Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984
33
Reagan og Thatcher. Samtal
þeirra falsart með því að klippa
saman brot úr ræðum þeirra við
ýmis tækifæri.
hópa fölsuð af sovésku leyni-
þjónustunni KGB og með þess-
um hætti vilji Rússar gera Vest-
urlönd tortryggileg og ráðamenn
þeirra samansafn af eiginhags-
munaseggjum sem kæri sig koll-
ótta um alla alþýðu manna.
Engar sannanir
Larry Semakis stýrir nefnd á
vegum bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins sem hefur með
þessi mál að gera og hann segir
að Rússar hafi fært sig verulega
upp á skaftið í þessum efnum
síðustu misserin, -~*en fyrir
dómstólum myndum við eiga í
hinu meta basli, að sanna eitt
eða neitt á þá,“ bætir Semakis
jafnframt við. Hann segir hins
vegar, að það sem bendi mest til
þess að Rússar séu með puttana
í þessu, sé ákveðið mynstur fals-
ananna. Bandaríska utanríkis-
ráðuneytið er sannfært um, að
falsanirnar heyri undir „fyrstu
deild" KGB, sem þýðir að æðstu
Þannig m.a. kemur KGB
sögusögnunum á kreik
Hljóöbandiö er mjög bjagaö og truflanir miklar. Þó má greina raddir,
raddir Ronalds Reagan, forseta Bandaríkjanna, og Margrétar Thatcher,
forsætisráöherra Bretaveldis. Rödd Reagans segir eitthvað á þessa leið:
„Ef til stríös kemur, munum viö skjóta eldflaugum á árásarmenn okkar
og tryggja þannig aö Sovétmenn fari ekki út fyrir landamæri sín.“ Svar
Thatchers: „Þú meinar Þýskaland?" og röddin hljómar vantrúuö. Ekki
stendur á svarinu: „Frú Thatcher, ef okkur er ógnað, þá afmáum við
vandamáliö meö sprengjuregni. Samtalið á greinilega aö fara fram meðan
á stríöi Breta og Argentínumanna um Falklandseyjar stóö yfir. Ef hárin
rísa ekki á höfði lesenda viö það sem á undan er skráö, hvaö þá nú, er
Thatcher segir við Reagan, að hún hafi rétt í þessu verið að skipa
herskipum aö sökkva argentínska skipinu Belgrano, svona bara til þess
aö koma í veg fyrir allar hugsanlega viöræöur við Argentínumenn í bráö.
„Guö minn almáttugur," er tilsvar Reagans.
Klippt og skorið hver annar en rússneski björn-
mnvern tíma hafa þau Reag- *nn. * líki KGB. nOh God,“ Reag-
ans er til dæmis klippt úr til-
vitnun hans í sálminn „Oh god of
love, oh king of peace". Segul-
band það, sem innihélt ofan-
greint samtal, skaut upp kollin-
um í Hollandi skömmu fyrir
e:
I an og Thatcher sagt allt sem
þarna kemur fram, en ekki í því
samhengi sem þarna er. Samtal-
ið er falsað frá upphafi til enda.
Og hver ætti svo sem að hafa
áhuga á að gera slíkan grikk. Jú,
þingkosningarnar síðustu í
Bretlandi þar sem íhaldsflokkur
Margrétar Thatcher vann stór-
sigur. Hollenskir blaðamenn
fengu bandið í hendurnar og
enginn vissi hver sent hefði eða
hver hefði tekið það upp. Blaða-
mennirnir hollensku vildu ekki
trúa sínum eigin eyrum er þeir
hlýddu á boðskap bandsins. Ekki
verður það sama sagt um starfs-
bræður hollensku frétta-
mannanna víða um heim. Það
færist í vöxt, að óvandaðir
fréttamenn, eða blöð, sjái sér
leik á borði og annaðhvort trúa
svona boðskap eins og nýju neti,
eða trúa honum ekki, en vita
hins vegar að þeir muni geta selt
varning sinn. Bandaríska utan-
ríkisráðuneytið heldur því fram,
að segulbönd þessi séu upp til
ráðamenn Sovétríkjanna verða
að leggja blessun sína yfir þær.
Falsanirnar sem fram hafa
komið hafa reynst ýmist góðar,
hlægijegar og allt þar á milli.
Þær leiða hugann að breskri
nefnd í síðari heimsstyrjöldinni,
sem hafði það hlutverk að senda
erlendum dagblöðum lygafréttir
um ástandið 1 stríðinu. En
bandaríska stjórnin fékk
áþreifanlega að finna fyrir því
að blekkingar geta verið með
furðulegum hætti. Snemma á
síðasta ári heyrði bandarískur
embættismaður í Indlandi og
Egyptalandi, að bandaríski
geimfarinn Neil Armstrong
hefði heyrt raddir þegar hann
steig á tunglið hér um árið og
þegar hann kom til jarðarinnar
á ný, hefði hann sannfærst um
að hann hefði heyrt raddir mú-
hameðstrúarmanna í bæn. Átti
Armstrong að hafa verið svo
hrifinn og svo sannfærður, að
hann gerðist umsvifalaust mú-
hameðstrúarmaður. Bandaríska
utanríkisráðuneytið var lítt hrif-
ið af tiltækinu og þótti maðurinn
ekki sýna skapfestu og geðstill-
ingu. Var hann rekinn og reynt
var að þagga málið niður. Síðan
hefur KGB verið bendlað við
málið, enda hefur Armstrong
aldrei haldið því fram að hann
hafi „bænheyrt" múhameðstrú-
armenn á tunglinu.
Trúlegar og langlífar lygar
Bandarískur embættismaður
segir um þetta mál: — Lygar af
þessu tagi geta verið lygilega
þrautseigar. Þetta er sú tegund-
in af lygi sem margir vilja
heyra. Múhameðstrúarmenn
vilja beinlínis trúa því að þetta
sé satt og rétt, lygasagan heillar
þá. Svona sögusagnir er erfitt að
kveða niður og svo rammt kvað
að orðróminum, að við urðum að
beina spurulum blaðamönnum
til Armstrongs sjálfs. Hann vildi
ólmur losna við flugufregnina,
svaraði því fréttamönnum og
öðrum forvitnum og sagði þeim
sem var, að hann hefði alls ekki
heyrt bænagjörðir múhameðs-
trúarmanna á tunglinu, hvað þá
að hann hefði verið rekinn frá
Geimferðastofnuninni.
Lygasaga setn
verður sönn ...
Reyndar verður lygasaga
aldrei sönn, en svo illur getur
misskilningurinn orðið þegar
lygasögum er lævíslega stráð, að
sögurnar öðlast eigið lif. Þannig
var til dæmis, er Ed Koch, borg-
arstjóra New York, og Caspar
Weinberger, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, lenti sam-
an. Þannig var mál með vexti, að
Weinberger var á ferðalagi í
Saudi-Arabíu og dagblað í
Beirút í Líbanon birti grein um
fund hans og varnarmálaráð-
herra Saudi-Arabíu, fund sem
aldrei var haldinn. En líbanska
blaðið fékk eina af umræddum
falsfréttum og í henni voru
Weinberger lögð í munn alls
kyns yfirlýsingar sem allar
gengu út á að smjaðra fyrir
Saudi-Aröbum. Koch borgar-
stjóri frétti af öllu saman og
lenti þeim saman, enda er Koch
mikill vinur ísraela og þótti hon-
um Weinberger hafa farið langt
út fyrir meðalveginn með fram-
komu sinni. En allt voru þetta
ósannindi.
Sannkallaður óskabmnnur
_______ frá Quelle
Stærsta póstverslun í Evrópu.
Quelle pöntunarlistinn með vor- og sumartískunni ’84 er
yfir600 litprentaðar blaðsíður, uppfullaraf vönduðum
þýskum varningi. Úrvalsfatnaðuráalla fjölskylduna,
skórog töskur. Alltgæðavörurá hagstæðu verði.
Öruggur afgreiðslumáti.
Vinsamlegast klippið þennan hluta auglýsingarinnar frá og sendið okkur eða hringið - ef þór viljið kaupa
Quelle pöntunarlistann. Verð listans er kr. 125.- auk póstburðargjaldsins.
Quelle-umboðið, Pósthólf 136, |
Njarðvík. Sími 92-3576. í
Afgreiðsla í Kópavogi, Auðbrekku 12, sími 45033.
Nafn sendanda l
heimilisfang I
sveitarfélag
póstnúmer
Quelle umboðið sími 45033