Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984
Þingflokkur Alþýöuflokksins skrifar fjármálaráöherra:
Tillögur um hvern-
ig bregðast skal
við skattsvikum
ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokksins hefur sent fjármálaráðherra tillögur um
hvernig bregðast skuli við skattsvikum hér á landi. Að stofni til eru þessar
tillögur byggðar á tveimur þingsályktunartillögum, sem nú eru í meðförum
Alþingis. Það er von þingflokksins að fjármálaráðherra stuðli að samþykkt
þessara tillagna svo þannig megi vinna gegn skattsvikum, sem þingflokkur-
inn telur einhverja mestu meinsemd þjóðlífsins um þessar mundir.
Þingflokkurinn leggur til að
byrjað verði á því að gera sér
grein fyrir umfangi skattsvika og í
hvaða atvinnugreinum líklegt sé
að þau séu einkum stunduð.
Endurskoða verði allt skipulag
söluskattskerfisins og sérdeild við
Sakadóm Reykjavíkur eða sér-
dómstóll fjalli um skattsvik og
bókhaldsbrot. Einnig sé nauðsyn-
legt að endurskoða refsilöggjöf og
refsiákvæði einstakra laga, svo
sem skatta- og bókhaldslaga, til að
samræma þau og beita í stóraukn-
um mæli sektarákvæðum og
hækkuðum sektum fyrir afmörkuð
brot í stað tímafrekra rannsókna
á flóknum og umfangsmiklum
málum. Breytingar þurfi að gera,
sem miði að því að tryggja gleggri
og áreiðanlegri fylgiskjöl með
skýrum upplýsingum fyrir skatt-
rannsóknarmenn.
Breyta þurfi lögum um tekju- og
eignaskatt til að tryggja áreiðan-
legri og traustari upplýsingar um
fyrirtæki og einstaklinga í at-
vinnurekstri. Sérstaklega þurfi að
endurskoða frádrátt vegna tekna
af atvinnurekstri. Taka þurfi upp
aukna hagræðingu og tölvuvæð-
ingu við upplýsingaöflun við úr-
vinnslu skattframtala og veita
verði auknu fjármagni til skatt-
athugana. Loks er bent á að ís-
lendingar kynni sér ítarlega þær
skatteftirlitsreglur sem best hafa
gefist í nágrannalöndunum.
Hross leidd til slátninar. Morgunbiaíia/HBj
Tilraunasending á hrossakjöti til Danmerkur:
— u
Opnast möguleikar
á útflutningi lifandi
hrossa til slátrunar?
Korgarnesi, 27. mars.
f DAG, þriðjudag, er verið að slátra
um 40 hro8sum upp í tilraunasend-
ingu á hrossakjöti til Danmerkur. Út
úr þessu koma um 6 tonn af hrossa-
kjöti sera er kslt og sent uppihang-
andi í kæligámi með flugi til Dan-
merkur.
Jóhann Steinsson, deildarstjóri
í búvörudeild SÍS, sagði í samtali
við blm. Morgunblaðsins að kaup-
andi væri virt sláturhús í Kaup-
Hrossakjötsskrokkarnir uppihang-
andi í kæli í sláturhúsinu í Borgar-
nesi, tilbúnir til flutnings til Dan-
merkur.
mannahöfn sem falast hefði eftir
lifandi hrossum til slátrunar þar
ytra, og ef þeim líkaði þetta kjöt
— en þeir vilja fá það eins magurt
og mögulegt er — þá gætu opnast
möguleikar á að selja þeim einn
skipsfarm af lifandi hrossum, þ.e.
nokkur hundruð hross til slátrun-
ar ytra. Það væri síðan undir
bændum komið hvort þeir vildu
senda hestana lifandi út. Það
hefðu þeir ekki viljað í haust þeg-
ar talað var um að senda einn 700
hesta skipsfarm til slátrunar í
Hollandi en nú hefðu margir
þeirra skipt um skoðun vegna þess
hversu erfitt hefði reynst að flytja
hrossakjötið út.
Jóhann sagði að skrokkarnir
væru hlutaðir niður í fernt og
væri kjötið komið í búðir í Dan-
mörku á 7. degi frá slátrun hross-
anna. Fyrir kjötið fæst, að frá-
dregnum flutningskostnaði, um
50% af heildsöluverði hér heima,
eða 25—26 krónur fyrir kílóið af
HR-l-flokki, en heildsöluverðið á
kílói af þeim flokki er 52 krónur.
Mismuninum er mætt með út-
flutningsbótum úr ríkissjóði.
- HBj.
Búrhvelið, snævi þakið Morgunblaiib/ Arnór Ragnarason
Hvalrekinn á Hvalsnesi:
Má kannski hirða tennurnar
— segir Sigurbjörn Stefánsson í Nesjum
„Við sjáum til hvort við fjarlægj-
um hræið eða ekki. Það fer eftir .
lyktinni, ef hún verður óþolandi
verður að gera eitthvað í málinu,"
sagði Sigurbjörn Stefánsson í
Nesjum, annar eigenda Bursta-
staða á Hvalsnesi, þar sem búr-
hvelið rak á fjörur fyrir skömmu.
Sigurbjörn sagði, að sá mögu-
leiki hefði verið ræddur að fá
jarðýtu til að róta upp gröf á
staðnum fyrir hvalinn, en einnig
kæmi til greina að flytja hræið
burt með vörubíl. En fyrst um
sinn yrði sem sagt beðið átekta
og kannað hvort dýrið verði svo
daunillt að ekki megi við una.
„Hvalreki er ekki alltaf eins
jákvæður og orðtakið „hvalreki á
fjörur einhvers" gefur til
kynna,“ sagði Sigurbjörn. „Þessi
hvalur er ónýtanlegur, hann er
orðinn gamall og úldinn og nýt-
ist ekki í skepnufóður. Það er
helst að hægt sé að hirða af hon-
um tennurnar, það leynast
kannski einhver verðmæti í
þeim.“
Að sögn Sigurbjarnar er fugl-
inn ekki farinn að gæða sér á
hræinu enn sem komið er.
„Hann þarf að úldna meira áður
en það gerist," sagði hann. „Hins
vegar nýtur hvalurinn mikilla
vinsælda hjá almenningi, en
margir hafa gert sér ferð hingað
til að skoða dýrið og síðast í gær
kómu fjórar rútur með skóla-
börn frá Keflavík til að berja
hvalinn augum."
4,2 milljóna króna orkusparnaður grunnskóla í Reykjavík:
Arangurinn m.a. þakk-
aður aukinni fræðslu
ORKUKOífrNAÐUR við grunnskól-
ana í Reykjavík var 4,2 milljónum
krónum minni veturinn 1982—1983
en hann var veturinn 1979—1980.
Að sögn Björns Friðfinnssonar, for-
stöðumanns lögfræði- og stjórnsýslu-
deildar Reykjavíkurborgar, má m.a.
þakka þennan sparnað aukinni
fræðslu, en ennfremur endurbættum
kyndibúnaði.
Húsvörðum grunnskóla var á
sínum tíma boðið að sitja nám-
skeið um orkusparnað og þótti það
heppnast vel. Nýverið er lokið
öðru sambærilegu námskeiði.
Notkun heits vatns var 1,55
tonn á hvern rúmmetra húsnæðis
veturinn 1982—83, en var 2 tonn
veturinn 1979—80. Sparnaðurinn
nemur tæpum 25% og er metinn á
2,4 milljónir króna. Þá var raf-
magnsnotkun á hvern fermetra
37,3 Kw-stundir í fyrravetur en
var 42—43,5 Kw-stundir saman-
burðarveturinn 1979—80. Sparn-
aðurinn um 16% og metinn á 1,8
milljónir króna.
Björn sagði, að þótt sparnaður-
inn leiddi til minni tekna borgar-
innar af orkusölu til grunnskól-
anna leiddi minni orkuþörf það
óneitanlega af sér, að minna fjár-
magn þyrfti að leggja í boranir
eftir heitu vatni.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í Borgarfírði:
Hátt í þúsund manns
á söng kórsins
hlýddu
Borgarnesi, 27. mars.
KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð
undir stjórn Þorgeröar Ingólfsdóttur
var í Borgarfírði um heígina. Var
kórinn með söngskcmmtanir og
söng við ýmis önnur tækifæri. Var
góð aðsókn þar sem kórinn söng og
hvarvetna góðar undirtektir. Talið er
að hátt í þúsund manns hafí hlýtt á
söng kórsins yfír helgina.
Kórinn söng á hljómleikum í
Borgarneskirkju og í Logalandi í
Reykholtsdal á vegum Tónlistar-
félags Borgarfjarðar og tók þátt í
messu í Borgarneskirkju. Kórinn
söng í Grunnskólanum og á Dval-
arheimili aldraðra í Borgarnesi og
fyrir framhaldsskólanemendur í
Borgarfirði í Þinghamri í Staf-
holtstungum. Þá tók kórinn þátt í
kvöldvöku á sunnudagskvöldið
með félögum úr kórunum í Borg-
arnesi, þ.e. karlakórnum, kirkju-
kórnum og Samkór verkalýðsfé-
lagsins. Friðjón Sveinbjörnsson
sem ásamt Jakobi Jónssyni er I
stjórn Tónlistarfélagsins sagði að
almenn ánægja hefði verið með
heimsókn Hamrahlíðarkórsins og
hefði kórinn, undir frábærri
stjórn Þorgerðar, hvarvetna gert
mikla lukku.
Á vegum Tónlistarfélags Borg-
arfjarðar verða eftirtaldir hljóm-
Kyjabátum síðustu vikurnar og öðru
hvoru komið góð útskot. Trollbátar
hafa landað ágætum afla í gær og í
dag. Má þar nefna Frá með 65 tonn,
Smáey með 50 tonn og Helgu Jóh.
með 32 tonn.
Skuttogarinn Klakkur landaði í
leikar á næstunni: Símon ívars-
son, gítarleikari, leikur í Reyk-
holtsskóla fimmtudaginn 29. mars
og er Héraðsskólinn í Reykholti
aðili að þeim tónleikum. Sunnu-
daginn 1. apríl kl. 16. syngur
Kristinn Sigmundsson í Borgar-
neskirkju. Undirleikari verður
Jónas Ingimundarson.
gær 160 tonnum en togararnir
hafa verið með mjög jafngóðan
afla upp á síðkastið. Afli netabáta,
sem lönduðu í gær, var frekar mis-
jafn. Nokkrir bátar voru þó með
ágætan afla. Suðurey var með 30
tonn, Bjarnarey 26 tonn og Gjafar
24 tonn, svo nokkrir séu nefndir.
— HBj.
Ágætur afli Eyjabáta
Vestmannaeyjum, 27. mars.
IKJKKALEGUR afli hefur verið hjá