Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 Frá undirritun samningsins: f fremri röð frá vinstri: Sveinn Jónsson, Davíð Oddsson og Kolbeinn Pálsson. í aftari röð: Björn Friðfinnsson frá Reykjavíkurborg, Guðmundur Pétursson frá KR, Hjörtur Hansson frá KR og Ómar Einarsson frá /Eskulýðsráði Reykjavíkur. Rvíkurborg gerir samning við Knattspyrnufélag Reykjavfkur: KR byggir félagsmiðstöð Borgin greiöir fyrirfram húsaleigu í 27 ár UNDIRRITAÐUR var í Reykjavík sl. mánudag leigu- og samstarfssamning- ur á milli Knattspyrnufélags Reykja- víkur og Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Æskulýðsráðs Reykjavfkur, að því er segir í fréttatilkynningu frá Æskulýðsráði: Þá segir í frétt Æskulýðsráðs: f samningnum er kveðið á um að KR byggi 867 m2 félagsmiðstöð við Frostaskjól í Reykjavík og að Æskulýðsráð Reykjavíkur taki á leigu 555 m2 af húsnæðinu, sem er öll efri hæð hússins ásamt inngangi á neðri hæð. Reykjavíkurborg greiðir KR húsaleiguna fyrirfram á árunum 1984—1986, alls 9 millj. kr., og er leigutími ákveðinn um 27 ár. Starfsemi sú er rekin verður í húsnæði því sem samningurinn tek- ur til miðast við það að um sé að ræða almenna félagsmiðstöð á veg- um Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Höfuðáhersla verður lögð á beint starf með börnum og unglingum og húsnæðisaðstöðu fyrir hvers konar félög og samtök á starfssvæði miðstöðvarinnar. Samninginn undirrituðu Davíð Oddsson, borgarstjóri, Sveinn Jónsson, formaður Knattspyrnufé- lags Reykjavíkur, og Kolbeinn Pálsson, formaður Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Flutningar Akraborgarinnar 1983: Fleiri farþegar þrátt fyrir samdrátt yfir sumartímann Akranesi, 14. febniar. FARÞEGAFLUTNINGAR ms. Akraborgar gengu vel á síðasta ári þrátt fyrir rnikinn samdrátt yfir sumartímann, sem að öllu jöfnu er aðalflutn- ingatími skipsins. Alls voru farnar 3.004 ferðir og flutti skipið í þeim 249.524 farþega. Þar af 78.739 gangandi farþega og farþegar í bílum voru 170.785. Árið 1982 fór skipið 2.970 ferðir og flutti í þeim 248.737 farþega. Þá voru gangandi farþegar 75.647 og farþegar í bílum 173.090. Tölur þessar eru athyglisverðar vegna þess, að yfir sumartímann varð umtalsverður samdráttur í far- þegaflutningunum eða um rösk 20% milli áranna 1982 og 1983. Ástæður má eflaust rekja til slæms tíðarfars síðastliðið sumar, sem dró úr ferðalögum fólks. Aðeins samdráttur varð í bif- reiðaflutningum milli ára. Alls voru fluttar 68.314 bifreiðir, þar af 7.027 flutningabifreiðir 1983. Árið 1982 var heildarbifreiðaflutning- urinn 69.236, þar af 5.789 flutn- ingabifreiðir. Athyglisvert er að fjöldi flutningabifreiða hefur stór- aukizt milli ára eða um 21%. Sér- stök vetrarfargjöld voru tekin upp í byrjun nóvembermánaðar síð- astliðins fyrir flutningabifreiðir og varð mikil aukning í flutningi þeirra í nóvember og desember eða um 30%. Eldri Akraborgin liggur enn bundin í Akraneshöfn og ekkert virðist benda til þess, að hún verði seld á næstunni. Um tíma leit út fyrir að hún væri seld, en aftur- kippur kom í það mál. Skipið hef- ur verið á söluskrá í tæp tvö ár og að sögn berast Skallagrími hf. af og til fyrirspurnir um skipið. í lok þessa mánaðar er gert ráð fyrir að Akraborg fari í slipp til botn- hreinsunar og annars viðhalds og mun þá gamla skipið væntanlega verða notað í siglingar á meðan. — J.G. Reykjavíkurborg: 50 lóðum úthlut- að frá áramótum TÆPLEGA 50 byggingarlóðum hef- ur verið úthlutað af borgaryfirvöld- um frá áramótum, en einkum eru lóðir þessar á hinu nýja byggingar- svæði borgarinnar við Grafarvog, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Davíð Oddssyni, borgar- stjóra. Nefndi borgarstjóri að á síðasta fundi borgarráðs hefði 6 lóðum verið úthlutað og nokkru áður tæplega 30 lóðum. Kvaðst Davíð Oddsson borgarstjóri vera hissa á þessari eftirspurn á þessum tíma árs, og ekki síst vegna þess að lóð- ir þessar hefðu ekkert verið aug- lýstar. Sagði hann að ekki hefði áður verið svo mikil eftirspurn eftir lóðum svo snemma árs, og sýndi það hve mikinn áhuga menn hefðu á þessu byggingarsvæði. „Nú eru menn farnir að átta sig á þessari nýju staðreynd, sem er hin mikilvæga, að nú ganga menn inn og fá þær lóðir sem þeir vilja og geta þess vegna stýrt sínum áformum," sagði Davíð. „Þetta er mjög góð þróun og sýnir það að þeir menn sem voru með neikvæðar óskir og spádóma í þessum efnum, hafa ekki haft rétt fyrir sér, nema síður sé,“ sagði Davíð Oddsson. Verðlækkun á sumarferðum Samvinnuferða-Landsýnar Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar (t.v.), og Gunnar Steinn Pálsson hjá Auglýsingaþjónustunni, sem sér um auglýsingar fyrir ferðaskrifstofuna. Morpinbiiðió/KEE. Ýmsar nýjung- ar í boði fyrir næsta sumar SUMARFERÐIR Samvinnuferða- Landsýnar í ár eru allar á lægra verði eða óbreyttu frá því sem var á sl. sumri. Nemur verðlækkunin allt að 13%, t.d. á Rimini-ferðun- um, og 11% lækkun er á ferðum til dvalar í sumarhúsum í Danmörku, segir í frétt frá ferðaskrifstofunni. Að'sögn Helga Jóhannssonar, framkvæmdastjóra, er lækkunin einkum til komin vegna hagstæðra samninga erlendis og afnáms ferðamannaskatts á gjaldeyri, auk þess sem verði er gagngert haldið niðri til að koma til móts við fólk á þessum erfiðu tímum, eins og Helgi orðaði það. Sagði Helgi að þessi lækkun markaði tímamót, því undanfarin þrjú ár hefði hækkun á milli ára verið í kring- um 80%. Helgi sagði að Samvinnuferðir- Landsýn hefðu fleiri ánægjufrétt- ir að færa viðskiptavinum sínum: Áfram yrði boðið upp á ókeypis innanlandsflug til að tryggja öll- um landsmönnum sama verð í helstu hópferðir ferðaskrifstof- unnar. Þá er aðildarafslátturinn nú 1600 krónur fyrir hvern félaga, maka hans og börn á aldrinum tveggja til tólf ára. Sérstök ferða- velta býðst öllum farþegum Sam- vinnuferða-Landsýnar í Sam- vinnubankanum og Alþýðubank- anum og loks tryggja SL-kjörin fast verð á öllum ferðum í réttu hlutfalli við innborgun fyrir 1. júní. í verðlista sem fylgir með sumarbæklingnum 1984 eru tekin dæmi um ferðakostnað fjögurra manna fjölskyldu sem njóta aðild- arfélagsafsláttar. Kostnaður á hvern farþega til Rimini er kr. 16.500, til sæluhúsa í Hollandi kr. 12.966, sumarhúsa í Danmörku kr. 11.900 og í „Flug og bíll“ til Kaup- mannahafnar kr. 9.000. í öllum til- fellum er þá miðað við 3ja vikna ferðir í lok júnímánaðar. Ferðaáætlun fyrir 1984 í nýrri ferðaáætlun Samvinnu- ferða-Landsýnar fyrir árið 1984 eru kynntar hópferðir til áfanga- staða í Evrópu og víðar. Áfram verður efnt til ferða til Rimini, sumarhúsa í Danmörku, sæluhúsa í Hollandi, til Grikklands, Júgó- slavíu, Kanada og fleiri staða. f boði verða rútuferðir um Evrópu og orlofsferðir fyrir aldraða, sem ná jafnt til Júgóslavíu og íslands. Ein ferð verður farin til Sovétríkj- anna í haust. Á meðal helstu nýjunga má nefna nýjan áfangastað í Hol- landi, sæluhúsin í Kempervennen. Þar er um að ræða svipuð hús og svipaða aðstöðu og boðið var upp á í Eemhof á sl. sumri, en Kemper- vennen-svæðið er þó töluvert stærra og sundlaugin þar er t.d. talin stærsta yfirbyggða sund- laugin í Évrópu. Ferðir til Eemhof eru einnig á dagskránni og nú þeg- ar eru nokkrar ferðir til sæluhús- anna í Hollandi uppseldar. í Júgóslavíu er auk Portoroz boðið upp á nýjan áfangastað, Du- brovnik, sem gjarnan er nefndur perla Adriahafsins og víða um Evrópu er nú boðið upp á gistingu í sumaróðulum, m.a. á frönsku Rivierunni, í Portúgal, á Costa Brava og víðar. Þá leggur ferðaskrifstofan mikla áherslu á þjónustu við þá sem vilja aka um Evrópu. Þeir sem kaupa „Flug og bíl“ hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn fá marg- víslegt veganesti sem ekki hefur boðist áður, m.a. tvær fullkomnar vegahandbækur með gagnlegum upplýsingum um akstursleiðir, gististaði o.fl. Upplýsingar um sumarferðir Samvinnuferða-Landsýnar er að finna í nýútkomnum 40 síðna bæklingi, sem fæst afhentur á skrifstofunni í Reykjavík og hjá umboðsmönnum úti á landi. Með bæklingnum er dreift sérstöku ferðahappdrættisdagatali. Daga- tölin eru númeruð og einu sinni í hverjum ársfjórðungi er dregið um vinningshafa. í vinninga eru ferðir fyrir alla fjölskylduna til Rimini, sæluhúsa í Hollandi, í „Flug og bíl“ frá Kaupmannahöfn og helgarferð fyrir tvo til Amst- erdam. Auk þess geta menn fengið að láni á skrifstofunni í Reykjavík 22ja mínútna langa kynningar- kvikmynd á myndbandi til skoð- unar í heimahúsum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.