Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 19 Beatrix Hollandsdrottning: Lýsir andúð á neitunarvaldi EBE-ríkjanna Strisnborjj, 16. febrúar. AP. BEATRIX Hollandsdrottning ávarp- aði í dag Evrópuþingið í Strassborg og hvatti aðildarríki EBE til þess að afsala sér neitunarvaldi sínu í ráð- herranefnd bandalagsins. Hollandsdrottning sagði að ákvæði um neitunarvald sam- ræmdust ekki hugmyndum um lýðræði og stönguðust á við þær grundvallarreglur sem aðildarrík- in færu eftir á heimavelli. Drottningin lýsti stuðningi við kröfur Evrópuþingsins um lög- gjafarvald í málefnum EBE og sagði að um þessar mundir væri ábyrgð þingsins meiri en völd þess, og krafan um breytingu væri réttlát. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, flutti einnig ávarp á þinginu og lagði þar áherslu á hugmyndir um sameiningu Evr- ópu. Holland: Claus prins heill heilsu iiuf(, 16. febrúar. AP. CLAUS prins, eiginmaður Beatrix Hollandsdrottningar, er nú aftur far inn að gegna sínum opinberu skyld um en síðustu 17 mánuði hefur hanr verið undir læknishendi vegnt þunglyndis. Claus prins var með konu sinni, drottningunni, þegar Mitterrand Frakklandsforseti, heimsótti þau fyrr í mánuðinum og í gær, fimmtudag, fóru þau Beatrix sam- an á Evrópuþingið í Strasbourg. Claus er þýskur að þjóðerni en hefur orðið mjög ástsæll hol- lensku þjóðinni. Hann var fyrst lagður á sjúkrahús árið 1982 vegna þungiyndis, sem ásótti hann, og hafa síðan gengið sögur um að alltaf syrti í álinn fyrir honum. Þær hafa greinilega verið orðum auknar. “i N ' HT'* * i ***% ý jtaSpttpÍ • x. s. • * « * M « * . •» * 1 * s< 'v§*■* Hermenn á flótta Líbanskir flóttamenn aka yfir brú á Awali-ánni inn á yfirráðasvæði ísraela í suðurhluta Líbanon. í röðum flóttamannanna, sem eru að flýja átökin í Beirút, er hópur stjórnarhermanna, sem beðið hafa lægri hlut í átökum við drúsa og shíta á höfuðborgarsvæðinu. AP/ símamynd E1 Salvador: Aðgerðir gegn dauðasveitunum Claus prins, og Beatrix Hollands drottning. San Salvador, 16. febrúar. AP. STARFSMENN handarísku alríkis- lögreglunnar, FBI, og háttsettir for- ingjar í her El Salvador hafa átt með sér fundi og rætt skipun sérstakrar nefndar til að rannsaka dauðasveit- irnar svokölluðu. Voru þessar fréttir hafðar eftir háttsettum manni í hernum. Á þessum fundum var einnig rætt um að Bandaríkjamenn að- stoðuðu stjórnvöld í E1 Salvador við að hafa uppi á og handtaka þá menn, sem bera ábyrgð á morðun- um. Á vegum hersins hefur þegar verið skipuð nefnd 12 manna í þessu sama skyni enda hótaði George Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, því 9. desember sl. að stórlega yrði dregið úr hernaðar- aðstoðinni ef dauðasveitirnar yrðu ekki upprættar. Bandaríkjamenn hafa einnig birt Iista með nöfnum foringja í stjórnarhernum, sem grunaðir eru um að vera viðriðnir dauðasveit- irnar, og hafa krafist þess, að þeir verði gerðir landrækir. Morðið á Leamon Hunt: Rauðu herdeild- irnar að verki Róm, 16. febrúar. AP. MORÐIÐ á yfirmanni alþjóðlega gæsluliðsins á Sinai-skaga, Banda- ríkjamanninum Leamon Hunt, þykir sýna svo ekki verði um villst, að Rauðu herdeildirnar eru aftur tekn- ar til við hryðjuverkin að því er haft er eftir heimildum innan ítölsku lögreglunnar. Leamon Hunt var skotinn til bana þegar hann kom til heimilis síns í Róm og komust morðingj- arnir undan. Hálftíma síðar hringdi maður til útvarpsstöðvar í Mílanó og hafði eftirfarandi fram að færa: „Flokkur stríðandi kommúnista myrti Hunt hers- höfðingja, opinberan eftirlits- mann með Camp David-samkomu- laginu. Heimsvaldasinnarnir verða að fara frá Líbanon. ítalir verða að ganga úr NATO og eng- um eldflaugum má koma fyrir í Comiso." Flokkur „stríðandi kommúnista" er ein deild innan Rauðu herdeildanna. Með morðinu á Hunt hafa Rauðu herdeildirnar í fyrsta sinn látið til sín taka síðan liðsmenn þeirra rændu bandaríska hers- höfðingjanum James L. Dozier ár- ið 1981. Honum var bjargað úr höndum þeirra eftir 42 daga. Jo Benkow. Erling Norvik. Óskarsverðlaunin veitt 9. apríl: Shirley Maclaine og Debra Winger „heitast- ar“ fyrir kvenhlutverk Beverly-Hills, Kaliforníu, 16. febrúar. AP. KVIKMYNDIN Terms of Kndvar ment, með Shirley Maclaine í hlut- verki móður og Debra Winger í hlutverki dóttur, mun væntanlega verða efst á blaði þegar greint verður frá tilnefningum til Óskars- verðlauna á fimmtudag í næstu viku. Talið er öruggt að þær stöllur, Maclaine og Winger, verði í hópi þeirra sem tilnefndar verða fyrir bestan leik kvenna, og sennilegt að Jack Nicholson verði tilnefnd- ur fyrir bestan leik karla, en hann leikur aldurhniginn geim- fara í myndinni. James L. Brooks, sem samdi handrit myndarinnar, verður líklega í hópi þeirra sem til- nefndir verða fyrir besta kvik- myndahandritið, en hann er áð- ur kunnur fyrir mörg góð sjón- varpshandrit. Aðrar myndir sem verða án vafa ofarlega á blaði eru The Big Chill, The Right Stuff, The Dresser og Educating Rita. Margir fylgjast spenntir með því Shirley Maclaine Debra Winger hvort kvikmynd Barbra Streis- and, Yentl, verði tilnefnd til verðlauna, en skoðanir gagnrýn- enda á henni hafa verið mjög skiptar, sumir lofa hana hástöf- um, aðrir rífa hana í sig. Óskarsverðlaunin verða veitt 9. apríl nk. í hijómleikahöllinni í Los Angeles og það verður hinn kunni bandaríski sjónvarpsmað- ur Johnny Carson sem stjórnar athöfninni. Norski Hægriflokkurinn: Jo Benkow ákveður að hætta formennskunni Erling Norvik, fyrrum formaður, tekur við Ósló, 16. rebrúar. Frá Per A. Borglund, fréltaritara Mbl. JO BENKOW, formaöur Hægriflokks- ins norska, hefur nú lýst yfir, aö hann ætli ekki aö sækjast eftir embætinu í annaö sinn. Erling Norvik, fyrrum formaöur flokksins og núverandi ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneytinu, mun taka viö formennskunni að lokn- um landsfundi Hægriflokksins í ágúst nk. Benkow kveöst styöja hann heils- hugar í starfið. Jo Benkow ákvað í nóvember sl. að gefa aftur kost á sér sem formað- ur Hægriflokksins en margir flokksmanna eru hins vegar óánægðir með frammistöðu hans í embættinu. Fylgistapið í sveitar- stjórnarkosningunum í fyrra varð heldur ekki til að auka vinsældir hans og horfðu þess vegna margir löngunaraugum til fyrrverandi formanns, Erlings Norvik, en undir hans formennsku hafði flokknum vaxið mjög ásmegin og aukið fylgi sitt úr 25% i 30%. Erling Norvik segist gera sér grein fyrir því, að miklar vonir séu bundnar við formennsku hans en vísar því hins vegar á bug, að Benk- ow sé syndaselurinn stóri í flokkn- um. „Ef við hefðum tvo Benkowa væru formannsskiptin óþörf. Það er ekki á eins manns færi að gegna samtímis tveimur annasömum emb- ættum," segir Norvik og vísar þá til þess, að Benkow er einnig formaður þingflokksins. Ákvörðun Benkows kom flestum samherjum hans í þingflokknum á óvart og er nokkur urgur í sumum þeirra, sem finnst, að ekki hafi verið komiö fram við hann af fullri sanngirni. Formenn hinna flokk- anna tveggja, sem aðild eiga að stjórninni, telja það litlu breyta fyrir stjórnarsamstarfið þótt for- mannsskipti verði í Hægriflokkn- um, en segja þó, að Norvik sé lík- legri til þess en Benkow að standa vörð um stefnumál Hægriflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.