Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 Launamál eftir Guðrúnu Á. Runólfsdóttur Nú hefur kjararannsóknarnefnd birt niðurstöður sínar og vita nú allir, hverjir það eru sem lægst launin hafa í landinu. Það varð nú trúlega fáum bilt við þær niður- stöður. Menn hafa haft á orði und- anfarið að allt bendi til þess að það væru verkakonur, hvar í verkalýðsfélagi sem þær svo væru, Sókn, Iðju, eða hvaða nafni það nefndist. Síðan fylgdu líklega ein- stæðir foreldrar þar fast á eftir. Nú, sjálfsagt þótti að rannsaka málið og fá um þetta óyggjandi sannanir. Kjararannsóknarnefnd (ég mæli með að sett verði á lagg- irnar nefnd sem kannað geti hvort fslendingar séu ekki allra þjóða nefndagiaðastir á höfuð, eins og sagt er) var stofnsett og hefur að manni skilst unnið mikið verk og birt niðurstöður, og sjá, útkoman virðist vera í samræmi við þennan áðurnefnda grun manna, og fer að verða hægt að slá föstu að sjaldan iýgur almannarómur! Þetta er sem sagt komið svart á hvítt og er það auðvitað gott og ekki vonum seinna. Sumum finnst að þetta hefði mátt liggja í augum uppi eða með öðrum orðum að það lægi í hiutarins eðli. En hvað um það, þetta eru niðurstöðurnar. En nú er að sjá hvað gera skal í málinu. Menn eru, heyrir maður, að semja. Það er að segja það er verið að ræða um markmið og leiðir. Nú er greinilega komið í ljós hvar þörfin á bótum er mest — svo það virðist sem mönnum geti varla verið mikið að vanbúnaði með markmiðin. -? Það eru þá ef til vill leiðir að markmiðinu sem svo mjög vefjast fyrir mönnum og tefja úr hömlu framkvæmdir. Gárungar hafa á orði að viljann vanti og allir vita að ef svo er í pottinn búið er ekki mikiis að vænta. En getur það ver- ið rétt? Er ekki öllum vel ljóst að þeir sem hafa undir kr. 15.000,- á mánuði í laun hljóta að verða að hafa forgangsrétt um leiðréttingu á sínum hlut? Aðrir, betur settir, verða einfaldlega að bíða þar til betur árar í landinu. Það heyrist að launahærri menni þykjast ekk- ert of vel settir. Þeir ættu þá þess betur að geta áttað sig á því að þeir sem hafa ennþá minna hljóta að vera enn verr settir — og eiga þeir þá ekki forgangsrétt á bætt- um hag? Vinnuveitendur bera gjarnan fyrir sig það sem þeir hafa alltaf borið fyrir sig — að þeir geti ekki greitt hærri laun, því afkoma fyrirtækjanna þoli það ekki. Gott og vel, svo hún þolir það ekki. En hversvegna þola þau að greiða for- stjóranum og öðrum sem hæstu laun hafa (næstum alltaf karl- menn) svo stóran hlut, að lítið sem ekkert verður afgangs til ann- arra? Og þegar samið er um launahækkanir þá fá þeir ætíð meira í sinn hiut en þeir sem minna hafa. Það er kominn tími til að leið- rétta þetta. Þennan eilífa pró- sentureikning á laun sem tíðkast hefur um langan aldur verður að gera útrækan — hann hefur sann- að að hann elur af sér óréttlæti, og er því ómögulegur. Eg vil leggja til að ekki verði nú samið um neinar aimennar launa- hækkanir í landinu. Þess í stað komi vinnuveitendur, verkalýðs- félögin og stjórnin sér saman um lágmarkslaun. Lægstu laun skulu nú vera kr. 15.000,- á mánuði til einstakiings. Þeir sem eru nú und- ir því marki fái nauðsynlega bót til að ná þessu marki. Aðrir þar fyrir ofan fá engar bætur. Þetta má semja um að gildi í einhvern ákveðinn tíma — og verði þá endurskoðað. Ég vil vona og ætla raunar að fyrirtæki, almennt, og BSRB hafi efni á þessu. Rökin fyrir þessu eru þau helst að fólk með tekjur undir þessu marki er að verða undir í þjóðfélaginu, ann- ars flokks þegnar einhverskonar, og það er slæmt þar sem við höf- um löngum stært okkur af stétt- skiptingarlausu landi. Núverandi ástand er á góðri leið með að mynda geigvænlega stéttaskipt- ingu á (slandi. Það er staðreynd að miklir peningar eru til, en jafn augljós staðreynd er það, að að- eins fáir hafa þá peninga. Komið hafa fram tillögur um að til að ná „Menn eru, heyrir mað- ur, að semja. Það er að segja það er verið að ræða um markmið og leiðir. Nú er greinilega komið í Ijós hvar þörfin á bótum er mest — svo það virðist sem mönnum geti varla ver- ið mikið að vanbúnaði með markmiðin." þessu markmiði með sem mestum jöfnuði eða réttlæti, verði notast við tryggingakerfi landsins og/eða skattkerfi. Ég verð að vera þessu sammála. Nú er vitað nokkuð vel hvar þörfin er. Það á að vera hægt að komast að samkomulagi um hvernig best sé að sinna henni. Launagreiðendur vita best sjálfir hverjir það eru af þeirra mönnum sem leiðréttingu þurfa. Trygg- ingastofnun ríkisins getur eflaust best komið til skila til hvers og eins því sem honum ber. Og þá í beinu framhaldi af þessu kem ég að þeim aðilum í landinu sem verst eru settir, án nokkurs vafa. Það eru ellilífeyris- þegar svonefndir. Það er stað- reynd a þeim er ætlað að lifa af kr. 8.300,- á mánuði, trúi því hver sem vill. Þetta eru þeir peningar sem þeir fá í ellilífeyri og tekjutrygg- ingu og heimilisuppbót, sem sagt, allt og sumt til lífsviðurværis fyrir margt gamalt fólk. Þeir fá engar lífeyrissjóðagreiðslur, ein- faldlega vegna þess að þegar þeir létu af störufm við 67 ára aldur, voru þeir ekki í neinum lífeyris- sjóði. Það er nefnilega ekki svo langt síðan að lífeyrissjóðir, margir hverjir, voru stofnaðir. Margt aldrað fólk hefur aldrei, eða þá aðeins í stuttan tíma, verið í lífeyrissjóði, og fær því engar slíkar greiðslur. Ég vil til dæmis nefna margt aldrað bændafólk. Málið er að þarna eru margir sem verða að lifa við það mesta órétt- læti í þessu þjóðfélagi í launamál- um sem hugsast getur, og raunar mörgu fleiru, og við látum það við- gangast. Þetta gamla fólk hefur flest unnið alveg óheyrilega um langa ævi, við kjör sem okkur í dag fynd- ist ómöguleg. Og það sem meira er, þetta fólk kvartar ekki og rífst ekki og þrýstir ekki á um eitt eða neitt, eins og við sem betra höfum það. Það hefur ekki vanist því og hefur vart hugsað sér að taka upp á því á gamals aldri. Það er vant að sætta sig við orðinn hlut. Við heyrum því ekki mikið um aðstöðu þeirra, og á meðan ekkert heyrist er ósköp gott að látast ekki vita neitt. Maður heyrir að þetta sé bara þeim sjálfum að kenna og best sé að gamla fólkið taki sig sjálft saman og geri eitthvað raunhæft í sínum málum. Ég segi að það á ekki að þurfa að gera neitt í málinu. Það erum við, unga fólkið í fullu fjöri, sem eigum að gera hlutina. Hinir eru búnir að því. Við eigum ekki að sætta okkur við að koma svona fram við gamla fólkið. Það er til skammar og verður að vera liðin tíð. Okkur kemur líka ef til vill undarlega fyrir sjónir að þessu fólki skuli finnast það minnkun við sig að þurfa að taka við þessum launa- greiðslum. Það hefur aldrei viljað nein lán og neina styrki og gerir vissulega ekkert til að reka á eftir aukningu í þeim málum. En þessi smánarlega upphæð sem okkur finnst tilhlýðilegt að láta af hendi við gamla fólkið okkar getur auðveldlega orðið til þess að því finnist það vera einhverskonar baggi á þjóðfélaginu en það er auðvitað fjarri sanni — það eru aðrir sem því hlutverki gegna. Sannleikurinn er nefnilega sá að miklir peningar eru í landinu en skiptingin þarf að vera miklu réttlátari en nú er. Ef einkennis- orð okkar gæti orðið nægjusemi, þá yrði nóg til handa öllum. Guðrún Á. Hunólísdóttir vinnur skriístoíustörf í Reykjavík. V egabréfið „Án vegabréfs vors hjarta er leiðin töpurt," segir skáldspekingurinn mikli Éinar Benediktsson. Fáir efast um framsýni hans og speki. Aldrei erum við fremur minnt á það daglega, hve hin rétta braut er mikilsvirði en einmitt á þorr- anum i myrkrum skammdegis- nætur, þegar allar leiðir eru lok- aðar sköflum og hríðum og byljir miðsvetrarins gera daginn að nótt. Hvað er það þá, sem skáldið hefur í huga, með orðinu vega- bréf í þessu ljóði? Eitthvað hið innra í eigin vitund, sem vísar veg og opnar allar dyr á öllum landamærum. „Vegabréf hjartans", tilfinn- ing, verður honum þar skynsem- inni æðri, að minnsta kosti í sumum tilfellum. Og þá er í huga haft það, sem skapað gæti heill og hamingju. Þess erum við einmitt öll að leita. Þekkingin ein, köld, vísindaleg eins og sú, sem fann og skýrði orku atómsins, sem allir telja nú ógna tilveru jarðlífs, en talin er þó hin æðsta uppgötvun mann- Iegrar vísdómsleitar, verður þá hinn mesti voði, sjálf glötun lífs- ins, jafnvel þótt hún gæti verið sðsta leið til lífs og vaxtar með vegabréfi hjartans. Við teljum á táknmáli andlegra fræða, að hjartað sé uppspretta elskunnar. Köld vísindaleg hugsun, sem ekki gætir þess að geyma vega- bréf hjartans, dropa úr dýrðar- hafi kærleikans veitir ekki sælu- kennd gleði og heilla. Én takist elsku hjartans og víðsýni hugsunar að vinna sam- an, þá skapast líf. Eitthvað, sem getur vaxið og dvínað á víxl, hrifið til gráts eða gleði, átaks eða uppgjafar. Og hjartað á fleira en ást. Það á líka trú. Tilfinningu, sem hærra bendir, skapar þrá eftir hinu eilífa, heilaga, fagra og góða. Þar er átt við sjálft vegabréf mannsvitundar til hærra lífs til ódauðlegra óma frá hjartslætti sólar föður orkulind hina æðstu, sem tilveran öll sækir kraft sinn til. Þar er ekki átt við trúarlær- dóma, játningar, fordóma og skoðanir, sem oft verða byljir vetrar, sem byrgja sól og skafl- ar, sem loka öllum vegum. Við gætum kunnað hinn feg- ursta sálm allra sálma, þulið heitustu bænina, útskýrt lögmál og fagnaðarboðskap biblíunnar eftir öllum stafkrókum, án þess að vera og verða hrifinn og gagntekinn af öllum undrum og allri dýrð og sannleika þessa efnis. Þá gæti það orðið til einsk- is í mannlegri leit að hamingju, leitinni að Guði sjálfum. Það gæti orðið verra en það. Gæti orðið andleg atómsprengja, sem lokaði leið til lífsins. Þar eru dæmin deginum ljósari í trú- arstyrjöldum og hryðjuverkum grimmda á vegum einstaklings, jafnt sem heilla þjóða. Leiðin til lífsins töpuð ár eftir ár öld eftir öld, án vegabréfs hjartans. Það er að þessu athuguðu mest um vert að varðveita tilfinningu hins góða, gera hana að vega- bréfi hjarta síns, líkt og móðir, sem öllu fórnar fyrir heill barns síns, eða þjóðhetja, sem gengur á hólm, með sannleika á vörum og bænarstaf i höndum til að vinna þjóð sinni vel. Sé þetta athugað einnig á hversdagsvegum okkar hvers- dagsfólks, á hversdagsvegum þorrans og góunnar á Islandi, verður hið sama upp á teningum gæfunnar. Það er hjartað f þessum skiln- ingi, sem skapar hvort heldur valmenni eða varmenni, gæfu eða ógsfu á vegum starfs og náms, eftir því hvað elskað er og i er trúað. Án þess að tilfinning sé með í leiknum eða starfinu, verður mannsandinn ekki þjálfaður til vaxtar og fullkomnunar á neinu sviði. Leiðin til hins æðsta takmarks er þá töpuð eins og skáldspek- ingurinn segir, og lind lífsham- ingjunnar runnin út f sandinn. Einkum eru það auðvitað ósk og trú hjartans, sem eru megin- þættir þess vegabréfs, sem hér um ræðir. Allir kannast við einhver dæmi þess, að án ástar og ekki sízt á vegum glataðrar ástar verður höllin að rústum haturs og harma, þótt kotið gæti þar hins vegar, ef hið rétta vegabréf ekki væri glatað, verið öllum höllum yndislegra. Og margir eignast þá reynslu, að jafnvel sorgir, sjúkdómar og neyð geta veitt hjarta guðstrúar meiri unað, en munaður, með- læti og allsnægtir veita þeim, sem ekki er tengdur því vega- bréfi hjartans, sem leiðir að þeirri lind svölunar og sælu, sem við nefnum kraft Guðs í hörðum heimi. Því má vafalaust fullyrða, að skortur á þroskaðri trúartilfinn- ingu er ein helzta orsök þess hamingjuleysis, sem nú virðist þjá svo marga á vegum alls- nægta og skapa þar leið örbirgð- ar og ama. „Vor hulda greind var oss til skilnings sköpuð, því skerðir trúlaust líf vorn sálarfarnað," segir snillingurinn, sem áður var hér vitnað til. Það er því lexía, sem ekki má gleymast á menningarbraut þjóðar, hvernig rækta skuli blómstur guðstrúar elskunnar i hjörtum hinna ungu, sem eru að leggja út á lifsins brautir. Það er oft talið lftilsvirði að kenna börnum stafróf þessa vegabréfs með versum og bænum, söng og sögum. Undarlegt mætti teljast, ef svo lítilsvirt starf, sem ömmurn- ar önnuðust bezt f gamla daga, væri samt vegabréfið að hamingju og framtíð mannkyns á jörðu, Iffi manns bókstaflega. Vegabréf, sem gæti leitt orku atómsprengjunnar úr öndvegi dauðans og óttans á konungsstól kraft til að skapa gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, í stað þján- inga og hungurs. Breytt eyði- mörkum f aldingarða. Vegabréf, sem opnaði veg ástar og vináttu f anda og krafti orð- anna: „Élskið hver annan,“ án fordóma og heimsku. Bægt þannig annarri mestu hættu af vegi mannkyns. Hún nefnist offjölgun. Gæti vegabréf hjart- ans orðið þannig leiðin til lffsins, lykillinn að paradfs kærleikans, með Krist í hásæti f landi vors- ins, Ljósalandi æðstu heilla? Reykjavfk, 7. febr. 1984.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.