Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 Steingrímur Ingvarsson, umdæmisyerkfræðingur Vegagerðarinnar: „Ógerningur að gera sér grein fyrir skemmdunum“ Svipmynd frá bökkum Markarfljóts. Fremst má sjá stóra jakadröngla, þá farkost blaöamanna, síðan stóra skurögröfu athafna sig úti í sjálfu fljótinu og fjærst er fjalliö Dímon. Morgunblaðið/RAX „I>að er ógjörningur að gera sér nákvæma grein fyrir öllum þeim vega- skemmdum, sem orðið hafa hér í sýsl- unni, en Ijóst er að þær eru talsverðar og eru þá skemmdir á varnargörðum ánna ekki teknar með í reikninginn," sagði Steingrímur Ingvarsson, um- dæmisverkfræðingur Vegagerðar ríkisins á Selfossi, er blm. ræddi við hann í gær. Sagöi Steingrímur allan mann- skap vegagerðarinnar á Selfossi hafa unnið við viðgerðir á vegum i Árnessýslunni. Vegir, sem liggja frá Suðurlandsveginum upp að Hvítá eru yfirleitt illa farnir að sögn Steingríms. I>á sagði hann menn frá vegagerðinni einnig vinn að endur- byggingu varnargarðanna við Markarfljót. Svonefndur Holtavegur, upp af Stokkseyri, var í sundur á a.m.k. einum stað í gær og sömu sögu var að segja af Gaulverjabæjarvegi. Hann var tekinn í sundur af vega- gerðarmönnum skammt austan Stokkseyrar, sitt hvoru megin við nokkuð breitt ræsi, þar sem það hafði ekki við vatnsflaumnum. Safnaðist vatn fyrir í stórt lón ofan við veginn. Var það farið að nálgast útihús nærliggjandi bæja mjög er gripið var til þess ráðs að rjúfa veg- inn. Steingrímur sagðist einnig halda, að flóðin nú væru meiri en urðu í Flóa á svipuðum tíma í fyrra a.m.k. ef tekið væri tillit til Suðurlands í heild. Sagði Steingrímur það vera heppni, að stór hluti vatnsins úr Hvítá hefði runnið í árfarveginn aftur. Taldi hann ennfremur, að Suðurlandsvegurinn, sem er víða talsvert upphækkaður, hefði vafa- lítið haft sitt að segja í að halda vatninu frá neðri hluta Suðurlands- undirlendis. Stórvirk jarðýta vinnur að því að bæta í skörð varnargarðanna við Markarfljót í gær. Bærinn Rauðuskriður í baksýn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.