Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 43 vildu selja manni miklu meira. Augu hans höfðu margra áratuga þjálfun í að velja réttan lykil á skrúfu hvort sem hann notaðist við millimetramál á skrúfur með tommumáli eða öfugt. Maður trúði vart sínum eigin augum þegar maður horfði á þau öruggu tök, að því ónefndu hvað það flýtti fyrir verki. Stefán fór „inn til Akureyrar" eða bara „inneftir" þegar við hin fórum „norður til Akureyrar" og þangað lá leið hans oft. Reyndar var manni um og ó að vita hann einan á þeim ferðum að vetrarlagi eins og heilsu hans var háttað, en hann var alls ótrauður. Kjarkur- inn var mikill og leiðin og aðstæð- ur honum vel kunnar. Þó var ekki frítt við að manni fyndist áhættan og sportið við óvissuna einnig eiga sinn sjarma fyrir hann. Fyrir nokkru hafði Vilborg skil- að hjálparhlutverki sínu á Arn- arstöðum af sér með sóma og fengið vinnu við Bændaskólann og Stefán naut þess í ríkum mæli. Hann ræddi um að hann vildi gjarnan vera á Hólum uns hann næði sjötugsaldri og yrði löglegt gamalmenni að hætti opinberra starfsmanna. Honum féll starfið vel og var skóla og stað þarfur, nú hin siðari ár ekki síst þar sem hann vann mikið við járnsmíðar sem fylgt hafa uppbyggingastarf- inu á Hólum. Ævikvöldið ætlaði hann svo að eiga með Vilborgu á Akureyri nálægt börnum sínum. En hinn faldi eldur ætlaði ann- að. Snemma í október fékk hann aðkenningu af sjúkdómi sínum og Stefán steig sjálfur upp í bifreið sína og ók einn og óstuddur á sjúkrahúsið þar sem hann andað- ist hálfum mánuði síðar. Ég flyt Vilborgu og börnum hans innilegar samúðarkveðjur okkar hjóna. Matthías Eggertsson Stefán K. Snœbjöms- son — Minning Jenný Guðbrands- dóttir — Minning Fædd 19. júní 1904 Dáin 1. desember 1983 VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Haustið 1976 losnaði staða vélfræðikennara við Bændaskól- ann á Hólum. Við heimamenn vor- um að vonum spenntjr að vita hver kæmi í það sæti. Á stað eins og Hólum, oft innilokuðum í vetr- arríki, þarf fólk meira hvert á öðru að halda en þar sem fjöl- menni er meira og umferð greið- ari. í stöðuna var ráðinn Stefán K. Snæbjörnsson frá Akureyri, rúm- lega sextugur að aldri og heima- mönnum ókunnugur. Fljótt kom í Ijós að við höfðum eignast ein- staklega góðan félaga og ná- granna og skólinn traustan starfs- mann, sem gekk að verki heill og óskiptur. Stefán fæddist í Dalvík 19. júní, 1915, daginn sem konur fengu kosningarétt á íslandi eins og hann sagði okkur. Foreldrar hans voru hjónin Snæbjörn Magnússon frá Gili í Öxnadal og Svanborg Jónasdóttir ættuð frá Kífsá í Kræklingahlíð í föðurætt en Gvendarstöðum í Köldukinn í móðurætt. Fjögurra ára flutti Stefán til Siglufjarðar með foreldrum sín- um, en þar stofnaði faðir hans vélaviðgerðarverkstæði sem hann rak til ársins 1927 að hann flutti til Akureyrar. í Siglufirði fæddust bræður Stefáns, Ottó blikksmiður og Magnús plötu- og ketilsmiður, báðir nú búsettir á Akureyri. Þegar Stefán hafði aldur til hóf hann nám hjá föður sínum í vél- virkjun og rennismíði á vélaverk- stæði sem þeir feðgar stofnuðu og nefndu „Júní“. Þar lauk hann sveinsprófi í þessum greinum en meistarabréf fékk hann í þeim báðum árið 1946. Árið 1941 seldu þeir feðgar verkstæði sitt en Stefán réðst til Vélsmiðjunnar Odda hf. á Akur- eyri. Þar starfaði hann til ársins 1961 að hann stofnaði Véla- og raftækjasöluna á Akureyri með æskufélaga sínum Antoni Krist- jánssyni. Við hana vann Stefán til ársins 1971 að hann sneri aftur til starfa í Vélsmiðjunni Odda. Haustið 1973 veiktist hann af hjartasjúkdómi og var óvinnufær næstu árin. Vorið 1976 gekkst hann undir aðgerð og hlaut svo mikinn bata að um haustið réðst hann sem kennari að Hólum og þar starfaði hann til æviloka, 21. október sl. Árið 1936 kvæntist Stefán Sig- urlaugu Jóhannsdóttur frá Sjáv- arbakka í Arnarneshreppi í Eyja- firði. Þau eignuðust fjögur börn: Snæbjörgu Jóhönnu gifta Braga Stefánssyni bifreiðastjóra á Akur- eyri, Jónas kennara, kvæntan Sig- rúnu Kristjánsdóttur sjúkraliða á Akureyri, Gylfa sem lést árið 1963,18 ára að aldri, og Fjólu gifta Val Sigurbjörnssyni vélstjóra við Laxárvirkjun. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin tvö. Stefán og Sigurlaug slitu sam- vistum árið 1966. Stefán tók upp sambúð með Vilborgu Pálmadóttur frá Gull- brekku í Saurbæjarhreppi í Eyja- firði árið 1968. Persónuleg viðkynning mín við Stefán hófst er þau Vilborg fluttu í Hóla. Reyndar var Vilborg þá langtímum saman hjá einkadóttur sinni, Þórgunni, á Arnarfelli í Eyjafirði, þar sem hún háði árum saman baráttu við sjúkdóm þann sem dró hana að lokum til dauða. Ferðir Stefáns í Arnarfell voru líka margar þar sem hann létti undir með erfiðum heimilisað- stæðum. Brátt kom í ljós á Hólum að fjölhæfni Stefáns var með ólíkind- um. Hann var jafnvígur á málmsmíði og vélvirkjun sem og viðgerðir á alls kyns heimilistækj- um. Þetta kom sér mjög vel fyrir Bændaskólann en ekki síður fyrir fólk á staðnum og í dalnum. Yngsta kynslóðin leitaði til hans með biluð reiðhjól og þá uppgötv- aðist að Stefán hafði líka lagt stund á reiðhjólaviðgerðir á ungl- ingsárum sínum. Hinir eldri leit- uðu til hans um smátt og stórt og alltaf brást Stefán við af sömu ljúfmennskunni. Reyndar minnist ég þess ekki að hafa um dagana kynnst hjálpsamari manni en Stefáni. Eitt atvik getur þar sagt langa sögu. Eitt sinn varð félagi okkar á Hólum fyrir því að velta bíl sínum og beygla hann nokkuð og skemma. Hann leitaði til Stef- áns um að gera við bílinn. Stefán brást við eins og hann var vanur en sá að hann væri vart einfær um verkið. í stað þess að láta þar við sitja fékk hann Ottó bróður sinn í lið með sér og sameiginlega gerðu þeir við bílinn eins og í þeirra valdi stóð. Við vissum að Stefán gekk ekki heill til skógar á Hólaárum sínum. Hins vegar sá þess ekki stað í vinnu hans. Stöku sinnum fékk hann þó aðkenningu af sjúkdómi sínum sem minnti hann og okkur á hinn falda eld, en önnur um- ræðuefni voru honum hugstæðari. í eðli sínu var Stefán dulur jafn- framt sínu hlýja og glaðlega dag- fari. Á einhvern hátt var hann nálægur og fjarlægur í senn. Hann var fastur fyrir og vissi hvað hann vildi um leið og hann stóð utan við og fylgdist með öllu dægurþrasi í kringum sig af heim- spekilegri ró. Hann flutti með sér akureyrska iðnmenntun á hæsta stigi í sér- greinum sínum og snyrtimennsku hins gróna bæjarbúa í öllu sem hann kom nálægt. Öll verk skyldi vinna vel og af ýtrustu fag- mennsku um leið og hann, mótað- ur af kreppuárunum, leitaði að ódýrustu lausninni. Það þurfti að gæta þess að kaupa aðeins það sem hafði bilað þótt umboðin í dag kveðjum við Jennu frænku hinstu kveðju. Jenna átti við erfið- an sjúkdóm að stríða siðasta árið, en hún tók því með jafnaðargeði. Að eðlisfari var hún einlæg og góð og reyndist ættingjum sínum ætíð hjálpleg. Jenna var einstaklega barngóð kona en átti engin börn sjálf. í stað þess lét hún sér mjög annt um börnin í fjölskyldunni sem hændust mjög að henni. Jenna, sem var ömmusystir okkar, var í miklu uppháhaldi hjá okkur og eigum við margar fallegar minningar um hana. Þyrftu for- eldrar okkar að bregða sér frá var hún ætíð tilbúin til að gæta okkar. Það var svo notalegt að láta hana þvo sér, þurrka og svæfa síðan, á þessu hafði Jenna hið best lag. Helst vildum við að hafa hana með á ferðalögum og oft hafði taskan hennar eitthvað gott að geyma. Eftir að aldurinn færðist yfir hana og við komumst af barnsaldri höfum við einnig átt margar góðar samverustundir, bæði heima hjá okkur og inni í Lönguhlíð, þar sem Jenna bjó síð- ustu æviárin. Það er dapurlegt að hugsa sér jólin án hennar, en Jenna hefur, allt frá því við munum eftir, verið hjá okkur á annan í jólum og á gamlárskvöld. Einmitt um jóla- hátíðina er manni svo kært að njóta nærveru þeirra sem manni þykir vænt um. Við systurnar munum varðveita innra með okkur minninguna um Jennu frænku og þökkum henni innilega fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Bryndís og Jenný. „Hver vegur að heiman er vegur heim. Hratt snýst hjól dagsins höllin við lindina og tjaldstæðin hjá fljótinu eru týnd langt að baki, það rökkvar og sigðin er reidd að bleikum stjörnum. Hamraklifin opnast hrímgrá og köld blasir auðnin við, öx stjamanna hrynja glóhvít í dautt grjótið og þungfæran sandinn. Löng verður nóttin nöturleg og dimm. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina ris tum ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið." (Snorri Hjartarson.) Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.