Morgunblaðið - 08.02.1984, Side 14

Morgunblaðið - 08.02.1984, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 „Daglegir lífehættir fólks skipta meginmáli" I>egar úthlutað var heiðursverð- launum úr sjóði Ásu Guðmundsdótt- ur Wright þann 30. desember sl. komu þau í hlut eins þekktasta vís- indamanns sem við íslendingar get- um státað af, dr. Sigmundar Guð- bjarnasonar prófessors. Hlaut Sig- mundur heiðursverðlaunin fyrir rannsóknir sínar í lífefnafræði og sérstaklega fyrir brautryðjandastarf í rannsóknum á hjartavöðva, orsök- um og afleiðingum kransæðasjúk- dóma. Sigmundur er prófessor í efna- fræði, með doktorsgráðu í lífefna- fræði. Hefur hann í rúma tvo ára- tugi lagt stund á fræðistörf og rannsóknrr á hjartasjúkdómum, jafnt utan lands sem innan. Sig- mundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, hélt síðan til Þýskalands og lauk námi þar. Að því loknu kom hann til Islands og starfaði um tíma hjá Sementsverksmiðju ríkisins, en bauðst þá staða við læknaskóla í Detroit í Bandaríkjunum. Þar stundaði hann rannsóknir á hjartavöðvanum og kransæða- sjúkdómum, kenndi lífefnafræði og læknisfræði og varð prófessor í þeim greinum við Indiana Medical Center árið 1970. Sama ár var Sig- mundur beðinn að snúa heim til íslands og taka þátt í uppbygg- ingu verkfræði- og raunvísinda- deildar Háskóla Islands, sem hann gerði. Þar leggur Sigmundur nú stund á frekari rannsóknir á hjartasjúkdómum, auk þess sem hann ferðast árlega erlendis til fyrirlestrahalds. Þá fór hann í boði Fæðu- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna til ársdvalar þar á liðnu ári. Á þessu ári hefur Sig- mundur þegið fimm boð um að fara utan til fyrirlestrahalds. Blaðamaður brá sér upp í Raun- vísindastofnun á dögunum til að fræðast um rannsóknarstörf hans erlendis, og á Raunvísindastofnun Háskólans. Náttúruleg hjartaviögerð — Hvert hefur meginviðfangs- efni rannsókna þinna verið? „Ég hef víða komið við í rann- sóknum, ef svo má að orði komast. Aðallega þó fengist við eigin rann- sóknir á lífefnafræðilegum grunni hjartasjúkdóma," sagði dr. Sig- mundur. „Rannsóknarferill minn hófst árið 1961 þegar ég flutti til Bandaríkjanna. Þar hugðist ég dvelja í tvö ár sem reyndar urðu að tíu árum. Á þeim tíma vann ég meðal annars að rannsóknum á efnabreytingum í hjartanu sam- fara hjartaflutningi og á ýmsum tegundum af ofstækkun hjartans. Þá snéri ég mér að kransæðasjúk- dómum og kransæðastíflu, fór að velta fyrir mér spurningunni um hvernig „náttúruleg" hjarta- viðgerð færi fram eftir kransæða- stíflu, en þá myndast ör í hjart- anu. Það sem gerist er að örvefur myndast þegar dauðar hjarta- vöðvafrumur eru fjarlægðar og hinn óskaddaði hluti hjartans stækkar þannig að hann starfar fyrir þann hluta þess sem skemmdur er. Það sem rann- sóknirnar beindust að var, hvaða breytingar yrðu þarna og hvers eðlis. Hvort ekki væri hægt að hafa áhrif á og styrkja starfsemi þess hluta hjartans sem er starf- hæfur eftir kransæðastíflu. Þenn- an þátt tel ég að menn hafi oft vanmetið." — Var framhald á þessum rannsóknum eftir heimkomuna? „Ekki af minni hálfu. Þegar til íslands kom hafði ég ekki tök á að halda þessum rannsóknum áfram, þar sem aðstæður voru hér engar fyrir svo fjárfrekar rannsóknir. Þá sneri ég mér að annarri hlið þessa máls sem er spurningin: Hvað gerist í hjartavöðvanum áð- ur en að maður fær áfall af þessu Rætt við dr. Sigmund Guðbjarna- son, prófessor, um hjartarann- sóknir hans tagi? Einhverjar breytingar verða væntanlega í hjartanu áður en maður fær kransæðastíflu og þessar breytingar gætu jafnvel gert manninn næmari fyrir hjartadrepi, sem myndast þegar hluti hjartans skaddast það mikið, að frumurnar deyja." — Hvernig fara slíkar rann- sóknir fram? „Við rannsóknir á þessum breytingum er nauðsynlegt að hafa bæði hjörtu úr mönnum sem hafa dáið vegna kransæðastíflu og hjörtu þeirra sem hafa látist af öðrum orsökum. Jafnhliða þessum samanburðarrannsóknum á hjört- um voru gerðar dýratilraunir, einkum á rottum. Þar vorum við að rannsaka breytingar á hjart- anu vegna aldurs, fæðu og streitu, en hjartað er mjög næmt fyrir öll- um umhverfisþáttum. Skiljanlega er á engan hátt hægt að gera siik- ar rannsóknir á mönnum. Þessar athuganir eru enn í gangi og hafa verið allan síðasta áratug. Sömu rannsóknir þarf að Sigmundur Guðbjarnason endurtaka aftur og aftur til að sannprófa niðurstöður, sérstak- lega ef útkoman stemmir ekki við það sem maður hafði spáð. En í slíkum tilvikum er oft hvað skemmtilegast að vera vísinda- maður og rannsóknirnar hvað áhugaverðastar. Nú, samhliða hjartarannsókn- unum vorum við einnig að fást við rannsóknir á tveimur öðrum svið- um; á möguleikum til lífefna- vinnslu úr fiskslógi og sláturúr- gangi og matvælarannsóknir.“ Hjá Fæðu- og lyfjaeft- irliti Bandaríkjanna — Hvert var starf þitt hjá Fæðu- og lyfjaeftirliti Bandaríkj- anna? „Tildrög þess að við fórum til Washington-borgar í Bandaríkj- unum voru þau að mér var boðið til ársdvalar við eina af rannsókn- arstofnunum Food and Drug Administration (FDA) eða Fæðu- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna sem „distinguished visiting scient- ist“. Þeir höfðu áhuga á hjarta- rannsóknum þeim sem við höfum verið að vinna að við Háskóla ís- lands og buðu upp á samvinnu með þessum hætti. Hjá FDA vann ég að ýmsum verkefnum, sem með einum eða öðrum hætti auka þekkingu á líf- efnafræði hjartans og eðli hjarta- sjúkdóma. Eitt verkefnið var að gera samanburð á efnasamsetn- ingu frumuhimna úr hjörtum til- raunadýra, sem höfðu mismikla tilhneigingu til skyndilegs hjarta- dauða við örvun með ákveðnu lyfi. Lyf þetta er meðal annars notað við meðhöndlun á astma. í fram- haldi af þeim athugunum fundum við leið sem hugsanlega má nota til að draga úr tíðni hjartatitrings og skyndilegs hjartadauða . í leið- inni athuguðum við breytingar sem verða í hjörtum sykursjúkra tilraunadýra og þær breytingar sem verða í hjarta við megrun. Þessar rannsóknir eru nánast framhald af þeim rannsóknum sem við erum að vinna að hér á Raunvísindastofnun á eðli hjarta- skemmda, á áhrifum streitu á hjartað og eðli streituaðlögunar." — Hvernig er stofnun eins og FDA skipulögð? „Það var fróðlegt að kynnast starfsemi FDA. Þetta er mjög stór og áhrifamikil stofnun, sem skipt- ist í nokkrar sjáifstæðar deildir. Lyfjarannsóknadeildin ákveður hvaða lyf koma á markaðinn og hvaða lyf skuli tekin úr umferð ef þau reynast skaðleg. Fæðurann- sóknadeildin ákveður, sem dæmi, hvaða aukaefni heimilt verður að nota við matvælaframleiðslu og í hve miklu magni. Þá starfar stór hópur starfsmanna eingöngu við meðhöndlun og afgreiðslu um- sókna frá framleiðendum matvæla og lyfja. Annar hópur sérfræðinga vinnur að rannsóknum, sumir að eftirliti með lyfjum en aðrir að Mataræði og íþróttir II — eftir dr. Jón Öttar Ragnarsson I síðustu grein var fjallað um mat- aræði íþrótta- og líkamsræktarfólks. f þessri grein er ætlunin að leiðrétta nokkrar algengar kórvillur á þessu sviði. 1. Er glýkogenmettun heppileg? Mikilvægasti þáttur í mataræði íþrótta- og líkamsræktarfólks er að byggja upp nægilega mikið glýkogen í vöóvum í nokkra daga áður en ströng líkamsrækt eða keppni hefst. Þetta byggist á því að borða kol- vetnaríkt fæði meðan á þessu tímabili stendur. í velþjálfuðum vöðvum fer glýkogeninnihaldið þá upp í allt að 2,5% af þyngd vöðvans. Glýgkogenmettun er svolítið annað og meira. Þá er byrjað á því að brjóta glýkogenið niður með því að borða kolvetnasnautt fæði, þ.e. fitu- og hvít- uríkan mat í nokkra daga. Með þessu móti brotnar glýkogenið í vöðvunum niður fyrir 0,1%. Síðan er söðlað um og viðkomandi breytir yfir á kolvetnaríkt fæði í 2—3 daga áður en keppnin hefst. Á þennan hátt er hægt að ná glýkogeninnihaldi í velþjálfuðum vöðva enn hærra, eða í allt að þvt' 3,5% af þyngd vöðvans, þ.e. einu prósentu- stigi hærra en ella. En er þetta viðbótarálag nauðsyn- legt? Nei, og það sem verra er: Það fituríka fæði sem er notað til að brjóta glýkogenið niður getur stuðlað að hækkun blóðfitu og æðakölkun. Fyrir maraþonhlaupara og aðra sem þurfa að hafa gífurlegt úthald í mjög langan tíma getur þessi aðferð komið að gagni. Fyrir aðra er hún fráleit. Og getur auk þess verið heiisuspillandi. 2. Er sælgæti heppilegt? Sælgæti, gos og aðrar sykurvörur innihalda að vísu kolvetni (sykur) og stuðla því að myndun glýkogens eins og aðrir kolvetnagjafar. En það er ekki öll sagan. Vegna þess hve sykurríkar þær eru hækkar blóðsykurinn fyrr og meira en eftir neyslu á náttúrulegum matvælum og insúlínframleiðslan verð- ur þar af leiðandi meiri en ella. Þar sem insúlínið hleypir sykrin- um inn í frumurnar þýðir þetta í reynd að blóðsykurinn fellur venjulega taísvert niður fyrir það sem hann var fyrir neyslu. Afieiðingin er sú að sælgæti, gos og aðrar sykurvörur, eru einhver óheppi- legasta fæða sem íþrótta- eða líkams- ræktarfólk getur neytt fyrir þjálfun eða keppni. 3. Er hvítuduft (pró- teínduft) heppilegt? Iþrótta- og líkamsræktarfólk hef- ur oft lítið eitt meiri hvítuþörf (pró- teínþörf) en aðrir og er þá talið trú um að hvítuduft sé lausnin á vanda- num. En vandinn er ekki fyrir hendi. í fæði íslendinga er miklu meira en nóg til að fuilnægja þessari smávægi- legu aukningu í þörf. Hvítuduft gerir því ekkert gagn. 4. Eru saltdrykkir nauösynlegir? Gott ráð er að drekka 1—2 glös af vatni fyrir keppni (erfiða þjálfun), 1 glas á 20 mínútna fresti meðan á henni stendur og 1—2 glös eftir að henni lýkur. Þetta vatnsþamb er nauðsynlegt til þess að bæta upp það vatn sem tapast með svita. Annars verður þvagið dökkt og líkamleg ónota- kennd og höfuðverkur sigla í kjölfar- ið. Saltdrykki á borð við ávaxta- og mjólkurdrykki ættu menn ekki nota fyrr en eftir að þeir eru búnir að endurheimta það vatn sem líkaminn þarf til að vega upp töpin. 5. Eru salttöflur nauðsynlegar? í hverjum lítra af svita eru milli 0,9 og 1,4 grömm af natríum og um-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.