Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 22
(MICROMAj '-SWlSS C3UART7— -■ ' er framtíðarúrið þitt | - því getur þú treyst. | | Þetta er aðeins hluti | af úrvalinu. VISA EUROCARD I FÍMNCll MICHELSEN I ÚRSMÍOAMEISTARI LAUGAVEGI 39 SIMI 28355 22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 Loftfari grandað med leysigeisla Bandaríkjamönnum hefur tekist að skjúta niður ómannað loftfar með leysigeisla. Atti atburðurinn sér stað fyrir tveimur mánuðum og er ekki vitað hvers vegna ekki var sagt frá honum fyrr. A efri hluta meðfylgjandi myndar er flugvélin með leysigeislaUeki eins og ugga upp úr skrokknum og á neðri hluta hennar sjónvarpsmynd af ómann- aða loftfarinu. í júlí sl. tókst bandaríska flughernum í fyrsta sinn að skjóta niður með leysigeislum flugskeyti, sem skotið er frá flugvélum og fara með 3200 km hraða á klst., og 26. sept. sl. var skotið niður ómannað loftfar, sem fór með nokkru minna en hljóðhraða. Áður hafði tekist að laska fljúgandi hluti með leysi- geislum en ekki granda þeim. Miklar rannsóknir fara nú fram í Bandaríkjunum með leysigeisla og er að því stefnt að framleiða leysigeislavopn, sem geta grandað eldflaugum, t.d. kjarnorkueldflaugum, sem skot- ið er á Bandaríkin. Sviss: Vildu ekki konu í ríkisstjórnina Bern, 8. desember. Frá Onnu Bjarnndóttur, fréttnritnrn Mbl. Kvenráðherraefni svissneskra sósíaldemókrata, Lilian Uchtenhag- en, féll í ráðherrakosningu í samein- uðu þingi í Bern í dag. Otto Stich, flokksbróðir hennar, var kjörinn í hennar stað. Hann hlaut 124 at- kvæði en Uchtenhagen 96. Þetta var í fyrsta sinn í sögu landsins sem kona var í framboði í ríkisstjórnina en þingmeirihluti sætti sig ekki við hana. Svissneskar konur fengu ekki kosningarétt fyrr en árið 1971 og voru þá fyrst kosnar á þing. Svissneska ríkisstjórnin er skip- uð sjö ráðherrum sem sameinað þing kýs á fjögurra ára fresti. Þrír staerstu flokkarnir eiga tvö sæti hver og fjórði stærsti flokkurinn á eitt sæti. Ráðherrarnir eru yfir- leitt endurkjörnir eins oft og þeir bjóða sig fram. Þegar þeir hætta eða falla frá verða flokkarnir að taka tillit til heimakantónu, tungumáls og trúar við val nýs ráðherraefnis. Willi Ritchard, sósíaldemókrati og f.v. fjármálaráðherra lést í október. Flokkurinn ákvað að til- nefna konu í hans stað og Ucht- enhagen var sú eina sem kom til greina þar sem aðrar hugsanlegar konur voru frá Kantónum sem þegar eiga ráðherra í ríkisstjórn- inni. Uchtenhagen er ekki sér- staklega vinsæll stjórnmálamaður en tími þótti til að fá konu í ríkis- ERLENT stjórnina og margir studdu hana þess vegna. En þingið sætti sig ekki við hana og kaus Stich, sem hafði lítinn stuðning innan Sósíal- demókrataflokksins, í hennar stað. Sameinað þing kaus einnig Jean-Pascal Delamuraz, ráðherra- efni Frjálslynda flokksins, í ríkis- stjórnina. Hann kemur í stað Georges-Andre Chevallaz, varn- armálaráðherra, sem hefur sagt af sér vegna aldurs. Ríkisstjórnin mun skipta með sér ráðherraemb- ættum seinna í þessum mánuði en hún tekur formlega til starfa 1. janúar 1984. Óbreyttar rauntekjur Kaupmannahöfn, 8. desember. Frá Ib Björn- bak, fréttarilara Morgunblaösins. ÞAÐ virðist vera hægt að halda sömu rauntekjum á sama tíma og launahækkanir eru aðeins takmark- aðar. Samhliða þessu er hægt að halda verðbólgunni í lágmarki, eins og dæmin hafa sannað í Danmörku. Rauntekjur lækkuðu bæði árin 1981 og 1982 og mönnum hefur virst sem þær hafi haldið áfram að lækka. Viðskiptablaðið Börsen sýnir þó fram á annað í nýút- komnu eintaki. Samkvæmt mæli- stiku blaðsins hafa laun iðnverka- manna haldist óbreytt fyrstu þrjá fjórðunga þessa árs. Vísitala launa hefur hækkað um 7,6 af hundraði frá áramótum á sama tíma og framfærsluvísitala hefur hækkað um 7,3%. Ef aðeins er stuðst við hráar staðreyndir þýðir þetta, að ríkisstjórn Paul Schluters hefur tekist ætlunar- verk sitt bærilega. „IRA er að hefja gegn pólitískum Bé lfa-st. 8. desember. AF. ÞRIÐJI hermaðurinn úr varðliði Ulster-héraðs á Norður-írlandi hefur verið ákærður fyrir morð á kaþólikka. Varðliðið er að mestu skipað mótmælend- um. A sama tíma var maður í Belfast sprengjutilræða, sem IRA stóð að bal Mál þessi voru tekin fyrir hvort í sínum dómsalnum í dag, aðeins degi eftir að morðið á einum þing- manna N-íra, Edgar Graham, var framið. Var hann myrtur þar sem hann var á gangi. IRA lýsti ábyrgðinni á morðinu á hinum 29 ára gamla Graham á hendur sér. Graham var talinn líklegur leið- togi sameiningarflokks mótmæl- enda. Að sögn James Molyneaux, leið- ákærður fyrir að standa að baki röð í Lundúnum fyrir tveimur árum. toga sameiningarflokks mótmæl- enda, virðist flest benda til þess, að morðið á Graham sé aðeins það fyrsta á frammámönnum flokks- ins. „Við megum vænta þess að okkur verði komið fyrir kattarnef einum af öðrum," sagði Molyneaux og var þungorður í garð IRA. Séra Robert McCrea úr samein- ingarflokki lýðræðissinna sagði í ræðu í neðri málstofu breska þingsins í morgun, að augljóst morðherferð andstæðingum“ væri að IRA-menn og afsprengi hreyfingar þeirra væru nú um það bil að hefja „morðherferð á póli- tískum andstæðingum sínurn". í Marleybone-dómsalnum í Lundúnum var tekið fyrir mál Thomas Alphonsus Quigley. Var hann dæmdur í varðhald í eina viku vegna gruns um aðild hans að sprengjutilræðum IRA í Lundún- um 1981. í Belfast var Colin Whorton, 33 ára óbreyttur liðsmaður í varðliði Ulster-héraðs, dæmdur í varðhald þar til á mánudag, grunaður um að hafa banað hinum 24 ára gamla Adrian Carroll fyrir utan heimili hans í Armagh þann 8. nóvember sl. Morðið á Carroll er talið það fyrsta í röð ódæðisverka, þar sem hugtakið „auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“ virðist vera í hávegum haft. Af því er talið mega ráða, að IRA-menn, sem berjast fyrir því að Bretar sleppi hendinni af N-ír- landi svo sameina megi bæði írsku ríkin, séu ekki á þeim buxunum að gefa neitt eftir í baráttu sinni. „Sakharov verndaður fyrir Vesturlandabúum í Gorki“ Moskvu, 8. desember. AP. HÁTTSETTUR sovéskur embætt- ismaður sagði á fréttamannafundi í Moskvu í gær, að Andrei Sakh- arov, andófsmaðurinn kunni, væri í nauðugri útlegð í Gorki í eigin þágu, „til þess að vernda hann fyrir Vesturlandabúum sem vilja hafa upp úr honum ríkisleyndar- mál,“ eins og hann komst að orði. Kmbættismaðurinn, Vitoli Ruben, sagði að Shakarov væri snjall mað- ur að mörgu leyti, en „sjúkur“. Sakharov, sem hlaut friðar- verðlaun Nóbels árið 1975, var fluttur í útlegð í janúar 1980. Ruben, sem var talsmaður Sov- étstjórnarinnar á umræddum fundi í tilefni af alþjóðlegum mannréttindadegi, sagði að Sov- étmenn væru „afar mannúðleg- ir“ við hina hugsjúku. Sakharov þyrfti fyrst og fremst frið og ró og fengi nóg af slíku í Gorki. Þar gæti hann náð fyrra jafnvægi sínu, en meðan Vesturlandabúar létu hann ekki í friði væri engin von til þess. Það væri því „í þágu mannúðar" að Sakharov dveldist þar sem hann er. Eiginkona Sakharovs, Yelena Bonner, hefur oft sagt að hún óttist að eiginmaður sinn verði dæmdur geðveikur og settur á geðveikrahæli. Segir hún hann allt annað en geðveikan og þurfa á sjúkrahúsvist í Moskvu að halda vegna hjartameins. Ruben sagði á fundinum að Sakharov fengi þá bestu aðhlynningu sem völ væri á þar sem hann er niður kominn í Gorki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.