Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 39 íbúum heims hefur fjölgað um 700 milljónir frá 1974 í fjölmörgum löndum hefur tek- ist vel til um gerð fjölskylduáætl- ana og takmörkun barneigna, og þess vegna m.a. fjölgar íbúum heimsins nú ekki eins ört og áður. Þetta kemur fram í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum, sem birt hefur verið í tilefni þess, að í sumar halda samtökin alþjóðlega mannfjöldaráðstefnu í Mexíkó. íbúum heimsins hefur samt fjölg- að um 770 millj. frá því að fyrsta mannfjöldaráðstefnan var haldin fyrir áratug. Það er hins vegar engan veginn öruggt, að mann- fjölgun fari áfram minnkandi. Þvert á móti telja ýmsir hættu á að fjölgun verði örari nú á næstu árum. Það kemur fram í gögnum frá vísindamönnum, sem starfa á veg- um Sameinuðu þjóðanna, að konur í dag eiga yfirleitt færri börn en áður og að meðalfjölskyldan í flestum þróunarlöndunum er minni en áður var. Indland er eitt af þeim löndum þar sem miðað hefur vel í þessum efnum. 23% giftra kvenna, á aldr- inum 15—44 ára, nota nú getnað- arvarnir, en fyrir 10 árum var sambærileg tala aðeins 8%. Að því er Malaysíu varðar voru hliðstæð- ar tölur 6% árið 1974 og 36% árið 1984, í Thailandi 10% og 39%. í Mexíkó, þar sem áðurgreind ráð- stefna verður haldin í höfuðborg landsins dagana 6.—13. ágúst, fóru þessi mál fremur seint af stað. En nýlega var þar frá því greint, að notkun getnaðarvarna hefði aukist verulega á undan- förnum árum, nú noti 40% íbú- anna getnaðarvarnir, en fyrir 5 árum hefði hliðstæð tala verið 13%. Það er m.a. af þessum ástæðum, að íbúum heimsins fjölgar nú um 1,7% á ári, en árið 1974, þegar fyrsta mannfjöldaráðstefnan var haldið í Búkarest í Rúmeníu, þá var árleg fjölgun mannkyns 2%. Allt tekur þetta langan tíma Ekki má með neinum hætti líta svo á, að mannfjölgunarvanda- málin í veröldinni séu leyst. Sam- kvæmt spádómum sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna kunna að líða meira en 100 ár þangað til tekist hefur að stöðva mannfjölg- un í veröldinni. Standist þessi spá- dómur, munu árið 2095 búa 10,2 milljarðar manna á jörðinni. í dag eru jarðarbúar 4,7 milljarðar. Það verður fyrst og fremst í þeim heimshlutum, sem við köllum nú þróunarlönd, sem fjölgunin verður og í þeim löndum munu 85% íbúa veraldarinnar búa við lok næstu aldar. Forsenda þessara spádóma er, að gerð fjölskylduáætlana verði beitt í jafn ríkum mæli og nú. Verði það hins vegar ekki, má við því búast, að jarðarbúar geti orðið 14 milljarðar talsins. Sú SÞ kalla sam- an nýja mann- fjöldaráðstefnu í ágústmánuði staðreynd, að ekki verður unnt að draga jafnmikið úr mannfjölgun- inni það sem lifir þessarar aldar eins og tekist hefur nú á undan- förnum 10 árum og að á næstunni verði jafnvel um enn meiri fjölgun að ræða, á rætur að rekja til margvíslegra ástæðna: — Það verður æ erfiðara að ná fram fækkun í Austur-Asíu, þar sem gífurlegur mannfjöldi býr. Þar hefur þegar verið dregið verulega úr fæðingar- tíðni og aldursskiptingin er þar að auki óhagstæð. — Búist er við því að fæðingar- tíðni í iðnþróuðu löndunum verði áfram lág. — í Afríku mun mannfjölgun aukast í einhverjum mæli. Fæðingartíðni er þar há og meðalaldur fer stöðugt hækk- andi. Mannfjöldi og þróun Á Búkarestráðstefnunni 1974 var lögð mikil áhersla á samheng- Frá Áfengisvarnarráði: Enn veldur ölið böli Gunnar Agren í Stokkhólmi, doktor í félagslækningum, segir nýlega í blaðaviðtali, að hörmu- legar afleiðingar barna- og ungl- ingadrykkjunnar á milliölsára- tugnum séu nú að koma í ljós. Eins og margir muna. leyfðu Svíar framleiðslu og sölu svonefnds milliöls á árunum 1965-1977. Á þeim árum jókst drykkja barna og unglinga gíf- urlega og meðalaldur þeirra sem byrjuðu áfengisneyslu fór sí- lækkandi. Sænska þingið, sem leyft hafði framleiðslu og sölu þessa varnings 1965, bannaði hvort tveggja 1977 að fenginni dapurlegri reynslu og þurfti ekki þjóðaratkvæði til. Síðan hefur drykkja unglinga minnkað með ári hverju og meðalaldur þeirra sem hefja að neyta áfengis hækkað verulega. Afleiðingar öldrykkjunnar, sem dr. Gunnar Ágren minnist á, eru einkum heilaskemmdir. Þær gerast nú miklu tíðari með- al fólks á þrítugsaldri en verið hefur, einkum þó meðal þeirra sem komnir eru undir þrítugt. Einkennin eru minnisleysi og ýmsar taugatruflanir. Lifrar- mein (skorpulifur) og flogaveiki koma nú oftar fyrir í þessum aldursflokkum en fyrr. Svíar sjá þó fram á betri tíð, að áliti dr. Gunnars. Eins og fyrr segir, drekka unglingar nú æ minna og byrja seinna en áður var og munu þessar hörmungar væntanlega ganga yfir á álíka mörgum árum og milljölsdrykkj- an stóð. Dr. Gunnar Ágren telur að til að draga svo um muni úr tjóni af völdum drykkju, þurfi að koma til auknar hömlur á dreif- ingu þessa vímuefnis og jafnvel skráning áfengiskaupa á nafn. (Accent, 24. febr. 1984.) Fágaður, kurteis og yfirvegaður, menntaður í þess orðs bestu merkingu suður í Sorbonne. Þar hefur hann bókstaflega drukkið í sig menninguna. í hinu suðræna, bóhemíska andrúmslofti allra þjóða menningarkvikinda hefur veröldin birst honum á nýjan leik, frostbitnum íslenskum embættis- manninum. í sætri angan vín- yrkjulandsins, umvafinn örgeðja listamannssálum og svellandi ást- arbríma franskrar æsku. Hann hefur á þessum árum sjálfsagt ósjaldan setið til borðs með ung- um andríkum heimspekingum sem tæmt hafa eitt staup eftir hverja velheppnaða setningu. Það þarf minna til að hafa áhrif á ungan mann frá jafn helköldu landi. Æ síðan þegar dr. Gunnlaugur hefur fengið sér einn laufléttan á góðra vina fundi, hefur hann svo hvarfl- að huganum til þessa dýrðlega tíma og hugsað sem svo: „Suður í France eru menningin og vínið eitt, skál fyrir því." En það sem doktorinn hefur hent er að glepjast af hinni ytri dýrð hlutanna. „Stuðið" heldur ekki áfram þegar samkvæmismað- urinn skemmtilegi stofnar til einkafundar með Bakkusi á drungamorgni timburmannanna. Doktorinn veit ekki nema ein- hverjir af ærslabelgjum Sor- Kristinn Jón Guðmundsson. bonne-áranna, t.aki nú út toll hins andríka skálaglamurs. Unga fólk- ið hefur alltaf verið á höttunum eftir sameiginlegri stuðkennd til að svala lífsþorstanum og hefur Bakkus gamli löngum verið þar helsta hjálparhellan. En tímarnir breytast og tískan með. Ef doktor- inn hefði verið ungur suður í Sor- bonne árið 1968 er ekki gott að vita hvaða menningaraflvaka hann hefði kynnst ... En Guð minn góður, ég er ekki að bera honum neitt á brýn núna, aðeins að tala í víddinni — ef. Þetta er nú orðið svo málefna- legt að doktorinn fer að efast um að komi sér við. En nei, nei, þetta er svargrein ætluð honum til heið- urs. Og nú er hann hættur því, „námshrokans nauma geð" ofbýð- ur honum, sú smán að afurð grunnskólakerfisins íslenska skuli dirfast að yrða á son svarta skóla. Það er ný og frumleg kenning að námshrokinn komi að neðan og fyndist skáldinu í Herdísarvík ábyggilega mikið til um. En það er ekki ofmælt að engum er dr. Gunnlaugur líkur. Og ég kveð ritvin minn með fyrirvara, allra síðasta greinin gæti komið fyrr en varði, því eins og höfuðskepnurnar er hann óút- reiknanlegur. Með þökk fyrir allar gömlu góðu greinarnar. Kristinn Jón Guðmundsson sem gjörði ) nágrenni Reykjavíkur þann 28. mars 1984. ið milli mannfjölgunarvandamála og hinnar almennu efnahagslegu og félagslegu þróunar. Á ráðstefnunni var samþykkt framkvæmdaáætlun, þar sem við- urkenndur var réttur allra full- valda ríkja til að móta eigin stefnu í þessum efnum, sem hæfði ástæðum heima fyrir. Samkvæmt þessari áætlun átti að veita þeim löndum alþjóðlega aðstoð, sem þess óskuðu. Lögð var mikil áhersla á að hækka meðalaldur og einkum þó að draga úr ungbarna- dauða. Ennfremur sagði í þessari áætl- un, að í þeim löndum þar sem talið væri að mikil mannfjölgun stæði í vegi framfara, ætti að reyna að draga úr fjölguninni fyrir 1985. Fólk ætti þó sjálft að eiga þann rétt að ákveða, hversu mörg börn það vildi eignast og hversu langt yrði á milli þeirra. Lögð var áhersla á, að allir ættu að eiga möguleika á nauðsynlegri fræðslu og til reiðu skyldu getnaðarvarnir. Það verður m.a. verkefni mann- fjöldaráðstefnunnar nú í ár að kanna, hvernig einstökum löndum hefur tekist að ná þeim markmið- um, sem sett voru 1974. Ný vandamál Megintilgangurinn með ráð- stefnunni í Mexíkó er að hvetja til frekari aðgerða um víða veröld á sviði þeirra vandamála, er tengj- ast vaxandi mannfjölgun í heim- inum. Þar við bætist, að Samein- uðu þjóðirnar vilja gjarnan að það komi fram skýrt og greinilega hjá þátttökulöndum, hvaða ný vanda- mál á þessum sviðum krefjist sameiginlegra átaka. Reynslan i þeim löndum, þar sem gerð fjöl- skylduáætlana er talin hafa gefið góðan árangur, er að merkjanleg lækkun fæðingartíðni sé einnig háð samspili ýmissa annarra þátta. Þeirra á meðal má nefna betri stöðu konunnar, góða heil- brigðisþjónustu, minni ungbarna- dauða, réttlátari tekjuskiptingu og bætta menntun. Meðal þeirra vandamála sem einnig verða rædd í Mexíkó er sú staðreynd, hversu fólk í ríkum mæli flyst frá sveitahéruðum til borga og gífurlegur vöxtur stór- borga. Einnig afleiðingar hinna alþjóðlegu flóttamannastrauma, bæði fyrir löndin þaðan sem fólkið kemur og þangað sem það fer og þau vandamál, sem skapast í lönd- um, þar sem æ stærri hluti íbú- anna er aldurhniginn. Enn er það svo, að ekki einu sinni helmingur mannkyns fær fullnægt frumþörfum að því er varðar mat, heilbrigðisþjónustu og menntun. Efnahagskreppan í heiminum og minnkandi aðstoð við þróunarlöndin hefur aukið fá- tækt bæði í iðnvæddu löndunum og þróunarlöndunum. Verst hefur orðið úti fólkið í þróunarlöndun- um, þar sem lífskjör eru lökust og mannfjölgun mest. Svo lengi sem fátækt er út- breidd, fæðuskortur er til staðar og vöntun er á heilbrigðisþjón- ustu, þá mun þrýstingurinn á efnahags- og félagskerfið vegna mannfjölgunarvandamálanna fara sívaxandi. (Krá l'pplýsingaskrifstofu Sameinuou þjódanna, Kaupmannahöfn.) K Verd kr. 3.855.- K gns-steikarpannan JJ ENWOOD K K Kristinn Jón Ouðmundsson er nemandi í Menntaskóla Kópavogs og sölumaður hjá Sólusamtökun- um hf. r nauðsynleg í hverju eldhúsi ________RA [h]he ¦Kfífl, RAFTÆKJADEiLD HTO!?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.