Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 Settum markmiðum verði fylgt eftir - segir í ályktun frá Heimdalli Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á stjórnarfundi Heimdallar, mánudaginn 13. febrúar 1984 í til- efni komandi kjarasamninga og ummæla tveggja ráðherra í því sambandi: „Stjórn Heimdallar lýsir yfir eindregnum stuðningi við for- mann Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra um að ekki verði samið umfram þann ramma sem settur var í fjárlögum. Það er yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að sá rammi verði meginregla í Ráðstefna haldin um tækni og jafnrétti Skýrslutæknifélag íslands og Jafnréttisráð hyggjast halda ráð- stefnu um tækni og jafnrétti þ. 17. febrúar nk. að Hótel Esju. Ráðstefn- an stendur frá kl. 13.00—18.00 e.h. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar eru áhrif tæknibreytingar á vinnumarkaðinn með sérstöku til- liti til jafnréttis kynjanna. Eftir ávarp félagsmálaráðherra verða erindi haldin um stöðuna í atvinnumálum m.t.t. jafnréttis, áhrif tæknibreytingar hjá ein- stökum fyrirtækjum og stöðu og stefnu í tæknivæðingarmálum hjá Sambandi ísl. bankamanna. Eftir kaffihlé munu fulltrúar aðila vinnumarkaðarins og stjórn- málaflokkanna segja frá stefnum þeirra í málum þessum. Kynning á verkum Rúnu í Gallerí Langbrók Hinn 13. þessa mánaðar hófst kynning á verkum Rúnu, (Sigrúnar Guðjónsdóttur) í Gallerí Langbrók. Þar eru til sýnis og sölu leir- myndir, teikningar og veggdiskar, allt unnið á síðastliðnum tveimur árum. „Við kjósum að kalla þetta kynningu fremur en sýningu," sagði Rúna í spjalli við blm. Mbl., daginn eftir að kynning á verkum hennar hófst. „Kynningar af þessu tagi eru nýbreytni hjá okkur Langbrókum, en í þeim felst, að ein listakona — eða ein Langbrók réttara sagt — sýnir verk sín í fremsta sal gallerísins." Gallerí Langbrók er opið virka daga frá klukkan 12—18, og verð- ur sýning Rúnu einnig opin helg- ina 18.—19. febrúar frá kl. 14—18. Sigrún Guðjónsdóttir í Gallerý Langbrók, þar sem kynning á verkum hennar stendur nú yfir. komandi kjarasamningum og svigrúmið nýtt til að bæta kjör þeirra sem lökust hafa kjörin. Baráttunni við verðbólguna er ekki lokið, þvert á móti er hún á mjög viðkvæmu stigi og það væri ábyrgðarleysi gagnvart kjósend- um að láta óraunhæfa samninga hleypa af stað nýrri verðbólgu- skriðu. Stjórn Heimdallar minnir á reynsluna frá ríkisstjórn sömu flokka 1974—1978. Á miðju ári 1977 þegar árangur hafði náðst í efnahagsmálum, þá var gefið eftir, þrýstihóparnir tóku völdin og ný holskefla verðbólgu skall á. Stjórnarflokkarnir guldu afhroð í næstu kosningum og vinstri flokk- arnir tóku við stjórnartaumunum með afleiðingum sem allir þekkja og vilja ekki upplifa aftur. Stjórn Heimdallar telur því yfirlýsingar þeirra Steingríms Hermannsson- ar og Sverris Hermannssonar um að hugsanlega megi slaka á eða gefa eftir í baráttunni við verð- bólguna bæði þýðingarlausar og hættulegar og til þess fallnar að veikja traust almennings á ríkis- stjórninni. Stjórn Heimdallar vonar að ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins beri gæfu til að fylgja eftir þeim árangri sem náðst hef- ur því reynslan sýnir að þeir verða metnir fyrir staðfestu en refsað fyrir eftirgjöf og undanlátssemi. Ráðherrar eru kjörnir til að stjórna landinu en ekki til að láta aðra stjórna fyrir sig. Þorsteinn Pálsson og Albert Guðmundsson hafa sýnt gott fordæmi með því að vilja fylgja fast eftir settum markmiðum og standa og falla með þeim. Þannig eiga stjórn- málamenn að starfa og því ber að fagna." Akureyri: Fundur Síðastliðið haust var í Reykjavík stofnuð framkvæmdanefnd um launamál kvenna á vinnumarkaði. Við skipan í nefndina var reynt að tryggja, að sem flestar konur ættu óbeinan fulltrúa, án tillits til stjórn- málaskoðana, starfa eða búsetu. Markmið nefndarinnar er að ná fram úrbótum í launamálum kvenna. Sérstök áhersla verði lögð á launajafnrétti kynjanna á vinnu- markaðinum, og með konum al- Afhenti gjöf frá Minnesotaháskóla MJÖG GÓÐ samvinna hefur tekist milli Háskóla íslands og Minnesota-háskóla í Minneapol- is. Á 70 ára afmæli Háskóla ís- lands bauð rektor Háskóla ís- lands rektor Minnesota-háskóla, Peter Magrath, og frú að vera viðstödd hátíðahöldin. í framhaldi af því var undir- ritaður samningur milli há- skólanna um skipti á kennur- um og nemendum svo og sam- vinnu á ýmsum sviðum. Fullbright-stofnunin á ís- landi hefur stuðlað að því að koma á þessum samskiptum og aðstoðað við að hrinda sam- ningum í framkvæmd. Þegar forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heimsótti Bandaríkin á sýninguna Scandinavia Today, bauð rekt- or Minnesota-háskóla henni sérstaklega í heimsókn. í framhaldi af því styrkti Bandaríkjastjórn samskipti háskólanna með upphæð sem nemur $50.000. Aðaltengiliður háskólanna við þá styrkveit- ingu var Carol Pazandak, að- stoðarmaður rektors Minne- sota-háskóla. Hún kennir nú við Háskóla Islands náms- ráðgjöf skv. samningnum. Hún afhenti forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, gjöf frá rekt- or Minnesota-háskóla á Bessa- stöðum fösudaginn 10. febrúar sl., að viðstöddum rektor Há- skóla íslands, dr. Guðmundi Magnússyni, og fleiri gestum. Frú Pazandak lét þess sér- staklega getið við þetta tæki- færi, hversu ánægjulegt það væri að vinna að auknum tengslum háskólanna og hversu þýðingarmikil hin vel- heppnaða ferð forseta íslands til Bandaríkjanna hefði verið í þessu sambandi. (Frétt frá Háskóla fslands.) um kjör kvenna mennt myndist samstaða um þessi mál. I framhaldi af því starfi, sem unnið hefur verið undanfarið, er ákveðið að efna til funda víðsveg- ar um landið, laugardaginn, 18. febrúar 1984. Á Akureyri, verður fundurinn haldinn á Hótel KEA kl. 14.00. Þar munu Gerður Stein- þórsdóttir og Sigríður Skarphéð- insdóttir kynna starf nefndarinn- ar og niðurstöður úr því. Karolína Stefánsdóttir og Valgerður Magn- úsdóttir skýra frá könnun, sem nýlega var gerð á Akureyri, á veg- um jafnréttisnefndar Akureyrar. Elín Antonsdóttir sér um skemmtiatriði. Fundarstjóri verð- ur Þóra Hjaltadóttir. Allt áhugafólk um kjör kvenna á vinnumarkaði er eindregið hvatt til að koma á fundinn. (FrétUtilkynning) Þegar ædið rann á hundinn Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓHÖLLIN: CUJO Leikstjórn: Lewis Teague. Tónlist: David Bernstein. Handrit byggt á metsölubók eftir Stephen King. Aðalhlutverk: Dee Wallace, (’hrist- opher Stone, Daniel Hugh-Kelly, Danny Pintauro, Ed Lauter. Bandarísk, frá Orion, gerð 1983. Cujo er byggð á einni af met- sölubókum Stephen Kings, sem er mesta hrollvekjuskáld okkar tíma. Að þessu sinni fæst hann við efni sem ætti að geta gerst í raunveruleikanum, hér eru eng- in yfirnáttúruleg öfl að verki, heldur er það stór og mikill St. Bernhards-hundur, sýktur af hundaæði, Cujo að nafni, sem terroriserar söguhetjurnar. í upphafi fylgjumst við með því er þessi boldangsskepna verður fyrir árás leðurblaka, sem eru einir mestu smitberar hundaæðis í N-Ameríku. Þetta vinalega dýr, sem allir unna, tekur sjúkdóminn og breytist á skömmum tíma úr sauðmein- lausum heimilisvini í fársjúkt óargadýr sem engu eirir. Myndin gerist í smábæ á Nýja-Englandi (líkt og flestar sögur Kings) og kemur hann hnútunum þannig fyrir, að Cujo sest um líf móður og sjö ára gamals sonar hennar þar sem þau sitja einangruð dögum sam- an í biluðum bíl utan við af- skekkt bílaverkstæði. Þá þegar hafði Cujo gengið af eiganda sín- um, bifvélavirkjanum, dauðum. Efnið býður upp á mikla spennu og sálarangist þar sem litli drengurinn verður leik- soppur þessara hörmulegu að- stæðna og ekki verður annað sagt en að höfundur myndarinn- ar hafi verið bókinni trúr. Þá getur útkoman ekki orðið annað en hörkuspennandi þriller sem gerir áhorfendur hálf-tauga- veiklaða þegar mest gengur á. Auk trúnaðarins við gott myndefni er ýmislegt fleira sem skipar Cujo í flokk góðra spennu- mynda. Ber- fyrst að geta hunds- ins sjálfs, en það er með miklum ólíkindum hverju hefur tekist að ná út úr þessari greindu skepnu. Hann hreinlega umturnast fyrir augunum á okkur (förðunar- handbragðið er mjög gott), úr gæfum barnavini í eitt af meiri- háttar óargadýrum kvikmynda- sögunnar. Cujo heldur svo sann- arlega athygli manns þegar hann er viðriðinn atburðarásina. Af mennskum leikurum ber að geta Danny Pintauro í sínu fvrsta hlutverki, hins sjö ára Tads, og Dee Wallace (E.T.) í hlutverki móður hans. Aðrir OlWlH'CnBlJnciuuuimJiuuniiiiniJULJniniiniiJiuJHiMiuxnon Mæðginin langþreytt og örvingluð eftir hatrammar árásir Cujo. leikarar sleppa þokkalega frá sínu. Tónlist, taka og einkum klipp- ing eru í góðu meðallagi, helst mætti finna að handritinu. Það er fyrst og fremst stílað upp á -,ln‘lMl)i i-i-iv)'ii.",'|j'f" .( I i' i spennuna en minni rækt lögð við persónurnar. En Teague hefur tekist vel að ná endum saman svo útkoman verður hinn ágæt- asta afþreying, trú hinni skemmtilegu spennubók Kings. — -' ... ■' VOH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.