Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRCAR 1984 27 Kerfi aðalumferðarbrauta Kerfi stofnbrauta þarf að mynda samfellt net, sem þekur skipulagssvædid á þann veg, að beint liggi við að aka á stofnbrautum milli helstu umferðarmarkmiða nema í upphafi og enda ferðar. Möskvarnir eiga að vera hæfilega stórir til þess að stofnbrautakerfið dragi til sín sem mest af þeirri umferð, sem er á lengri leiðum á skipulagssvæðinu. Tengibrautir skipta möskvum stofnbrautanetsins í smærri möskva. miðað við að hið byggða landsvæði bæjarins sé svo stórt, að stofn- brautirnar myndi net, sem á í megindráttum að þekja hið byggða svæði. Þetta á varla við önnur svæði á fslandi en höfuð- borgarsvæðið. í aðalskipulagi Akureyrar er einnig gert ráð fyrir fjórum gatnaflokkum. En þar er aðeins ein stofnbraut, sem liggur gegn um bæinn endilangan frá norðri til suðurs með neti tengibrauta til beggja handa. Iöðrum og minni bæjum getur verið álitamál, hve marga gatna- flokka þarf, en óvíða verða þeir færri en þrír. Það er a.m.k. reynsla mín í háskólanum, þar sem ég hef lagt fyrir stúdenta í verkfræði það verkefni að gera frumáætlun að umferðarbætingu í mörgum íslenskum bæjum, sem miðuð er við að draga úr umferð- arhættum. (Umferðarbæting er nýtt íslenskt orð fyrir trafiksaner- ing). Engu að síður er flokkun gatna sjálfsögð skipulagsregla í öllu þéttbýli vegna þess, hve íbúðar- umhverfið getur þá orðið betra og umferðaröryggi meira. Umferðar- slys verða líka í minni bæjunum. í þessu sambandi vil ég vekja at- hygli á skipulagsuppdrætti fyrir lítínn stað, Bergvík á Kjalarnesi, sem ég tel vera til fyrirmyndar að þessu leyti. Fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst með framkvæmd- ina. Hugsunin að baki flokkuðu kerfi akstursgatna er að beina umferð- arstraumum sem mest á útvaldar umferðarbrautir en hlífa í staðinn íbúðarhverfum fyrir gegnum- akstri bifreiða. Að koma þessu til leiðar er meira en að segja það eða merkja bara götur á korti með lit- um, sem tákna mismunandi gatnaflokka. Það er líka ófull- nægjandi aðgerð að merkja sumar götur sem húsagötur og torvelda umferð um þær, ef umferðarmagn og umferðarhættur aukast við það á öðrum götum, svo að ekki verði við unað. í umferðarkerfinu er miskunn- arlaus rökfesta. Umferðarstreym- ið lætur ekki stjórnast samkvæmt óskhyggju fremur en vatnið í hringtengdu vatnsveitukerfi. Vatnsveitukerfi er hannað þannig, að vatnið „kjósi" að fara þá leið, sem hönnuðurinn vill láta það fara. Tæknileg veitukerfi eru yfir- leitt gerð þannig, að straumum um þau eru ætlaðar ákveðnar leið- ir, en í rekstri kann svo ennfremur að þurfa að stýra streyminu til að ná því marki. Líta má á gatnakerfi sem leiðslukerfi á svipan hátt. í byggðarskipulagi verður að ætla hverjum vegi ákveðið hlut- verk eins og hverju öðru mann- virki. Það er úr sögunni, að gata í skipulagi þéttbýlis geti sinnt öll- um hlutverkum í senn, sem við þekkjum nú: að vera húsagata, safnbraut, tengibraut og stofn- braut. Þegar gata hefur verið gerð, þarf ennfremur að sjá til þess, að hún sé notuð og geti not- ast í reynd, svo sem til er ætlast. Það þarf því að standa ákveðinn vilji þar að baki, sem stýrir notk- un gatnakerfisins í víðri merkingu. Dæmi af Höfuð- borgarsvæði Aðalskipulag Reykjavíkur, sem unnið var að á árunum 1960—64, byggist á vandlegri flokkun gatna í þeim skilningi, sem hér hefur verið lýst. Lega aðal-umferðaræða á skipulagssvæðinu er hluti af því aðalskipulagi, sem samþykkt var 1965. Það eru stofnbrautir (sem þá nefndust hraðbrautir) og tengi- brautir. Lega þeirra í þeim hluta borgarlandsins, sem þá var þegar byggður, var þá ákvörðuð með mjög vandlegri athugun á því, hvernig aðrar götur myndu skipt- ast í safnbrautir og húsagötur. Það atriði heyrir ekki til aðal- skipulagi, heldur deiliskipulagi, en í bókinni um aðalskipulagið er sýnt, hvernig leysa má það mál. Miklu minna hefur orðið úr framkvæmd á flokkun gatna í gatnakerfi Reykjavíkur en vakti fyrir borgarstjórn þegar aðal- skipulagið var samþykkt. Það er því ekki réttmætt að meta þessa skipulagsaðferð í heild með Reykjavík í huga sem fyrirmynd. Samt skal hér rætt um dæmi úr Reykjavík. Miklabraut er sú umferðar- braut, sem með legu sinni er út- valin til að taka á sig mest um- ferðarmagn gatna f Reykjavík. Til þess var hún teiknuð í upphafi (1935—37) og til þess var henni síðar ætlað 100 metra breitt svæði á mestum hluta lengdar sinnar. Miklabraut var fyrsta gatan, sem sett var á blað sem stofnbraut, þegar byrjað var á skipulagningu gatnakerfisins í aðalskipulagi Reykjavíkur. Bústaðavegur er eina gatan, sem gat orðið tengibraut næst sunnan við Miklubraut, samsíða henni. Hann liggur gegnum stórt íbúðarhverfi endilangt, eina gatan þar, sem það gerir. Hjá því verður ekki komist, að um Bústaðaveg fari a.m.k. sú bifreiðaumferð, sem hverfinu viðkemur. Jafnframt þarf margt gangandi fólk að fara þvert yfir Bústaðaveg vegna skóla, verslana og strætisvagna. Tvennt er því nauðsynlegt: að gera Bú- staðaveg vel úr garði með tilliti til umferðaröryggis og að stuðla að því, að um hann fari ekki fleiri bifreiðir en þörf krefur. Gagnvart fyrra atriðinu virðist sjálfsagt, að Bústaðavegur sé full- gerður með tveim aðgreindum akbrautum, eins og tengibraut hæfir, vegna þess hve slíkar götur eru miklu hættuminni fyrir gang- andi fólk og bifreiðir en götur með einni akbraut. í síðara atriði felst, að um Bú- staðaveg fari sem minnst af bif- reiðum, sem ekki eiga erindi í byggðina við hann. Sú umferð á að fara um Miklubraut og Foss- vogsbraut. Þar er komið að einu höfuðatriði i flokkuðu gatnakerfi, að gata taki ekki á sig umferð, sem getur farið um götu í „hærri“ flokki. Bústaðavegur, tengibraut í gatnakerfinu, er sem sé ekki til þess að létta umferð af stofn- brautinni Miklubraut. Til þess að svo megi verða, þarf Miklabraut að vera svo greiðfær, að menn velji að aka hana fremur en aðrar götur, sem til greina ko- ma í nágrenni hennar. Borgar- stjórn þarf á hverjum tima að veita því fé til Miklubrautar, sem til þarf til að hún risi undir hlut- verki sínu. Ella koma upp erfið- leikar annars staðar, sem enn kostnaðarsamari verða, hvað þá ef umferðarslysin eru talin með. Ráðið, sem beinast liggur við til að gera Miklubraut greiðfærari, er að bæta gatnamót hennar með þvi að gera þau mislæg. Þá fækkar einnig umferðarslysum. Á siðast- liðnu ári vann einn af stúdentum mínum að lokaverkefni i verk- fræði, sem var athugun á umferð- arljósum á Mikiubraut. Verkið var unnið í samráði við umferðardeild gatnamálastjóra Reykjavíkur. í ljós kom að grænfasar umferðar- ljósanna á Miklubraut sjálfri voru nálægt því að vera mettaðir á asa- tima umferðarinnar. Eftir að þeim mörkum er náð, breytist ástandið snögglega til hins verra. Langar biðraðir geta þá myndast, sem umferðarljósin anna ekki. Gatnakerfið í Fossvogshverfi er rökrétt. Húsagöturnar þar eru verndaðar sem mest má verða fyrir óviðkomandi umferð. Þær eru allar tengdar við safnbrautir, sem veita samband við Bústaða- veg, tengibraut hverfisins. Áber- andi gæði umhverfis og umferðar- öryggis í þessu íbúðarhverfi verða einungis keypt með því móti, að hinn mikli gegnakstur á höfuð- borgarsvæðinu í vestur- og aust- urátt sé á stofnbrautum framhjá hverfinu, Miklubraut og Fossvogs- braut. Eins og áður er getið, á sá gegn- akstur ekki heima á Bústaðavegi. Á morgnana, þegar fólk er á leið til vinnu, má samt sjá fjölda Y- og G-bifreiða streyma af Hafnar- fjarðarvegi framhjá Borgarspítala og austur Bústaðaveg. Hví fara þær ekki aðra vegi austur? Umferðarmagn á Bústaðavegi þarf að tempra og ökuhraða sömu- leiðis. Það eru brýn mál fyrir íbúa Bústaðahverfis og Fossvogshverf- is. En þau leysast því aðeins með eðlilegum hætti, að kerfi stofn- brautanna sé heilsteypt og í lagi. Þá er engri braut ofaukið og engin má missa sig. Miklabraut þarf að standa fyrir sínu og Fossvogs- braut þarf til að koma. Það, sem hér að framan hefur verið sagt um Bústaðaveg, á einn- ig. við um Nýbýlaveg á sinn hátt í Kópavogi. Hann er alls ekki fær um að vera allt í senn, húsagata, safnbraut, tengibraut og stofn- braut. Engin gata er það. I svæðis- skipulagi höfuðborgarsvæðisins er Fossvogsbraut ætlað stofnbraut- arhlutverk og að veita Kópavogs- byggðinni tengingarmöguleika. Enginn leggur í heilsteyptu stofnbrautaneti má missa sig. Kópavogsbær er 4,5 km á lengd. Umferðarkerfi hans verður ófull- burða, ef allar götur hans eru húsagötur. LokaorÖ Tvær grundvallaraðferðir í um- ferðarskipulagninu eru til þess gerðar að bæta umhverfi og fækka umferðarslysum. 1. Aðgreining (separering) á um- ferð gangandi fólks frá akstri bifreiða. 2. Flokkun (differentiering) á akstursgötum eftir hlutverki þeirra í gatnakerfinu. Flokkun gatna er beitt bæði við skipulagningu nýrra bæjarhverfa og við umferðarbætingu nýrra hverfa. Flokkun akstursgatna var fyrst beitt að marki hér á landi sem vinnuaðferð árið 1962 við undir- búning á aðalskipulagi Reykjavik- ur. Aðalskipulagið er byggt á þeirri skipulagningaraðferð og hún var ein af forsendunum fyrir samþykkt skipulagsins 1965. Þótt liðin séu um 20 ár og mikil gatnagerð hafi átt sér stað, hefur fyrrgreindri vinnuaðferð ekki verið beitt eins og gert var ráð fyrir. í henni er líklega fólgið stærsta skrefið, sem nú væri hægt að stíga til þess að fækka umferð- arslysum hér á landi. Heimildir og annaö lesefni M.E. Feuchtinger: Leiöbeiningar um skipulag umferöar í Reykjavík (Skýrsla til borgaryfir valda) 1956. Einar B. Pálsson: Miklabraut í Reykjavík. Tíma rít Verk fræöingafélags íslands 1959. Anders Nyvig: Gatnaskipulagiö. Kafli i bókinni Aöalskipulag Reykjavfkur 1962—83, Rvík 1966. Andere Nyvig og Einar B. Pálsson: Reykjavík vejplan, teknikerrapport (greinargerö til borgar- yfirvalda). Rvík 1966. Statens planverk: Riktlinjer för stadsplanering meö hánsyn till trafiksákerhet (SCAIT 1968), Stockholm 1968. Einar B. Pálsson: Bifreiö og bæjarskipulag. Handbók sveitarstjórnarmanna nr. 9. Skipu- lagssjónarmiö til næstu aldamóta. Rvík 1971. Einar B. Pálsson: Vegakerfiö. Kafli í riti, Höfuö- borgarsvæöiö, aöalskipulag 1969—83. Greinar- gerö samvinnunefndar um skipulagsmál Reykja- víkur og nágrennis. Rvík 1972. Einar B. Pálsson: Hm gatnaskipulag í 5. kafla greinargeröar um aöalskipulag Akureyrar 1972-93. Rvík 1974. Trafik í nordisk tátort (2 bækur). 1. Resultat frán Nordkoltprojektet, NU-A 1978: (14 og 2). Tátortsstudie f Nordkoltprojektet, NU*A 1978:15. Nordiska ministerrádet, Oslo 1978. Samgöngur í þéttbýli á Noröurlöndum. YTírlit yfir Nordkolt verkefniö. NU-A 1978:16 IS. Nor- ræna ráöherranefndin, Oslo 1978. óli Hilmar Jónsson: Skipulag. Umferö og um- hverfi. Rannsóknastofnun byggingariönaöarins, Rvík 1979. Skipulagsstofa Höfuöborgarsveöisins, rit IX: Skipulag umferöar í þéttbýli. Kópavogi 1982. Óli Ililmar Jónsson: Skipulag. IJmferö og um- hverfi. Rannsóknastofnun byggingariönaöarins, Rvík 1979. Stuttfréttir Borgarráö: Þrfr kjörnir í húsaleigunefnd BORGARRÁÐ kaus á síðasta fundi sínum, sl. þriðjudag, þrjá menn í húsaleigunefnd, en þeir eru Tryggvi Agnarsson, Hilmar Guð- laugsson og Skúli Thoroddsen. Á fundinum komu fram þrír listar, D-listi, sem á voru nöfnin Tryggvi Agnarsson og Hilmar Guðlaugsson, V-listi sem á var nafn Grétars Geirs Nikulássonar og G-listi, en á þeim lista var nafn Skúla Thoroddsens. D-listi hlaut 3 atkvæði, en hvor hinna 1 atkvæði. Var þá varpað hlutkesti, því einungis þrír eiga sæti í nefndinni. Upp kom hlutur G-lista og því Skúli Thoroddsen kjörinn. Safnsýning í Nýlistasafninu SÝNING á verkum í eigu Ný- lista.safn.sins verður opnuð í safn- inu í kvöld kl. 20.00. Mörg verkanna hafa aldrei verið til sýnis fyrr, önnur hafa ekki sést lengi á sýningum hérlendis, auk þess sem til sýnis eru verk sem safninu hafa borist nýlega. Aðal- lcga eru sýnd stór málverk og skúlptúrar. Eru mörg verkanna frá „SÚM“-tímabilinu. Nýlistasafnið hefur starfað i sex ár og eru félagsmenn 75 talsins. Er hverjum þeirra skylt að gefa safninu eitt verk á ári og tvö við inngöngu í fé- lag þess. Ráðgert er að fram- hald verði á safnsýningum sem þessari og stöðugt verði tekin til sýnis verk í eigu safnsins. Á safnsýningunni nú eru m.a. verk eftir Jón Gunnar Árnason, Sigurð og Kristján Guðmundssyni, Árna Ingólfs- son, Erling Pál Ingvarsson, Rósku, Arnar Herbertsson, Hrein Friðfinnsson, Magnús Pálsson og fleiri. Sýningin verður opin dag- lega frá kl. 16.00—20.00 fram til 26. janúar. 0r rrétutilkjnningu. Flugklúbbur Sauðárkróks: Fyrirlestur og ljósmyndasýn- ing á laugardag SauAárkróki, 15. tebninr. NÆSTKOMANDI laugardag, 18. febrúar, verður haldinn fyrirlestur á vegum Flugklúbbs Sauðárkróks og fjallar fyrirlesturinn um flug- mál. Fyrirlesturinn er tengdur nafni dr. Alexanders Jóhannes- sonar, eins frumkvöðuls i ís- lenskum flugmálum. I ráði er að halda fyrirlestra af þessu tagi árlega á Sauðárkróki, þar sem menn tengdir flugi og flugmáium yrðu fengnir til að tala um áhugamál sin. Jóhannes R. Snorrason flug- stjóri hefur þekkst boð Flug- klúbbsins um að flytja fyrsta fyrirlesturinn. Hefst hann klukk- an 17.00 nk. f Safnahúsinu við Faxatorg, en ávarp flytur Hall- dór Þ. Jónsson sýslumaður. I sambandi við fyrirlesturinn heldur Flugklúbburinn einnig flugmyndasýningu í Safnahúsinu nk. laugardag og sunnudag. Verður þar til sýnis mikill fjöldi Ijósmynda af flugvélum og at- burðum tengdum flugi. Myndirn- ar eru m.a. frá Flugleiðum, Flugsögufélaginu, Veðurstofu ís- lands, erlendum sendiráðum, NASA og flestum flugvélafram- leiðendum heims. Margt fleira verður til sýnis á sýningunni, m.a. margt mynda tengt flugi á Sauðárkróki. Einnig verða sýnd- ar litskyggnur og kvikmyndir. Aðgangur er ókeypis, bæði að sýningunni og fyrirlestrinum. — Kári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.