Morgunblaðið - 09.12.1983, Síða 41

Morgunblaðið - 09.12.1983, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 41 Marta Jónasdóttir — Afmæliskveðja Marta Jónasdóttir átti 80 ára afmæli 14. nóvember sl. Hún er fædd í Miðmörk, en alin upp hjá foreldrum sínum í Efri-Kvíhólma, V-Eyjafjöllum. Hún hefur erft góðar gáfur foreldra sinna, Jónas- ar Sveinssonar og Guðfinnu Árna- dóttur. Ýmsir góðir hæfileikar eru henni gefnir af skaparanum. Eyjafjöll eru ein af fegurstu sveit- um landsins og fáir verða ósnortn- ir af að alast upp í svo fallegu umhverfi. Marta kann og hefur reyndar sérstakan hæfileika til að njóta og skynja náttúrufegurð, undur vorsins, þegar lífið er kallað fram að nýju þegar blómin birtast á ný, túnin grænka, farfuglarnir koma og egg fara að sjást í hreiðr- um. Birta vornæturinnar, roði sól- arlagsins, söngur himbrimans eða lóunnar, lækurinn, fossinn, móinn, engið, fjöllin, þetta eru, sem lítil dæmi, Mörtu andlegir fjársjóðir og hafa gefið henni mikið, hún hefur og haft tækifæri og dug til að nýta sér það að ferðast um landið og var í mörg sumur mat- ráðskona á ýmsum stöðum í óbyggðum. Þessi hæfileiki til að njóta fegurðar sem birtist í nátt- úru landsins er dýrmætur og nauðsynlegur og bætir hvern mann. Marta er næm á það sem fallegt er í fleiru, söng ekki síst, hefur enda fengið að eiga fallega rödd sjálf, ljóðin hennar ljúfu bera henni vitni líka. Marta söng með Samkór Selfoss um árabil og hafa ljóð hennar m.a. verið á söngskrá kórsins. Hún hefur verið heiðruð myndarlega af kórnum, nú síðast söng hann fyrir hana á afmælisdaginn. Hún er allstaðar virk þar sem hún er í félagsstarfi, í Leikfélagi Selfoss eða í Félagi aldraðra núna, hennar gleði er að gleðja aðra og létta lundina. Ég læt fylgja smá frásögn af Mörtu sem ungri stúlku á heimili for- eldra sinna sem lýsir henni dálít- ið. Þau systkinin voru 9 og oft var þröngt í búi eins og algengt var. Hún er elst þeirra og þar sem kynntist hún betur þörfum heimil- isins en þau sem yngri voru. Hún tók sig til og saumaði fatnað á systur sínar án þess að þær hefðu hugmynd um, til þess að koma þeim á óvart og hressa uppá hversdagsleikann. Svo birtist hún í túninu vestan við bæinn, dulbúin sem förukona og sagðist heita „Skömm" og vera með smáglaðn- ing í poka og stór urðu augun í þeim yngri og brosin breið þegar flíkurnar birtust. Hún lét sér annt um yngri systkin sín og ein systir- in minnist sinnar fyrstu kirkju- ferðar sem festist í minni, í sam- fylgd Mörtu systur. Það hefur fylgt Mörtu að vera barngóð alla tíð og hefur mörg frænkan og frændinn notið góðs af. Fyrstu minningar sumra ættingja hennar um hana, eru litlar fallegar sögur úr sveitinni sem hún sagði þeim gjarnan. Því að þó Marta hafi ekki gifst eða átt börn sjálf, þá má segja að hún hafi aldrei verið barnlaus. Það fólk sem fætt er í kringum aldamót hefur sannar- lega lifað tímana tvenna og er okkur, sem fæddumst seinna, brunnur af læ'’dómi. Ef við viljum læra af Mörtu, má læra t.d. nýtni, virðingu fyrir hverjum hlut sem Guð gefur, að úr litlu má gera stóra hluti. Hún hefur alltaf verið veitandi og ánægð og haft yndi af að gleðja aðra og það er nokkuð sem ég er viss um að á mikinn hlut í að Marta er svo ung í anda sem raun ber vitni. Það verður ekki upptalið sem hún hefur vikið að fólki, en mig langar að minnast á flíkur sem hún hefur „töfrað" fram úr litlum efnum, oft úr öðr- um flíkum sem dæmdar höfðu ver- ið ónothæfar. Margar fjölskyldur minnast þess með þakklæti. Það bjargaði oft barnmörgu fólki að eiga slíkan „hauk í horni" sem Marta er. Hér áður fyrr var oft erfitt um vik, fólk ekki almennt efnað og ekki alltaf hlaupið eftir hlutunum í verslun þó að vantaði. Ég held að íslendingar þurfi núna að temja sér í ríkara mæli þann hugsunarhátt að nýta betur hlut- ina og hugsa áður en hent er. Það má segja að hagur Mörtu hefur blómstrað og ég veit að hún þakk- ar skapara sínum það. Hún unir nú í góðri eigin íbúð og á fallegt heimili, þar sem alltaf er tekið á móti manni af gestrisni og oft hef- ur hún komið fólki á óvart með rausnarskap og framtaksemi, nú síðast á afmæli sínu hélt hún 3 daga veislu, með aðstoð góðs fólks. Var þar allt með myndarbrag og fyrir stuttu færði hún að gjöf pí- anó þegar nýtt félagsheimili var tekin í notkun í heimasveitinni. Þegar það er haft í huga að hún hefur aldrei þegið há laun þá er þetta umtalsvert. Hún hefur lagt hönd á margt um ævina, en aðal- störfin hafa verið: húshjálp, mat- ráðskona, saumakona, áhugamál- in eru mörg, enda er Marta óvenju lifandi og frjó í hugsun og minnug og fróð um liðna tíma. Ég hef haft ánægju af að minnast Mörtu með þakklæti á þessum tímamótum í ævi hennar. Guð blessi hana. _______________________ Frænka Sjálfskipaðir dómarar Yfirlýsing frá nemendum í Lögregluskólanum Eins og flestum blaðalesendum er kunnugt hafa að undanförnu birst á síðum dagblaðanna fréttir, frásagnir og önnur skrif um meint harðræði nokkurra lögreglu- manna við handtöku eins af borg- urum þessa lands. Hafa skrif þessi verið mjög á einn veg og flest bor- ið að sama brunni, þ.e.a.s. dómur er felldur í málinu án þess að niðurstöður rannsóknar þess liggi fyrir, lögreglumenn í heild stimpl- aðir misindismenn og þeir gerðir tortryggilegir í augum almenn- ings á margvíslegan hátt. Minna sum þessara skrifa óneitanlega á sögusmettuna Gróu á LeitL sem ætíð hafði sínar fréttir frá ólygn- um mönnum. Að sjálfsögðu er hverjum og einum frjálst að tjá hugsanir sínar í landi prentfrelsis og frjálsra skoðanaskipta en það ber þó að gera þannig að leikregl- ur lýðræðisins séu í heiðri hafðar Námslán verði tryggð FÉLAG bókasafnsfræðinema ályktar? Við skorum á forráðamenn þjóðarinnar að fara í hvívetna að lögum í málefnum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna svo full lán til námsmanna verði tryggð, jafnt í desember sem á næsta ári. Námslán eru grundvöllur þeirra dýrmætu mannréttinda sem tryggja jafnrétti til náms. (Fréttatilkynning) og gildandi lög og reglur þjóðfé- lagsins virtar. I leiðara DV 6. desember sl. geysist hinn „landskunni" rit- stjóri, Jónas Kristjánsson, fram á ritvöllinn og hefur í frammi að- dróttanir og fullyrðingar um störf íslenskra lögreglumanna. Hvað liggur að baki slíkum skrifum skal ósagt látið; þau eru eflaust í anda „frjálsrar og óháðrar" blaða- mennsku. í leiðaranum vitnar rit- stjórinn í erlenda rannsóknar- skýrslu um atferli lögreglunnar í Lundúnum þar sem margt miður fagurt kemur fram í dagsljósið. Erfitt er, að vel athuguðu máli, að sjá tilganginn með birtingu þeirra niðurstaðna skýrslunnar sem mestan áhuga vekja hjá ritstjór- anum. Orðrétt segir i leiðaranum: „Skýrsla þessi sýndi að meðal lögregluþjóna var útbreitt hatur á minnihlutahópum, konum og yfir- leitt öllu þeim sem eru minnimátt- ar í þjóðfélaginu. Þetta er hugar- far valdshyggjumanna, sem sumir eru ofbeldismenn." (Tilvitnun lýk- ur.) Ekki er auðvelt að koma auga á samhengið milli þessara orða og þess sem kemur fram síðar í leið- aranum um atferli íslenskra lög- reglumanna, eða er ritstjórinn óbeint að gefa í skyn að þessu sé líkt farið hér á landi? Dómgreind og reynsla almennings (þ.á m. „minnihlutahópar", konur og „minnimáttar") ætti að geta skor- ið úr um það. En nú kemur að kjarna málsins. í íslensku réttarfari gildir sú meg- inregla að sérhver maður teljist saklaus uns sekt hans hefur verið sönnuð. Þarna bregst ritstjóranum illilega bogalistin, hverju svo sem kenna má, og sest í sjálfskipað dómarasæti. Úrskurður „dómar- ans“ lætur ekki á sér standa: lög- reglan hefur gerst sek um mis- þyrmingar og ofbeldisárás á hand- járnaðan borgara og tími til kom- inn að vernda borgarana gegn lögreglunni. Þetta er einkar at- hyglisverð niðurstaða þegar á það er litið að rannsókn málsins var ekki lokið þegar „dómurinn" var kveðinn upp! Er ekki laust við að gamli málshátturinn „oft er sá dómharður sem dómsvald ei ber“ eigi vel við um yður, herra rit- stjóri, og fleiri sem um áðurnefnt mál hafa fjallað, meira af kappi en forsjá. Er ekki tími til kominn að sjálfskipaðir dómarar slíðri sverð- in og láti vera að þeysa um síður dagblaðanna vegandi að saklaus- um mönnum? Þegar niðurstöður málsins liggja ljósar fyrir er fyrst tímabært að reyna vopnin, ef menn sjá ástæðu til. Óvægilegar árásir og gífuryrði þjóna engum tilgangi og eru einungis til þess fallin að skapa úlfúð og tortryggni og bitna oftast á þeim er síst skyldi. Öðrum furðuskrifum í fyrr- nefndum leiðara DV verður ekki svarað á þessum vettvangi; þau eru léttvæg og lítt rökum studd. Nemendur í Lögregluskóla ríkisins, seinni önn 1983—’84. F.h. nemenda, Gylfi Dýrmundsson, Jón Leifsson. „Minningar“ og „Skoðanir“ Einars Jónssonar í nýrri útgáfu Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar- firði, hefur gefið út bókina Minn- ingar/Skoðanir eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Þetta er ævisaga listamannsins og var áður gefin út í tveimur bindum árið 1944, en kemur nú fyrir sjónir lesenda í einni bók. 1 frétt frá útgefanda segir m.a.: „í fyrri hluta bókarinnar, Minn- ingar, rekur Einar æviferil sin allt frá bernsku og þar til hann aldr- aður maður er farinn að huga að leiðarlokum. Hann lýsir þar hin- um sterku áhrifum bernskustöðv- anna, sem fylgdu honum ávallt síðan. Þegar í æsku tekur hann þá örlagalíku ákvörðum að gerast listamaður og hvikar aldrei frá því marki. Hann greinir frá dvöl sinni í Kaupmannahöfn og öðrum heimsborgum, kynnum af fjölda fólks og erfiðri baráttu fyrstu árin á listabrautinni. Þá er lýst að- draganda að stofnun listasafnsins og starfsævi hans hér heima eftir áratuga dvöl erlendis. í seinni hlutanum, Skoðanir, fjallar Einar fyrst og fremst um list- og trúarviðhorf sín og eru þær merkileg heimild um hug- myndaheim hans og varpa ljósi á þau viðfangsefni, sem hann fjall- aði um í verkum sínum." Minningar Skoðanir er 348 bls. að stærð. í bókinni eru margar myndir og aftast er skrá yfir mannanöfn. íslandsmetabók Arnar og Örlygs komin út BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hef- ur sent frá sér „íslandsmetabók Arn- ar og Örlygs" eftir Steinar J. Lúð- víksson, en í bókinni er svarað spurn- ingum um hvað sé eða hafi verið fyrst, síðast, stserst, minnst, hæst, lægst, breiðast, mjóst, elzt, yngst, bezt, verst, dýpzt, grynnzt, lengst, stytzt o.s.frv.. 1 bókinni er mikill fjöldi mynda af mönnum, dýrum, mun’im, jurt- um og landslagi. Bókin er hliðstæða við Heimsmetabók Guinnes, en ein- göngu helguð íslenzku efni. í frétta- tilkynningu frá bókaútgáfunni seg- ir m.a. um bókina: „Eins og áður segir er að finna í íslandsmetabókinni ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar um land og þjóð. Fjallað er um ýmislegt sem telja má íslandsmet á mörgum sviðum, bæði í mannlífinu, dýra- og jurtaríkinu íslenska og einnig er fjallað um landið sjálft. f bókinni er að finna svör við ýmsu því sem kemur upp í hugann og gaman er að fást við: Landnám og búseta; Há- vöxnustu Islendingar; Aldur og langlífi; Frjósemi og fæðingar; Hjú- skapur; Blóðflokkar; Sjúkrahús; Læknar og lækningar; Kaupstaðir og kauptún; Býli og jarðir; Þjóð- höfðingjar og tignarfólk; Löggjöf og þing; Ráðherrar og stjórnir; Bæjar- og sveitarstjórnir; Bardagar og óeirðir; Lög og réttur; Sakamál; Fjármál og peningar; Verkalýðs- mál; Póstur og sími; Skóla- og menningarmál; Trúarbrögð og mál- efni kirkjunnar; Slysfarir, óáran og bjarganir; Draugar og skrímsli; Stærð landsins; Veðurfar; Jarð- skjálftar; Eldstöðvar og eldfjöll; Jaðrhiti og hverir; Flóar og firðir; Eyjar; Hellar; Fjöll og jöklar; Ár; Fossar; Vötn; Gljúfur; Fáni og skjaldarmerki; Landhelgi; Spendýr; Selir og hvalir; Fuglar; Fiskar; Skordýr og ormar; Jurtaríkið." Rétt er að geta þess að meinleg villa hefur slæðst á kápusiðu bókar- innar. Þar er mynd af Halldóru Bjarnadóttur, en hún er sá íslend- ingur sem náð hefur hæstum aldri, 108 árum og 48 dögum, en undir myndinni á kápusíðunni hefur 108 orðið að 106. Aldurinn er hinsvegar rétt tilgreindur í sjálfri bókinni. íslandsmetabók Arnar og Örlygs er 200 bls. í stóru broti og eins og áður segir með gífurlegum fjölda ljósmynda. Bókin er unnin að öllu leyti í Prentstofu G. Benediktssonar, nema bókbandið þar er unnið í Arn- arfelli hf. Káputeikningu gerði Sig- urþór Jakobsson." 29670 10024 Jólaböll og hverskonar^ jólafagnaðir VEISLUSALUR Viö bjóöum ykkur upp á stór- glæsileg salakynni fyrir hvers- konar veislur og fundarhöld. SJÁUM UM ALLAR VEITINGAR PANTIÐ TÍMANLEGA —. . -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.