Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984
35
Helmut Federle
í Nýlistasafninu
I sýningarsölum Nýlistasafnsins
við Vatnsstíg kynnir um þessar
mundir svissneski listamaðurinn
Helmut Federle vinnubrögð sín á
nýlistargrundvelli.
Federle er vel þekktur í heima-
landi sínu, hefur tekið þátt í sam-
sýningum víða um heim, heldið sjö
einkasýningar í Sviss og eina í New
York. Hann er búsettur í Zurich en
hefur undanfarið unnið að stórri
myndaröð fyrir New York-borg og
dvalið þar. Þennan mánuð hefur
hann verið gestakennari við málara-
deildir Myndlista- og handíðaskóla
íslands.
Myndverk Helmut Federle eru
eins konar blanda konstrúktívisma
og expressjónisma — hann hefur í
senn áhuga á róréttri niðurskipan
forma, sem umbúðalausum skyn-
rænum vinnubrögðum.
Á sýningunni í Nýlistasafninu
fær skoðandinn að nokkru innsýn i
vinnubrögð listamannsins, hiklaus
riss og yfirveguð form. Eftir sýning-
unni að dæma er þetta fyrst og
fremst kynning á listamanninum og
verkin virðast vera tækifærisverk
unnin í flýti og sýningunni virðist
hafa verið komið á laggirnar í til-
efni þess, að listamaðurinn er stadd-
ur hér. Það er allt gott og blessað og
er að vissu marki gild listmiðlun.
Helmut Federle er mjög upptek-
inn af því sem hann nefnir „nýtt
skipulag" í myndlist, og hér virðist
hann nota margs konar myndtákn
til að tjá innri sýn á umheiminum.
Við slíka kynningu hlýtur skoðand-
inn að sakna sýningarskrár og nán-
ari skilgreininga á myndhugsun
listamannsins. Jafnvel nokkrar
setningar koma þá oft að miklu
gagni. Hér er því ekki til að dreifa
og telst það gloppa á listkynningum
aðstandenda Nýlistasafnsins. Nokk-
ur rit og bækur í glerskáp bæta hér
að nokkru upp þennan skort en eng-
an veginn nægilega.
Fyrir þá sem vilja fylgjast með
nýstraumum í myndlist Evrópu er
vissulega ómaksins vert að heim-
sækja þessa sýningu.
Keramik í Nor-
ræna húsinu
í anddyri Norræna hússins getur að
líta litla sýningu á keramikgripum eft-
ir dansk-íslenzka listamanninn Snorre
Stephensen.
Listamaðurinn fæddist i Kaup-
mannahöfn og nam við konunglegu
dönsku postulínsverksmiðjuna og
Listiðnaðarháskólann en er nú
kennari við Listiðnaðarskólann
(Skolen for Brugskunst) í K.höfn.
Frá því að Snorre lauk prófi árið
1965 hefur hann rekið eigið verk-
stæði og skapað margar frumgerðir
að nytjahlutum úr keramik og
postulíni auk þess að hanna bygg-
ingarflísar úr gljábrenndum leir.
Hann dvaldi árlangt í Japan þar
sem hann nam af þarlendum og við
heimkomuna gaf hann ásamt föður
sínum út bókina „Brugsting í Jap-
an“. Snorre Stephensen hefur hlotið
margvíslegar viðurkenningar og um
árabil starfað sem hönnuður við
konunglegu dönsku postulínsverk-
smiðjuna.
Hlutirnir á sýningunni eru flestir
mjög smágerðir og er auðséð að
listamaðurinn hefur sótt margan
vísdóminn í smiðju Japana — kem-
ur það einnig fram í hinum fíngerða
glerjung og mynstri á hlutunum.
Við fyrstu sýn virkar sýningin
þannig í knappara lagi norræn en í
meira lagi austræn.
Hönnun hlutanna er hugmynda-
rík og þeir eru vel og nostursamlega
unnir og má vel af þeim ráða ágæta
þekkingu gerandans á fagi sínu, —
sem kemur sér vel því að hann er nú
um tíma að miðla henni nemendum
við Handíða- og myndlistarskóla ís-
lands. Sem fyrr segir er þetta lftil
sýning en mjög snotur og er prýði af
henni þarna í anddyri Norræna
hússins.
Jerúsalem
Erlendir
bókaþættir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Jerúsalem
Útg. Israel Pocket Library
ótal margar bækur hafa verið
skrifaðar um Jerúsalem í áranna
rás, og eiga það flestar sammerkt
að dregin er upp nokkuð einhliða
mynd af sérstæðri stöðu borgar-
innar, hvað varðar pólitík, trú og
annað sem henni tengist. Fer þá
nokkuð eftir því hverjir fara
höndum um efniviðinn. Sumar
þessara bóka sem ég hef lesið og
eru þó upplýsandi og læsilegar,
segja sumar meira um höfundana
og vinnubrögð þeirra en borgina
sem slíka.
Jerúsalem í útgáfu Israel Pocket
Library er ekki ný af nálinni, en
endurútgefin öðru hverju og þá
endurbætt eftir því sem þurfa
þykir. Hún er í stuttu máli sagt
ákaflega vandvirknislega skrifuð
og þar er gætt meirihlutlægni en
ég hef áður séð í skrifum um Jer-
úsalem.
Bókinni er skipt niður í ótal
marga kafla og upphefst á The
Canaanite Period sem prófessor
Michael Avi-Yonah skrifar og
hann hefur einnig ritað næsta
kaflann, David and the First
Temple Period. Síðan er sagan
rakin mjög skilmerkilega og afar
miklum fróðleik safnað þarna
saman á einn stað. Persónulega
þótti mér athyglisverðast að lesa
þrettánda kaflann, The Divided
City, en það var Jerúsalem frá
1948—1967 er ísraelar tóku aust-
urhluta borgarinnar í sex daga
stríðinu úr höndum Jórdana. Að
vfsu hefði verið enn betra ef fjall-
að hefði verið ögn nánar um það
kynlega og óvanalega mannlíf sem
bæði gyðingar og arabar hlutu að
lifa í Jerúsalem þessi nítján ár. En
er engu að síður gagnmerkur og
sama má segja um kafla Walter
Pinhas um Jerúsalem eftir 1967.
Þar er vandarataður meðalvegur-
inn og kannski ívið of miklar ein-
faldanir á stöku stað. Því að Jer-
úsalem er enn skipt borg, þótt all-
ar víglínur hafi verið rifnar niður
og engar tálmanir séu þar lengur.
Þó svo að oftast sé kyrrt 1 borginni
er ekki djúpt á gremju og ólgu
arabísku íbúanna. ísraelar geta
fært fyrir því rök, að hagur ara-
bískra íbúa Jerúsalem hafi stór-
lega batnað síðan þeir tóku við
stjórn hennar, nýju lífi hafi verið
hleypt í atvinnulíf og félagslegar
umbætur séu mjög umtalsverðar.
Arabar hafa vissulega mótmælt
þessum rökum, ekki á jafn sann-
færandi hátt og andstaða þeirra
gegn stjórn ísraela virðist að
flestu leyti vera tilfinningalegs
eðlis — og slíkt ætti svo sem að
vera flestum skiljanlegt.
Hér hefur sem sé ótrúlega mikl-
um og sennilega mjög réttum upp-
lýsingum verið komið til skila á
aðgengilegan hátt. Svo að það er
mikið gagn að því að lesa þessa
bók.
Heillandi í ein
faldleikanum
Hljóm-
plotur
Sigurður Sverrisson
Incantation
('acharpaya
Beggards Banquet/ Steinar
Það vakti að vonum óskipta
athygli þegar Incantation óð upp
breska vinsældalistann fyrri
hluta síðasta árs með lag sitt On
The Wings Of A Condor. I raun
hefði ekkert verið við það að at-
huga þótt flokkur, sem kallaði
sig Incantation, næði vinsældum
ef ekki hefði komið til óvenjuleg
tónlist — nánast framandi.
Tónlistin hjá Incantation er
nefnilega byggð á tónlistararf-
leifð indíánanna í Andesfjöllum
í S-Ameríku. Upphaflega voru
alls kyns flautur, þ.m.t. pan-
flautur, allsráðandi í tónlistinni
en með komu Spánverja til
heimsálfunnar kynntust indíán-
arnir gítarnum og mandólíninu.
Upp úr þeim hljóðfærum þróuðu
þeir sitt eigið strengjahljóðfæri,
„charango".
Á þessari plötu, Cacharpaya,
eru meðlimir Incantation sjö
talsins og leika á alls kyns flaut-
ur, stengjahljóðfæri og bumbur.
Öll hljóðfærin eru einkennandi
fyrir þjóðlagatónlist Chile-,
Perú- og Bólivíumanna. Ekki
verður annað merkt hjá leik-
manni í þessari tegund tónlistar
en vel sé að verki staðið. Flautu-
leikurinn á köflum magnaður.
Þessi tónlist lýtur í raun allt
öðrum lögmálum en sú tónlist
sem glymur í eyrum manns nær
allan liðlangan daginn. Ekki er
uppbygging hennar allt önnur,
heldur er hún ákaflega heillandi
í einfaldleika sínum. Unnendur
góðrar tónlistar hljóta að hafa
gaman af þessari tónlist.
Rétt er að geta þess í lokin, að
öll lögin á þessari plötu eru þjóð-
lög frá áðurnefndum löndum í
útsetningu meðlima Incantation.
Mest fannst mér koma til Sikuri-
adas og High Flying Bird á fyrri
hliðinni og þriggja síðustu lag-
anna á B-hliðinni, The Condor
Dance, Cacharpaya og Friends
Of The Andes. Skýringuna á því
er kannski að finna í þeirri stað-
reynd að þau eru hraðari og
taktfastari en hin lög plötunnar.
Blúsað í botn
Brian May and Friends
Star Fleet Project
EMI/Fálkinn
Hafi ég einhverju sinni orðið
undrandi við það eitt að hlýða á
hljómplötu var það er ég setti
þessa plötu Brian May á fóninn.
Að heyra gítarleikara Queen
smella sér í blúsinn á þann hátt,
sem hér er gert, var nokkuð, sem
ógjörningur var að eiga von á
þegar verk Queen eru höfð til
hliðsjónar.
Plata þessi er í raun það, sem
nefnt er „mini-LP“. Aðeins þrjú
lög, samtals 27 mínútur að
lengd. Eitt laganna er útsetning
May á kynningarlagi við breskan
sjónvarpsþátt og ber það nafnið
Star Fleet. Ágætasta lag, en
e.t.v. full mikið teygt á því.
En það eru hin lögin tvö, sem
eiga hug minn allan. Bæði tvö
eru dúndurblúsarar og það síð-
ara, Bluesbreaker, sem reyndar
er tileinkað Eric nokkrum Clapt-
on, er hreinasta unun. Skiptir
þar höfuðmáli geislandi góður
gítarleikur Eddie van Halen,
sem skiptist á við May í stuttum
sólóum lagið á enda. Magnaður
dúett.
Eddie van Halen er einmitt
einn þeirra fjögurra, sem koma
fram á plötunni undir heitinu
„friends". Auk hans eru það þeir
Phil Chen/bassi, Alan Gratz-
er/trommur og Fred Mand-
el/hljómborð, sem leika með
May á plötunni.
Sem fyrr segir er það gítar-
leikur Eddie van Halen, sem set-
ur mestan svip á þessa plötu þótt
May sé skráður fyrir henni.
Snilli hans fer ekki leynt og læt-
ur hann meira og minna til sín
taka í öllum lögunum þremur.
Saman mynda hann og May dú-
ett, sem er einhver sá skemmti-
legasti sem ég minnist að hafa
heyrt í háa herrans tíð.
Hafi menn gaman af þræl-
rokkuðum blús með veinandi sól-
óum er ekkert annað að gera en
drífa sig í næstu plötuverslun og
kaupa þessa plötu. Hún er pen-
inganna virði.
Fáguð og stílhrein túlkun
Hljóm-
plotur
Árni Johnsen
Fáguð og stílhrein túlkun er
aðalsmerki Páls Kr. Pálssonar,
orgelleikara, á tveimur stórum
hljómplötum sem komu út fyrir
skömmu með leik þessa rómaða
orgelleikara, en á plötunum leik-
ur hann af jafn mikilli tilfinn-
ingu verk Bach og islenskra tón-
skálda sem lagt hafa rækt við að
semja fyrir orgel, en á plötum
Páls leikur hann verk eftir Frið-
rik Bjarnason, Björgvin' Guð-
mundsson, Steingrím Sigfússon,
Þórarin Jónsson, Pál ísólfsson,
Hallgrím Helgason og Leif Þór-
arinsson. íslensk tónmenning
býr yfir meiru en margur hyggur
í orgeltónlist og það er mikill
fengur að plötu Páls, bæði vegna
persónulegrar túlkunar hans og
vegna þess hve hann flytur verk
eftir mörg íslensk tónskáld.
Páll Kr. Pálsson hefur langan
starfsdag að baki við orgelið og
ávallt hefur hann lagt meira
kapp á það að koma öðrum á
framfæri en sjálfum sér. Bera
plötur hans þess vitni, því bróð-
urparturinn eru verk eftir. ís-
lenska tónsmiði að vilja hans
þegar ákveðið var að gefa plöt-
urnar út honum til heiðurs á sjö-
tíu ára afmælinu.
Frá blautu barnsbeini hefur
Páll verið í slagtogi með tónlist-
argyðjunni og ungur hóf hann
nám í orgelleik í Reykjavík. Síð-
an tók við nám á Norðurlöndum
og í Skotlandi. Fyrstu tónleika á
íslandi hélt Páll um 1950, þá
nýkominn frá námi í Skotlandi.
Síðan hefur hann haldið fjöl-
marga tónleika utan lands sem
innan og á löngum starfsferli
hefur hann víða komið við í sögu
tónmenntar á fslandi, ávallt
boðinn og búinn að leggja öðrum
lið, auka veg orgelsins og tónlist-
ar almennt.
AMERÍKA
PORTSMOUTH/NORFOLK
City of Hartlepool 17. apríl
Bakkafoss 27. april
City of Perth 8. maí
Ðakkafoss 18. mai
NEW YORK
City ot Hartlepool 16. apríL
Bakkafoss 26. apríl
City of Perth 7. maí
Bakkafoss 17. maí
HALIFAX
Ðakkafoss 9. april
Ðakkafoss 30. apríl
BRETLAND/MEGINLAND
IMMINGHAM
Alafoss 1. april
Eyrarfoss 8. apríl
Álafoss 15. apríl
Eyrarfoss 22. apríl
FELIXSTOWE
Álafoss 2. apríl
Eyrarfoss 9. apríl
Álafoss 16. apríl
Eyrarfoss 23. apríl
ANTWERPEN
Álafoss 3. apríl
Eyrarfoss 10. apríl
Alafoss 17. apríl
Eyrarfoss 24. apríl
ROTTERDAM
Álafoss 4. apríl
Eyrarfoss 11. april
Álafoss 18. apríl
Eyrarfoss 25. april
HAMBORG
Álafoss 5. apríl
Eyrarfoss 12. april
Álafoss 19. apríl
Eyrarfoss 26. april
WESTON POINT
Helgey 3. apríl
Helgey 16. apríl
LISSABON
Vessel 21. april
LEDÍOES
Vessel 22. apríl
BILBAO
Vessel 24. april
NORÐURLÖND/-
EYSTRASALT
BERGEN
Dettifoss 30. mars
Mánafoss 6. apríl
Dettifoss 13. april
Mánafoss 20. april
KRISTIANSAND
Dettifoss 2. apríl
Mánafoss 9. april
Dettifoss 16. apríl
Mánafoss 28. apríl
MOSS
Dettlfoss 30. mars
Mánafoss 10. april
Dettifoss 13. apríl
Mánafoss 24. apríl
HORSENS
Dettifoss 4. apríl
Dettifoss 18. apríl
GAUTABORG
Dettifoss 4. apríl
Mánafoss 11. apríl
Dettifoss 18. apríl
Mánafoss 25. april
KAUPMANNAHÓFN
Dettifoss 5. apríl
Mánafoss 12. apríl
Dettifoss 19. april
Mánafoss 26. april
HELSINGJABORG
Dettifoss 6. apríl
Mánafoss 13. aprM
Dettifoss 21. april
Mánafoss 27. apríl.
HELSINKI
írafoss 4. april
Elbeström 30. apríl
GDYNIA
„ Irafoss 11. april
‘1ÞÓRSHÖFN
Mánafoss 7. apríl
Dettifoss 28. apríl
VIKULEGAR
STR ANDSIGLING AR
-fram og til baka
frá REYKJAVÍK
alla mánudaga
frá ÍSAFIRÐI
alla þriðjudaga
frá AKUREYRI
aila fimmtudaga
EIMSKIP