Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Ný stóriðjustefna Aþeim tíu mánuðum sem ríkisstjórnin hefur setið er breyting orðin til batnaðar á mörgum sviðum. Athyglin hefur auðvitað helst beinst að átökunum við verðbólguna og í þeim hefur ríkisstjórnin notið víðtæks skilnings og stefna hennar náð fram að ganga með miklum árangri að minnsta kosti að því er vísi- tölubindingu launa og kjara- málin varðar. Nú er þess beðið í ofvæni hvernig stjórnarherr- unum tekst að glíma við fjár- lagavandann og peningamálin. Samhliða breyttri efnahags- stefnu hefur verið mótuð ný stóriðjustefna undir forystu Sverris Hermannssonar, iðn- aðarráðherra. Er ekki vafi á því að sú stefna á eftir að skila þjóðarbúinu ríkulegum arði nái hún fram að ganga. Eftir tæplega fimm ára setu Hjörleifs Guttormssonar í iðnaðarráðuneytinu var mál- um þannig komið að ekkert blasti við annað en þras og ill- indi um stórt og smátt í stór- iðjumálum. Allt lék á reiði- skjálfi í fjölmiðlum út af löng- um yfirlýsingum iðnaðarráð- herra sem báru engan sýni- legan árangur. Erindrekar Hjörleifs fóru víða um lönd til að safna upplýsingum um það, hve gífurlegt óhagræði íslend- ingar hefðu af viðskiptunum við Alusuisse og dýrir endur- skoðendur, lögmenn og aðrir ráðgjafar í útlöndum voru önnum kafnir við að búa til mál Hjörleifs á hendur eig- anda álversins í Straumsvík en ekkert miðaði í þá átt að fá orkuverðið hækkað sem var þó yfirlýst markmið hans í tæp fimm ár. Sigurgeir Jónsson, aðstoð- arbankastjóri Seðlabanka ís- lands, lýsti aðkomu Sverris Hermannssonar í iðnaðar- ráðuneytið með þessum orðum í ræðu á ársþingi Félags ís- lenskra iðnrekenda á dögun- um: „Þegar ríkisstjórnin tók við völdum á síðasta ári höfðu mikilvægir þættir stóriðju- málanna legið niðri í um það bil hálfan áratug og samskipt- in við Alusuisse höfðu verið með þeim hætti, að umdeilt er hvort samrýmdist fagmann- legri hagsmunagæslu. Um leið voru ýmsar yfirlýsingar og að- gerðir stjórnvalda þess eðlis, að rökrétt var fyrir innlenda sem erlenda aðila að álykta sem svo, að íslensk stjórnvöld hefðu engan raunverulegan áhuga á að nýta orkulindir landsins til stórðiðju í fyrir- sjáanlegri framtíð." í hinum tilvitnuðu orðum er ekkert ofsagt, þvert á móti. Ríkisstjórnin markaði sér þá stefnu að auka orkufrekan iðnað í landinu meðal annars með því að fá nýja erlenda að- ila til samstarfs og ná fullum sáttum við Alusuisse. í þessu skyni voru skipaðar tvær nefndir. Önnur undir for- mennsku dr. Jóhannesar Nordal til að semja við Alu- suisse um ágreiningsmál og síðan stækkun álversins í Straumsvík og jafnframt að semja um nýjan eignaraðila að Járnblendiverksmiðjunni í Straumsvík. Strax á síðasta hausti náðist samkomulag um hækkun raforkuverðs til ál- versins og hin atriðin í erind- isbréfi nefndarinnar eru í deiglunni. Hinni nefndinni, Stóriðjunefnd, en Birgir ísleif- ur Gunnarsson er formaður hennar, var falið að kanna möguleika á nýrri stóriðju og leita eftir samningum um hana við nýja aðila. Starf hennar er þegar farið að skila árangri. Við myndun ríkisstjórnar- innar var mótuð ný stóriðju- stefna í andstöðu við niðurrif Alþýðubandalagsins. Miklar vonir eru um land allt bundn- ar við að hún beri góðan ávöxt. Bjór og hundar að fer að verða eins með bjórinn og hundana í Reykjavík, hvort tveggja er bannað en þó á öðru hverju horni. Bjórstofum fjölgar í höfuðborginni þar sem sterkt öl er á boðstólum en þó er sala áfengs öls til íslendinga bönn- uð í landinu nema í Fríhöfn- inni sem íslenska ríkið rekur á Keflavíkurflugvelli. Alltof lengi hafa yfirvöld látið undir höfuð leggjast að taka hund- ana föstum tökum og hið sama er að segja um bjórinn. Það dregur úr almennri virðingu fyrir bönnum og boðum yfir- valda að farið skuli í kringum þau eins og gert er með með- ferð hunda og bjórs. Tregðulögmálið er ríkt í ís- lenska stjórnkerfinu eins og auðvelt er að benda á hvert sem litið er. Þetta lögmál hef- ur til dæmis komið í veg fyrir að þingmenn geti tekið af skarið um bjórinn miðað við breyttar aðstæður og það dregst meira að segja líka hjá þeim að ákveða hvort bera skuli sölu hans undir almenn- ing í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á sama tíma fjölgar svo bjórstofunum. Aöalfundur Flugleiöa Flugleiðir neita að greiða lán til Seðlabankans: Fjármálaráðherra segir Flugleiðamenn verða að borga EINS og komið hefur fram í fréttum telur Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra að Flugleiðum beri skylda til að greiða lán, sem félagið tók hjá Seðlabankanum 1. október 1982. Hann hefur nefnt upp- hæðina, 65 milljónir króna. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða sagði í gærdag á blaðamannafundi á Hótel Loft- leiðum að félagið myndi ekki greiða þetta lán, teldi sig ekki þurfa þess lögum samkvæmt. Ríkissjóður hafi veitt félaginu sjálfskuldarábyrð fyrir láni allt að 1,9 milljón dollara. Tekið hafi verið fram af hálfu ríkis- sjóðs að ef tap yrði á rekstrin- um sem rekja mætti til Norður-Atlantshafsflugsins þyfti félagið ekki að greiða það. I ársskýrslu Flugleiða fyrir 1983 kom fram að hagnaður félags- ins er 107 milljónir króna. Tap varð á Norður-Atlantshafsflug- inu, sem nam 82 milljónum króna. Þegar Albert Guðmundsson fjármálaráðherra var spurður álits á afstöðu Flugleiðamanna sagði hann að ef útkoma Flug- leiða væri eins hagstæð og menn segðu yrðu þeir að borga sín lán eins og aðrir skuldarar. Flugleiðamenn yrðu að fara að lögum eins og aðrir lands- menn. Ef þeir segðu að þeir gætu staðið á því lagalega að greiða ekki lánið, sem þeir tóku hjá Seðlabankanum væru þeir þar með að segja að Flugleiðir hefðu lagalegan rétt til að gera út á ríkissjóð. Það er spurning hvort fólkið í landinu sættir sig við það, sagði Albert Guðmundsson að lokum. Starfsmenn Flugleiða vilja kaupa hlutabréf ríkissjóðs: Stjórn félagsins telur lausn sem allir ættu að eeta unað við það í RÆÐU sem Grétar Br. Krist- jánsson, varaformaóur Flugleiða, hélt á aðalfundi félagsins í gær- dag sagði hann að heildarhlutafé Flugleiða væri 35 milljónir króna. Fjölda hluthafa sagði hann hafa verið 3.567 um síðustu áramót. Fram kom í ræðu Grétars að ríkissjóður á 20 prósent af hluta- fé félagsins, Eimskipafélag ís- lands á 19,5% en tæplega 500 starfsmenn eiga eða hafa umráð yfir 36 prósent hlutafjárins. Að- rir hluthafar eiga 24,5 prósent hlutafjár. Grétar sagði einnig að stjórn Starfsmannafélags Flug- leiða hafi sótt um kaup á hluta- bréfum, sem ríkissjóður á í Flug- leiðum en fjármálaráðherra hef- ur lýst yfir að hann hyggist selja. Stjórn STAFF skrifaði stjórn Flugleiða bréf og bað um aðstoð til að koma þessu máli í fram- kvæmd. Grétar kvað stjórn fé- lagsins hafa samþykkt að verða við þessum tilmælum um að að- stoða starfsmannafélagið f.h. starfsmanna, sem einstaklinga, til þess að eignast þessi hluta- bréf, ef þau væru föl. Grétar Hagnaður af leiguflugi en tap á Evrópuflugi LEIGUFLUG Flugleiða skilaði hagnaði en afkoma Evrópuílugsins var lakari á sl. ári en gert hafði verið ráö fyrir. Samningur um tvær DC-8 63-flugvélar, sem leigðar voru til Saudi-Arabiu hefur veri;' fram- lengdur til 1. mars 1985. í Níg- eríu er ein Boeing 727-100-flug- vél frá Flugleiðum. Nokkur óvissa ríkir um áframhald þess rekstrar við nýorðna stjórnar- byltingu en vonast er til að framhald verði á þeirri starf- semi. Samningur við Indland um rekstur, sem Flugleiðir sáu um á tveimur DC-8-flugvélum, féllu úr gildi. Samningur þessi var mjög hagkvæmur. Mjög óvíst er um áframhald pílagrímaflugsins fyrir Air Algerie, sem Flugleiðir hafa annast undanfarin ár. Tímabil það sem pílagrímaflugið stendur yfir hefur færst inn á háanna- tíma Flugleiða þar sem tímatal múhameðsmanna er annað en okkar. Er því ólíklegt að af því verði á þessu ári. Talið er að lakari afkoma Evr- ópuflugsins stafi einkum af þremur ástæðum. Minnkandi ferðalögum íslendinga, sam- keppni frá ferjum og flugi og loks óhagstæðrar stöðu gjald- miðla. Samdráttur varð 6,9 pró- sent í farþegaflutningi en 10,6 prósent í fraktflugi. Samkeppni á þessum flugleið- um harðnar, m.a. má geta þess að bandaríska flugfélagið „Peoplexpress" hyggst líklega taka upp flug til Amsterdam, sem kæmi sér illa fyrir Flugleið- ir. Þess má geta að samkvæmt ársskýrslu Flugleiða urðu engar verulegar breytingar á flugflota félagsins á sl. ári. í janúar var gengið frá sölu Boeing 727-100-vélinni TF-FLH. Kaup- andinn var amerískt flugfélag. Söluhagnaðurinn var 51 milljón króna. sagðist telja það félaginu og hluthöfum þess fyrir bestu að starfsmenn eignist þessi bréf. Hann skoraði á fjármálaráð- herra að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um sölu þess- ara bréfa ef ákveðið verður að selja þau á annað borð og fjár- málaráðherra terystir sér ekki til að selja starfsmönnum þau. í því frumvarpi verði samþykkt sala þessara bréfa til starfs- manna Flugleiða. Á blaðamannafundi sem Flugleiðir héldu á Hótel Loftleiðum fyrir aðalfund í gær. F.v. Sigfús Erlingsson, Leifur Magnússon, Sigurður Helgason, Grétar Br. Kristjánsson, Björn Theódórsson, Erling Aspelund, Sigurður Helgason jr. og Sveinn Sæmundsson. Sigurður Helgason kjör- inn stjórnarformaður — Grétar Br. Kristjánsson varaformaður KOSIN var ný stjórn á aðal- fundi Flugleiða í gær. Siguröur Helgason sagði af sér sem for- stjóri en var kjörinn stjórnar- formaður. Hann gegnir áfram fullu starfi hjá félaginu. Grét- ar Br. Kristjánsson var kjör- inn varaformaður. Aðrir í stjórn eru Ólafur Ó. Johnson sem kemur í stað Arnar Johnson, sem sagt hefur af sér störfum hjá félaginu vegna van- heilsu. Hörður Sigurgestsson, sem kemur inn í stjórn í stað Óttars Möller, sem lætur af störfum að eigin ósk vegna persónulegra ástæðna. Halldór H. Jónsson og E. Kristinn Olsen voru endur- kjörnir. Þeir tveir ásamt Grétari Br. Kristjánssyni áttu að hverfa úr stjórn en voru endurkjörnir til tveggja ára. Ennfremur eiga sæti í stjórn Flugleiða Kristjana Milla Thorsteinsson, Sigurgeir Jónsson og Kári Einarsson, sem Albert Guðmundsson fjármálaráðherra hefur tilnefnt. Tillaga kom fram um Agnar Kristjánsson í stjórn en Hörður Sigurgestsson og ólafur ó. John- son fengu yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. I varastjórn eiga nú sæti Jó- hannes Markússon, Einar Árna- son og Páll Þorsteinsson, sem fengu yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ennfremur kom fram tillaga um Dagfinn Stefánsson. Aðrir í varastjórn eru Þröstur Ólafsson og Geir Zöega, sem fjár- málaráðherra tilnefndi. Endurskoðendur félagsins verða áfram Endurskoðun hf. Endar að ná sam- an í innanlandsflugi Sigurður Helgason, nýkjörinn stjórn- arformaður Flugleiða. Staða innanlandsflugsins lagaðist verulega á sl. ári þó enn sé tap á rekstri þess. Veru- legur samdráttur varð í flutn- ingum á innanlandsflugleið- um. Heildarfarþegafjöldi á innan- landsleiðum var 202.201. Sæta- nýting varð 60,9 prósent sem er aðeins hærra en árið áður. Verið er að kanna hugsanlega endurnýj- un flugflota innanlandsflugsins. Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar í því efni. Verði fjárhags- legt bolmagn Flugleiða slíkt mun félagið ráðast í endurnýjun svo fljótt sem auðið verður. Forráða- menn félagsins telja ástand í flugvallamálum innanlands al- gjörlega óviðunandi. Aðeins tveir vellir eru malbikaðir. Malar- brautir stórauka viðhaldskostnað vegna skemmda á vélum af grjótkasti. Gert er ráð fyrir jákvæðri af- komu innanlandsflugs Flugleiða í fyrsta sinn á þessu ári sl. tólf ár. Hagnaður Flugleiða tilkominn m.a. yegna eldsneytislækkunar og lækkunar vaxta á alþjóðamörkuðum FLUGLEIÐIR skiluðu 107 milljón króna hagnaði í rekstri sl. árs. í ræðu Sigurðar Helga- sonar, stjórnarformanns fé- lagsins, á aðalfundi félagsins í Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða, flytur ræðu sína á aðalfundi félagsins í Kristalssal Hótels Loftleiða í gær. Sætanýting með því besta sem gerist: Ennþá tap á Norður-Atlantshafsfluginu UMFANG flutninga á Norð- ur-Atlantshafsleið Flugleiða jókst á sl. ári um 30,5 prósent. Sætanýting var 81,2 prósent heldur lakari en árið áður. Samtals voru fluttir 206.388 farþegar. Gífurleg samkeppni ríkir á þessari leið, um 40 flugfélög keppa á þessum markaði. Far- gjöld Flugleiða á þessari leið eru 34,5 prósent lægri en meðalfar- gjöld þeirra Evrópufélaga sem að- ilar eru að Sambandi Evrópuflug- félaga. Samkeppnin frá leiguflug- inu er gífurleg og þar sem vissir annmarkar eru á þessari flugleið, millilending á íslandi þýðir tíu prósent lengri leið, miðað við beint flug, verða flugfargjöld að vera lág til að ná flutningum. Þó flug yfir Norður-Atlantshafið sé enn rekið með tapi má þó þakka því þann árangur, sem náðst hef- ur að sögn forráðamanna Flug- leiða, að fluginu er nú hagað öðru- vísi en var á sl. ári. Nú er flogið til Chicago og Baltimore en þar er minni samkeppni en í fluginu til New York. Nýlega var tekið upp flug til Detroit og verið er að íhuga hugsanlegt flug til Orlando á Florída. gær kom fram að helstu ástæöur eru eldsneytislækkun, sem varð veruleg á árinu 1983, miðað við árið áður. í öðru lagi hafa vextir lækkað á alþjóða- mörkuðum. Öll fjármögnun fé- lagsins hefur verið í erlendum gjaldmiðli. Fargjöld á Atl- antshafsflugleiðum hafa lækk- að örlítið, erlend verkefni fé- lagsins hafa verið arðbær og afkoma í hótelrekstri hefur batnað. Rekstrartekjur árið 1983 hækk- uðu um 98,8 prósent frá árinu áð- ur en rekstrargjöld um 87,9 pró- sent. Afskriftir á árinu urðu sam- tals 129 milljónir króna, en höfðu á árinu áður verið 84 milljónir króna. Á sl. ári var afskrifuð heildar- eign félagsins í Cargolux, þar sem allt hlutafé þess félags var tapað. Á sama hátt hefur nú verið af- skrifaður eignarhluti félagsins í Arnarflugi þar sem hlutaféð er allt tapað. Nemur upphæðin 8,6 milljónum króna. Fjármagnskostnaður var nettó 113 milljónir króna á sl. ári, geng- istap félagsins stjórnast af verð- falli íslensku krónunnar og nam á sl. ári 648 milljónum króna. Bókfært verðmæti eigna Flug- leiða í árslok 1983 var samkvæmt efnahagsreikningi 2.008 milljónir króna. Talan fyrir 1982 var 1.389 milljónir króna. Bókfært eigið fé fyrirtækisins í árslok er neikvætt um 162 milljónir króna. Hjá Flugleiðum störfuðu í árs- lok 1.049 manns á Islandi en 172 erlendis. Niðurfelling lendingargjalda nauðsyn: Flugleiðir standa höllum fæti í samkeppninni í Norð- ur-Atlantshafsfluginu í RÆÐU sem Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða, hélt á aðalfundj félagsins í gær gerði hann að umtalsefni niðurfellingu lendingargjalda. Hann sagði að yfirvöld í Lúxemborg hefðu boðist til að fella niður lendingargjöld af lendingum flugvéla félagsins í Lúxemborg fyrir árið 1984 að því tilskildu að stjórnvöld á íslandi geri slíkt hið sama. Sigurður kvað ríkisstjórn íslands hafa beitt sér fyrir niðurfellingu þessara gjalda á íslandi og hefur fjármálaráð herra heimild félaginu þau. til að endurgreiða Sigurður kvað Flugleiðir þurfa á þessum stuðningi að halda þrátt fyrir að hagnaður hafi orðið af rekstri félagsins upp á 107 milljónir sl. ár, þar sem samkeppnisstaða fé- lagsins sé mjög veik hvað snerti Norður-Atlantshafsflugið. Flugleið- ir þurfi að lenda fjórum sinnum meðan samkeppnisflugfélögin, sem fljúgi beint, lendi tvisvar. Þessu fylgi mikill viðbótarkostnaður. Auk þess sé flugleiðin um fsland að með- í altali tíu prósent lengri en hjá sam- keppnisflugfélögunum. Sigurður kvað af þeim sökum hafa verið farið fram á að þarna kæmi leiðrétting þannig að félagið fái að búa við sama kost og samkeppnisfélögin. Sigurður þakkaði þann stuðning sem ríkisstjórnir hafa þegar veitt Atlantshafsrekstri félagsins undan- farin þrjú ár. Hann kvað þennan stuðning fram kominn vegna þess hve þýðingarmikill þessi rekstur sé þjóðhagslega, bæði fyrir ísland og Lúxemborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.