Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 27. MARZ 1984 IBM-sýning opnuð TÖLVUSÝNING i vegum IBM á ís- landi og fleiri aðila, sem tengjast sölu og þjónustu á IBM-tölvum og tölvubúnaoi, verður opnuð á morg- un. Sýningin verður i tveimur stöð- um, í húsakynnum IBM i íslandi í Skaftahlíð 24 og Tónabæ. f for- grunni sýningarinnar verður IBM PC Einkatörvan, sem kom i markað- inn nér i landi um síðustu iramót, en auk þess verða ýmsar nýjungar i sviði töivuuekni kynntar. í IBM-húsinu verftur fyrirtæki𠦦¦ IBM PC einkatölvuna mi noU til ýmissa verkefna. Á skerminum þarna er æfingarverkefni fyrir flugmenn, eða nýr tölvuleikur, eftir því hvernig i það er litið. með sýningu á tölvubúnaði í for- tíð, nútíð og framtíð; sýnt verður hvernig fyrirtækið notar tölvur við eigin rekstur og ýmsir nýtísku möguleikar á notkun tölvu kynnt- ir. í Tónabæ sýna annars vegar þeir aðilar sem selja IBM PC Einkatölvuna hérlendis, það er að segja, Gísli J. Johnsen hf., Skrif- stofuvélar hf. og örtölvutækni sf. og hins vegar eru framleiðendur og þjónustuaðilar fyrir tölvuverk- efni með kynningu á sínum vörum. Þeir eru Kerfi hf., Frum hf. og Tölvubankinn. Þá verða til sýnis i anddyri Tónabæjar gamlar tölvur Afma-li Reykjavíkurborgar: Nefnd kosin til að sjá um afmælishaldið TVÖ hundruð ir verða liðin frá því að Reykjavík fékk kaupstaðarrétt- indi 18. ígúst 1986. í tilefni af þessu afmæli borgarinnar hefur borgarrið kosið sérstaka nefnd til þess að hafa yfirstjórn afmælishaldsins, en nefndina skipa: Davíð Oddsson, for- maður, Markús Örn Antonsson, Ingibjörg Rafnar, Gísli B. Björns- son, Illín Agnarsdóttir, CÍerður Steinþórsdóttir og Sigurður E. Guð- mundsson. Nefndin hefur þegar hafið störf og er fyrirhugað að afmælishátíð- in hefjist strax í janúar 1986 og standi út allt árið. Aðalhátíðar- höldin verða þó í ágústmánuði. í frétt sem Mbl. hefur borist um þetta frá skrifstofu borgarstjóra segir auk þessa: „Stefnt er að því að sem flestar stofnanir borgarinnar kynni starfsemi sína og óskað er eftir því að sem flest félog, sem starfa í borginni, geti lagt eitthvað af mörkum til þess að gera hátíðar- höldin sem veglegust. Þá er þess vænst, að þeir, sem hafa fram að færa ábendingar eða góðar hugmyndir, komi þeim á framfæri við nefndina." Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! 3W^ir0wí»Ia^i^ og frumherjar þeirra, gata- spjaldavélarnar. „Það er óhætt að fullyrða að það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á sýningunni," sagði Guðmundur Hansson, sölustjóri hjá IBM á Islandi. „Sýningin er mjog fjölbreytt og það var lögð á það áhersla við undirbúninginn að hún yrði aðgengileg jafnt fyrir leika sem lærða." Meðal þess sem menn geta kynnst á sýningunni nefndi Guð- mundur tengingu tölvu við tölvu- net og tölvubanka, ritvinnslukerfi, tölvustýrða hönnun og teikningu, afgreiðslukerfi, sem tölva stjórn- ar, og sérstaka villuleitartölvu, sem tæknimenn geta notað til að leita uppi villur í tölvukerfi. Þá geta menn fræðst um hvernig minniseining tölvu verður til, en öll vinnslustig, frá frumefni til til- búinnar einingar, eru rakin á sýn- ingunni. Loks er að geta þess, að sérstök getraun verður haldin á meðan á sýningunni stendur, sem allir geta tekið þátt í. Verðlaunin eru IBM PC Einkatölva, að verðmæti 8 þús- und krónur. Tölvusýningin stendur til sunnudags og er opin frá miðviku- degi til föstudags á milli kl. 15.00 til 21.00, en um helgina frá 10.00 til 21.00. Aðgangur er ókeypis. Eitt af því sem kynnt verður i tölvusýningunni er vinnslueining úr nýjustu IBM-tölvunni, sem leysir af hólmi mörg hundruð sinnum stærri einingu. Gunnar Linnet sýningarstjóri stendur i milli gömlu og nýju einingarinnar. Moi-Kunblaftia/ÓI.K.M. Jafn ótrúlega sparneytinn Það er ekki lítið afrek, að skapa hinn nýja og mun stærri og kraftmikla Suzuki SA 310, sem er jafn ótrúlega sparneytinn og Suzuki Alto, margfaldur íslandsmeistarinn í sparakstri. Já þessi kraftmikli og rúmgóði lúxusbíll, Suzuki SA 310 eyðir aðeins 4.2 lítrum af benzíni á 100 km. Ómar Ragnarsson sá margfrægi bíladellukarl, fréttamaður, skemmti- kraftur, flugmaður með fleiru kallaði Suzuki SA 310 „súpersparibauk" í DV. „Sá hefur mannast, Suzuki er orðinn stór og viðbragðið er iygilega gott", sagði Ómar. Athugaöu vei: Þegar verö bíla eru borin saman veröur aö hafa í huga, hvaöa búnaður fylgir. Án þess er verö- samanburöur ekki marktækur. Suzuki SA 310 hefur margt, sem keppinautarnir hafa ekki og er samt ódýrari. Hvað geturðu fengið í Suzuki SA 310? Dœmi: 5 hraða gírkassa, tveggja hraða þurrkur með timarofa, Halogen aðalljós, armpúða, blástur á hliðarrúðum, stilling á sætisbökum, há sætisbök, vasar í hliðarspjöldum, hituð afturruða, læst bensínlok, hljóðeinangrún, 2 utispeglar, stereóútvarp eða kassettutæki, snúningshraðamælir, Þú færö ekki allt í ódýrustu útgáfunni, en mikið samt. Quartsklukku, vegmæli, vindlakveikjara, stillanleg inniljós, þurrku og rúðusprautu fyrir afturrúðu, vönduð innrétting, stillanlegir höfuðpúðar, tvískipt aftursætisbak, fjarstýrð afturdyralæsing, hilla yfir farangursrými, litað rúðugler, diskhemlar með hjálparátaki, skrautlínur á hliðum og grilli o.fl. o.fl. - Já, og 6 ára ryðvarnarábyrgð. Verð frá aðeins 249.000.- kr. Reynsluaktu Suzuki SA 310 hjá okkur Það eru bestu meðmælin Sveinn Egilsson hf. SUZLIKl Skeifan17-Sími: 85100 ^^^^^ta^^B^.1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.