Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 7 JÓIASVEINARNIR frá ísf ugl í þessum potti hafa ísfugl Fuglasláturhúsið að Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Símar: 91-66103 og 66766 Tölvuspil Vorum aö fá öll nýjustu tölvuspilin. Aldrei hagstæöara verö. Séjverslun Rafsýn hf„ töivuspii Síðumúla 8, sími 32148 Pappírsrúllu- Pappírsrúllugluggatjökl beint frá Taiwan. Stæröir: 76, 90, 120 og 150 sm. Verö frá kr. 378,00. Tilvalin iólaQiöf. ivicoaiSKaiiu^rui uure/u nmu aia« Skattbyrði hinna tekjulægri lækkar „Mest verður lækkun skatta hjá einstæðum foreldrum,“' sagði fjármálaráðherra í framsögu með skattlagafrumvarpi Skattbyrði í lækkandi verðbólgu Meö minnkandi veröbólgu og lækkuðum kaupmætti, sem rætur á í skertum þjóöartekjum, þýddu óbreytt skattþrep og skattvísitala aukna skattbyröi. í staö þess að greiða skatta, eftirá, meö umtalsvert fleiri veröbólgukrónum, kemur skyndilega og senn aö því, aö greiða þarf skatta — á greiðsluári — meö nokkurnveginn sömu launum eöa jafn verðmiklum krónum og fólk bar úr bítum á liönu tekjuári. Til þess að auövelda fólki aö mæta breyttum verölags- kringumstæðum í skattadæminu vóru skatthlutföll lækk- uð, samkvæmt framlögðu frumvarpi, og barnabætur hækkaðar. Tilgangurinn er, að sögn fjármálaráðherra, að greiðslubyröi skatta 1984 verði ekki hærri en 1983 í hlut- falli af tekjum greiösluárs. Skattbyrð- in má ekki þyngjast DagblaAiA Vísir segir svo í leiAara um skatthcimtuna og ríkisfjármálin: „í sjállu sér má halda því fram að það sé afrek út af fyrir sig ef tekst að ná endum saman í ríkisút- gjöldum án hækkunar í greiðslubyrði skatta til hins opinbera. Kjárveitingar- nefnd alþingis er þessa dagana að kljást við fjárlagafrumvarpið og gera sér grein fyrir hvort for- sendur þess standist Á síð- asta ári var lagt fram marklaust fjárlagafrum- varp enda reyndust fjárlög þcssa árs algjörlega óraun- hæf. Slíkt má ekki endur- taka sig. I»að hefur enga þýðingu að samþykkja fjár- lög sem enginn getur farið eftir og kalla á endalausar fjárveitingar. I*að er til lítils að tala um sparnað ög niðurskurð og sömu skattbyrði ef öllu þarf að kollvarpa síðar á árinu vegna þess að áætl- anir og fjárhagsspár eru fjarri veruleikanum. I»að er fullkomlega Ijóst að með minni kaupmætti og almennum samdrætti á vinnumarkaðnum er það upp á líf og dauða fyrir hvert heimili að skattbyrði haldist í sömu hlutföllum og verið hefur milli skatta og launa á greiðsluárinu. Nýja skattafrumvarpinu er þess vegna vel tekið af öll- um almenningi og þá ekki síöur viðleitni stjórnvalda tU að halda aftur af ríkis- útgjöldum. Hvort tveggja helst í hendur: Sveitarfélögin sem leggja á útsvörin verða að fylgja sama fordæmi. Út- svarsálagningin verður að byggjast á þeirri megin- reglu að greiðslu- og skattbyrði verði í heild hin sama og á þessu ári." Skattadæmið Dagblaðið Tíminn segir i forystugrein um sama efni: „Rikisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á tekju- og eignarskattslögunum. Með þcssum breytingum er stefnt að því, að skattbyrði einstaklinga og fyrirtækja verði ekki meiri á árinu 1984 en hún var í ár. Markmiði þessu er náð með tvennum hætti, eða með því að hækka skatt- vísitöluna um 45% frá síð- ustu álagningu og með breytingum á skattstigum, sem leiða til lækkunar á sköttum. Ilækkun skattvísitöl- unnar um 54% er miðað við áætlaða hækkun tekna milli áranna 1982 og 1983. I>etta eitt nægir ekki til að ná því markmiði, að skattbyrðin þyngist ekki á þessu ári. Því eru gerðar eftirgreindar breytingar á skattstigum: Tekjuskattur af 0—170 þús. kr. skattstofni er 23%, en var 25% á tekjur allt að 107 þús. kr. Af 170—340 þús. kr. greiðist 32%, en var 35% af tekjum sem námu 107—205 þús. kr. Af skattstofni yfir 340 þúa kr. greiðlst 45%, en var 50% af tekjum yfir 205 þús. kr. Skattahlutfall af tekjum barna verður 5%, en var 7%. Skattahlutfall félaga verður 51%, en var 65%. l'ersónuafsláttur verður 29.350 kr. á næsta ári, en var í ár 18.751 kr. Rarnaba'tur með einu barni verða 6 þús kr., en var 4.960 kr. Með börnum umfram eitt 9 þús. kr. var 7.110 kr. Með börnum ein- stæðra foreldra 12 þús. kr., var 9.257 kr. Aukabætur vegna barna yngri en sjö ára verða 6 þús. kr. var 5.150 kr. Skattfrjáls eign einstakl- inga verður 780 þús. kr„ en var 495.900 kr. og skatt- hlutfall eignarskatts verður 0,95%, en var 1,2%. Byrjað er að borga tekju- skatt af eftirfarandi tekj- um, sem unnið er fyrir árið 1983 við eftirtalin mörk: K.inhleypur maður 155.600 kr. eða 13.000 kr. mánaðarlaun. Kvæntur | maður, maki tekjulaus. 253.200, cða 21.000 kr. mánaðartekjur. Kvæntur maður, maki greiðir tekju- skatt 141.800, eða sem svarar 11.800 kr. mánað- arlaun. Sjúkratryggingargjald verður framlengt og mark gjaldfrjálsra tekna sem var við síðustu álagningu 153.900 kr. hækki í 237.000 kr. Samkvæmt athugasemd- um við frumvarpið segir, að skattbyrði lækki almennt eða standi í stað nema hjá hinum tekjuhæstu. Að jafn- aði lækkar skattbyrði hjóna, sem hafa lægri tekj- ur á árinu 1983 en 450 þús. kr. Samsvarandi tala fyrir einhleypinga er um það bil 275 þús. kr„ og hjá ein- stæðum foreldrum er hún um 290 þús. kr. Skattbyrðin lækkar eða stendur í stað hjá um 75% hjóna, 85%> einhleypinga en um 90% einstæðra for- eldra. Hjá hinum tekjuhæstu verður nokkur hækkun." GÓLFDÚKA- TILBOD! Tarkett! Gafstar! frá kr. 143.- pr. m2 Af sérstökum ástæöum getum viö boöiö takmarkaö magn af frábærum gólfdúkum á þessu veröi. Ef þú ert fljótur getur þú gert góö kaup á góöum dúk. Dæmi: 30 m2 af dúk kostar aöeins kr. 4.290.- Greiðslu- skilmálar. lÉPPfíLfíNO Grensásvegi 13, Reykjavík, símar 83577 og 83430. Tryggvabraut 22, Akureyri, sími 96-25055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.