Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 Gatnakerflð í bæjarskipulagi eftir Einar B. Pálsson SÍÐARI HLUTI Hlutverk vega og flokkun Vegir hafa mismunandi hlut- verk og á því að gera þá á mis- munandi hátt úr garði. Sumir eru t.d. fyrir umferð bæði gangandi fólks og bifreiða, aðrir nær ein- göngu fyrir bifreiðir. Sumir vegir liggja að húsum. Aðrir eru fyrst og fremst fyrir langar ferðir. Hlutverk vega eða gatna í þéttbýli hefur þó lengst af lítt verið skil- greint. Þess var ekki mikil þörf meðan bifreiðir voru fáar. Götur voru flestar gerðar með svipuðu móti, og lítt var reynt að stýra því, að ein leið væri farin öðrum frem- ur. Akvegum í þéttbýli er nú skipt í flokka eftir hlutverki. Flokkarnir geta verið mismunandi margir eftir aðstæðum. I aðalskipulagi Reykjavíkur var kosið að hafa flokka akvega fjóra. Megintil- gangur með flokkun vega er að sundirgreina umferðina eftir eðli hennar og síðan að skapa hverjum þætti umferðarinnar aðstæður við sitt hæfi. Með því verður umferðin greiðari og hættuminni en ella, en vegagerð jafnframt ódýrari, þegar á heildina er litið. Fyrst má þá greina umferðina í tvennt, annars vegar umferð bæði gangandi fólks og bifreiða í nám- unda við hús, vinnustaði, stofnan- ir o.þ.h. og hins vegar umferð bif- reiða, sem eru á lengri leiðum. f fyrra tilvikinu getur umferðin verið og á að vera hæg og hljóðlát. Vegir, sem þá henta, eru í flokki fyrir sig og nefndir húsagötur. Um þær eiga þeir einir að fara, sem þangað eiga erindi. í síðara tilvik- inu er þörf á, að umferðin sé greið og sums staðar hröð. Vegir, sem þá henta, eru hinar eiginlegu um- ferðarbrautir. Þeim er skipt í þrjá flokka, safnbrautir, tengibrautir og stofnbrautir. Stofnbrautir eru ætlaðar þeim, sem fara lengstar leiðir á skipulagssvæðinu. Þessi sundurgreining umferðarinnar setur því nú skilyrði, hvernig vegir í hverjum flokki þurfa að vera úr garði gerðir. Húsagötur veita aðgang að hús- um og lóðum. Þar geta verið íbúð- ir, vinnustaðir, stofnanir, bifreiða- stæði eða annað. Umferð á þar að jafnaði upphaf sitt eða endi, og er því eðlilegt að hún sé hæg. Húsa- götur á að gera þannig, að fólk sé sem best verndað gegn hættum og óþægindum af bifreiðaumferð. Best tilhögun næst, ef sérstakir stígar eru fyrir gangandi fólk, eins og áður er getið. Þótt svo sé, á að stuðla að þvi, að umferð bifreiða um húsagötur sé hæg og að þar fari ekki aðrar bifreiðir en þangað eiga erindi. Húsagötur eiga því að vera stuttar, innan við 150—200 m, og í íbúðarhverfum er þeim oft lokað í annan endann. Safnbrautir gegna því hlut- verki, hver í sínu bæjarhverfi, að safna saman umferð frá húsagöt- um í hverfinu, dreifa þeim hluta hennar um hverfið, sem þangað á erindi, en skiia til tengibrauta þeim hluta umferðarinnar, sem beinist út úr hverfinu. Á gagn- kvæman hátt taka þær einnig við umferð af tengibrautum og dreifa henni til húsagatnanna í hverfinu. Á safnbrautum er venjulega skammt bil milli gatnamóta. Þær henta því ekki fyrir hraðan akst- ur. Samt á að gera ráð fyrir greið- 1 ari akstri á þeim en á húsagötum. Safnbraut má ekki vera löng (inn- an við 1000 m), því að annars skapast tilhneiging til að aka hana hraðar en aðrar aðstæður gefa tilefni til. Þá aukast umferð- arhættur. Safnbrautin væri þá komin á verksvið tengibrauta án þess að hafa verðleika til. Tengibrautir taka við bifreiða- umferð frá safnbrautum innan til- tekins bæjarhluta og tengja bæj- arhlutann við kerfi stofnbraut- anna. Þær tengja einnig bæjar- hluta saman, er liggja hvor sínum megin við stofnbraut. A tengibrautum á að vera hægt að aka allhratt, hraðar en á safnbrautum. Þær verða því að njóta mikillar umferðarverndar og alllangt á að vera milli gatna- móta á þeim. Tengibrautir eiga aftur á móti ekki að keppa við stofnbrautirnar þegar um veru- legar vegalengdir er að ræða. Þess vegna á tengibraut ekki að liggja gegnum marga bæjarhluta. Stofnbrautir eru fyrst og fremst fyrir umferð mili tiltölulega fjar- lægra eða fjölsóttra staða á skipu- lagssvæðinu. Eðlilegt þykir, að slík umferð sé hröð. Stofnbrautir þarf því að gera þannig, að hægt sé að aka þær hratt og með góðu umferðaröryggi. Verður að vernda bifreiðaumferð á þeim fyrir töfum og hættum af annarri umferð. Byggð á ekki að vera við stofn- brautir, og tengsl við aðra vegi eiga að vera þröngum takmörkum sett. Vegir mynda vegakerfi Þeir fjórir flokkar vega, sem hér hafa verið nefndir, eiga nú að mynda innbyrðis rökrænt kerfi, sem ætlast er til að leiði til alveg sérstakrar notkunar á vegunum. Stofnbrautir eru uppistaðan í þessu kerfi. í stórum bæjum mynda þær samfellt net með stór- um möskvum, er þekur hið byggða svæði. Stofnbrautir eru yfirleitt langir vegir. Sæmilega auðvelt á að vera að komast á þær úr stór- um íbúðarhverfum, og þær eiga að liggja rakleitt að helstu umferð- armarkmiðum, svo sem miðbæj- arsvæðum, höfnum, meiriháttar athafnasvæðum o.s.frv. Lögun stofnbrautanets og gæði stofnbrauta eiga að vera þannig, að ökumanni finnist hagkvæmt að aka á stofnbraut óslitið, þar til hann er kominn sem næst leiðar- enda, jafnvel þótt finna megi aðra leið, sem sé eitthvað styttri en stofnbrautin. Sé ekki svo, er lík- legt að legu eða gerð stofnbrautar sé ábótavant. Stofnbrautir munu skipta byggðinni í bæjarhluta. í hverjum möskva stofnbrautanetsins eru tengibrautir, sem tengja umferð bæjarhlutans við stofnbrautanetið eða nærliggjandi bæjarhluta. Tengibrautir skipta möskvum stofnbrautanetsins á þann hátt, að ef litið er á stofnbrautir og tengi- brautir til samans, kemur í ljós nýtt net með smærri möskvum en áður. Tengibrautir verða það miklir vegir, að einnig þær munu skipta byggðinni greinilega. Safnbrautir skipta nú möskvum tengibrautanetsins í enn smærri möskva. Húsagötur eru loks tengdar við safnbrautirnar. Til þess að flokkun veganna verði raunhæf, þarf hún að eiga sér stoð í því, hvernig vegum er skipað í veganetinu. Á stofn- brautum á að vera langt á milli vegamóta. Af öðrum vegum ættu aðeins tengibrautir að vera tengd- ar við stofnbrautanetið. Á tengi- brautum á að vera alllangt á milli vegamóta, en þó skemmra en á stofnbrautum. Við tengibrautir eru því einungis safnbrautir tengdar og við safnbrautir loks allar húsagöturnar. Á safnbraut- um verður því víða skammt milli vegamóta. Með slíkri skipan er þó ekki allt fengið. Hver vegur verður sjálfur að vera þannig úr garði gerður, að hann valdi því hlutverki, sem af legu hans í kerfinu leiðir. Að öðr- um kosti skapast öngþveiti og um- ferðarhættur, og menn fást ekki til að nota vegakerfið eins og til er ætlast. Við umferðarbrautir eiga því t.d. ekki að vera verslanir, sýn- ingar eða auglýsingar, sem draga að sér athygli og valda umferðar- hættu. Eins má segja, að vegur eigi ekki að vera greiðfærari en staða hans í kerfinu segir til um, svo að hann fari ekki að draga til sín umferð, sem þar er óæskileg. Þessi verkaskipting leiðir til þess, að samband verður milli þess, hve langur vegur er og í hvaða flokki hann verður. Að öðru jöfnu er tilhneiging til að aka hraðar á löngum vegi en stuttum. Með lengd vegar má því frá upp- hafi hafa áhrif á, hve hratt hann verður ekinn. Þau áhrif eru miklu virkari en umferðarmerki um há- markshraða og í reynd besta ráðið til að stjórna ökuhraða. Húsagötur eiga að vera stuttar. Safnbrautir mega vera lengri, en þó ekki langar, því að blönduð um- ferð á þeim og þétt gatnamót gefa ekki tilefni til mikils ökuhraða. Tengibrautir eiga að vera lengri að jafnaði en safnbrautir, en stofnbrautir eru yfirleitt langir vegir. Með þessu verður auðveld- ara en ella að koma við ráðstöfun- um gegn umferðarslysum, og sjálf flokkun veganna eftir hlutverki markar ákveðið spor í þá átt. Greiðfærni og leiðaval Sú tilhögun, sem hér er lýst, leiðir til ákveðinnar aðferðar til að velja akstursleið milli staða. í venjulegu gatnakerfi er að jafnaði um nokkrar leiðir að velja. I flokk- uðu gatnakerfi á aftur á móti oftast að vera ljóst, hvaða leið er hentugust. Þar er eðlilegt, að öku- maður leiti hið fyrsta til þeirrar götu í efsta flokki, sem liggur að erindisstað hans, en á hinn bóginn leyfir flokkað gatnakerfi alls ekki, að notaðar séu einkum minnihátt- ar götur fyrir langan akstur. Ef aka á langa leið, verða gatnaflokk- arnir notaðir hver á eftir öðrum. Ökumaður ekur fyrst af bifreiða- stæði út á húsagötu. Þar er aðeins tilefni til að aka hægt, því gatan er stutt, og brátt kemur hanná safnbraut, umferðargötuna í bæj- arhverfinu. Þar getur hann aukið hraðann nokkuð. Skömmu síðar kemur hann að tengibraut, sem er aðalbraut gagnvart safnbrautinni. Á tengibrautinni á hann að geta ekið enn hraðar, uns hann kemur að stofnbraut. En síðan kemst hann mestan hluta leiðar sinnar á tiltölulega miklum hraða. Þegar ökumaður nálgast ákvörðunarstað sinn, verður hann að finna heppi- legustu tengibrautina, síðan safnbraut og loks staðnæmist hann á bifreiðastæði við húsagötu. Hefur hann þá minnkað ökuhrað- ann í hvert sinn, er hann kom á nýja götu í lægri flokki. Hverjum manni hlýtur að finn- ast, að þetta sé eðlilegur gangur ferðarinnar. Með þessu aðhæfist ökumaður best þeim hraða, sem hentar á hverjum vegi, en það er eitt af meginatriðunum til að draga úr hættu á umferðarslysum. Kunnugt er, hve aðlögun getur verið erfið, þegar ekið hefur verið hratt á löngum, greiðfærum vegi, ef snögglega þarf að aka kafla við erfiðar aðstæður. Einar B. Pálsson „í byggingarskipulagi veröur að ætla hverjum vegi ákveðið hlutverk eins og hverju öðru mannvirki. Það er úr sögunni, að gata í skipu- lagi þéttbýlis geti gegnt öllum hlutverkum í senn, sem við þekkjum nú: að vera húsagata, safngata, tengibraut og stofnbraut.“ Af því, sem áður er sagt, sést að stigmunur á að vera á ökuhraða á vegunum í hinum fjórum flokkun- um. í reynd ætti munurinn að geta verið þannig: Stofnbrautir 60—90 km/klst. Tengibrautir 40—60 km/klst. Safnbrautir 30—45 km/klst. Húsagötur 20—30 km/klst. Slíkur mismunur þarf að vera til þess að sporna við því, að lægri vegaflokkar séu misnotaðir, t.d. til þess að stytta sér leið gegnum bæjarhverfi, þar sem æskilegra væri, að meiriháttar vegur með- fram hverfinu væri notaður. Kröfur til stofnbrauta Þegar farartæki kemur inn á veg eða beygir af honum hlýst jafnan af því truflun fyrir umferð á veginum. Með ráðstöfunum þarf að gera þessa truflun því fátiðari og minni sem hraðinn er meiri, sem vegurinn er gerður fyrir. Á stofnbrautum á truflunin að vera með minnsta móti. Vegakerfið á því að vera þannig, að ekki sé þörf eða tilefni til að nota stofnbraut stuttan kafla í einu. Slík notkun færir ökumanni lítinn ávinning i tíma en rýrir þann eiginleika stofnbrautarinnar, sem á að vera hennar kostur, að vera greiðfær og hættulítil. Aftur á móti er það keppikefli, að á stofnbrautir komi sem mest af umferð þeirra vagna, sem eru á lengri leiðum. Stofnbraut verður á hverjum tíma að vera fær um að flytja það umferðarmagn, sem á hana leitar. Ef þrengsli myndast á stofnbraut lækkar ökuhraðinn. Þá veldur hún ekki hlutverki sínu, og umferðin fer að leita út á aðra vegi. Þetta ber þó ekki að skilja svo, að stefnt sé að sama hraða hvar sem er á umferðarbrautum í sama flokki. Þar sem stofnbrautir og tengi- brautir liggja um miðhverfi bæja eru gatnamót þéttari og ökuhraði miklu minni. Umferðarmagn verður mis- jafnlega mikið á stofnbrautum eftir því, hvar er og hvenær dags. Umferðarmagn verður ekki aðal- einkenni allra stofnbrauta, heldur það hve greiðfærar þeir eiga að vera og öruggar. Vel má hugsa sér, að einhverjar stofnbrautir fái minna umferðarmagn en sumar tengibrautir. Stofnbrautir eru kostnaðarsam- ar í byggingu. Sú spurning getur því komið upp, hvort hagkvæmast sé að flokka vegakerfið svo sem hér er gert með afkastamiklum og dýrum vegum í efsta flokki. Þá verður að hafa í huga, að umferð á væntanlega eftir að vaxa á kom- andi árum og að sífellt aukast kröfur um að komast milli staða á skömmum tíma. Ef bestu vegirnir í þéttbýli fullnægja ekki þörfum, færist hluti af umferðarálagi þeirra yfir á fleiri minni vegi, sem þá getur þurft að breikka eða breyta, en slíkt er að jafnaði dýrt. Verðið, sem greitt er fyrir stofnbraut, er því öðrum þræði greitt til þess að þurfa ekki að breyta ýmsum öðrum vegum og auk þess til að takmarka sem mest þau svæði, þar sem verulegs ónæð- is gætir af umferðinni. Bendir allt til þess, að ekki sé annarra eða betri kosta völ. Hér ber að hafa í huga, að hvað samanlagða lengd snertir, eru húsagötur langmestur hluti vegakerfisins í þéttbýli. í vel flokkuðu vegakerfi er þess kostur að gera þær ódýrari en ella. Helstu kostir og gallar í flokkuðu vegakerfi Hverjir eru nú kostir þess vega- kerfis í þéttbýli, sem hér hefur verið lýst? 1. Enginn gegnakstur verður um húsagötur og hægt er að halda gegnakstri um safnbrautir í lágmarki. Með því er komið í veg fyrir ónæði og mengun í íbúðarhverfum af völdum bif- reiðaumferðar. Umhverfir í heild verður betra. 2. Umferðarumhverfið stórbatnar í íbúðarhverfum og streita minnkar hjá fólki. Umferðar- slys verða mun færri. Það hefur verið staðfest t.d. með víðtæk- um samanburðarrannsóknum á vegum Tækniháskólans í Gautaborg um langt árabil. 3. Meginstraumar bifreiðaum- ferðarinnar fá vegi við sitt hæfi, stofnbrautir og tengi- brautir. Auðvelt er að aka á þeim og umferð er þar vernduð gegn aðsteðjandi truflunum frá öðrum vegum, inn- og útakstri af lóðum o.þ.h. Það dregur úr streitu hjá ökumönnum, og um- ferðarslysum fækkar. 4. Stofnbrautir og tengibrautir eru mikill minni hluti vegakerf- isins á þéttbýlisstöðum. Þær eru gerðar miklu betur úr garði fyrir umferðarstrauma en aðr- ar götur og eru því greiðfærari en jafnframt hlutfallslega hættuminni. 5. Með flokkun gatna er gert ráð fyrir, að götur i sama flokki séu innbyrðis samstæðar, að því er akstursgæði snertir, og að greinilegur munur sé á flokkun- um í því efni. Hver gata á að bera það greinilega með sér, í hvaða flokki hún er. Ökumenn læra þá flokkana og leiðast frekar en ella af sjálfu sér til þess að haga akstri sínum eftir ytri aðstæðum. 6. Með því að flokkun gatnanna er í nánu sambandi við lengd þeirra og hlutverk, verður auk- ið samræmi í hugarfari öku- mannanna, sem eru að aka sömu götuna. Aukið samræmi verður þá einnig i umferðar- hegðun þeirra, en það stuðlar að auknu umferðaröryggi. Um galla á flokkuðu gatnakerfi er ekki mikið að segja, ef kerfið er hannað á rökréttan hátt. Gallarn- ir eru líklega þessir helstir: 1. Eknar vegalengdir eru meiri en í gamaldags kerfi, einkum vegna þess, að akstur inn á um- ferðarbrautirnar og út af þeim er nú á færri stöðum og jafn- framt er minna um gegnum- akstur gegnum íbúðarhverfi. 2. Flokkað gatnakerfi þarf að vera mun rökrænna en áður hefur þekkst og er því vandmeðfarið í skipulagningu. Framkvæmdin verður að vera í miklu sam- ræmi við hugsunina, sem að baki liggur. Yfirleitt er ekki unnt að sleppa neinum liðum úr kerfi umferðarbrautanna, jafn- vel ekki fresta framkvæmd þeirra, nema kerfið riðlist eða tapi verulega af gildi sínu. Gatnaskipulag og eiginleikar þess Það, sem hér hefur verið sagt, er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.