Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 34 Vandaöar íslenskar hljómplötur til jólagjafa ÚRVALSSÖNGLÖG M.A.-kvartettinn og Smárakvartettinn frá Akureyri. Við þessa hugijúfu hljómplötu eru bundnar margar minningar um liöin ár. Hver man ekki eftir þessum lögum: „Laug- ardagskvöld á Gili“, „Rokkarnir eru þagn- aöir“, og „Upp til fjalla“ meö M.A.-kvartett- inum, og „Manstu ekki vina" með Smára- kvartettinum? Öll helstu lög þeirra eru einnig á þessari hljómplötu. Verö kr. 349.00 kr. Fæst einnig í fyrsta sinn á snældu. RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSON Á hljómplötu þessari er aö finna Sýnishorn af píanóleik Rögnvaldar Sigurjónssonar frá ýmsum timum á listabraut hans. Er hér bæöi um aö ræöa endurútgáfur fyrri hljóö- ritana og hljóöritanir sem nú koma í fyrsta sinn á plötu. Verð aöeins 349 kr. ENDURMINNINGAR ÚR ÓPERUM Guörún Á. Símonar og Þuríöur Pálsdóttir fara hér á kostum á úrvals safnplötu þar sem fram koma ýmsir gestir. Tvær frábær • ar plötur á verði einnar. Verö 399.00 kr. TÓNLIST GUNNARS THORODDSEN Á hljómplötu þessari er aö finna sannkall- aðar perlur í flutningi fremstu listamanna þjóöarinnar. Meöal flytjenda ber aö nefna hinn stórkostlega baritonsöngvara Kristin Sigmundsson sem kemur hér fram í fyrsta skipti á hljómplötu. Vönduö og eiguleg plata. Verö 399.00 kr. GULLNA HLIÐIÐ eftir Davíö Stefánsson. Fá eru þau skáldrit sem í líkum mæli og Gulla hliöiö hafa átt þvílíku hlutskipti aö fagna aö vera sígild eign allrar þjóöarinnar. Allir helstu leikarar landsins á fjóröa áratug koma fram í þessu öndvegisverki. Þrjár hljómplötur í setti, auk leikskrár. Verö aöeins 990.00 kr. EINAR KRISTJÁNSSON 22 íslensk sönglög Plata þessi inniheldur allar þær upptökur sem gefnar voru út á árunum 1933—1949. Hér fara saman mikil raddgæöi og fáguö túlkun þessa dáöa söngvara sem starfaöi mest á erlendri grund. Verö 349.00 kr. EINSÖNGSPERLUR 14 vinsælustu lög íslensku þjóöarinnar í meir en þrjá áratugi. Fram koma t.d. Stef- án íslandi „í dag skein sól“, Einar Kristj- ánsson „Hamraborgin“, Gunnar Pálsson „Sjá dagar koma“, Guömundur Jónsson „Hraustir menn“, Erling Ólafsson „Mamma“, Hreinn Pálsson „Dalakofinn", Guörún Á. Símonar „Jealousy“ og fleiri. Verð aöeins 299.00 kr. ISLANDSKLUKKAN eftir Halldór Laxness. Frumupþfærsla Þjóöleikhússins, þar sem fram kemur fjöldi þjóökunnra leikara, t.d. Brynjólfur Jóhann- esson, Lárus Pálsson, Valur Gíslason og fleiri. Leikstjóri var Lárus Pálsson. Fjórar plötur í setti, auk leikskrár. Verö aðeins 1250.00 kr. SÖNGKÍEÐJI'R SÖNGKVEÐJUR 18 sönglög eftir Sigurö Ágústsson frá Birt- ingarholti viö Ijóö eftir Davíö Stefánsson, Jóhannes úr Kötlum, Einar Benediktsson og fleiri í flutningi sex þekktra söngvara. Verö 399.00 kr. 1 KJ FALKI 1^1 l^kl Suðurlandsbraut 8. Sími 84670, Laugavegi 24. 1 1 1 Sími 18670, Áusturveri Háaleitisbraut. Sími 33360. Akureyri: Fréttir úr bæjarstjórn Akureyri, 6. desember. Þögnin hafði hátt Aheyrendum á bæjarstjórn- arfundi í dag þótti þögnin tala anzi hátt þegar til umræðu voru bókanir bæjarráðs varð- andi togarasmíði hjá Slipp- stöðinni fyrir Útgerðarfélag Akureyringa. Fram kom í bókununum, að starfsmenn Slippstöðvarinnar höfðu geng- ið á fund bæjarráðs og skorað á það að hlutast til um, að ÚA gengi til samninga við Slipp- stöðina um togarasmíðina. Jafnframt höfðu forráðamenn beggja fyrirtækjanna gengið á fund bæjarráðs og kynnt því sjónarmið sín. Þá lagði bæj- arráð til, að kosin yrði þriggja manna nefnd til viðræðna við fyrirtækin tvö og ynni hún að því að koma á samningi á milli þeirra. Aðeins einn bæj- arfulltrúi auk bæjarstjóra kom inn á þessi mál í umræð- unum og aðalinntak ummæla hans var, að skora á for- svarsmenn fyrirtækjanna tveggja að ganga nú þegar til samninga um smíðina í stað þess að standa í stríði. Þessi ummæli viðhafði Sigríður Stefánsdóttir og eftir fundinn kvaðst hún aðspurð telja, að um einhvers konar stífni væri að ræða á milli forsvars- manna þessara tveggja fyrir- tækja. Við svo búið mætti ekki standa, of mikið væri í húfi fyrir bæjarfélagið í heild. Togaranefnd skipuð í nefnd þá, sem að framan greinir, kaus bæjarstjórn Sig- urð J. Sigurðsson, Sigurð Jó- hannesson og Valgerði Bjarnadóttur. Jafnréttismálin enn á dagskrá Allsnörp orðaskipti urðu í bæjarstjórn þegar Jón G. Sól- nes vildi fá upplýst hver kostnaður væri orðinn vegna samningar skýrslu um vinnu- markaðinn á Akureyri og at- vinnuþátttöku kvenna, sem Kristinn Karlsson, félags- fræðingur, hefur unnið að fyrir nefndina og fyrirhugað er að kynna bæjarstórn og fréttamönnum á fundi á morgun. Samkvæmt upplýs- ingum bæjarstjóra nemur kostanður könnunarinnar nú um 100.000 krónum. Jafnrétt- isnefnd hafði í bókun sinni til bæjarstjórnar farið fram á heimild til að fela Valgerði Magnúsdóttur, félagsfræði- nema við HÍ, að undirbúa skýrsluna til almennrar út- gáfu. Þar með fannst Jóni G. Sólnes, að nóg væri komið af bruðli með almannafé og lagð- ist gegn því að veitt yrði heim- ild til útgáfunnar. Eftir snarpar orðahnippingar var samþykkt að vísa málinu til bæjarráðs. Hátt raforkuverö til atvinnurekstrar Fram kom í bókun atvinnu- málanefndar, að fyrirtæki á Akureyri greiða 6 til 8% hærra raforkuverð, en fyrir- tæki í Reykjavík. Fer nefndin þess á leit við rafveitustjórn, að hún geri breytingar á gjaldskrá sinni til leiðrétt- ingar á þessum mismun. Gberg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.