Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 31 Tindfjöll — eftir Ölaf Guðmundsson Þórsmörk er án efa einn vinsæl- asti ferðamannastaður landsins að sumri til, og skyldi engan undra sem dvalið hefur þar um lengri eða skemmri tíma. Lítið er um ferðir þangað að vetri eftir að festa tekur snjó að einhverju marki, nema einna helst ferðir ferðafélaganna um áramót- in og gengur oft æði erfiðlega að komast til og frá Mörkinni eins og dæmin sýna. Þeir sem leið hafa átt þangað hafa örugglega veitt athygli jökl- inum, sem er á hægri hönd, er ekið er inní Mörkina enda annað úti- lokað þar sem vegurinn liggur svo til utaní honum. Það er ekki víða hvorki hér heima né erlendis sem svo fjölfarin leið fylgir nokkurn veginn jökulröndinni, og gleymist víst seint þeim sem ekki eiga slíku að venjast. En þeir eru líklega nokkuð færri sem veitt hafa athygli snævi krýndum fjallaklasanum sem fer smá hækkandi upp af Fljótshlíð- inni vestan megin við Markarfljót og eru oftast kölluð Tindfjöll eða Tindfjallajökull. Tindfjallasvæðið hefur um ára- bil verið mjög vinsælt skíðasvæði innan nokkuð þröngs hóps, eða síðan Fjallamenn reistu þar ann- an skála sinn árið 1941. Áður höfðu þeir reist skála á Fimm- vörðuhálsi, en hann er nú ónýtur ferðamönnum, en þeir stoppa sjaldan næturlangt, kannski eftir litlu að slægjast þó að útsýnið sé mjög tilkomumikið þarna efra að sumri til og að sjálfsögðu að vetri til einnig. En þó finnst manni þetta vera algjör gróðurleysa, varla hægt að merkja að þar þríf- ist nokkur jurt, aðeins gróðurlaus- ir melar neðra og stórgrýtt fjöll hið efra. Það er óskiljanlegt hvað fólk sér við það að ráfa þarna um að sumri til, er Þórsmörkin iðgræn blasir við í austri. ísalp, eins og íslenski alpa- klúbburinn er oftast nefndur, hef- ur notað skálann óspart síðan hann komst í umsjón hans. Einnig eru tveir aðrir skálar þarna og mynda þeir allir þrír nokkuð beina línu. Fyrstur er skáli Flugbjörg- unarsveitarinnar, hann er neðst- ur, síðan kemur miðskálinn, hann er í einkaeign, og svo efstur er Is- alpskálinn og tiltölulega best stað- settur í tilliti til skíðaferða. En þetta svæði er mjög ákjósanlegt fyrir gönguskíðaferðir. Því ekki að komast útúr gráma hversdagsleik- ans og skella sér á skíði í tvo daga? Pottþéttur staður, leggja kannski af stað uppúr níu að morgni, engin ástæða til að rjúka upp fyrir allar aldir. Ekki nema tveggja tíma keyrsla frá Reykja- vík innað Fljótsdal, en svo heitir bærinn sem vanalega er lagt upp frá, hafa samráð við bóndann, Runólf, um hvar megi leggja bif- reiðinni. Séd ofan af hæsta tindinum. frá skálanum, og er hver þeirra annarri skemmtilegri. Hægt er að velja á milli erfiðrar leiðar sem krefst nokkurrar lagni á göngu- skíðum, rólegrar röltferðar með konuna, eða nokkuð lengri ferðaf, t.d. inn að Sindra. Hægt er að skiða upp að Ými og ganga síðan síðustu hundrað metrana upp, en þar getur verið nokkuð mikið harðfenni og reynst óvönum á skíðaskóm full erfitt. En það er alveg þess virði er upp er komið enda í rúmlega 1400 m hæð. Skálinn er vinsæll hjá þeim sem hafa farið í lengri ferðir, þá í fimm til sex daga, þar sem mjög gott er oftast að komast á bíl inní Fljótsdal og þaðan upp í skálann, en þetta tekur ekki nema 3—4 tíma frá því að lagt er af stað að heiman. Upp að neðsta skálanum, Tind- fjallaseli, eru um 5 km og þaðan 2,5 km í skála ísalp, en hann stendur í 850 m hæð. Frá neðstu stikunni sem er í 400 m hæð er 40° misvísandi að Tindfjallaseli, það- an er síðan að skálanum 49° mis- vísandi. Niðurferðin er í flestum tilfell- um mjög skemmtileg enda rennsli gott alveg niður í skálann, ekki of bratt fyrir suma, en stundum fyrir aðra. Ofáar bylturnar hafa menn fengið er þotið er niður á göngu- skíðunum og tel ég þau ekki bestu skíðin til að taka mikla svigsýn- ingu á. Þegar lagt er í svona ferð er frumskilyrði að vera vel útbúinn og af nokkurri kunnáttu. Ekki þar með sagt að það þurfi eingöngu að vera með það besta, því oftast er Hæsti tindur Tindfjalla. sökum viðhaldsleysis og annar nýr skáli FÍ búinn að leysa hann af hólmi. íslenski alpaklúbburinn tók, stuttu eftir að hann var stofnaður eða árið 1978, við rekstri og við- haldi skálans og mátti ekki tæp- ara standa að hann færi ekki sömu leið. Á sumrin er hann lítið notaður, en nokkuð er þarna af erlendum Axla bakpokann, smella á sig skíðunum og svo af stað. Nokkuð bratt er upp frá bænum en það tekur fljótlega af og flestir sem eithvað eru vanir gönguskíðum ættu að geta farið þarna upp eins auðveldlega og að drekka vatn. Er upp fyrir brúnina er komið taka við ávalar hæðir, mjög gott skíða- land, rétt nógu bratt til að hitna aðeins. Fyrir nokkrum árum var leiðin uppúr Fljótsdalnum stikuð með vanalegum stikum eins og vega- gerðin notar gjarna, en í tímans rás hafa þær smám saman týnt tölunni bæði vegna veðurs, en veð- urhæð getur orðið töluverð þarna efra og rokkóngurinn Stórhöfði ekki langt undan landi, og einnig hefur viljað brenna við, að stik- urnar hreinlega snjói í kaf. Notið útsýnis og veðurblíðu. Nauðsynlegt er að hafa áttavitann með, nú sem endranær, og að sjálfsögðu að kunna á hann. Það ætti ekki að skemma fyrir að hafa samband við einhvern ábyrgan að- ila í ísalp og grennslast fyrir um það hvort ekki sé laus koja í skál- anum, því mörgum hrýs eflaust hugur við að þurfa að grafa sig í fönn eins og komið hefur fyrir þar er báðir skálarnir voru fullir. Skálinn sjálfur er mjög vistleg- ur og nokkuð rúmgóður. Það geta 10—12 manns gist þar með góðu móti. Oft er það svo þegar búið er að fýra vel í gömlu kolakabínunni að menn haldast helst ekki við nema á brókinni einni saman, þó að geysi stórhríð fyrir utan. Margar leiðir er hægt að fara út það næstbesta nógu gott líka, eða svoleiðis. En veður geta skipast á skammri stundu í lofti eins og þeir sem eitthvað stunda útilíf að vetri til vita. Það er kannski fínasta veður að morgni er lagt er af stað, en getur breyst síðan á fáeinum andartökum í öskrandi stórhríð, og er frekar bágt að vera vanbúinn þá. Menn eru ótrúlega fljótir að gefast upp fyrir kuldanum, eins og hundruð dæmi sanna. En hvað um það, það er von mín að þeir sem eigi þarna ferð um eigi mjög ánægjulega daga því ekkert jafnast á við góða skíðaferð. Ólafur Guðmundsson er mat- reidslumadur og starfar í Alpa- klúhbnum. Ofnæmisi?rofaðar . SNYRTIVORUR AN ILMEFNA. FAst í apótekinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.