Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 29
Svar við athugasemd Bolungarvík, 15. febrúar. í Morgunblaðinu 14. febrúar sl. var birt athugasemd Kristins H. Gunnarssonar, fulltrúa Al- þýðubandalagsins í bæjarstjórn Bolungarvíkur, vegna fréttar minnar í blaðinu þann 8. febrú- ar. Þykir mér ástæða til að fara nokkrum orðum um áðurnefnda athugasemd. Kristinn vill meina að nokkuð frjálslega sé farið með staðreynd- ir i fréttinni, sem greinir frá fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 26. janúar sl. og framhaldið 2. febrúar sl. Þar sem samþykkt var að leita heimildar til að fækka bæjarfulltrúum úr níu í sjö við næstu bæjarstjórnarkosningar. Þar sem tæpa tvo tíma tók að færa inn greinargerð Kristins í gerðarbók. Þar sem samþykkt var dagskrártillaga frá forseta bæj- arstjórnar þess efnis að greinar- gerðir skuli ekki færðar til bókar. (Þó er þess ekki getið að Kristinn greiddi þessari tillögu atkvæði sitt og samþykkti ásamt meiri- hluta bæjarstjórnar að aðeins yrði sent út með fundarboði það sem í gerðabók er skráð.) Þessi atriði fundarins voru að mínu mati fréttnæmust. Þetta eru staðreyndir og ég mótmæli því að frjálslega sé farið með þær. Kristinn lætur að því liggja að ég geri lítið úr skriftarhraða fundarritara, þar sem greinar- gerð hans hafi einungis verið ein vélrituð síða. Ég vil í því sam- bandi benda á að greinargerð Kristins var meira en ein vélrituð síða, það geta menn kynnt sér í fundargerðabók bæjarstjórnar. Þykir mér hann þar fara frjáls- lega með staðreyndir. Kristinn getur þess í lokin að ég hafi að engu það sem hann kallar klofning í meirihlutanum. Ég tel það ekki fréttnæmt að menn hafi sjálfstæðar skoðanir, hins vegar veit ég að slíkt er for- boðið í flokki Kristins. Ég vek hins vegar athygli á því að í frétt- inni nefni ég meirihluta bæjar- fulltrúa, en ekki meirihluta bæj- arstjórnar. Stór hluti athuga- semdar Kristins fjallar hins veg- ar um ágreining hans við meiri- hlutann og er fréttinni óviðkom- andi. Niðurstaða mín er því sú að í raun hafi ekkert tilefni verið hjá Kristni til athugasemda, nema ef vera skyldi að fá nafn sitt birt í virtu og víðlesnu dagblaði. Ég vil svo taka það fram að lokum að ég tel tíma mínum og síðum Morg- unblaðsins betur varið til að sinna fréttaflutningi úr byggðar- laginu, heldur en að svara hár- togunum Kristins Gunnarssonar. Gunnar Hallsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Bolungarvík. Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! GOÐUR ODYR LIPUR SÆLL AFBRAGÐ Opnum kl. 11.30 SÝNISHORN ÚR MATSEÐLI Flæskesteg Rifjasteik að dönskum hætti ARÞIARHÓLL Hvíldarstaður 1 hádegi höll að kveldi Velkomin OCTAVO 06.06

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.