Morgunblaðið - 08.02.1984, Side 48
TIL DAGLEGRA NOTA
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Spáð
asa-
hláku
SPÁÐ ER vaxandi suðaustanátt
undir kvöld með slyddu, og síðan
rigningu á morgun. Á fostudag er
spáð áframhaldandi suðlægri átt og
rigningu, og einnig á laugardag.
Gert er ráð fyrir að hitastigið verði
á bilinu 3 til 6 gráður.
„Það skiptir sköpum nú að ekki
er djúpur klaki í jörð, eins og var i
febrúar 1982, jtegar flóðin komu í
Elliðaárnar. A Reykjavíkursvæð-
inu er lindársvæði og vatnið hrip-
ar fyrst og fremst niður, nema
þegar þannig stendur á, að það
kemst ekki niður vegna mikils
frosts í jörðu," sagði Sigurjón
Rist, vatnamælingamaður.
Sigurjón sagðist því ekki búast
við flóðum í Reykjavík, en allt
færi það þó eftir því hve mikil og
langvarandi hlákan yrði. Miklu
meiri snjór væri nú heldur en 1982
og húseigendur skyldu hafa and-
vara á sér vegna mögulegra flóða í
kjöllurum.
MorgunblaðM/ KEE
Nýja Bláfjallalyftan vfgð
„Stólalyftan í Suðurgili í Bláfjöllum er opnuð,“ sagði Elín Pálmadótt-
ir, formaður Bláfjallanefndar, þegar hún vígði hina nýju stólalyftu í
gær. Fór hún síðan í fyrstu lyftuferðina ásamt Eysteini Jónssyni,
fyrrum ráðherra og áhugamanni miklum um skíðaiðkun.
Nýja stólalyftan, sem er áttunda lyftan á Bláfjallafólkvangi, getur
flutt allt að tólf hundruð manns á klukkustund. Er lengd hennar 700
metrar og fallhæðin 150 raetrar. Til þessa hafa sjö sveitarfélög staðíð
að fólkvanginum í Bláfjöllum, en í gær bættust fimm sveitarfélög við,
fjögur úr Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum og Bessastaða-
hreppur.
59 metra gáma-
krani settur upp
við Kleppsbakka
EIMSKIP hefur á undanfornum
mánuðum athugað með kaup á nýj-
um krana fyrir starfsemi sína í
Sundahöfn. Fyrirtækið hefur nú
augastað á gámakrana, sem fram-
leiddur er á Spáni með einkaleyfi
frá Pasico-kranafyrirtækinu í
Bandaríkjunum. Verð kranans er
áætlað um 45 millj. kr.
Krani þessi er mikið mannvirki
og vegur hann um 450 tonn. Bóma
kranans nær 25 metra út frá
hafnarbakka og gámalyftirammi
stendur í 23 metra hæð frá jörðu.
Heildarhæð kranans er 53 metr-
ar, en með bómu í hvíldarstöðu
nær kraninn upp í 59 metra hæð.
17 metrar eru milli teina.
Ef af kaupum á þessum krana
verður, sem allt bendir til, er
áætlað að öll skip EÍ verði lestuð
og losuð við Kleppsbakka. Þannig
fæst góð nýting á krananum, sem
eykur afköst við lestun og losun
til muna. Þá munu skemmdir á
gámum minnka og öryggi
starfsmanna aukast. Kraninn
verður fluttur í hlutum frá Spáni
og settur saman í Sundahöfn.
Kraninn er drifinn með raf-
magni.
Kjararannsóknanefnd um kjör fólks í 14 verkalýðsfélögum:
Dagvinnutekjur að
meðaltali 16.854 kr
EINSTÆDIR FORELDRAR og barnmargar fjölskyldur eru þeir sem
þyngsta framleiðslubyrði hafa að því er fram kemur í könnun sem Kjara-
rannsóknanefnd gerði á tekjum fólks í 14 verkalýðsfélögum víða um land í
nóvembermánuði síðastliðnum.
45% einstæðra foreldra með 1
barn á framfæri sínu reyndust
vera með heildartekjur sem voru
undir 20 þúsund krónum á mán-
uði, þar af voru 18% með tekjur
undir 15 þúsundum. 14% félags-
manna þessara félaga, sem voru i
hjónabandi og með 3 börn eða
fleiri á framfæri, höfðu undir 20
þúsundum króna í heimilistekjur,
en heimilistekjur eru skilgreindar
sem allar tekjur einstaklings að
viðbættum tekjum maka og öðrum
tekjum. 13% til viðbótar af þess-
um hópi eru með á bilinu 20—25
þúsund krónur í heimilistekjur og
21% með 25—30 þúsund krónur.
Samtals eru því 48% félaga í þess-
um verkalýðsfélögum, sem hafa 3
börn eða fleiri á framfæri sínu,
með undir 30 þúsund krónur í
tekjur á mánuði, en gera má ráð
fyrir að í flestum tilfellum sé
þarna aðeins um tekjur einnar
fyrirvinnu að ræða vegna fjölda
barna.
Sé litið til tekna félagsmanna í
einstökum félögum kemur í ljós að
dagvinnutekjur giftra eru lægstar
í Sókn, 12.448 kr., en hæstar í
Þorsteinn Gíslasoii, fyrrverandi forstjóri Coldwater:
Stofnar fiskréttaverksmiðju
SAMKVÆMT heimildum Morgun-
blaðsins mun Þorsteinn Gíslason,
verkfræðingur, fyrrverandi forstjóri
Coldwater Seafood Corporation
sölufyrirtækis SH, hafa stofnað sitt
eigið fyrirtæki, sem mun verzla með
sjávarafurðir í Bandaríkjunum.
Hann er að undirbúa
verksmiðjurekstur í Massachus-
etts og mun verksmiðja hans taka
til starfa í haust. Mun Þorsteinn
hafa í hyggju að kaupa fiskafurðir
frá ýmsum löndum, meðal annars
frá Coldwater.
Vestmannaeyjum, 21.694 kr., en
þar stóð yfir síldarvertíð þegar
könnunin fór fram. Auk þess er
rétt að geta þess að 90% bónus
telst til dagvinnutekna samkvæmt
forsendum könnunarinnar. Það er
einungis í VR að dagvinnutekjur
ná einnig 20 þúsund krónum, en
þar eru þær 21.063. Dagvinnutekj-
ur eru að meðaltali í þessum félög-
um, 16.854 kr.
Sé litið til heimilistekna í þess-
um félögum eru hins vegar Dags-
brúnarmenn lægstir með 29.398
kr. Vestmanneyingar eru hæstir
með 51.628 krónur, en meðalheim-
ilistekjur í þessum 14 félögum eru
35.729 kr. í nóvembermánuði.
Samanburður á tekjum karla og
kvenna í þessum félögum leiðir í
ljós að þær eru 16% hærri hjá
körlum eða 16.998 kr. hjá þeim á
móti 14.6% kr. hjá konum.
Sjá útdrátt úr könnuninni á bls.
26—27.
Landsvirkjun tapar
milljón á dag stöðv-
ist starfsemi ÍSAL
TEKJUTAP Landsvirkjunar kem-
ur til með að nema einni milljón
króna á dag, ef til lokunar á álver-
inu í Straumsvík kemur vegna
verkfallsins sem nú stendur þar
yfir. Á ársgrundvelli nema tekjur
Landsvirkjunar af orkusölu til ÍS-
AL 18% af heildartekjum Lands-
virkjunar.
„Það yrði mjög tilfinnanlegt
fjárhagslegt áfall fyrir fyrirtæk-
ið ef til lokunar á álverinu kæmi
vegna verkfallsins og afleið-
ingarnar yrðu ófyrirsjáanlegar,“
sagði Halldór Jónatansson, for-
stióri Landsvirkjunar, í samtali
við Morgunblaðið.
Ákvæði eru um það í ramma-
samningi milli Landsvirkjunar
og álversins að álverið sé skylt
til að greiða fyrir 1110 gígavatts-
stundir á ári af forgangsorku,
sem eru 85% af samningsbundn-
um forgangsorkukaupum hvort
sem ÍSAL tekur þessa orku eða
ekki, nema óviðráðanleg atvik
valdi. í samningnum flokkast
verkföll undir óviðráðanleg at-
vik.
Um það eru ákvæði í kjaras-
amningum að koma verði i veg
fyrir skaða á framleiðslutækjum
í álverinu, f að minnsta kosti
fjórar vikur eftir að verkfall
skellur á, en á fimmtudag eru
tvær vikur frá því að verkfall
hófst. Ef álverið stöðvast tekur
mánuði að koma því í gang aftur.