Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 Minning: Margrét Jónína Jakobsdóttir Fædd 8. maí 1892 Dáin 19. mars 1984 Þann 19. mars, andaðist á sjúkrahúsinu á Hvammstanga, Margrét Jakobsdóttir frá As- bjarnarnesi. Hún fæddist á Fossi í Vesturhópi 8. maí 1892 og voru foreldrar hennar hjónin Jóhanna Eggertsdóttir og Jakob Daníels- son. Jakob var af þekktum ættum í sýslunni, kominn út af sr. Hall- dóri Hallssyni á Breiðabólstað og Samsoni Sigurðssyni skáldi frá Klömbrum, en Ingibjörg dóttir sr. Halldórs var gift Samson. Jóhanna, móðir Margrétar, var dóttir Eggerts bónda á Fossi, Halldórssonar prests, Ámunda- sonar á Melstað, en kona Eggerts og amma Margrétar var Ragn- heiður Jónsdóttir stúdents frá Leirá, Árnasonar. Þegar Margrét var þriggja ára, fluttu foreldrar hennar að Sigríð- arstöðum í sömu sveit. Þar ólst hún upp ásamt þremur systkinum, tveimur systrum, sem báðar dóu í blóma lífsins og bróðurnum Egg- ert. Systurnar hétu Ragnheiður og Steinvör. Árið 1919 fluttu foreldrar Mar- grétar að Ásbjarnarnesi, sem er næsti bær við Sigríðarstaði og bjuggu þar síðan á meðan kraftar leyfðu, en síðan í skjóli barna sinna. Þau Margrét og Eggert fóru aldrei heiman að til langdvalar, utan einn vetur sem Margrét dvaldi á Kvennaskólanum á Blönduósi. Þau stunduðu búskapinn með foreldrum sinum en tóku svo við jörðinni þegar þau hættu og bjuggu þar saman um 40 ára skeið, eða þar til þau gátu ekki lengur unnið að búinu, enda Egg- ert farinn að heilsu og andaðist skömmu síðar. Þau systkin giftust ekki og eign- uðust ekki börn, en þau ólu upp þrú börn. Þau eru Hrefna Pét- ursdóttir, sem missti föður sinn ung, Rannveig Guðmundsdóttir, hjá foreldrum hennar voru slæm- ar ástæður og Stefán Haukur Ólafsson, bróðir greinarhöfundar, en foreldrar hans urðu að leysa upp heimilið vegna heilsuleysis móður okkar, en þær voru systra- dætur móðir okkar og Margrét. Ollum þessum börnum var Mar- grét sem besta móðir, enda elsk- uðu þau hana og virtu. Það var gott að koma að Nesi og njóta gestrisni þeirra systkina og einnig mjög lærdómsríkt að kynn- ast þeim friðsæla heimilisbrag, sem þar ríkti. Einnig rómuðu allir þá snyrtimennsku, sem þar var bæði utan húss og innan, og voru þau systkin samhent í því sem öðru. Það koma maTgar kærar minn- ingar fram í huga minn, þegar ég minnist þessarar frænku minnar, sem bjó í nágrenni við foreldra mína um árabil. Það var tíður samgangur milli heimilanna og alltaf þegar Margrét kom, var hún með eitthvað handa okkur krökk- unum, sem við höfðum bæði gam- an og gagn af. Einn var sá þáttur í lífi Margrétar, sem bar henni góð- an vitnisburð, en það var hvað hún var mikill dýravinur. Það mátti með sanni segja, að allt sem minnimáttar var, átti hana að vin. Það eru góð meðmæli, þegar kvatt er þetta líf í hárri elli, að hafa með hógværð og iðjusemi lát- ið allsstaðar gott af sér leiða. Síðustu árin dvaldi Margrét á elliheimilinu á Hvammstanga í skjóli Hrefnu fósturdóttur sinnar, sem er ráðskona sjúkrahússins þar. Margrét var heilsuhraust alla sína ævi, en síðustu árin var ellin farin að sækja á hana. 011 verðum við að lúta henni. f dag, 30. mars, verður hún lógð til hinstu hvíldar að Breiðabólstað í Vesturhópi. Blessuð sé minning þín kæra frænka. Dýrmundur Ólafsson. Öll vitum við lífsins gang en þó er alltaf eins og að vakna upp við vondan draum þegar fréttin um lát náins ástvinar berst. Ég var svo lánsöm að fá að dveljast í 10 ár sem barn hjá nöfnu minni og ömmu eins og ég kallaði hana og Eggert bróður hennar í Ásbjarn- arnesi. Á slíkri stundu streyma minn- ingarnar fram í hugann, minn- ingar um glaðlynda og réttláta al- þýðukonu sem ævinlega gerði sitt besta til þess að láta mönnum og málleysingjum í umhverfi sínu líða vel. Þeim fækkar nú óðum er muna af eigin reynslu starfshætti og lífsbaráttu liðinna kynslóða, því er það ómetanleg reynsla að hafa fengið að vera samtíða manneskju er mundi og virti hið erfiða líf er allflestir í þessu landi lifðu hér áður. Ein var sú hefð er amma alla tíð hélt mikilli tryggð við og iðkaði, það var kveðskapur og ljóðalestur. Á bernskuheimili hennar voru haldnar kvöldvökur eins og tíðk- aðist áður fyrr. Þar gleymdi fólkið erfiði dagsins og safnaði nýjum kröftum við ljóðasöng og lestur. í erfiðri lífsbaráttu var þetta nauð- synlegur aflgjafi. Þess vegna var farið með ljóðin eins og fjársjóð. Amma kunni ógrynni af ljóðum og þulum, hverju ljóði og hverri vísu fylgdi líka oftast frásögn um hver hefði ort ljóðin og undir hvaða kringumstæðum. Hún var einnig mjög söngelsk og á unglingsárum sínum lærði hún að spila á harmonikku. Stund- um var hún fengin til þess að spila á skemmtunum er haldnar voru í sveitinni, og um þessar ferðir átti hún margar góðar minningar, enda var hún í eðli sínu mjög fé- lagslynd. Hún fæddist 8. maí 1892 að Fossi í Vesturhópi, næsta bæ við kirkjustaðinn Breiðabólstað. Þar hlýtur hún nú sína hinstu hvíld við hlið foreldra sinna og systkina og við rætur þeirra sömu fjalla er hún fyrst leit augum fyrir rúm- lega 90 árum. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob Daníelsson og Jóhanna Eggertsdóttir ábúendur á Fossi, en á undan þeim bjuggu þar móðurforeldrar ömmu, Eggert Halldórsson og Ragnheiður Jóns- dóttir. Þriggja ára fluttist hún með foreldrum sinum að Sigríð- arstöðum í sömu sveit. Þar stóð bernskuheimili hennar, lítill og lágreistur torfbær sem þó svo oft rúmaði ótrúlega margt fólk. Sig- ríðarstaðir voru í þjóðbraut þess- ara tíma, þvi þar lágu leiðir flestra þeirra er ferðuðust á milli Austur- og Vestur-Húnavatns- sýslna. Þá var farið yfir Nesbjörg, Bjargós og Þingeyrarsand og það- an áfram á Blönduós, sem þá var aðal verslunarstaður i Húna- vatnssýslum. Margar minningar átti amma um ferðafólkið sem kom við á heimili foreldra hennar, ogeflaust var oft gaman í litlu baðstofunni á Sigríðarstöðum er hlustað var á frásagnir ferðalanganna. Árið 1919 fluttist amma ásamt foreldrum sínum og Eggert bróður sínum að Ásbjarnarnesi, næsta bæ við Sigríðarstaði. í Ásbjarn- arnesi var þá stór og reisulegur torfbær sem Ásgeir Jónsson frá Þingeyrum lét reisa á árunum 1863—67. í rúmlega 40 ár bjuggu systkinin í Nesi. Þau tengdust órjúfanlegum tryggðaböndum við jörðina og allt umhverfi hennar, enda er hann fallegur fjallahring- urinn í Asbjarnarnesi og jörðin stór og vel til þess fallin að stunda þar sauðfjárbúskap eins og þau gerðu alla tíð. Strax á fyrstu búskaparárum sínum í Nesi tóku systkinin til sín fósturbörn og alls voru fimm börn alin upp hjá þeim í Nesi að meira eða minna leyti. Börn og unglingar áttu alltaf góðan vin og félaga þar sem amma var. Hún miðlaði þeim af fróðleik sínum og tók þau alvarlega. Til hennar var hægt að leita með flest það er vanda olli og glaðværð hennar og bjartsýni greiddi úr óll- um flækjum. Amma var vinmörg og vinföst, ég hygg líka að flestir þeir er kynntust henni einhvern tíma á lífsleiðinni hafi skynjað þá hlýju og birtu er henni fylgdi alla tíð. Þegar aldurinn tók að færast yfir systkinin í Nesi fluttust þau til Hvammstanga. Eftir lát Eggerts bróður síns fluttist svo amma til Hrefnu Pét- ursdóttur, fósturdóttur sinnar og nú fékk hún aftur að sinna því hlutverki er henni var svo hug- leikið. Hún fékk að fylgjast með og annast lítinn dreng sem óx og dafnaði. Síðustu ár æfi sinnar dvaldist amma á ellideildinni við Sjúkra- húsið á Hvammstanga. Þar hlaut hún góða umönnun og jafnframt fékk hún að dveljast í nálægð sinna nánustu. Þökk fyrir allt. Guð blessi minn- ingu hennar. Margrét Edda Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, ad berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið sU'tt með greinar aðra daga. í minningargreinum skai hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. „Sannleikurinn mun gjöra yð- ur frjálsa", sagði Jesús, meistar- inn mikli frá Nasaret við læri- sveina sína. Þetta sama um kraft Guðs, æðstu orku lífs í mannssál og samfélagi manna tjáði Páll postuli með orðunum: „Bókstaf- urinn deyðir, en andinn lífgar." Þar táknar bókstafurinn þá fjötra og þann dauða og stöðnun fordóma og fræðastagls, sem víða verður trúarbrögðum villu- braut. Andinn er hins vegar sú lífs- orka frjálsrar hugsunar og skyn- semi, sem verður að njóta sín við leit mannsandans á vegum vís- inda, lista og mannréttinda, þar sem vilji Guðs, hið góða fagra og fullkomna nýtur mestrar hylli. Jesús fann stefnu bókstafsins hjá hinum stöðnuðu trúfræðing- um sinnar samtíðar, Fariseum og fræðimönnum. Og hann var- aði lærisveina sína við að fylgja þeim of fast, þrátt fyrir allan þeirra lærdóm og virðuleika. Lífsstefnu sannleiksandans fann hann hins vegar til fyrir- myndar og eftirbreytni hjá öll- um þeim, sem létu kærleikann ráða leit sinni og trúartakmarki. Þannig yrðu þeir frjálsir og hamingjusamir, hvort sem þeir nefndust Kanverjar eða Sam- verjar, tollheimtumenn eða rómverskir hundraðshöfðingjar. Aumingja Fariseunum ofbauð slíkt frjálslyndi og svo er enn. Snúum okkur svo í átt til sam- tíðar og sannleiksleitar eða ætti að segja guðsdýrkunar sannleik- ans á okkar eigin hversdags- brautum. Metum við sannleikann mikils á frelsisvegum mannlífs og ger- um við hönd hans æðsta til að leiða og styðja að takmarki gró- andi þjóðlífs? Látum „heittrúar- fólkið" hafa sínar skoðanir um heimsendi og helvíti og frelsun handa einum af hverjum tíu milljónum að dómi hins „góða Guðs", af því að drengurinn hans dó á krossi fyrir þig!! Allir eru frjálsir hér að hafa sína trú og það, sem sannast reynist sam- kvæmt lífsskoðun og þroskastigi. En athugum, hvar við stönd- um gagnvart sannleikanum á mannlegan hátt i sambúð, sam- starfi og samfélagsháttum. Það byrjar vel. Orðin fögru: „Sannleikurinn mun gjöra yður við gluggann eftirsr. Árelius IMíelsson Öllum skyldi því sannleikans unna, samkvæmt yfirskriftinni í Alþingishúsinu. Annars týnist alltof margt, sem átti að gefa okkur frelsi og frið í störfum og frama. Aldrei skal láta bókstafs- blindu og fordóma flokksforyst- unnar villa sannleiksást ein- staklingsins af vegi. Þið sem unnið ævintýrum skálda og munið þau og skiljið táknmál þeirra, kannizt vafa- laust við „Töfraspegilinn" — eða öllu heldur nornaspegilinn hans Andersens. Sá gripur hafði þá náttúru, að allt gott og fallegt, sem í honum Hornsteinninn og nornaspegillinn frjálsa" eru meira að segja greypt á hornstein Alþingishúss- ins. Þau eru sem sagt táknið, sem þjóðlíf íslands byggist á. Hvorki meira né minna. Og svo er annað bæði rétt og gott. Allir hafa frelsi til að hugsa, tala, skrifa og hafa sínar skoðanir í sannleiksleit lífsins, skulum við segja. Síðan fer fram val á for- ystuliði samfélagsins. Það val nefnist kosningar og fer fram eftir mikið jaml og fuður, froðu- snakk og hávaða. En hvernig er aðstaðan þar gegn sannleikanum og hvers er kærleikurinn metinn sem takmark? Er ekki oft mest gert til þess að blekkja og villa? Oft með svo góðum árangri að grunnur sannleikans bjargið sjálft gleymist og óðar en varir er allt byggt á foksandi skamm- sýni, heimsku og kröfu. Flest er gert til að teikna myndir bæði i orði og athöfn af andstæðingum og fylgismönnum. Fegra allt í fari hinna síðarnefndu, en and- stæðingar gerðir eins auðvirði- legir og hlægilegir sem unnt er. Væri ekki nær að vita og gæta þess, að allir hafa sína kosti og galla að dómi sannleikans. speglaðist, afskræmdist eða dróst saman og sýndist ekki neitt. Nornin vildi nú komast upp til himna og lofa Guði og englunum að líta í spegilinn. En þá varð spegillinn sjálfur svo hræddur og titrandi, að hún missti hann til jarðar, og hann fór í þúsund mola. Víða flugu brotin líkt og sandkorn í stormi. Þau bárust í augu margra sem örsmáar agnir og afmynduðu þá allt fyrir þeim, samkvæmt eðli þessa nornaspegils. Nú spyr ég, og segi, þegar ég hlusta á þingtíðindi og stjórn- málafréttir í útvarpi eða les þær í blöðum: Hvernig er hægt að afskræma allt, sem andstæðingur segir, svo þar sjáist vart nokkuð satt og gott? Hvernig er á hinn bóginn hægt að fegra allt, sem flokks- forystan segir, svo svart verður hvítt og hvítt verður svart, ef það er þinn flokkur? Hvers vegna er ekki báðum leyft að njóta sín og velja svo úr beggja megin það, sem er sann- ast og bezt? Leyfa sannleikanum að sigra. Hvers vegna er svo ekkert þakkað hversu gott, sem það er í samfélagi nútímans, sem hefur þó gjörbreytt flestu til hins betra, svo að aldrei hefur íslenzk þjóð verið betur kristin en nú? Og þar eiga raunar allir flokkar sinn hlut að máli, ef vel er valið og íhugað. Sannleiksperlan fengi að njóta sinnar birtu. Og að síðustu: Frelsi til kosn- inga er einn af ávöxtum sann- leikans á vegi mannréttinda. Hvers vegna er þá þeirri stjórn, sem valin er hverju sinni af meiri hluta ekki leyft að ráða og njóta sins bezta, meðan hún hefur sinn rétt? Sé um mistök að ræða, ber að víkja henni frá samkvæmt frelsi sannleikans í næstu kosningum. „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa." Notið frelsið til að byggja upp með samstarfi, en ekki til niðurrifs með sundrung, vanþakklæti og lygi. Rvík, 20/2 1984 Árelíus Níelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.