Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 15 „Ég trúi á mátt upplýsingarinnar" Ljósm. Mbl. KKK. „Adalatriðiö er aö týna ekki sögu sinni og menningu," segir Mari Kollandsrud, arkitekt frá Osló, sem stödd er hér á landi um þessar mundir í boöi Nor- ræna hússins og Árbæjarsafns. Hún er framkvæmdastjóri For- tidsminneforeningen, sem eru heildarsamtök félaga áhuga- manna um verndun fornminja í Noregi. Hún hefur undanfarna daga haldiö erindi hér á landi um verndun húsa í Noregi sem og um varðveislu gamalla trjáa og framhald af átakinu „Plant et tre“ sem hún stóö fyrir árið 1977. Við gefum henni orðið: „Þessi samtök okkar eru ein elstu umhverfisverndarsamtök í Norður-Evrópu, en þau voru stofnuð árið 1844. Þá var sterk þjóðernishreyfing í Noregi eftir að við losnuðum úr sambandi við Svíþjóð og allt menningarstarf blómstraöi. Það má segja, að það sem skilur okkar starfsemi frá svipaðri starfsemi annarra þjóða megi kannski rekja til þess, að embætti þjóðminjavarð- ar í Noregi var ekki formlega stofnað fyrr en árið 1912. Fram að þeim tíma var það Fortids- minneforeningen sem sá um verndun og viðhald allra þjóð- minja í landinu og hafði mann á launum frá ríkinu við starfann. Síðan hafa samtökin starfað sem áhugamannahópur og við höfum helgað okkur þjóðminjum sem ekki falla undir embætti þjóð- minjavarðar. Hvarvetna er - segir Mari Kol- landsrud, arkitekt frá Osló, sem er hér á landi í boði Norræna safnsins og Arbæjarsafns fjöldinn allur af minjum sem ekki er friðaður, en sem að okkar mati verður að varðveita", segir Mari Kollandsrud. En hvernig er starfseminni háttað? Við höfum þann háttinn á, að við erum fjögur fastráðin við að- aldeildina í Osló, en síðan höfum við 20 deildir víða um land þar sem áhugamenn starfa kaup- laust. Það má náttúrulega segja, að þær eru ekki allar jafn af- kastamiklar, en ég tel að allir geri sitt besta. Fólk hefur mis- mikinn tíma til starfa sem þess- ara. Síðan gefum við út tímaritið Fortidsvern fjórum sinnum á ári og sendum til allra félaga okkar. Þar reynum við að miðla sem mest af upplýsingum því við telj- um að með því náum við til flestra. í blaðinu er fjallaö um minjar, gömul vinnubrögð og þar eru gefnar leiðbeiningar um viðhald og endurnýjun gamalla húsa. Ég trúi á mátt upplýs- ingarinnar í þessu sambandi. Hvernig fjármagniö þiö starf- semina? „Nú, í samtökunum eru um 6000 manns sem borga fast ár- gjald og síðan fáum við ríkis- styrk. Við leggjum mikla áherslu á að varðveita þær 36 eignir sem samtökin eiga sjálf, en þar á meðal eru 8 af 32 stafkirkjum sem eftir eru í Noregi. Fáum við góða hugmynd getum við einnig sótt um styrki til norska menn- ingarmálaráðsins. Það höfum við nokkrum sinnum gert og hef- ur það gefið góða raun. Við gáf- um t.d. nýverið út upplýsinga- bækling um glugga fyrr og nú með aðstoð þess, sem vakið hefur feikilega mikla athygli. Við reynum að miðla upplýsingum á þann hátt að þær verði skemmti- legar og höfum tekið eftir að starf okkar er farið að bera árangur. Ef við viljum fá fólk með verðum við að geta gefið góð ráð. Fólk hefur í raun áhuga, allt sem það vantar eru upplýsingar. Varðandi viðhald á eignum okkar, þá fáum við styrki frá ríkinu — slíkt höfum við ekki fjárhagslegt bolmagn til að framkvæma." Þiö beitiö ykkur fyrir varöveislu á fleiri hlutum en húsum og híbýl- um? „Já, við höfum beitt okkur fyrir endurgerð gamalla skipa, brúa og vega. Við teljum að öll þau spor sem maðurinn hefur skilið eftir sig hafi þýðingu fyrir nútímann, jafnt sem framtíðina. Það er þá annað hvort vegna þess að um er að ræða fallega Mari Kollandsrud, arkitekt frá Osló. hluti eða eitthvað sem hefur sagnfræðilegt gildi." Þú flytur einnig fyrirlestra hjá Skógræktarfélagi Islands og Félagi landslagsarkitekta meðan á dvöl þinni stendur hér? „Það kemur til vegna þess að ég hef í mörg ár verið félagi í norska garðyrkjufélaginu. Við fengum þá hugmynd að koma af stað hreyfingu sem við kölluðum „Plant et tre“ árið 1977 og lét ég þá tala mig inn á að taka að mér að stjórna því fyrirtæki. Það hafði ég þó í rauninni aldrei ætl- að mér, enda haft meira en nóg að gera þau fimm ár sem ég hef starfað hjá Fortidsminneforen- ingen. Það kann að hljóma ein- kennilega í eyrum íslendinga að Norðmenn takist á hendur svo markvissa gróðursetningu trjáa, en tilgangurinn var sá að fá fleiri tré og meiri gróður í borgir og bæi. Af skógum höfum við nóg, en okkar draumur var að fá fólk til að hugsa jafn mikið um trjágróður við byggingu húsa sinna og almennar rörlagnir. Þetta gekk það vel að við vitum um 200.000 tré sem voru gróð- ursett fyrir okkar tilstilli. Við stofnuðum síðar félag sem við köllum „Treets venner" og gefum í sambandi við það út upplýs- ingablað um tré og trjágróður. Varðandi ísland dettur mér í hug í þessu sambandi, að ég hef alltaf heyrt að hér væru engin tré. Ég get hins vegar ekki séð annað en þið íslendingar hafið verið leiknir í því að græða upp í kringum ykkur. Aðalatriðið er bara að gefast ekki upp,“ sagði þessi hressilega og afkastamikla kona að lokum. Höfðaströnd: Snjóa hefur tekið upp - mikil svellalög Bc í Höíiaströnd, 16. febrúar. ÞÓ ÞENNAN dag sé aðeins sunn- ankaldi og hlýindi, þá hefur und- anfarið verið stórviðri á suðri og suðvestri, en ekki hefur rignt mik- ið. Snjóa hefur þó mikið tekið upp, sem að okkar mati hafa oft verið meiri. Svellalög eru þó tölu- verð, en aðalvegir að verða auðir. Á Hofsósi er byrjað á skel- veiði og hvað sem framhaldið verður þá vantar frekar fólk til vinnu á staðnum. Togarar á Sauðárkróki hafa fiskað vel að undanförnu og hefur því at- vinna í frystihúsunum verið með betra móti. Skemmtanatími héraðsins er nú með mesta móti og má segja að þorrablót séu haldin í hérað- inu tvisvar í viku og þau sækja aldnir sem ungir og skemmta sér vel saman. Er þetta að verða gamall siður, eða frá 1887, að fyrsta þorrablót mun hafa verið haldið að Hólum í Hjaltadal, þó með nokkru öðru sniði en nú er. Fólkinu líður vel og unir vel við sitt. Björn í Bæ. I A AP BILASIMANUM. VERÐ AÐEINS KR.57.500- Vegna breytinga á tollalögum getum viö nú boðið AP 2000 bílasímann á stórlækkuðu verði. AP 2000 bílasíminn hefur nú þegar sannað ágæti sitt við íslenskar aðstæður og viðhaldsþjónusta Heimilistækja er sú traustasta á landinu. AP 2000 er til á lager, til afgreiðslu strax. Við erum sveigjanlegir í samningum. 0 Heimilistæki hf SÆTÚNI 8-S: 27500 OOTT FOLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.