Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 43
Vilborg var listræn kona, svo
sem segja má um sum ættmenni
beggja foreldra hennar. Þeir eig-
inleikar birtust á mörgum sviðum.
Hún var lagviss og hafði yndi af
söng, söng m.a. í kirkjukór hér og
fyrr á árum lék hún á gítar. Á
meðan fingurnir voru „heilir"
fékkst hún mikið við hannyrðir og
eftir að hendurnar krepptust bjó
hún til fagra muni úr steinum og
skeljum sem hún svo litskreytti.
Þegar hún hafði horft á leikrit
virtist allt verkið svo opið fyrir
henni, að það var engu líkara en
hún sæi hvers vegna höfundurinn
lét persónurnar bregðast við á
þennan veginn en ekki hinn.
Hún hafði næmt auga fyrir mál-
verkum og raunar allri náttúru-
fegurð. Hún naut þess að skoða
íslenskar landslagsmyndir, en þau
hjónin höfðu ferðast nokkuð um
landið m.a. fóru þau austur um í
Öræfin áður en ty-ýr komu sunnan
Vatnajökuls. Ennfremur fóru þau
um Vestfirðina ogs heillandi staði
norður í landi. Síðasta ferð þeirra
til Fjalla var að fara um eina helgi
einbíla inn á Emstrur.
Vilborg hafði oft bók á borðinu
fyrir framan sig og einkum las
hún um það sem var gamalt og
þjóðlegt. Ég heyrði í vetur í út-
varpinu þegar hún sendi fjöl-
skyldu sinni kveðju. Lagið sem
hún valdi með kveðjunni var „ís-
land er land þitt“.
Vilborg „bar ekki á torg“ til-
finningar sínar, hvorki sorg
heilsuleysisins, né gleðina.
Gleðina fann hún m.a. í því
heimili sem hún hafði með manni
sínum mótað og þó hún nefndi það
ekki þá hlýtur hún að hafa glaðst
vegna farsældar barna sinna.
Ætli drengurinn hans Fannars
hafi svo ekki komið eins og bjart-
ur sólskinsgeisli. ( heilsuleysi
sýndi hún æðruleysi og hetjuskap.
Ég held að allt í fari hennar hafi
verið yfirvegað, allt til hinstu
stundar. Eftir lát hennar var fjöl-
skyldu hennar afhent bréf frá
henni þar sem hún tilgreindi allt
varðandi útför sína: líkmenn,
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984
43
sálma, prest, organista, kirkju o.fl.
Þannig var fyrirhyggja hennar á
öllum sviðum.
Með lífi sínu og starfi og sínum
innri manni var hún undir það bú-
in að ganga að fyrstnefndum
vegamótum. Hún mætti taka sér í
munn orð víðfrægs skálds sem
sagði um viðskilnað sinn:
„Himininn roðnar nú í aftureldingunni
og fögur liggur leiðin framundan mér“.
Eiginmanni, börnum og öðrum
ættingjum sendi ég samúðar-
kveðjur.
G.B.G.
Elskuleg vinkona mín og mág-
kona verður kvödd í dag frá Ás-
kirkju.
Sunnudagurinn 25. mars var
bjartur og fagur. Það leituðu
margir til fjalla eða út í náttúruna
til að njóta lífsins. Það var þennan
dag, sem mín góða vinkona lagði
upp í sína ferð frá þessum heimi.
Ferð, sem hún hafði undirbúið af
stakri ró og staðfestu. Þessi bjarti
dagur vitnaði um lífsstíl hennar,
að sjá fegurð lífsins og njóta
stundarinnar þegar sólin skein.
Úr skarlatsrauðu skini sólarlags
er skikkja hinnar mildu sumarnætur.
Svo fellur hún í faðm hins unga dags
og funann leggur inn í hjartarætur.
Þá syngja fuglar yfir trjám og tjörn,
og tónagleðin yljar hverju blómi,
og sömu náðar njóta mannabörn
í náttúrunnar milda helgidómi.
Vort líf og dauði, dagur vor og nótt
er dýrleg gjöf frá æðri máttarvöldum.
í þeirra brunn var móðurmjólkin sótt,
sem mannkyn hefur nært á liðnum öldum.
Úr þeirra eldi guðagneistinn hrökk,
sem glæddi lífið, jörð og himin tengir.
Til þeirra beinist blessun vor og þökk,
er birta fer að nótt og daginn lengir.
Frá miklu hverfur sá, sem deyr í dag,
en drauma sinna njóta akrar sánir,
og allir fuglar syngja sama lag,
og sumri fagna lifendur og dánir.
Og þó er mörgum þeirra gleðifátt,
sem þungu skriði nálgast hinzta boðann.
En hvaðan fær sú fegurð líf og mátt,
sem felur stjömur bak við morgunroðann?
(Davíð Stefánsson)
Vorið boðar sumarkomu og
bjartar nætur. Það er í sumar-
landinu, sem hún Villa mín nú
býr.
Vilborg Björgvinsdóttir fæddist
að Bólstað í Austur-Landeyjum
11. janúar 1929. Dóttir Björgvins
Filippussonar bónda þar og konu
hans Jarþrúðar Pétursdóttur. Á
Bólstað var æskuheimilið, en á
ungdómsárunum hennar flutti
fjölskyldan til Reykjavíkur. Vil-
borg lauk prófi frá Kennaraskóla
(slands, handavinnudeild, árið
1953 og stundaði kennslu í nokkur
ár.
Árið 1961 giftist hún Jónasi
Guðmundssyni og flutti þá að
Hellu á Rangárvöllum. Börn
þeirra eru Fannar og Katrín. Lítill
ömmudrengur er líka fæddur, sól-
argeislinn, Birkir Snær.
Ég var heppin, þegar ég ung að
árum var ráðin til starfa í gisti-
húsinu að Múlakoti í Fljótshlíð.
Þar tók á móti mér elskulegt fólk,
sem leiddi mig til starfa með kæti
og góðvild. Það var í Múlakoti,
sem kynni mín af Villu hófust.
Þeirri heppni minni má ég ekki
gleyma. Þá var hún frísk og létt á
fæti, vinnan var dagsins leikur og
kvöldið einn álfadans.
Tillitssemi hennar og næmleiki
fyrir mannlegum tilfinningum bjó
með henni þá og æ síðan. Þann
eiginleika ræktaði hún ásamt öðr-
um góðum eiginleikum. Þess nutu
þeir, sem með henni voru. Sam-
vera okkar þá og síðan hefur verið
mér ómetanleg.
Það er morgunfagurt í Múla-
koti, þegar sólin kemur upp og
varpar birtu sinni á hlíðina. Þá
glóir dögg á grasi og steinum. Ég
veik, að morgunn þessarar mætu
konu á nýjum slóðum verður ekki
síður heiður og tær.
Guð veri með henni og styrki
hennar fólk.
Sjöfn Árnadóttir
Ljósm Mbl./RAX
Kópayogur:
Bekkuval á tveimur stöðum
EIGENDASKIPTI urftu nýlega á matvöruversluninni vift Álfhólsveg í
Kópavogi, sem áftur var rekin af KRON. Hinir nýju eigendur eru þeir
Guftbjörn Magnússon og Skæringur Sigurjónsson, sem einnig reka
verslunina Brekkuval vift Hjallabrekku og hefur búftin vift Álfhólsveg
hlotift sama nafn. Að sögn eigenda eru nokkrar breytingar varðandi
vöruval fyrirhugaðar í Brekkuvali vift Álfhólsveg og verftur sérstakt
kapp lagt á aft auka fjölbreytni í kjötborðinu. Meftfylgjandi mynd var
tekin í nýju versluninni og eru á henni f.v. Elín Andrésdóttir, starfsmaft-
ur, Drífa Alfreftsdóttir, starfsmaftur, Gunnar Þórisson, starfsmaður og
Skæringur Sigurjónsson, annar eigenda.
f
Iþrótt^félagið Grótta minnir á úrslitakeppni
íslandsmótsins í handknattleik:
Meistaraflokkur karla 2. deild
í íþróttahúsi Seltjarnarness
Föstudagur 30/3
Kl. 19.00 Þór — Grótta. Kl. 20.15 Fram — Breiðablik.
Laugardagur 31/3
Kl. 17.00 Breiðablik — Þór. Kl. 18.15 Grótta — Fram
Sunnudagur1/4
Kl. 14.30 Fram — Þór. Kl. 15.45 Breiðablik — Grótta.
Ennfremur skal minnt á úrslitakeppni
í 3. flokki kvenna sem fram fer í
íþróttahúsi Seltjarnarness.
Laugardag 31/3 kl. 9.00—17.00.
Sunnudag 1/4 kl. 9.00—14.30.
Og ekki má gleyma úrslitakeppni í 3. flokki karla
sem verður í íþróttahúsinu Ásgarði, Garðabæ.
Föstudag 30/3 kl. 19.00—21.00. Laugardag 31/3 kl.
14.00—19.30. Sunnudag 1/4 kl. 9.00—14.30.
Grótta þakkar eftirtöldum aðilum veittan stuðning:
Vörumarkaðurinn Eiðistorgi Sparisjóðurinn Seltjarnarnesi IJtvegsbankinn Seltjarnarnesi Söluturninn Melabraut 57 Seltjarnarnesi
Björnsbakarí Raf stýring Nesapótek Kammaver Tröllavideo
Prjónastofan Iðunn
Pizzahúsið
Bílaleiga Akureyrar
Afram GróttaH