Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 Ekkert spurst til bankaræningjans EKKI hefur tekist að fínna mann þann sem rændi útibú Iðnaöarbankans í Breiðholti á dögunum, en hann hafði á brott með sér á fjórða hundrað þúsund króna. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, hafa nokkrar ábendingar borist lögreglunni um menn sem svipar til lýsingar þeirrar á hon- um sem gefin var út, en þær hafa ekki borið árangur enn. Spurningu um hvernig lögreglunni hafi tekist að skera úr um háralit mannsins, þar sem hann var með hettu á höfðinu, svaraði lögreglan þannig, að lýsing sú væri byggð á frásögn- um sjónarvotta, sem sáu manninn áður en hann setti upp hettuna. 6,50 króna frí- merki uppseld Tvær milljónir hafa selst frá því í desember FRÍMERKI að verðgildi sex krón- ur og 50 aurar eru nú uppseid hjá póstþjónustunni og nú verða menn að setja minnst þrjú frímerki á bréf sem send eru innanlands eða til Norðurlanda. Þetta kom fram í spjalli sem blm. Mbl. átti við Axel Sigurðsson, fulltrúa í afgreiðslu pósthússins í Pósthússtræti, í gær. „Það tekur hálft ár að fá ný frímerki og í september var gert ráð fyrir að póstburðargjaldið yrði hækkað í febrúar, en þar sem verðlag hefur haldist nokkuð stöðugt, var ekki ástæða til að hækka gjaldið, sagði Axel. Tvær milljónir frímerkja, að verðgildi sex krónur og 50 aurar, voru gefin út í desember, en nú hafa þau verið uppseld í nokkurn tíma. Sex króna frímerki eru þó væntanleg 1. mars og er þá hægt að nota 50 aura merki með þeim. Önnur sending af 6,50 króna merkjunum er ekki væntanleg fyrr en 1. apríl svo þangað til verða menn að nota tvö eða þrjú merki á bréf sem send eru innan- lands eða til Norðurlanda." Siglufjörður: Flugvél sótti varahluti í Stálvíkina SiglarirAi 17. febniar. SÍÐDEGIS í dag kom hingað flugvél frá leiguflugi Sverris Þóroddssonar með varahlut í togarann Stálvík, en hann hafði verið sóttur til Bergen í Noregi. Tannhjól í skolvatnsdælu brotn- aði þegar Stálvíkin var á veiðum á Sléttugrunnshorni. Togarinn Ólafur Bekkur frá Ólafsfirði var fenginn til þess að draga Stálvík- ina hingað til Siglufjarðar og komu skipin til hafnar á miðviku- dagskvöld. Heppilegast var talið að senda flugvél eftir nýju tannhjóli. Við- gerð hófst strax og vélin kom og standa vonir til að togarinn kom- ist aftur á veiðar í nótt. — m.j. Frá vígsluhátíðinni. Egilsstaðir: íþróttahúsið Morgunblaðið/ Ólafur vígt Kgilsstóóum, 5. febrúar. Hér var hátíð í bæ í gærdag. Nýtt og glæsilegt íþróttahús var formlega tekið í notkun. Milli fjög- ur og fimm hundruð manns voru viðstaddir vígsluna. Sérstök vígsluafhöfn hófst í hinu nýja iþróttahúsi klukkan tvö í gær. Guðmundur Magnús- son, sveitarstjóri Egilsstaða- hrepps, rakti þar byggingarsögu hússins — en hús þetta hefur verið rúm fimm ár í byggingu. Heildarkostnaður framreiknað- ur við síðastliðin áramót er kr. 22.450.000.-. Það var Byggingar- félagið Brúnás á Egilsstöðum sem reisti húsið og var Þórarinn Hallgrímsson byggingarmeistari þess. Þá tóku ennfremur til máls við vígsluathöfnina Víðir Guð- mundsson, formaður íþróttafé- lagsins Hattar; Svala Eggerts- dóttir, sveitarstjóri Fellahrepps; Björn Magnússon, stjórnarráðs- fulltrúi, sem flutti árnaðaróskir menntamálaráðherra; Guð- mundur Magnússon, fræðslu- stjóri; Ólafur Guðmundsson, skólastjóri Egilsstaðaskóla; Vilhjálmur Einarsson, rektor ME — og sr. Vigfús Ingvar Ingv- arsson flutti bæn. Kór Egilsstaðakirkju söng og Formaður skólanefndar, Rúnar Pálsson, utan við hið nýja íþróttahús ásamt skólastjóra Egilsstaðaskóla, Ólafi Guðmundssyni. v Lúðrasveit Tónskóla Fljóts- dalshéraðs lék. Þá fór fram íþróttasýning. Hreppsnefndir Egilsstaða og Fella kepptu í knattspyrnu og sigruðu Egilsstaðamenn með átta mörkum gegn þremur. Keppt var í körfubolta, grunn- skólanemendur sýndu fimleika og kepptu í boðhlaupi auk þess sem júdómenn sýndu listir sínar og brögð. Bjarni Björgvinsson, skattstjóri, var kynnir við vígsluathöfnina. íþróttahúsið er grunnskóla- mannvirki, sameign Egilsstaöa, Fella og ríkisins. — Olafur Aukin íslandssögukennsla: Ándstaða Alþýðubanda lags og Kvennalista - mér óskiljanleg sagði Eiður Guönason Miklar framhaldsumræður urðu í Sameinuðu þingi í gær um tillögu til þingsályktunar um eflda kennslu ís- landssögu í grunnskólum, sem þing- menn úr þremur þingflokkum standa að. Margir þingmenn tóku til máls og töluðu sumir drjúglangt. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar, Eiður Guðnason (A), andmælti kröftuglega fullyrðingum þing- manna Alþýðubandalags og Kvenna- lista um að tillagan væri neikvæð. Tillagan spannar aðeins þrjú efnis- atriði sagði Eiður: • aö kennsla í sögu íslenzku þjóð- arinnar verði aukinn í grunnskól- um. Er nokkuð neikvætt við það? • að kennslan miðist ekki aðeins við það að nemendur öðlist þekk- ingu og skilning á sögu þjóðarinn- ar heldur og trú á landið. Hvað er neikvætt við það? • að kennslan miðist við varð- veizlu þess menningarsamfélags sem við höfum verið að þróa í ellefu aldir. Hvað er neikvætt við það? Þessi tillaga felur í sér viljayf- irlýsingu um styrkingu kennslu í þjóðarsögu og ég fæ ekki séð, sagði Eiður efnislega, að nokkur þing- maður geti rétt upp höndi gegn henni. „Hjörleifur Guttormsson nefndi galdraofsóknir í sömu andrá og efni þessarar tillögu", sagði Eiður. Hvað er sameiginlegt með eflingu íslandssögukerjnslu í grunnskól- um og galdraofsóknum? Tillagan felur ekki í sér ádeilu á einn eða neinn; aðeins viljayfirlýsingu um að stuðla að þekkingu uppvaxandi kynslóðar á sögu þjóðarinnar. Hér er ekki verið að tala um endurskoðun sögunnar, en í ýms- um löndum, sem eru Hjörleifi Guttormssyni hjartfólgin og hann hlaut að hluta til pólitískt uppeldi í, fer fram sífelld endurskoðun sögunnar. Þar hverfa menn úr kennslubókum um þjóðar- og mannkynssögu, eins og þeir hafi aldrei verið til, eftir stjórnvalds- viðhorfum. Þettar er í þeim lönd- um þar sem þarf jafnvel leyfi stjórnvalda til að eiga ritvél. Ég skil ekki, sagði Eiður, hvers Eiður Guðnason vegna þingmenn Alþýðubandalags og Kvennalista berjast með oddi og egg gegn því að kennsla í þjóð- arsögu okkar verði efld og aukin. Efnisatriði úr ræðum einstakra þingmanna verða lauslega rakin á þingsíðu Mbl. fljótlega. Inntökuskil- yrði próf í hjúkrun- arfræðum FRAM hefur verið lagt á Alþing stjórnarfrumvarp um Ljósmæðra skóla íslands. Fyrsta grein frum varpsins kveður svo á að ríkið skul reka skóla til Ijósmæðrafræðslu serr. rekinn verði í tengslum við Kvenna deild Landspítala. Heilbrigðisráðherra skipi fimir manna skólanefnd (áður heyrð: skólinn undir stjórnarnefnd ríkis- spítala). Skólastjóri sé fæðingar- læknir eða ljósmóðir með BS-pról í hjúkrunarfræðum. Grundvall- arbreyting, skv. frumvarpinu, ei sú, að það er sett sem skilyrði fyrir inntöku i skólann að væntan- legur nemandi hafi lokið prófi i hjúkrunarfræðum. Skólinn spanni tveggja ára nám og próf frá hon- um veitir rétt til starfsheitis ijósmóður með tilheyrandi rétt- indum og skyldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.