Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR17. FEBRÚAR 1984 Byggingarsaga Fjalakattarins. 1979 H.S. Byggingarsaga Fjalakattarins, rakin eftir fundargerðum Bygginganefndar Reykjavíkur. (Teikn.: Hjörleifur Stefánsson arkitekt). Grjótaþorpið og Fjalakötturinn eftir Karl Gunnarsson Að undanförnu hafa Grjóta- þorpið og framtíð þess verið til umræðu í blöðum og er það vel. Við íbúar í Grjótaþorpi viljum gjarnan leggja orð í belg því óneit- anlega snertir málið okkur tals- vert. Grjótaþorpið er eina heillega hverfið frá því um aldamótin sem enn stendur í Reykjavík. Elsta húsið í Grjótaþorpi sem reyndar er einnig elsta húsið í Reykjavík er byggt 1752, það er Silla og Valda búðin gamla, Aðalstræti 10. Tvö önnur hús í þorpinu eru byggð að hluta til á svipuðum tíma, þau eru húsin Aðalstræti 8, „Fjala- kötturinn", og Aðalstræti 16, en partar af þeim húsum eru úr „Inn- réttingum" Skúla Magnússonar. Á síðustu árum hefur sú ánægjulega hugarfarsbreyting orðið að í stað þess að rífa gömlu húsin og byggja verslunar- og skrifstofuhallir úr gleri og steini vilja menn nú endurbyggja gömlu húsin í þorpinu og leyfa þeim að standa á sínum stað. Samkvæmt þeirri skipulagstillögu sem var samþykkt í borgarstjórn 1981 er gert ráð fyrir að Grjótaþorp verði íbúðarhverfi, að flest gömlu hús- anna fái að standa og jafnvel að gömul hús verði flutt að á auðar lóðir í þorpinu. Reykjavíkurborg hefur nú þegar selt nokkur af hús- um sínum í Grjótaþorpi með þeim ákvæðum að þau verði endurbyggð í samræmi við þær varðveislu- hugmyndir sem settar eru fram f skipulagstillögunni. Nú þegar er byrjað að endurbyggja allmörg hús í þorpinu og m.a. er Reykja- víkurborg byrjuð að endurbyggja eitt af sínum húsum, Grjótagötu 4. Eitt allra merkilegasta húsið f Grjótaþorpi er Fjalakötturinn. Hann er merkilegur fyrir margra hluta sakir. í fyrsta lagi er hann að hluta til eitt elsta húsið í Reykjavík. f öðru lagi er í húsinu fyrsta leikhúsið á landinu, leik- húsinu var síðar breytt i kvikmyndasal og er hann talinn vera sá elsti sem varðveist hefur í Evrópu og e.t.v. í heiminum. í þriðja lagi er byggingarsaga hús- sins einstök. Fjalakötturinn er byggður upp úr fjölmörgum smá- húsum sem hvert hafði sínu hlut- „Það væri óbætanlegt tjón ef Fjalakötturinn yrði rifinn. Húsið hefur mikið menningarsögu- legt gildi og er órjúfan- legur hluti af umhverfi sínu.“ verki að gegna. Eitt var verslun, annað skemma, þá voru þar einnig hesthús, fjós, hlaða og leikhús. Allt var þetta svo sameinað í eitt hús árið 1896 og þá sett glerþak yfir portið sem er í miðju húsinu. Stærstan hluta hússins byggði Walgarð 0. Breiðfjörð, allt nema neðstu hæðina Aðalstrætismegin. Walgarð var litrík persóna í bæj- arlífi Reykjavíkur um aldamótin. Hann gaf út bæjarmálablaðið Reykvíking, gerði út fyrsta ís- lenska togarann og verslaði með byggingavörur. óhætt er að segja að hann hafi verið stórhuga at- hafnamaður og ber Fjalaköttur- inn þess greinileg merki. Nú er framtíð Fjalakattarins til umræðu hjá borgaryfirvöldum vegna beiðni eigenda um leyfi til að rífa húsið. Það væri óbætanlegt tjón ef Fjalakötturinn yrði rifinn. Húsið hefur mikið menningar- sögulegt gildi og er órjúfanlegur hluti af umhverfi sínu. Hann er hluti af Grjótaþorpinu og það væri skaði fyrir það uppbygg- ingar- og varðveislustarf sem þar er unnið ef hann yrði látinn hverfa. Um það hvernig best væri að standa að varðveislu Fjalakatt- arins verður hér látið liggja milli hluta, en ýmsar hugmyndir hafa þó komið fram. Við leggjum hins vegar áherslu á að við viljum að húsið verði endurbyggt og að það fái hlutverk sem hæfir sögu þess. Þess má að lokum geta að í til- lögunni um skipulag kvosarinnar sem borgarstjóri lét vinna nú ný- lega er gert ráð fyrir að Fjalakött- urinn fái að standa á sínum stað við hliðina á ráðhúsi borgarinnar. Karl Gunnarsson er líffræðingur og vinnur hjá Hafrannsóknarstofn- un. Nauðvörn Jóns Óttars eftir Halldór Kristjánsson Jón Óttar segir í Mbl. í dag að ég vilji gera honum upp þá skoðun að vilja fá hingað ódýran bjór. í framhaldi af því segir hann: „Gallinn er sá, að ég hef aldrei barist fyrir ódýrum bjór á íslandi, heldur þvert á móti dýrum bjór og iéttum vínum og ennþá dýrari sterkum drykkjum." Orðið dýrt er nokkuð óljóst og segir út af fyrir sig ekki mikið. En með þessum orðum viðurkennir Jón Óttar að hann vilji hafa ölið ódýrt í hlutfalli við brennivín, „ennþá dýrari" sterka drykki, tal- ar hann um. Satt að segja skil ég ekki hvað Jón Óttar á við með verðstýringu sem beini neyslunni að öli ef hann vill ekki hafa ölið ódýrt í saman- burði við brennivínið. Hann segir líka sjálfur, „að hvert gramm af vínanda verði hlutfallslega hærra í sterku drykkjunum til að beina neyslunni frá þeim." Þegar Jón Óttar ber mér á brýn „fölsun eða flónsku" í sambandi við þetta efast ég um að hann skilji sjálfan sig. Svo mætti spyrja hvað væri að- alatriði þessara mála frá hans sjónarmiði. Rökræður um alvörumál má hann mín vegna kalla „starfsað- ferðir áflogahunda lesendadálk- anna“. Verkið lofar meistarann. 15. febrúar 1984, Visitasia í Áskirkju Á SUNNUDAGINN kemur, þann 19. febrúar, mun séra Ólafur Skúlason, dómprófastur visitera Ássöfnuð. Hefst visitasian með messu kl. 14, þar sem dómprófastur prédikar, en sóknar- presturinn, séra Árni Bergur Sigur- björnsson, þjónar fyrir altari. Að guðsþjónustunni lokinni hefst fundur dómprófasts með sóknar- nefnd, sóknarpresti og öðrum for- ystumönnum sóknarinnar, svo og þeim öðrum, sem áhuga hafa á að taka þátt í þeim þáttum slíkrar heimsóknar, sem þá eiga sér stað. En auk þess sem nákvæm skrá er gerð yfir allar eignir sóknarinnar, er rætt um safnaðarstarfið og kirkjumál al- mennt. Spegilsmálið er ritfrelsismál eftir Þórarin Eldjárn Spegilsmálið svonefnda hefur nokkuð verið á dagskrá að undan- förnu, ekki síst eftir að félags- fundur í Rithöfundasambandi Is- lands 9. febrúar sl. samþykkti ein- róma að víta vinnubrögð saksókn- ara ríkisins við haldlagningu 2. tbl. Spegilsins í júní 1983. Eitt alvarlegasta atriði í þessu máli er staðfesting Hæstaréttar á því, 25. júlí 1983, að saksóknari hafi farið rétt að. Þar með hefur Hæstiréttur úrskurðað að sak- sóknara sé í raun og veru leyfilegt að lyfta símtóli og senda lögregl- una til að leggja hald á hvert það prentað mál sem honum sjálfum sýnist, án þess að leita úrskurðar dómara fyrst og án formlegrar kæru fyrr en saksóknara sjálfum þóknast. Ég fullyrði að vinnubrögð af þessu tagi yrðu hvergi þoluð í nágrannalöndum okkar. Það eitt að leggja hald á prentað má| eða gera það upptækt þykir í ritfrels- islöndum svo alvarleg aðgerð að ákæruvaldið fer ekki út í slíkt nema það sé talið ákaflega brýnt og gætt sé í hvívetna réttaröryggis þeirra höfunda eða útgefenda sem fyrir slíku verða. Símtals- og rassíuaðferðin sem Hæstiréttur Islendinga hefur lagt blessun sína yfir og úrskurðað rétta er austantjaldsaðferð og brýtur að áliti margra mætra lögfræðinga i bága við ritfrelsis- ákvæði í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Rithöfundar, blaðamenn og út- gefendur og samtök þeirra hafa ekki haldið vöku sinni nægilega vel í þessu máli. Hafa menn látið það viðgangast þegar fjallað er um Spegilsmálið að aðalatriðum málsins sé drepið á dreif með al- gjörlega óviðkomandi karpi um innihaldið í þessu eina tiltekna tölublaði Spegilsins. Þar er deilt um smekk og ósmekk, klám eða ekki klám og jafnvel um Úlfar Þormóðsson, ritstjóra Spegilsins sem persónu, rithöfund, blaða- mann eða útgefanda. En ég vil undirstrika það skýrt og greinilega að umrætt tölublað Spegilsins sjálft skiptir hér engu máli, enda hafa fæstir séð það nema kannski lögreglan. Nei, það er aöferðin við haldlagninguna sem er alvörumálið, ritfrelsismálið. Þeir rithöfundar, blaðamenn og útgefendur sem láta sér fátt um finnast og hafa einungis áhuga á aukaatriðunum, eða eru að velta því fyrir sér hvort Úlfar Þor- móðsson sé frekar rithöfundur, blaðamaður eða útgefandi og hverjum beri því sú illa skylda að þurfa að verja óþverrann, allir þeir sem þessa afstöðu hafa, verða að sætta sig við það í framtíðinni að hægt verði að leggja hald á rit þeirra sjálfra með austantjaldsað- Þórarinn Eldjárn „Þetta er einfaldlega spurning um réttarör- yggi skrifandi manna, að sá sem fyrir hald- lagningu verður fái komiö við vörnum fyrir dómi strax í upphafi máls.“ ferð saksóknara. Þá mega menn um fram allt ekki fara að vola. Hæstiréttur er búinn að gefa for- dæmið og menn fettu ekki fingur út í það á meðan þeir deildu um tippamyndir sem þeir höfðu ekki einu sinni séð. Það var af þessu tilefni sem boðað var til fundarins í Rithöf- undasambandinu þó seint væri. Á fundinum ríkti algjör samstaða um að víta vinnubrögð saksóknara og krefjast þess að löggjöf verði þannig hagað í framtíðinni aö óyggjandi sé að saksóknara leyfist ekki að leggja hald á prentað mál án þess að leita úrskurðar dómara fyrst. Eftir sem áður yrði að sjálf- sögðu öllum sem rit láta frá sér fara skylt að geta ábyrgst þau fyrir dómi. Það er engan veginn verið að fara fram á að hvað sem er megi birta án þess að lögum verði yfir það komið. Þetta er ein- faldlega spurning um réttaröryggi skrifandi manna, að sá sem fyrir haldlagningu verður fái komið við vörnum fyrir dómi strax í upphafi máls. Þeir sem nú vinna að endur- skoðun stjórnarskrárinnar verða að sjá til þess að ákvæði um hald- lagningu eða upptöku prentaðs máls verði ótvírætt orðuð þannig að aðferð saksóknara frá í sumar komi ekki til greina og hæstarétt- ardómurinn sem staðfesti aðferð- ina því marklaus sem fordæmi í framtíðinni. Annars er ritfrelsi á íslandi í hættu. bórarinn Eldjárn er skáld og rit- höfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.