Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 13 Slagsmál sem upp- hófust í gamni end- uðu með harmleik UNGUR maður var fyrir skömmu dæmdur í Sakadómi Kópavogs í 6 mánaða skilorðs- bundið fangelsi og gert að greiða 900 þúsund krónur í ör- orkubætur með 5% ársvöxtum frá 13. maí 1978 og 90 þúsund krónur miskabætur með banka- vöxtum fyrir að hafa slegið niður 25 ára gamlan mann með þeim hörmulegu afleiðingum að hann lamaðist. Ungi maðurinn hefur áfrýjað málinu til Hæsta- réttar. Tildrög málsins eru þau, að mennirnir hittust á dansleik í veitingahúsinu Klúbbinum í Reykjavík þann 13. maí 1978. Var það undir lok dansleiksins að þeir tóku tal saman, en þeir voru gamlir skólafélagar. Ákærði ber að þeir hafi rætt saman í bróðerni og ákveðið að fara út til að slást, fyrst og fremst fyrir orð þess er slasað- ist. Síðan fóru mennirnir út og tóku að „dangla hvorn í annan án þess að slá högg,“ eins og hinn slasaði komst að orði. í til- vitnuðum texta, sem tekinn er úr dóminum, er hann nefndur vitni. „Þetta var gert í gamni og fylgdi því engin alvara. Eftir eitt höggið frá ákærða beygði vitnið sig niður, varð hrætt og sló frá sér. Höggið lenti á and- liti ákærða, sem þá sló vitnið í andlitið. Vitnið gerði sér eigi grein fyrir því hvar höggið frá ákærða lenti námkvæmlega né heldur hvernig það féll til jarð- ar að öðru leyti en því að vitnið féll utan í járnþil. Varðandi upptök átakanna taldi vitnið að hvorugur þeirra hafi átt hug- myndina hinum fremur að þeim og upphófust þau í gríni.“ Ákærði sagðist hafa hjálpað þeim er slasaðist á fætur og viljað hætta en hinn vildi það ekki og haidið áfram. Hafi hann þá fengið þungt högg í andlitið þannig að 3 til 4 tennur brotn- uðu og hafi hann reiðst og sleg- Ungum manni gert að greiða milljón í skaða- bætur eftir að maður sem hann lenti í átökum við lamaðist ið eitt högg með krepptum hnefa nokkuð þungt, þannig að hinn féll aftur fyrir sig og lenti höfuð hans á steinkanti við kjallaratröppur í sundinu. Hann kvaðst hafa farið að hon- um og stumrað yfir honum og lyft höfði hans og fundið að það var máttlaust. Hafi hann virst rænulaus. Sagðist hann hafa ætlað að draga hann til og færa út úr sundinu og dregið hann um hálfan annan metra. Vitni sem fylgdist með átök- unum örlagaríku bar, að í fyrstu hefðu þeir verið að grín- ast. Sá er slasaðist hefði fallið en staðið upp aftur en eftir eitt höggið frá ákærða fallið aftur fyrir sig á steinkant og ekki staðið upp aftur. Fleiri hefðu drifið að og ákærði lent á átök- um við mann, sem kom aðvíf- andi og var þeim átökum lýst sem heiftúðuglegri en hinum fyrri. Kallað var á lögreglu og sjúkrabifreið og hinn slasaði fluttur í slysadeild Borgarspít- alans. í ljós kom að maðurinn hafði hálsbrotnað og skaddast á mænu og lamast. Maðurinn hef- ur verið í endurhæfingu síðan. „í tilfellum sem þessum er naumast að vænta nokkurs um- talsverðs bata. Ekki er óhugs- andi að slasáði verði sjálffær um nauðþurftir sínar, en um vinnugetu í framtíðinni er það að segja að líkur eru til að slas- aði hljóti nokkra umtalsverða vinnugetu nánast engar. Svo sem að ofan greinir er nú ekki að vænta frekari bata en orðinn er. Þykir því eðlilegt að meta nú örorku slasaða og þykir hún hæfilega metin frá slysdegi 100% varanlega," segir meðal annars í skýrslu læknis frá 17. júní 1980 um ástand mannsins. Dóminum þótti sannað að ákærði hefði veitt þungt högg af ásetningi með þeim afleiðing- um, að hinn slasaði hlaut var- anlega líkamsskaða. Örorkutjón þótti hæfilega metið krónur 2,7 milljónir króna og miskabætur hæfilega ákveðnar 270 þúsund krónur. f dóminum segir: „Ljóst er að bótaskylda ákærða er fyrir hendi. Hins vegar verður að líta til þess að ákærði átti ekki einn allan þátt í því að valda því stórkostlega líkamstjóni sem tjónþoli varð fyrir. í því sambandi verður að telja að bæði hafi tjónþoli sjálf- ur átt nokkurn þátt í því að skapa þær aðstæður sem þarna urðu þótt ósannað sé að hann hafi brotið tennur ákærða og svo hafi óhappatilviljun ráðið því að miklu leyti hvernig til tókst. Þegar þetta er virt þykir rétt að ákærði bæti tjón að '/3 hluta og ber því að greiða kr. 900.000 vegna örorku ásamt 5% vöxtum af þeirri fjárhæð frá 13. maí 1978 til greiðsludags en ekki þykir rétt að dæma vaxta- vexti á dómkröfu þar sem slíkt hefur aldrei tíðkast, kr. 90.000 í miskabætur ásamt vöxtum svo sem þeir eru tilgreindir í dóms- orði og krónur 5.759 vegna út- lagðs kostnaðar við örorkumat og örorkutjónsútreikninga..." Þá er ákærða gert að greiða allan sakarkostnað skipaðs verjanda og saksóknarlaun. Sig- ríður Ingvarsdóttir, fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi, kvað upp dóminn. Jónatan Sveinsson, saksóknari, flutti málið af hálfu ákæruvaldsins og verjandi ákærða er Stefán Pálsson, hrl. Ur aftursæti venjulegs fólksbíls eru margar útgöngnleiðir fyrirböm án þess að nota dvmar! Öll viljum viö tryggja sem best öryggi barnanna okkar í umferðinni. Við vitum að það er ekki nóg að láta þau sitja í aftursætinu, heldur er mikilvægt að þau séu örugglega skorðuð, hvorl sem það er í bílstól, burðarrúmi eða bílbelti. Við höfum sérhæft okkur í öryggisbúnaði fyrir börnin,-búnaði sem hentar í flestar gerðir fólks- bifreiða. Barnastólar (fyrir 9 mán - 6 ára) Barnapúðar (fyrir 6-12 ára) Barnarúmsfestingar (fyrir 0-9 mán) Beltastóll (fyrir 6-12 ára) Fótgrindur fyrir beltastól (fyrir 6-12 ára) VELTIR HF. Simi35200 Verzlanir mega hafa opið til kl. 22 í kvöld og 18 á morgun SAMKVÆMT reglugerð um afgreiðslutíma verslana í Reykjavík og ákvæði kjara- samninga verslunarfólks er heimilt að hafa verslanir opnar í desembermánuði sem hér segir: Föstudag 9. desember til kl. 22.00, laugardag 10. desember til kl. 18.00, föstudag 16. des- ember til kl. 22, laugardag 17. desember til kl. 22.00, föstudag 23. desember til kl. 23.00, Þor- láksmessa, laugardag 24. des- ember til kl. 12.00, aðfanga- dagur, laugardag 31. desember til kl. 12.00, gamlársdagur. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! 11 aolæia Sindaír Spectrum Ef þú hefur áhuga á að kynnast tölvum, læra á þær, leika þér við þær, tefla við þær, læra af þeim, vinna með þeim, láta þær vinna fyrir þig og fylgjast með þeim ótrúlegu möguleikum sem felast í tölvutækninni, ættirðu að bytja á Sindair Spectrum. Sinclair Spectrum er ótrúlega fullkomin, með 16K eða48Kminni, allar nauðsynlegar skipanir fyrir Basic fjöldi leikja-.kennslu-og viðskipta- forrita, grafiska útfærslu talna, tengimöguleika við prentara og aðrar tölvur - og svo auðvitað litlnn Þar að auki er diskettudrif væntanlegt innan tíðar. Sinclair Spectrum er stórkostleg tölva . 48K tölvan kr. 8.508.- 16K tölvan kr. 6.544.- öý Heimilistækí hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.