Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 Friðrik Daníelsson. Friðrik Daníels- son ráð- inn fram- kvæmda- stjóri Stálfé- lagsins hf. Ungir menn í Keflavík hreinsa til í sjávarplássum: skemmdarverkin á lagt undirstöður fimm sumarhúsa. Þær voru steyptar í plasthóika, alls 20 talsins. Alls voru 10 til 12 íbúar Hellna viðstaddir þegar undirstöðurnar voru eyðilagðar. Ágreiningur var milli LÍU og íbúa á Hellnum í Breiðavíkur- hreppi. Almenn andstaða var meðal íbúa á staðnum gegn bygg- ingu sumarbústaðanna. Fram- kvæmdir við sumarbústaðina hóf- ust upp úr miðjum júlí og þann 23. júlí 1980 barst embætti sýslu- manns Snæfellsnessýslu símskeyti frá byggingarfulltrúa, þar sem hann fór fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar, þar sem leyfi frá Landnámi ríkisins skorti. Lög- reglumenn fóru á staðinn og hafði þá verið lokið við að steypa undir- stöður að fimm sumarhúsum. Framkvæmdum var þegar hætt. Aðfaranótt 24. júlí voru undir- stöðurnar eyðilagðar. Sýslumaður Snæfellsnessýslu fór fram á aðstoð Rannsóknalög- reglu ríkisins við rannsókn máls- ins og við yfirheyrslur viður- kenndu fjórmenningarnir að hafa verið valdir að skemmdunum. Þeir kváðust hafa mótmælt fram- kvæmdum ásamt öðrum íbúum á Hellnum, en verið tjáð af verktak- anum að engum vörnum yrði við- komið þar sem hann yrði svo fljót- ur að reisa bústaðina. Þegar þessi staðreynd hafi blasað við og þeir ekki talið sig getað treyst lög- reglu, þá hafi þeir gripið til þess neyðarúrræðis að fjarlæga undir- stöðurnar. Verknaðurinn þykir varða við ákvæði 1. mgr. sbr. 2. mgr. 257 gr. almennra hegningarlaga nr. Má endurvinna hér 300—400 tonn af netadræsum árlega? — tilraunir erlendis lofa góðu Á HÁLFU ÖÐRU ári hefur fyrirtækið ísbrek hf. í Keflavík flutt til llollands og Þýskalands hátt í 300 tonn af ónýttum netadræsum. Þar eru nælondræsurnar hreinsaðar endanlega, kurlaðar niður og endurunnar til margvíslegra nota, t.d. í pakkningar og fleira þess háttar viðvíkjandi velum. „Það er margt gott í þessu," sagði Pétur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri fsbreks, í samtali við blaðamann Mbl. „Þarna er ónýtu drasli komið í verðmæti á nýjan leik, það skapar verðmæti; bæjarfélög eru hreinsuð af dræs- um, sem ekki eyðast á náttúru- legan hátt, líknarklúbbar, ein- staklingar og björgunarsveitir afla fjár til sinna starfa með því að safna dræsunum saman, eitt- hvað af fólki á eftir að fá vinnu við þetta og svo aflar þetta gjaldeyris fyrir þjóðarbúið. Og veitir varla af.“ Pétur og samstarfsmenn hans fóru að velta því fyrir sér haust- ið ’82 hvort ekki mætti nýta netaúrgang með einhverju móti. Flutt var út nokkurt magn í til- raunaskyni og verksmiðjur í Evrópu vinna nú að tilraunun- um. Ef vel gengur og nægilegt „hráefni" verður fyrir hendi á ekkert að verða því til fyrirstöðu að setja upp tækjabúnað innan- lands til að endurvinna nælon- netin. „Okkur hefur alls staðar verið tekið mjög vel og fólk sýnt mál- inu mikinn áhuga," sagði Pétur, sem hefur verið í fullu starfi við söfnun, hreinsun og útflutning netadræsanna síðan um áramót. „Við höfum m.a. farið í við- skiptaráðuneytið til að afla nauðsynlegra leyfa og þar var okkur einnig tekið mjög vel. Nú beinist áhugi okkar að því að flytja þennan úrgang ekki út „hráan" heldur reyna að vinna hann hér heirna." Hann sagði að söfnun neta- dræsanna og afklippinganna um allt land væri gríðarleg vinna. „Það eru kannski tveir aðilar, sem skera af hverjum bát og þá er þetta víðsvegar um þorpin og bæina. Við höfum reynt að virkja aðila á hverjum stað á landinu, og eiga þeir þakkir skil- ið fyrir, en við gætum vissulega hafa misst einhverja staði úr, sem gott væri að vita af. Vinnsla hér heima gæti gefið vel af sér en það byggist á miklu magni. Magnið fer svo aftur eftir gengi í sjávarútvegi og veiðum hér en ég held að það falli til á milli 300 og 400 tonn af netaúrgangi á hverju ári. Það er mikið magn og það er ótrúlega fyrirferðarmikið. Því hreinsum við netin, pökkum þeim í gáma og sendum þau þannig, að sem mest magn kom- ist fyrir í sem minnstu plássi. Hvenær verður af véiakaupum og þessháttar veit ég ekkert um eins og er. Samstarfsaðilar okkar í Vestur-Þýskalandi og Hollandi eru að gera sínar til- raunir og athuganir og við vilj- um ekki fara af stað fyrr en við vitum nákvæmlega það, sem þarf að vita,“ sagði Pétur Jó- hannsson. Pétur Jóhannsson við gám hálffullan af netadræsum, sem fara til endur- vinnslu í meginlandi Evrópu. Hugmyndin er að koma upp tækjabúnaði hér til endurvinnslunnar á nælonnetum. Morgunbia&ið/Fríðþjófur. Starfsemi KGB og GRU á íslandi: 19/1940 og þeir dæmdir í 20 þús- und króna sekt, sem þó er frestað og niðurfelld að tveimur árum liðnum, haldi þeir almennt skil- orð. Bændunum var gert að greiða allan málskostnað sakarinnar. Dómur þessi er hliðstæður dómi sem kveðinn var upp þegar deilur risu og skemmdarverk voru unnin vegna virkjunarframkvæmda í Laxá í Aðaldal. Landssamband íslenzkra út- vegsmanna hefur lagt fram skaða- bótakröfu í máli þessu, og er sú hlið málsins fyrir bæjarþingi Reykjavíkur. Ríkharður Másson, setudómari í málinu, kvað dóminn upp. Jónatan Sveinsson, sakadóm- ari, flutti málið af hálfu ákæru- valdsins. Verjandi bændanna var Stefán Pálsson, hrl. 2. Nikolai Vasilevich Bondarev KGB 1956—57. 3. Vladimir Andreevich Bubnov GRU 1968—72. 4. Lev V. Dmitriev KGB. Vísað frá Is- landi 1963, sakaöur um njósnir. 5. Georgí Nikolaevich Farafanov KGB 1975—79 (sendiherra). 6. Yevgenni Ivnovich Gergel KGB 1974—79. 7. Boris Fedorovich Khryachkov KGB 1969. 8. Lev Sergeevich Kiselev KGB. Vísaö frá islandi 1963, sakaöur um njósn- ir. 9. Aleksandr Filipovlch Krassilov KGB 1964—67. 10. Vladimir Nikolaevich Lagunin GRU 1966—69. 11. Viktor Matveyev KGB 1971—74. 12. Vladimir I. Prosvirnin KGB 1982—7 13. Nikolai Arsentevich Shcheklin KGB 1981—82. 14. Albert Vasilevievich Smolkov GRU 1958—60. FRIÐRIK Daníelsson, efnaverk- fræðingur, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Stálfélagsins hf. og hefur hann þegar tekið til starfa. Að sögn Friðriks verður gengið frá frekari ráðningum starfsmanna um helgina, en mikill fjöldi sótti um þau störf, sem auglýst voru laus til umsóknar fyrir skömmu. „Jarðvegsvinna á lóð fyrirtæk- isins er þegar hafin og tækin í verksmiðjuna munu koma hingað til lands á miðju sumri, en þau koma frá Svíþjóð. Við ger- um síðan ráð fyrir að hefja fram- leiðslu í haust," sagði Friðrik. Friðrik Daníelsson er fæddur 1947 og er 36 ára. Hann hefur undanfarin tvö ár starfað sem sjálfstæður ráðgjafi hjá Verk- fræði- og rekstrarþjónustunni, en hann var áður framkvæmda- stjóri tæknideildar Iðntækni- stofnunar Islands. Georgi N. Farafonov menn KGB eða GRU, njósnastofn- unar sovéska hersins. Þetta rit heitir KBG og er eftir John Barr- on, einn af ritstjórum Reader’s Digest, og hefur það fengist í bókaverslunum hér á landi. Með því að bera saman skrá aft- ast í riti Barrons og „Diplomatic List“ íslenska utanríkisráðuneyt- isins, það er lista þess yfir stjórn- arerindreka, „diplómata", er- lendra ríkja (athuga ber að svonefndir tæknimenn í sendiráð- um eru ekki nefndir í skránni) síð- an 1957 hefur eftirfarandi listi yf- ir 14 KGB- eða GRU-menn í sov- éska sendiráðinu í Reykjavík orðið til: Sovéskir njósnarar sem vitaö er aó hafa veriö é íslandi frá 1957: 1. Ivan Vasllevich Alipov KGB 1958—61. ATHUGUN á lista utanríkisráöu- neytisins yfir skráða stjórnarerind- reka erlendra ríkja hér á landi og skrá yfir staðfesta sovéska njósnara á vegum KGB og GRU sýnir að síð- an 1957 hafa að minnsta kosti 14 njósnarar starfað í sovéska sendi- ráðinu í Reykjavík. Háttsettastur þeirra var Georgi N. Farafonov, sendiherra 1975—79, sem nú er einn af yfirmönnum Norðurlandadeildar sovéska utanríkisráðuneytisins. Eins og að líkum lætur eru stað- festar upplýsingar um yfirlýsta KGB-menn, starfsmenn sovésku öryggis- og ógnarlögreglunnar, af skornum skammti. Eitt heimild- arrit á Vesturlöndum er þó þannig úr garði gert að ekki hafa verið bornar brigður á að þar sé rétt frá greint, þegar sovéskir sendiráðs- menn eru flokkaðir sem starfs- voru sakfelldir Hellnum Fjórir bændur fyrir FJORIK bændur í Breiðavíkur- hreppi á Snæfelisnesi hafa verið sakfelldir fyrir að vinna skemmdar- verk á undirstöðum sumarbústaða, sem Landssamband íslenzkra út- vegsmanna hugðist reisa á Hellnum. Þeir voru dæmdir í 20 þúsund króna sekt í ríkissjóð, en refsingu er frest- að og látin niður falla að tveimur árum liðnum, haldi bændurnir al- mennt skilorð 57. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. grein laga nr. 22/1955. Bændurnir sem sakfelldir voru eru: Gunnlaugur Hallgrímsson, Ökrum I, Jón Jónsson, Brekkubæ, Reynir Bogason, Laugabrekku og Kristján Gunnlaugsson, Ökrum II. Þeir hafa allir viðurkennt að hafa laust upp úr miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 24. jútf 1980 eyðí- 14 sovéskir njósnarar í Reykjavík síðan 1957

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.