Morgunblaðið - 22.12.1983, Side 19

Morgunblaðið - 22.12.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 19 AP/Símamynd. Jólaglaðningur Engan skal undra þótt Joe Youngman sé ánægður á svip nú þegar svo skammt er til jóla, því hann fékk í gær afhenta dágóða ávísun frá Littlewoods-getrauna- fyrirtækinu fyrir góðan árangur í fótboltagetraunum. Það var hnátan huggulega, sem situr í fangi hans, sem afhenti ávísunina, sem er að upphæð 312.420 sterl- ingspund, sem er á þrettándu milljón króna. Fyrir þá sem áhuga hafa heitir stúlkan Alison MacLeod og er fyrirsæta. Hald lagt á tæknibún- að sem fara átti til Moskvu Denver, 21. desember. AP. TOLLVERÐIR birtust óvænt í fyrirtækjum í Colorado og Vestur-Þýzkalandi og fram- kvæmdu þar leit með þeim árangri að tveir menn voru handteknir og hald lagt á „krítískan“ tæknibúnað sem seldur hafði verið á ólögleg- an hátt til Sovétríkjanna. Meðal tæknibúnaðarins, sem hald var lagt á í húsakynnum fyrirtækisins International Consulting Group í Englewood í Colorado voru tæki til að nema og mæla kjarnasprengingar og til að æta tölvuflögur. Jafnframt var hald lagt á ýms- an tæknibúnað í Bonn, sem fyrir- tækið bandaríska hafði sent áleiðis til Sovétríkjanna. Að sögn embættismanna hafa Sovétmenn um árabil reynt árangurslaust að komast yfir fullkominn bandarískan skjálftamæli sem getur numið sprengingar við kjarnorkutil- raunir. Verðmæti hans er 114 þúsund dollarar. Mennirnir tveir sem teknir voru fastir í Colorado eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi verði þeir sekir fundnir um tilraun til að selja Rússum hinn háþróaða búnað. Hvít matar- og kaffistell úr þunnu, níðsterku postulíni í hæsta gæöaflokki Einföld, formfögur hönnun Sænskt listahandbragö eins og þaö gerist best Þolir þvott í vél, springur ekki né kvarnast Hagstætt verö Póstsendum Bankastræti 10 —Sími 13122 S*E1 o o Vorum að taka upp enska herrafrakka úr kasmírull Verð aðeins kr. 4.500.- Laugalnk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.