Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 Hjördís Páls- dóttir Minning Fædd 13. janúar 1918 Dáin 8. lebrúar 1984 Móðir: Maren, f. 19.10.1896 — d. 1956, Jónsdóttir sjómanns Jóns- sonar og Guðnýjar Jónsdóttur Bergi, Akranesi. Faðir: Páll Jónsson Valdimar, f. 17.4. 1894, Bræðraborg á Bræðra- borgarstíg. D. 16.12 1979, Ás- mundssonar f. 1860. Skútukarl, stýrimaður, skipa- og húsasmiður. Hann var bæði fjölhæfur og dug- legur eins og sést best á því að á öðru ári eftir brúðkaup .þeirra flytur hann með konu og barn í steinbæ þann er ber nafnið Sól- heimar og var á Brekkustíg 17 í Reykjavík og hann hafði byggt með eigin höndum og átti eftir að vera skjól afkomenda hans í nær heila öld, en varð þá að víkja vegna nýbygginga. Hann var Ásmundsson, Ölafssonar, bónda í Vatnsholti í Staðarsveit, Björg- ólfssonar Vatnsholti á Snæfells- nesi. Kona Ásmundar var Vilborg f. 1859 Rögnvaldsdóttir Jónssonar bónda í Hvammi í Skorradal, Þórðarsonar hreppstjóra á Hvanneyri og Gullberastöðum í Borgarfjarðarsýslu. Vilborg var með afbrigðum dugleg kona, hún hafði eignast 4 börn á tæpum 5 árum og voru þau öll í æsku, þegar maður hennar hleypti heimdrag- anum um 1907, til að freista gæf- unnar í Ameríku, eins og þá var títt með hugsjóna- og athafna- menn. Honum auðnaðist ekki að koma til baka og andaðist þar. Þá sýndi Vilborg best hvað í henni bjó, með því að koma börnunum þeirra öllum til manns, án hjálp- ar. Tvær dæturnar, Ragnheiður og Margrét, fóru til Danmerkur og áttu ekki afturkvæmt. Yngsta dóttirin, Málfríður, giftist Sigur- jóni Skúlasyni, hún andaðist 17.1. 1984 í RVK. Vilborg vann allt sem tiltækt var. Thor Jensen var henni ákaflega hjálplegur og lét flytja heim að Sólheimum fisk svo hún gæti vaskað hann þar og síðan breitt á reitina þegar tími var kominn til að þurrka hann. Páll lá heldur ekki á liði sínu við að hjálpa móður sinni, og lagði víða hönd á plóg, hann vann hjá Jóni Vídalín og sem þjónn á Hótel Reykjavík, 1913 hóf hann störf í Viðey hjá milljónafélaginu og vann við hafnargerðina, þá var hann aðstoðarmaður við eimreið- ina en svo eimreiðarstjóri svo lengi sem slíkt tæki var í gangi hér á landi. Þar fyrir utan vann hann í Hafnarsmiðjunni og hlaut full réttindi sem járnsmiður vegna hæfni sinnar þó óskóla- genginn væri. Þar naut hann Þor- valds Brynjólfssonar. Frostaveturinn mikla 1918 gekk skæð farsótt hér á landi, svo köll- uð „spánskaveikin", hún reið ekki fyrir neðan garð hjá Sólheima- heimilinu. Þann vetur eignaðist Maren annað barn sitt, dótturina Hjördísi, og árið eftir soninn Pál. Kuldinn og farsóttin lögðust á eitt um að brjóta niður viðnámsþrótt Marenar. Það byrjaði með því að hún fékk brjóstmein og var mjög þungt haldin og var lögð inn á Landakot. Siðan fékk hún lungna- bólgu og brjósthimnubólgu og eft- ir það lá leiðin á berklahælið á Vífilsstöðum. Þar dvaldi hún meira eða minna í fjölda ára. Þetta veikindastríð markaði djúp spor í uppeldi barnanna. í þessari neyð og veikindum var það Fríða frænka, systir Páls, sem rétti heimilinu sínar líknandi hendur, börnin elskuðu hana og hún var þeim sem vinur og systir fram undir 1930 að hún gifti sig. Hjör- dís var frekar óhraust í æsku, kom þar til kirtlaveiki sem hrjáði margt barnið á þeim tíma, en hún var lipur og glaðlynd og hjálpaði til á heimilinu eftir því sem þrek og kraftar leyfðu. Árið 1932 eign- aðist Maren 4. barnið og lá lengi á sjúkrahúsi á eftir. Hjördís, þá að- eins 14 ára, varð að taka að sér að gæta ungbarnsins, sem er ærinn starfi fyrir fulltíða stúlku hvað þá óharðnaðan ungling. Svo kom Maren heim en heilsufarið var heldur bágborið svo Hjördís varð að axla ábyrgð heimilisins áfram með móður sinni. Eftir því sem drengurinn óx og móðirin hresst- ist fór Hjördís að hafa meiri tíma til þess að vinna sér inn einhverja Fædd 28. desember 1919 Dáin 11. febrúar 1984 Þann 11. febrúar féll í valinn í þessari svokölluðu lífsbaráttu okkar Guðrún Guðmundsdóttir. Guðrún var fædd og uppalin í Litla-Holti á Flateyri í Önundar- firði hjá foreldrum sínum, Mar- gréti Guðleifsdóttur og Guðmundi Sigurðssyni. Eftirlifandi maður hennar, Jón Arnórsson, var einnig ættaður af sömu slóðum, eða nán- ar tiltekið Ingjaldssandi. Guðrún hafði lengi verið þjáð af þeim sjúkdómi sem dró hana til dauða. Ekki bar hún sjúkdóm sinn á torg, slíkt var henni ólíkt. Hér er um skyldleika og tengdir að ræða. Ruth elsta dóttir mín er gift Guðmundi syni Guðrúnar og Jóns. Þann 6. janúar deyr Sólrún yngsta systir Ruthar af völdum hliðstæðs sjúkdóms. Það má því með sanni segja að skammt sé stórra högga á milli. Guðrún var skilningsrík og vönduð kona og gæti ég nefnt þess ótal dæmi. Hún var trygglynd og sannur vinur vina sinna. aura og hverja stund sem gafst fór hún að vinna í fiskbreiðslu á sumrin, en sá áfram um heimilið með móður sinni að öðru jöfnu. Þegar hún var 18 ára gömul kynntist hún ungum manni, Kristjáni Jóni Jóhannessyni, f. 26.11. 1912 í Bolungarvík d. 14. 1. 1951. Hann sigldi með haustskip- unum sem skipstjóri til Boston. Hjördís sat eftir og eignaðist dótt- ur 2. 11. 1937, hún var látin heita Ragnheiður í höfuðið á frænku sinni, systur Páls, sem hafði farið til Danmerkur og ekki komið aft- ur. Ábyrgðin jókst á herðum ungu stúlkunnar, hún átti ekki margra kosta völ. Heima í Sólheimum varð hún að vera, nú átti hún lítið barn, lasburða móður og 5 ára gamlan bróður sem hún hafði ver- ið meira en systir alla tíð, fyrir utan föður sinn og bræður sem þurftu aðhlynningar við. Hún vann því áfram þessi hljóðlátu störf heimilisins sem enginn tekur eftir á meðan þau eru leyst af hendi. 1943, 19.9T; eignaðist Hjör- dís dóttur með unnusta sínum Lárusi Guðmundi f. 12.6. 1916, Magnússyni sjómanns Einarsson- ar og Kristínar Lárusdóttur Bol- ungarvík. Það var langt til Bol- ungarvíkur í huga ungu stúlkunn- ar sem ekki gat yfirgefið sjúka móður sína eða æskuheimili sitt sem þarfnaðist hennar svo mjög. Hún beið betri tíma. Lárus Guð- mundsson andaðist ungur maður úr hvítblæði. Dóttirin var látin bera nafn föðurömmu sinnar Kristínar. Líf Hjördísar breyttist lítið þó tímar liðu, hún sinnti dætrum sínum og heimilinu og reyndi að vinna í fiski ef tími gafst. Heimilið var vinmargt og gestkvæmt og þó húsið væri ekki Hún lét sér mjög annt um fjöl- skyldu sína og var góð tengdamóð- ir. Dóttur minni reyndist hún sem besta móðir og kann ég henni mín- ar hjartanlegustu þakkir fyrir. Við söknum Guðrúnar öll nú er hún er af sjónarsviði horfin. Eiginmanni hennar, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. „Mitt verk er, þá ég fell og fer eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið mín söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í ljóðasveig þinn vafið. En innsta hræring hugar míns hún hverfa skal til upphafs síns sem báran, — endurheimt í hafið.“ (Einar Benediktsson. Áslaug Ólafsdóttir f dag kveðjum við hinstu kveðju elskulega tengdamóður okkar, með þökk i huga fyrir liðnar stundir. Guðrún Guðmundsdóttir, Rúna eins og hún var oftast kölluð, var Guðrún Guðmunds- dóttir — Minning stórt var alltaf hægt að hýsa vini og alltaf var eitthvað góðgæti til í litla munna. Maður Ragnheiðar er Bóas f. 10.4. 1973, Kristjánsson Guð- mundssonar og Önnu S. Sigur- jónsdóttur. Börn: Kristján, Anna Birgitta og Bóas Ragnar. Árið 1956 andaðist Maren, þá var farið að fækka á heimilinu og ári seinna eru þær aðeins eftir tvær mæðg- urnar og Kristín þá 13 ára gömul í skóla en Hjördís vinnandi í frysti- húsi. Þær voru mjög samrýndar og Kristín reyndi að halda heimil- inu hreinu og hafa góðan mat til- búinn þegar móðir hennar kom þreytt heim. Kristín var 4. ættlið- urinn sem hóf búskap í Sólheim- um. Maður Vilhjálmur Þórarini; f. 29.11. 1940 vörubílstjóri, Vil- hjálmsson Þórarinssonar og Guð- laugar Jónsdóttur. Börn: Lára Guðmunda, Vilhjálmur Þór og Hjördís, skildu. Seinni maður Kristínar er Hafsteinn Pétur f. 29.1. 1941, vörubílstjóri, Alfreðs- son Björnssonar og Huldu Péturs- dóttur, Útkoti, Kjalarnesi. Börn fædd og uppalin í Litla-Holti á Flateyri við Önundarfjörð, dóttir hjónanna Margrétar Guðleifsdótt- ur og Guðmundar Sigurðssonar. Rúna flutti ásamt eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni Arnórs- syni, til Hafnarfjarðar ung að aldri og bjuggu þau hjónin þar sín búskaparár, sem urðu 40. Þau eignuðust 7 börn og eru 5 þeirra á lífi, elstur er Hallgrímur; Margrét Dóra; Guðmundur; Sigurður Jak- ob og Gunnar yngstur. Rúna var sannur vinur í raun og ávallt reiðubúin til að þess að leggja fram hjálparhönd ef hún mögulega gat og ekki síst nutu barnabörnin þess og sakna nú Rúnu ömmu sárt. Rúna var sér- staklega góð þeim sem minna máttu sín, eða sorgin hafði sótt Iheim, var þá mjög mikill styrkur af hennar nærveru. Of langt yrði að telja upp hér allt það sem hún 'gerði fyrir vini og ættingja. Rúna var einstök búkona í sér hvað matseld og bakstur snertir, handavinnu hafði hún unun af og eigum við öll fallegar minningar um það á veggjum okkar, þökk sé henni. Allur gróður blómstraði í hönd- um hennar og bera garðar hennar merki þess, bæði heima og austur í Þrastaskógi þar sem þau hjónin áttu lítinn og yndislegan sumar- bústað og elskuðu barnabörnin að Ragnheiðar: Edda, Hafsteinn Þór og Arnar Þór. Kynni okkar Hjördísar hófust fyrir 14 árum, hún var ljúf og mild í máli um menn og málleysingja, greiðvikin en gerði litlar kröfur til samferðafólks. Þó hafði hún reisn til að bera líkt og Páll faðir henn- ar og ákveðnar skoðanir í hverju máli. 1966 fór Hjördís sem ráðskona til Færeyja, stuttu síðar veiktist Kristín dóttir hennar, þá bauðst hún til að taka elstu telpuna, hún fór svo fljúgandi til Færeyja og var hjá ömmu sinni í heilt ár og þær nutu báðar samvistanna. Alla tíð reyndi Hjördís að bæta dætrum sínum upp það sem hýn taldi þær vanta og vera þeim móð- ir og faðir og færði þeim og barna- börnunum sínum allt það sem hún mátti og raunar meira en efna- hagur hennar leyfði oft á tíðum. Það má segja að öllu sínu lífi hafði hún lifað í þjónustu fyrir aðra. En þetta var fólkið hennar sem hún unni og ekkert var of gott fyrir það og hún safnaði ekki þeim auði sem mölur og ryð fær grand- að. Hjördís fæddist í Sólheimum og hafði alið allan sinn aldur þar, hún hafði lifað sínar hamingju- stundir þar og sínar sorgarstund- ir. Þegar húsið var fjarlægt á 8. áratugnum var það mikið áfall fyrir hana og eftir fannst henni hún vera sem rekald á reiðum sjó. Hún var farin að heilsu síðustu árin og dvaldist að mestu á sjúkrahúsi. Við hjónin vottum öllum ástvin- um hennar innilega samúð. Blessuð sé minning mætrar konu. Hulda Pétursdóttir koma þangað til ömmu og afa. Rúna hafði verið sjúklingur í nokkur ár en sjúkdóm sinn bar hún vel og aldrei kvartaði hún, því kom það öllum á óvart er hún var burt kölluð svo skyndilega. Elsku Rúna megi góður Guð geyma þig og varðveita. Jón minn, börn og barnabörn, Guð styrki ykkur og blessi. Tengdabörn Minning: Guðmundur Páls- son — sjómaður Fæddur 4. maí 1908 Dáinn 10. febrúar 1984 t dag, föstudaginn 17. febrúar, kl. 10.30 fer fram frá Fossvogs- kapellu útför Guðmundar Páls- sonar sjómanns frá Seyðisfirði. Hann varð bráðkvaddur við heim- ili sitt í Meðalholti 2 föstudaginn 10. febrúar. Guðmundur fæddist á Seyðisfirði 4. maí 1908, yngstur fjögurra systkina, og eru þau öll látin. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Guðrún Erlendsdóttir Guð- mundssonar frá Jarðlangsstöðum á Mýrum og Páll útvegsbóndi Árnason, Þórðarsonar frá Finnsstöðum í Eiðaþinghá. Móðir Páls y»r RósaGuðnmndsdóttir frá Krossi í Mjóafirði. f æsku ólst Guðmundur upp við öll algeng störf til sjós og lands. Eftir ferm- ingu varð hann háseti á mb. „Geir“, sem faðir hans átti, og var á þeim bát til ársins 1928 er hann flutti alfarinn til Vestmannaeyja. Þar stundaði Guðmundur sjóinn til ársins 1939 er hann fluttist til Reykjavíkur. I Vestmannaeyjum kynntist hann Sigríði F. Sigurð- ardóttur f. 30. jan. Þau giftu sig 8. október 1937. Foreldrar Sigríðar voru Sigurður Ólafsson og kona hans Margrét Þorsteinsdóttir ætt- uð úr Landeyjum en búsett í Vest- mannaeyjum. Guðmundi og Sig- ríði varð fjögurra barna auði.ð þau, eru: Sigurður Ó. Guðmundsr son f. 27/8’38, giftur Kristínu Ólafsdóttur og eiga þau 3 börn. Páll f. 30/7’41, giftur Ástu Jóns- dóttur. Þau eiga 4 börn. Margrét Guðmundsdóttir f. 13/9’44, gift Bergþóri Einarssyni og eiga þau 3 börn. Guðrún Eygló f. 9/6’53, gift Helga K. Pálssyni. Þau eiga 2 börn. Guðmundur lét sér mjög annt um fjölskyldu sína og sýndi af- burða dugnað sem fyrirvinna á þeim erfiðu tímum er hann stofn- aði heimili. Var hann ýmist á tog- urum eða vann í landi. Hann vann um skeið við útkeyrslu hjá Kol & salt, ók um tíma vörubifreið hjá byggingarfélaginu Smið hf., en lengst var hann hjá Steypustöð- inni hf. og ók þar steypubíl. Á þeim árum var hann þekktur með- al útkeyrslumanna sem Guðmund- ur í Steypustöðinni. Hann var um tíma útkeyrslumaður hjá heild- verslun Garðars Gíslasonar. Þá var hann háseti á skipum Eim- skips. Eitt sumar tók hann bát á leigu ásamt 3 mönnum öðrum og gerðu þeir út á handfæri fyrir norðan og austan og öfluðu vel. Minntist hann þessa sumars sem eins hins besta, bæði tekjulega og eins átti sjómannslífið vel við hann. Hann starfaði um skeið hjá Véltækni hf. Síðast starfaði Guð- mundur hjá Vatnsveitu Reykja- víkur uns hann settist í helgan stein. Konu sína missti Guðmundur 29. maí 1968 og var það honum mikið áfall. Þau voru búin að koma sér upp fallegu heimili í Ásgarði 43 og höfðu þannig náð langþráðu marki. Sigríður var annáluð fyrir myndarskap og til þess tekið hve hreinlegt var ætíð hjá henni, jafnvel þegar húsnæði var þægindalaust og lélegt. Árið 1970 flyst Guðmundur í Meðalholt 2, til Maríu H. Þorláksson frá Klettstíu í Norðurárdal. Áttu þau saman 13 hamingjusöm ár. Reyndist María Guðmundi, börn- um hans og fjölskyldum þeirra svo sem best verður á kosið og var það gagnkvæmt. Nokkur síðustu árin gekk Guðmundur ekki heill til skógar og naut hann þá umönnun- ar Mariu. Hann bar veikindin vel og var hress í viðmóti og gaman- samur til hinstu stundar. Ég og fjölskylda mín vottum ástvinum hans dýpstu samúð. E.V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.