Morgunblaðið - 27.03.1984, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984
7
Tann
ENSKIR
PENINGASKÁPAR
eldtraustir — þjófheldir
heimsþekkt
framleiðsla.
E. TH. MATHIESEN H.F.
DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIROI — SIMI 51888
ARMAPLAST
Brennanlegt og tregbrennanlegt.
Sama verð.
Steinull — glerull — hólkar.
'Armúla 16 sími 38640
Þ. ÞORGRIMSSON & CO
Hin gömlu
l^uini
skemmtun sniðin fyrir aldraða í
Broadway fimmtudaginn 29. mars nk.
Dagskrá:
Kl. 18.00 Húsiö opnaö — fordrykkur
Kl. 18.45 Sameiginlegt boröhald.
Matseöill: Norölenskt hangikjöt m/uppstúfi
og tilheyrandi. Rjómaís Helenu fögru meö
perum og heitri súkkulaöisósu.
Kl. 18.55 Hljómsveit Gunnars Þóröar leikur þjóölög
undir boröum
Kl. 20.00 Ingveldur Hjaltested syngur m/undirleik
Guöna Þ. Guömundssonar.
Kl. 21.15 Tískusýning undir stjórn Hermanns R. Stef-
ánssonar.
Kl. 21.45 Anna Guömundsdóttir leikkona flytur gam-
anmál.
Kl. 22.00 Danssýning undir stjórn Hermanns R. Stef-
ánssonar.
Kl. 22.15 Siguröur Ólafsson og Þuríöur Siguröardóttir
syngja saman.
Kl. 22.45 Dansaö til kl. 23.30.
Tískusýning:
Modelsamtökin sýna.
Ávarp
Davíð Oddsson,
borgarstjóri.
Dansstjóri og kynnir veröur Hermann Ragnar Stefáns-
son.
Aö gefnu tilefni er ástaöa til aö vekja athygli á því aö
skemmtun þessi er aöallega sniðin fyrir aldraða.
Aörir dagskrárliöir: Gáta kvöldsins.
Lag kvöldsins.
Gestur kvöldsins.
Félög og einstaklingar eru vin-
samlega beöin aö tilkynna þátt-
töku í síma 77500 sem fyrst.
A gægjum
í þingveislu
í umrædum um friðar-
fra-ðslu í Aiþingi í síðuslu
viku ræddi Arni Johnson,
þingmaður SjálfstæðLs-
fldkksins, meðal annars
baráttu KvennalLstans og
drap á afstöðu hans til
þingvcislunnar. Komst
Arni þá svo að orði:
„Kin ágætiskona, Búbú-
lína, barðist brjóst við
brjóst við mörg stórveldi
án þess að æðrast. K.r þaö
rétt skilið, að þingmaður-
inn sé að berjast við
ímyndað karlaveldi af ein-
skærum ótta? Hvaða sýnd-
armennska er þetta? Eða
er þetta e.t.v. jtamskonar
sýndarmennska og þing-
menn Kvennalista viðhafa
nú með yfirlýsingum um að
þær sæki ekki hefðbundn-
ar samkomur þingmanna
sem þó eru e.tv. það helsta
f starfi þingsins sem elur á
friði og góðri stundu utan
skarkaía hversdagslífsins?
Hvers vegna gátu þing-
menn Kvennalista verið
þekktir fyrir að sækja
veLslu forseta íslands en
ekki forseta Alþingis? Og
hvað var einn þingmanna
kvennalista að gera á gægj-
um f Súlnasal umrætt
veislukvöld? Það væri
fróðlcikur að fá svar við
því. (Gripið fram í: Ég var
að vinna.) Ég var að vinna,
segir þingmaðurinn. (Grip-
ið fram í: Það er lögleg af-
sökun. Það á Ifka að gera
Þ»ö.)“
Kristín Halldórsdóttir,
þingmaður Kvennalistans,
svaraði þessum spurning-
um Árna Johnsen f ræðu
og sagði meðal annars:
„Við lögðum til á fundi
með þingflokksfor-
mönnum og forsetum
þingsins að þingmenn
greiddu árshátíð sína úr
eigin vasa. Sú hugmynd
féll í grýttan jarðveg og
fannst okkur þá sjálfgert
að sitja heima. Okkur þyk-
ir leitt ef við höfum komið
öðrum þingmönnum í klípu
með þessari afstöðu. Það
var ekki ætlunin. Við gerð-
um okkur grein fyrir að
svo gæti farið og það
hvarflaði að okkur að fara
þrátt fyrir allt i þessa
veishi einmitt af tillitsscmi
við aðra þingmenn. En
Arni Johnsen
Kristín Halldórsdóttir
Þingveisla og Fylkingin
Friöarumræöurnar á Alþingi spanna
yfir vítt sviö eins og viö var aö búast
enda erfitt aö henda reiður á því hvaö
ekki þjónar friðsamlegum tilgangi þegar
öllu er á botninn hvolft. Til dæmis taldi
Árni Johnsen þingveisluna stuöla aö friði
og spuröi af því tilefni hvaö einn þing-
manna Kvennalistans heföi veriö aö gera
þar á gægjum úr því þær stöllur höfnuðu
þátttöku í veislunni. Kristín Halldórsdóttir
svaraöi fyrir sig og er greint frá þessum
oröaskiptum í Staksteinum í dag. Þá
segjum viö frá inngöngu Fylkingarinnar í
Alþýöubandalagið.
þetta var orðin okkur
samviskuspurning sem við
hlutum að svara á þennan
hátt. Svo einfalt var það
nú.
En hv. þingmaður Árni
Johnsen beindi hér til mín
þeirri spurningu, hvað ég
hefði veríð að gera á gægj-
um á Hótel Sögu kvöldið
sem þingveislan var og þar
sem ég skil, að það kann
að virðast tortryggilegt at-
hæfi, þá vil ég upplýsa það,
þá var ég stödd að beiðni
skemmtikraftanna Helgu
Thorberg, Eddu Björg-
vinsdóttur og Arnar Árna-
sonar. Þau höfðu samband
við mig um kl. hálftíu um-
rætt kvöld og báðu mig að
koma og meta fyrirfram,
hvort eitthvað í skemmti-
dagskrá þeirra kynni að
ofbjóða svo virðulegri sam-
komu sem þau væntu að
þingvcislan væri. Af undir-
tektum veislugesta, sem ég
heyrði í hliðarsal, tel ég að
svo hafi ekki verið. Ykkur
hafi ekki verið ofboðið,
heldur hafið þið skemmt
ykkur Ijómandi vel. Ég bið
svo afsökunar á þcssu inn-
leggi í friðarumræðuna,
sem hv. þingmaður Árni
Johnsen gaf tilefni til.“
Byltingars-
innaður
»»•
u
marxismi
í nýútkomnum Neista,
málgagni Fylkingarinnar,
er að finna greinargerð
fyrir því hvers vegna þessir
trotskyistar ákváðu að
ganga í Alþýðubandalagið.
Þar segir meðal annars:
„Pólitísk verkefni og
markmið starfs Fylkingar-
innar innan Alþýðubanda-
lagsins eru nákvæmlega
þau sömu og á öðrum
vettvangi. Þessi verkefni
eru í stuttu máli að úi-
breiða stefnuskrá hins
byltingarsinnaða marxLsma
og safna og skipulcggja
liðsmenn sem styðja þessa
stefnuskrá, að vinna að
andsvari og samfylkingu
verkalýðsaflanna gegn
kreppuráðstöfunum auð-
valdsins, að vinna að öfl-
ugu stuðningsstarfi viö bar-
áttu verkamanna og
bænda í Miö-Ameríku og
útbreiða málstað þeirra
byltinga sem þar eru í
gangi, að vinna að verka-
lýðssinnaðri lausn á krepp-
unni og berjast fyrir verka-
lýðsstjórn sem getur haft
forystu fyrir framkvæmd
slíkra ráöstafana.
Fylkingin telur að þaö
muni auðvelda mjög bar-
áttuna fyrir þessum
markmiðum að starfa nú
innan Alþýöubandalagsins.
f þcssu sambandi nægir að
nefna það markmið að
samfylkja gegn kreppu-
ráðstöfunum ríkisstjórnar-
innar, en félagar Fylk-
ingarinnar cru augljóslega
í mun betri aðstöðu til aö
berjast fyrir slíkri samfylk-
ingu ef þeir eru innan Al-
þýðu bandalagsins.
Innan Alþýðubandalags-
ins mun Fýlkingin aðeins
taka þátt í því starfi sem
tengist ofangreindum
markmiðum og styrkir
starf Fylkingarinnar
og/eða annarra innan AF
þýðubandalagsins sem
starfa í sömu veru. Þannig
er það ekki meiningin að
félagar Fylkingarinnar
laumi sér í „áhrifastöður"
til að öðlast sýndaráhrif.
Tilgangurinn með inngöng-
unni er f.o.f. að ná beinu
og milliliðalausu sambandi
við fólk sem vill heyja bar
áttu við auðvaldið í þessu
landL Tilgangurinn er
einnig að vinna að því að
allír þeir pólitísku straum-
ar sem grundvallast á
verkalýðshreyfingunni
sameinist í einum flokki.
Innan Alþýðubandalagsins
nú, og innan slíks samein-
aðs flokks í framtíðinni,
viljum við mynda öfluga
andstæðu við stéttasam-
vinnustefnu flokksins, sem
um síðir gæti valdið
straumhvörfum innan
hans, stefnubreytingum,
sem setti baráttueiningu
verkafólks í hásæti, en ýtti
skriffinnum og ráðherra-
sósíalistum til hliðar."
í Kaupmannahöfn
F/EST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁDHÚSTORGI
Collonil
vernd fyrir skóna,
leöriö, fæturna.
Hjá fagmanninum.
TSíHamalkcidiitLnn
^■idttisqótu 12-18
BMW 52011982
Llósblár. eklnn 23 þús Aflstýri, utvarp, seg-
ulband, sn|ó- og sumardekk. Upphækkaður
DODGE RANCHARGER 1977
8 cyt. 318 vél, siálfsklptur Aflstýrl, útvarp,
segulband, talstðð, dráttarspll Verð 470
þús. Sklptl.
MAZDA 323 (1100) 1981
LJósgrnrm. Eklnn aöelns 43 þús. km. Fall-
egur tramdrlfsbill. Verö 185 þús.
SUZUKI LJ 80 1981
Hvitur, ekinn aöeins 28 þús. km Ótrúlegs
sparneytlnn. Bill meö drlf á öllum. Verö t80
þús.
CHEVROLET MALIBU CLASSIC
STATION 1978
Blár, ekinn 90 þús. Siálfsklptur, aflstýrl, út-
varp, snjó- og sumardekk Verö 250 þús.
Ath. skipti.
VOLVO 244 DL 1978
Blár. ekinn aöeins 60 þús. km. Einkabill i
sérflokki. Verö 220 þús
SAAB 900 GLS 1981
Hvitur, ekinn 33 þús., útvarp, segulband.
Verö 380 þús. Ath. skipti.
Nú er rétti tfminn til bflakaupa. Ym-
is kjör koma til greina. Komiö meö
gamla bílinn og skiptiö upp i nýrri
og semjiö um milligjöf. Bílar á sölu-
skrá sem fást fyrir skuldabréf.
FJÓRHJÓLSDRIFBÍLLINN VINSÆLI
Toyota Tersel, 4x4 1983. Rauöur, eklnn aö-
eins 18 þús. km. Utvarp. snjó- og sumar-
dekk. Verð 375 |3ús.