Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 Vírnet til varnar kiittum Mbl./E.G. Ef kettír sækja í íbúðir um glugga: Setjið net fyrir gluggana Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur: Alrangt að samid hafi verið um stórhækkanir til lækna Vmrum, 26. mars. FRÁ því var greint í Morgunblað- inu sl. sunnudag að kettir hofrtu valdið fólki ónæði í Vogum. Sama dag hitti rréttaritari að máli Vil- hjálm Þorbergsson sem átti við þann vanda að stríða fyrir nokkr- um árum að kettir sóttu inn í íbúð hans, gegnum opna glugga. Kvaðst hann hafa fundið ráð sem hefði dugað 8ér vel í þeirri baráttu, og vildi góðfúslega greina lesendum Mbl. frá því. Var lausnin falin í því að setja vírnet fyrir alla opnanlega glugga. Afar einfalt sagði hann. Netið fæst eflaust víða, hann hefði keypt það hjá Mjólkurfé- lagi Reykjavíkur. Síðan klippti hann netið niður þannig að það passaði fyrir viðkomandi glugga og heftaði síðan í falsið. Sagðist Vilhjálmur alveg laus við að kettir kæmust inn hjá sér síðan. E.G. Kettir í Vogunum MORGUNBLAÐINU barst eftirfar- andi tilkynning frá Læknafélagi ís- lands og Læknafélagi Reykjavfkur í gær. „Að undanförnu hafa staðið yfir samningaviðræður milli Læknafé- lags Reykjavíkur og Trygginga- stofnunar ríkisins um kjarasamn- ing sérfræðinga á eigin stofum og ' milli Læknafélags Islands og Læknafélags Reykjavíkur annars vegar og' Tryggingastofnunar ríkisins hins vegar um kjarasamn- ing heimilislækna. Samningaviðræðum sérfræðinga er lokið með undirskrift samn- inganefndar lækna með fyrirvara um samþykki sérfræðinga. Var samningurinn kynntur á félags- fundi 27. þ.m. og verður til endan- legrar afgreiðslu á fundi í dag, 29. marz. í frétt Þjóðviljans í dag er full- yrt, að í samningnum sé samið um stórhækkanir á greiðslum sjúkl- inga til sérfræðinga. Þetta er al- rangt, því að gjöld þau, sem sjúkl- ingar greiða á stofum lækna, eru ekki samningsatriði, heldur fara þau skv. reglugerð, sem ráðherra setur. í samningi sérfræðinga er hins vegar samið um, hvaða greiðslu lækni ber fyrir hvert ein- stakt viðtal eða verk. Reglugerðin segir síðan til um, hve stóran hluta af því gjaldi sjúklingi ber að greiða. Hækkun á greiðslu sjúkl- ings hefur því alls ekki í för með sér tekjuauka til læknis, sem fær eins og áður segir samanlagt frá sjúklingi og tryggingum umsamið gjald fyrir hvert viðtal eða verk. í umsömdum samningi er ein- ungis gert ráð fyrir launahækkun til lækna, sem nemur 4,5% eins og BHM samdi um nýverið. Samningaviðræðum heimilis- lækna er ekki lokið. Þar hefur einnig verið gengið út frá því, að launahækkun yrði 4,5%. Vegna fyrirhugaðrar niðurfellingar númeragjalda verður hins vegar um tilfærslur á tekjum að ræða milli lækna, þannig að sumir kunna að lækka eitthvað, en aðrir hækka, þó þannig að samanlagt verði um 4,5% launahækkun að ræða. Uppkast að samningnum hefur verið kynnt heimilislækn- um. Undirtektir voru hins vegar þannig, að alls óvíst er, hvort samningurinn verður samþykktur eða haldið áfram með númera- læknakerfið. Læknafélag íslands og Lækna- félag Reykjavíkur lýsa undrun sinni á fréttaflutningi eins og hann birtist í framangreindri for- síðufrétt Þjóðviljans og vænta þess, að í framtíðinni verði leitað traustari heimilda en gert var í þetta sinn. Reykjavík, 29. marz 1984, f.h. Læknafélags Reykjavíkur og Læknafélags íslands. Páll Þórðarson framkv.stj." Framkvæmdir við Kvíslaveitu: Unnið við fjórar stíflur í sumar FJÓRÐI áfangi við Kvíslaveitu verð- ur að hluta til unninn í sumar. Verða Eyvindarkvísl og Hreysiskvísl stífl- aðar og um 6 km langur skurður grafinn til þess að veita vatninu úr þessum kvíslum í Kvíslavatn. Síðari hluli verksins verður unninn sumar- ið 1985. Framkvæmdir við Kvíslaveitu hófust haustið 1980 og er áætlað að þeim ljúki haustið 1986. Fram- kvæmdaáætluninni var skipt í fimm áfanga og eru verkin, sem unnin verða í sumar, liður í fjórða áfanga. Þriðji áfangi Kvíslaveitu hófst sumarið 1982 og er ekki enn lokið. Felst hann í því að stífla Svartá, Þúfuverskvísl og Eyvindarkvísl syðri. Svartá hefur þegar verið stífluð, en stiflurnar við kvíslarn- ar báðar verða byggðar á þessu ári. Að því loknu mun vatn ofan við stíflurnar safnast í lón, sem verður um 24 kmz að flatarmáli og hefur verið nefnt Kvíslavatn. Aöalfundur Verktaka- sambands íslands AÐALFUNDUR Verktakasambands íslands verður haldinn í Kristalsal Hótels Loftleiða í dag, föstudaginn 30. mars og hefst kl 10:45. Fundur verður settur kl. 11:00. Þá flytur Ólafur Þorsteinsson, formaður, setningarræðu. Pálmi Kristinsson, verkfræð- ingur, flytur kl. 11:20 erindi um stöðu verktakaiðnaðar, framtíð- arhorfur og hvort útflutningur verktakaiðnaðar sé raunhæfur. Kl. 12:00 verður snæddur hádeg- isverður, en eftir hádegi flytur framkvæmdastjóri skýrslu stjórn- ar og síðan fara fram almenn fundarstörf. Lava Loppet um aðra helgi: Skíðagangan kjörin að- ferð til landkynningar — segir Knútur Oskarsson, framkvæmdastjóri innanlandsdeildar Urvals ALÞJÓÐLEGA skíðagangan „Lava Loppet" verður í annað sinn hér á landi hinn 7. aprfl næstkom- andi, en gengið verður í Bláfjóll- um. Þegar Lava Loppet var fyrst haldið í fyrra voru þátttakendur um 200 þar af um 70 útlendingar. Þátttakendur geta valið um þrjár gönguleiðir, 42 kflómetra, 21 og 10. Þriggja manna sveitakeppni fer einnig fram i 10 kflómetra vega- lengdinni. Að Lava Loppet standa Ferðaskrifstofan I 'rval, Flugleiðir hf, Reykjavíkurborg og Skíðasam- band Islands. Þegar hafa 90 til 100 erlendir þitttakendur skrið sig og vonast er til að íslenzkir keppend- ur verði 150 til 200. Knútur óskarsson, fram- kvæmdastjóri innanlandsdeildar Úrvals, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að markmiðið með því að halda hér alþjóðlega skíða- göngu væri meðal annars að fá erlenda þátttakendur til lands- ins á þeim tíma, sem ferða- mannastraumurinn væri minnstur. Gefa þeim ástæðu til að koma til landsins, en það hefði í för með sér lágmark gist- ingu í þrjár nætur, ferðir til og frá landinu og gjaldeyristekjur af ýmsu tagi. Þetta væri þáttur í Merki göngunnar. almennri landkynningu og bezta auglýsingin væri ánægður ferða- langur, sem smitaði út frá sér meðal vinna og kunningja í heimalandinu. Tækist vel til vekti þetta löngun ferðamanna til að koma aftur og slíkt yndi síðan upp á sig með auknum ferðamannastraumi til landsins. Þá væri markmiðið ennfremur og jafnvel ekki síður að styrkja skíðaíþróttina á landinu og hafa áhrif á aukningu útivistar lands- manna. Knútur sagði, að upphaf þessa mætti rekja nokkuð aftur í tím- ann, þó ekki hefði orðið af fram- kvæmdum fyrr en í fyrra, en ferðaskrifstofan Úrval væri frumkvöðull á þessu sviði. Hugmyndin hefði kviknað í vangaveltum hans og Gunnars Jóhannssonar, starfsmanns Flugleiða í Frankfurt er hann hefði starfað hjá Ferðamálaráði íslands. Eftir að hann hefði síð- an hafið störf hjá Úrvali, hefði Gunnar hvatt hann til frekari dáða. Hann hefði því haft sam- band við Skíðasambandið og Flugleiðir og árangurinn hefði verið fyrsta Lava Loppet á síð- astliðnu ári. Það hefði tekizt vel þrátt fyrir að veðurguðirnir hefðu ekki verið samvinnuþýðir. Alls hefðu þátttakendur verið um 270, en erlendir gestir og þátttakendur 90 alls. Sér hefði síðan fundizt eðlilegt framhald þessa að gangast fyrir Reykjavíkur-maraþoni í ágúst næstkomandi í svipuðum til- gangi og skíðagöngunni. Hann hefði orðið vitni að svokölluðu friðar-maraþoni í Gautaborg fyrir tveimur árum og hefði það vakið áhuga hans. Það sama mætti segja um báða þessa þætti, að hópkeppni skipti þátt- takendur mestu máli, en út- LAVA LOPPET Gönguleiðir. lenzkir keppendur kæmu gjarn- an til að „safna" löndum. „Ég er ekki í vafa um að Lava Loppet sem slíkt, ef vel tekst til, er einhver bezti vettvangur til kynningar á möguleikum ís- lands, sem athyglisverðu landi fyrir erlenda ferðamenn, sem kjósa að eyða fríi sínu við úti- veru og skíðaiðkanir á vetrum, en markmið landkynningar hér hefur í orði verið að auka ferða- mannastrauminn hingað á „dauða tímanum". Meðal annars þess vegna höfum við sett okkur í samband við Ferðamálaráð og óskað eftir aðstoð þess við að taka keppnina upp á filmu eða myndband, sem mætti nota til enn frekari landkynningar. Það er ljóst, að við getum ekki keppt við brekkur Alpafjallanna og þess vegna eigum við að halda okkur við skiðagönguna og úti- vist sem henni tengist, þegar við erum að kynna ferðamöguleika hér á vetrum," sagði Knútur Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.