 1947 útskrifað- ist. Þau höfðu haft samband við Guðfinn og beðið hann að koma. Hann brást glaður við og ætlaði eindregið að fara vestur. Sú ferð verður ekki farin, en fyrir hönd okkar allra færi ég Guðfinni þakklæti. Við munum tryggð hans og traust. Kynni mín af Guðfinni voru ekki einskorðuð við skólann eða fjölskylduvináttu. Áður en ég kynntist honum var ég orðinn eldheitur sjálfstæðismaður. Guð- finnur hafði því ekki mótandi áhrif á skoðanir mínar, enda ræddi hann aldrei stjórnmál í starfi sínu sem kennari. Um leið og ég varð sextán ára gekk ég í Fylki, félag ungra sjálfstæð- ismanna, og þá urðum við sam- herjar. Réttara væri að segja, að ég hafi orðið lærisveinn hans í stjórnmálum. Síðast unnum við saman fyrir Gunnar Thoroddsen við forsetakosningarnar 1968. Ég ætla ekki að lýsa innbyrðis- átökum sjálfstæðismanna á Vest- fjörðum sem geisuðu í mörg ár og aldrei virtist ætla að sjá fyrir end- ann á. Hart var barist, en við hverju er að búast þegar fimm menn keppa um tvö þingsæti? Guðfinnur hafði mikil áhrif á þau úrslit sem að lokum réðust. í hreinskilni sagt voru deilurnar í upphafi öðrum þræði skemmtileg- ar og spennandi. Guðfinnur naut þar greindar sinnar, harðfylgni og — umfram allt — framsýni. Hann var meistari hinnar pólitísku leikfléttu, að sjá fram í tímann, Minning: Jóhannes Kristjáns- son, Stykkishólmi Fæddur 21. ágúst 1914. Dáinn 22. nóvember 1983. Mánudaginn 28. nóvember sl. var þessi vinur minn til moldar borinn í Stykkishólmi. Á virkum degi var kirkjan fullsetin og meira en það og Lionhúsið líka. Sýndi það best vinarþel Hólmara til þessa sérstæða persónuleika og góða drengs sem með okkur hafði lifað hér súrt og sætt undanfarin 33 ár. Við margt hafði hann feng- ist um dagana, margar hugmyndir hafði hann gert sér um þróun mála, ýmsu bryddað á, sumt hafði hann séð rætast, annað ekki tekist eins og gengur og gerist. En allt sem hann hugsaði var tengt betra þjóðlífi. Jóhannes var fæddur að Suður- eyri við Súgandafjörð 21. ágúst 1914, sonur Sigríðar Jóhannes- dóttur og Kristjáns Alberts Krist- jánssonar kaupmanns þar. En þessi fjölskylda setti mikinn svip á það umhverfi um langa tíð. Félagsmálafólk eflandi bindindi og góða siði. Kristján var mikill athafnamaður og naut kauptúnið þess. Jóhannes ólst upp við öll venjuleg störf. Sótti sjóinn sem gaf þar mesta björg í bú og annað sem til féll. Hugur hans stóð til öflunar fróðleiks og menntunar. Komst hann í skóla bæði að Núpi og í Samvinnuskólann. Síðan hóf hann störf hjá Landssmiðjunni og því næst sem skrifstofustjóri prentsmiðjunnar Eddu. Hingað flutti hann 1950 sem kaupfélags- stjóri. Þá rak hann um skeið út- gerð bæði hér og í Rifi. Hafði mikla trú á þeim stað. Skrifstofu- störf stundaði hann hér, endur- skoðun o.fl. Alla æfi var Jóhannes eindreg- inn bindindismaður. Sterkur tals- maður til æskunnar í þeim efnum og á mannamótum fór hann ekki dult með skoðanir sínar, hafði sér- staka ánægju af að sækja fundi og alltaf lagði hann þar eitthvað til málanna. Skömmu fyrir brottför hans vorum við að undirbúa næsta fund í stúkunni okkar Helgafelli, en fé- lagi hennar var hann frá stofnun 1952. Enn var sami áhuginn að koma varnaðarorðum til ungu kynslóðarinnar, vara við eyðslu og ávana- og fíkniefnum sem margan mannibn hafa eyðilagt. Brýna fyrir. þeim að verja peningum sín- um til nytsemi eða leggja til hlið- ar þar til uppbygging eigin hemil- is stæði fyrir dyrum. Sjálfur var hann heill á þeirri braut. Náttúru- lækningastefnan átti hug hans. Framhaldslíf hugleiddi hann og var ekki í vafa um að jarðlífið væri undirbúningur undir annað meira og stærra. Jóhannes varð handleiðslu æðri máttarvalda aðnjótandi og styrkti það hann mjög er heilsu hnignaði og seinustu árin gekk hann ekki heill til verka. En svo vel bar hann sinn lasleika að þegar lát hans barst um bæinn um morguninn setti menn hljóða og trúðu varla staðreyndum. Þetta minnir svo á að enginn veit sína æfina fyrr en öll er. Jóhannes var gitur Þóru Ág- ústsdóttur Pálssonar í Stykkis- hólmi. Þau áttu þrjú börn, nú öll uppkominn. Hann átti gott heimili sem hann mat að verðleikum. Margar voru hamingjustundirnar. Einnig and- byr sem hann tók með karl- mennsku, sætti sig við og gerði gott úr. Á þeim stundum verður hann mér minnisstæður. Það verða fleiri en ég sem nú sakna góðs vinar og félaga. Hólm- Eggert Páll Jóhann- esson — Minning leika óvænta leiki, kalla fram ákveðin viðbrögð, vita hvað and- stæðingurin kemur til með að gera áður en hann veit það sjálfur. Árið 1970 var Guðfinnur kosinn í bæjarstjórn ísafjarðar. Um svip- að leyti lést Kristín kona hans og Guðfinnur og börnin fluttu úr bænum. Leiðir okkar Guðfinns lágu ekki saman eftir það og raun- ar hafði ég sagt skilið við þann stjórnmálaflokk, sem við áttum sameiginlegan. Nokkrum sinnum ræddum við saman á undanförn- um árum. Þá skiptu mismunandi stjórnmálaskoðanir okkar ekki máli. Góðir lærimeistarar vita líka, að á endanum verða læri- sveinarnir að bera ábyrgð á sjálf- um sér. Seinni kona Guðfinns er Jóna Bárðardóttir og áttu þau fjögur börn — Rut, Bárð, Sverri og Rak- el. Þeirra missir er mestur, svo og barna hans af fyrra hjónabandi — Ólafar, Brynju og Magnúsar, sem nú hafa misst bæði móður og föð- ur. Ég, foreldrar mínir og systkini vottum þeim öllum dýpstu samúð. Hvíli vinur minn í friði. Svanur Kristjánsson urinn og íbúar hans stóðu nær hugskoti hans. Jóhannes kom oft til mín og nutum við saman margra glaðra stunda. Það var alltaf eitthvað hressilegt við hann, engin lognmolla þar sem hann fór. Fyrir þessi kynni er ég þakklát- ur. Hitt geri ég mér grein fyrir að félagslífið og fundirnir hér í Stykkishólmi verða lífminni eftir að Jóhannes sækir þá ekki lengur. Bindindishreyfingin er góðum liðsmanni fátækari. Vonin er að upp vekist sem fiestir með hugar- fari Jóhannesar í liðsveit bindind- ismanna. Verði í fararbroddi hollra hátta og meti þjóðargagn ofar sínu. Við ræddum oft um handleiðslu guðs. Þar var enginn vafi á ferð og því trúi ég því að vinur minn Jó- hannes erji nú á öðrum fullkomn- ari akri en á þeim sem hann vann hér á jörð. Verkefna- og hug- myndalaus verður hann aldrei. Þakklæti verða því mín seinustu kveðjuorð þessarar greinar til hans, þökk fyrir góða samfylgd. Gott veganesti tók hann með sér til nýrri heima. Guð blessi því góðan dreng og minningu hans. Árni Helgason Fæddur 4. aprfl 1912 Dáinn 3. desember 1983 Mig langar til að rita nokkur kveðjuorð, nú er tengdafaðir minn er horfinn okkur, og þakka sam- fylgdina þau 14 ár er okkar kynni hafa varað. Er ég kynntist Eggert fyrst, leiddi tilvonandi eiginmaður minn mig fyrir nokkuð lágvaxinn mann, snaggaralegan og frekar hrjúfan í tali, ég var feimin og hálfhrædd. En þegar ég kynntist Eggert betur, þá fann ég hlýju og viðkvæmu sálina sem var undir hörðu skelinni sem hann brynjaði sig með. Eggert var oft hvassyrtur en það var aðeins ytra borðið, inni fyrir var hlýtt hjarta og viðkvæm sál. Eggert var fæddur á Söndum í Meðallandi 4. apríl 1912, elsti son- ur hjónanna Jóhannesar Guð- mundssonar bónda og konu hans Þuríðar Pálsdóttur. Jóhannes og Þuríður eignuðustu 11 börn, en upp komust 10, þau eru auk Egg- erts: Kjartan fæddur 1913, Guð- mundur fæddur 1914, látinn fyrir nokkrum árum, Einar fæddur 1915, Páll fæddur 1917, Loftur fæddur 1920, Lára fædd 1923, Svava fædd 1926, Gissur fæddur 1928, Hulda fædd 1931. Ég ætla ekki að rita um allan æviferil Egg- erts, um hann er ég ekki nógu fróð. En þó langar mig til að geta atburðar er skeði er Eggert var 6 ára gamall. Hann bjó hjá foreldrum sínum á Söndum í Meðallandi, jörðin Sandar er á hólmum í miðju Kúðafljóti og rann fljótið sitt hvoru megin við jörðina. 12. október 1918 hófst gos í Kötlu og kom þá mikið hlaup í allar ár, Kúðafljót illskeitt og illt yfirferð- ar flæddi yfir akra og engi og fylgdi mikill jökulburður úr fljót- inu. Faðir Eggerts, Jóhannes, var staddur er þetta skeði í Vík í Mýrdal. Þuríður móðir Eggerts var heima ásamt bróður sinum, tveim unglingspiltum, þremur stúlkum, fimm ungum börnum sínum og gekk hún með sjötta barnið. Hlaupið stefndi á bæinn, og var ekkert hægt að gera annað en flýja bæinn. Enga hesta náðu þau í, og héldu þau af stað fót- gangandi, bróðir Þuríðar bar yngsta barnið og leiddi Eggert 6 ára gamlan, stúlkurnar þrjár leiddu sitt barnið hver og Þuríður og pilturinn báru fataböggla. Komust þau öll yfir Kúðafljót við illan leik og var það mikil mildi. Jóhannes komst ekki austur yfir fyrr en eftir hálfan mánuð. Var þá jörðin Sandar eyðilögð og helmingur fénaðarins dauður. í þá daga var enginn Viðlaga- sjóður og urðu foreldrar Eggerts að bera sitt tjón ein. Vorið 1919 fengu þau jörðina Herjólfsstaði í Álftaveri, er var miklu minni jörð en Sandar, og hús öll léleg. Urðu þau því að byrja búskap á ný og neita sér um margt, en þau voru komin í allgóð efni á þeirra tíma mælikvarða áður en gosið hófst. Með miklum dugnaði og kjarki tókst þeim að koma börnum sínum upp, og eru þau öll mikið ágætis- og dugnaðarfólk. Á Herjólfsstöðum bjuggu þau svo alla tíð. Eggert ólst upp hjá foreldrum sínum á Herjólfsstöð- um fram yfir unglingsár, en þá kom hann til Reykjavíkur og fór til sjós, átti hann síðan heimili í Reykjavík alla tíð utan nokkurra ára er hann bjó í Vestmannaeyj- um. Stundaði hann ýmsa vinnu, var lengst á sjó. Síðustu árin starfaði hann sem póstmaður í Reykjavík, hann lét af því starfi fyrir tveim árum sökum veikinda. Éggert var góðum gáfum gæddur en hann gat ekki notið nema takmarkaðrar skólagöngu, sem stafaði af fjár- skorti, þar sem foreldrar hans urðu fyrir miklu fjárhagslegu áfalli sökum Kötlugossins 1918. Eggert eignaðist aldrei veraldleg auðæfi, en hann átti önnur auðæfi, en það var kona hans og synir, og síðan barnabörnin er þau komu. Hugsaði hann ætíð fyrst og fremst um velferð fjölskyldu sinnar. Eggert kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Guðlaugu Tómas- dóttur, 19. júní 1943, og var það mikið gæfuspor, en þau hafa stað- ið saman í blíðu og stríðu, og borið mikla umhyggju hvort fyrir öðru. Eggert veiktist alvarlega fyrir einu ári, og dvaldi á sjúkrastofnun síðan. Konan hans var hjá honum öllum stundum, og brást honum ekki í raun, og hún var hjá honum er hann kvaddi þennan heim. Guð- laug er fædd á Hrútafelli undir Eyjafjöllum 29. maí 1918, dóttir hjónanna Tómasar Tómassonar bónda og konu hans Sigurlaugar Sigurðardóttur. Eggert og Lauga bjuggu lengst í húsi sem Eggert byggði og hét húsið Sléttaból og var við Vatnsveituveg í Reykjavík. Eggert og Lauga eignuðust tvo syni, Rút Kjartan fæddan 1943, kvæntan Bergljótu Einarsdóttur og eiga þau fjóra syni, og Jóhann- es fæddan 1949, kvæntan Vilborgu Þorsteinsdóttur og eiga þau fimm börn. Barnabörnin eru níu. Eggert var góður afi, góður afi eru ef til vill ekki stór orð, en hvað er betra en að vera góður? Börnin elskuðu afa, eina afann sem þau áttu og höfðu kynni af, en þau hafa ekki misst afa, þau eiga hann enn, þau eiga hann hjá góð- um Guði. Nú líður afa vel, hann er laus við sinn sjúka líkama og við eigum allar góðu minningarnar um hann. Hann lifir á meðal okkar í öllum góðu minningunum sem við eigum. Það er mér oft erfitt að tjá mín- ar innilegustu tilfinningar, en elsku tengdapabba mínum var það líka erfitt. Er hann kom inn í líf mitt, fannst mér ég eignast pabba, en ég þorði aldrei að taka um það við hann. En við vorum alla tíð vinir, það veit ég, þó við töiuðum ekki um það. Það er gott að eiga góðan vin. Ég gleymi aldrei þegar nafni hans fæddist. Þá komu hann og Rútur fyrstir til mín á fæðingardeildina. Það var páskadagur og allar verslanir lokaðar. Þeir ætluðu að færa mér blóm og fengu þau, en það kostaði aukasnúninga. Ég fékk meira, ekki hamingjuósk, heldur þakk- læti. Hann sagði: „Þakka þér fyrir Begga mín.“ Þessari stund gleymi ég aldrei. Ég var fyrst svolítið hissa að hann skyldi þakka mér en svo skildi ég gleði hans og þakk- læti. Eggert gaf mér margt, það besta sem hann gat gefið. Hann gaf af sjálfum sér. Það getur eng- inn gefið meira. Ég þakka elsku tengdaföður mínum og vini og megi honum líða vel þar sem hann er nú. Guðsfrið- ur sé með honum. Tengdadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.