Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 15 Hitaveita Akureyrar: „Hækkun gjaldskrár leysir ekki vandann" — segir Sigurður J. Sigurðsson, stjórnarmaður HA Akureyri, 28. mars. FRÉTT MBL. í gær þess efnis að hver Akureyringur skuldi vegna Hitaveitu Akureyrar um 80 þúsund krónur, hefur vakið mikla athygli á vandamálum veitunnar, sem ýmsir höfðu grun um en héldu þó að ekki væru jafn alvarleg og komið hefur í Ijós. Af þessu tilefni hafði Mbl. samband við Sigurð J. Sigurðsson, bæjarfulltrúa og stjórnarmann í Hitaveitunni. „Hitaveitan tekur fyrst til starfa á árinu 1977 og á árinu 1979 var núverandi uppbyggingu dreifi- kerfis og annars lokið. Síðan hefur ekki verið aukið við dreifikerfið. Samhliða lagningu kerfisins um bæinn fór fram mikil og erfið vatnsleit á Eyjafjarðarsvæðinu og varð hú'n mun dýrari en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir. Má í því sambandi nefna að gert var ráð fyrir að bora 8 vatnsholur og kostnaður við hverja þeirra talin verða um 12 millj., en við urðum að bora alls 29 holur til að afla nægilegs vatns, þótt við nýtum að- eins 9 þeirra nú. Vatnsöflunar- kostnaður veitunnar varð því alls um 400 millj. kr. á núvirði í stað eitthvað á annað hundrað millj. sem gert var ráð fyrir. Þetta er hluti af vandanum. Auk þess má nefna að við tókum þá ákvörðun að leggja tvöfalt dreifikerfi í stærri hluta bæjarins en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá má nefna að í áætlunum var gert ráð fyrir að eigið fé, fengið með heimtauga- gjöldum, næmi um 20% af stofn- kostnaði og að afgangur yrði fjár- magnaður með erlendum lánum. Þessi hlutföll röskuðust öll veru- lega við þessar breyttu aðstæður. Einnig má nefna, að í áætlunum okkar gerðum við ráð fyrir 10% vöxtum af erlendum lánum en sá útgjaldaliður allt að því tvöfaldað- ist frá áætlununum auk þess sem lánsupphæðir voru mun hærri en gert var ráð fyrir. Auk alls þessa gerðum við ráð fyrir mun meiri vatnssölu en reyndin hefur orðið, og munar þar allt að 30%. Allt hefur þetta leitt til þess að tekjur veitunnar hafa ekki nægt til greiðslu afborgana og vaxta. í byrjun síðasta árs lá ljóst fyrir hvert stefndi um fjárhag veitunn- ar og var því farið fram á og fékkst samþykkt samtals 35% hækkun á gjaldskrám veitunnar, sem komu til framkvæmda í byrj- un ársins (20%) og á miðju ári (12,5%). Frekari grunnverðs- hækkanir eru að mati veitustjórn- ar það mikil þynging á greiðslu- byrði notenda veitunnar að slíkt kemur vart til greina, enda greiða þeir nú hæsta verð sem þekkist á landinu og er það aðeins sambæri- íslendingur opnar fiskbúð í Færeyjum IIM MIÐJAN marzmánuð var opnuð í Þórshöfn í Færeyjum fyrsta eiginlega fiskbúðin í Færeyj- um, Fiskabúðin. Eigendur hennar eru Rosa Winther og Vigfús Jóns- son, en eins og nafnið ber með sér er Vigfús íslenzkur að uppruna, en hann hefur dvalið í Færeyjum í um 8ár. Vigfús Jónsson sagði í samtali við Morgunblaðið, áð það væru um 8 ár síðan hann hefði komið til Færeyja og nær allan tímann hefði hann unnið i fiski hjá Bacalao. Hann hefði verið orðinn heldur leiður á því og því gripið til þess ráðs að stofna fiskbúð með konu sinni. Hann sagði verzlunina ganga vel og fólk ánægt með að fá þessa þjónustu, sem legið hefði niðri síðan Baca- lao hætti að selja ferskan fisk. Hins vegar yrði ekki aðeins ferskur fiskur til sölu í Fiska- búðinni, heldur einnig saltaðar kinnar, siginn fiskur, fugl og grind, svo eitthvað væri nefnt. Þá yrðu einnig seldar þar kart- öflur og fleira sem málsverði heyrði til. Vigfús sagði, að búðinni hefðu þau komið á fót í samstarfi við frystihúsið Bacalao, Fiskasöluna og Heilsufröðiligu Starvsstov- una, en vörurnar fengi búðin frá Fiskasölunni, Bacalao, Samm- Fisk og smáum dagróðrabátum. Vigfús sagðist bjartsýnn á fram- tíðina og bað að lokum að heilsa heim til lslatuk legt við verð Hitaveitu Borgar- ness. Það er ljóst nú, að hækkun sú sem koma átti til framkvæmda um þessar mundir vegna hækkun- ar á byggingarvísitölu og átti að nema 12,5%, breytir ekki þessum vanda svo við verði unað. Ég vil þó sérstaklega geta þess að þetta fjárhagsvandamál Hitaveitu Ak- ureyrar er ekki sérstakt að því leyti að allar veitur sem byggðar hafa verið upp á sama tíma eiga við samskonar vanda að etja. Það verður að leita lausna á vanda þessara veitna allra sameiginlega, eins og Sverrir Hermannsson, iðn- aðarráðherra, hefur reyndar verið að gefa í skyn að undanförnu að til stæði," sagði Sigurður J. Sigurðs- son að lokum. Á fundi bæjarstjórnar Akureyr- ar í gær var samþykkt að fara þess á leit við stjórn Hitaveitunn- ar að hún kæmi á fund bæjar- stjórnar hið fyrsta og þar yrðu mál veitunnar rædd. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér mun veru- legur hluti lána veitunnar, sem samtals nema um 1150 millj. kr., vera í dollurum, eða 67%, 22% munu vera í yenum og 10% í þýsk- um mörkum. Meirihluti erlendu lánanna mun vera til sa. 10 ára og lítið um erlend skammtímalán. G. Berg. Stykkishólmur: Hressandi heim- sókn Karlakórs Keflavíkur Slykkishólmi, 26. mars. KARLAKÓR Keflavfkur kom til Stykkishólms á laugardaginn og söng hér í félagsheimilinu við ágæt- ar undirtektir. Karlakórinn var skipaður 36 söngvurum og er söng- stjóri hans Steinar Guðmundsson, ungur maður, og undirleikari Ragn- heiður Skúladóttir. Tveir félagar, þeir Sverrir Guð- mundsson og Haukur Þórðarson, sungu einsöngva eftir hlé við und- irleik Ragnheiðar. Karlakórinn söng bæði innlend og erlend lög og að lokum aukalög. Var hressandi og gaman að fá þessa heimsókn og eru þeim félög- um færðar hér með þakkir áheyr- enda. Árni Innri Njarðvík: Sveitakeppni skákmanna á Suðurnesjum Sveitakeppni skákmanna a Suður- nesjum hefst á morgun, laugardag, í Safnaðarheimilinu I Innri-Njarðvík kl. 14.00. Til keppninnar hafa boðað þátttöku sína skáksveitir frá Grindavík, Vogum, Sandgerði. Njarðvíkum og Keflavík. en Kefla- vík verður skipl um Tjarnargötu og keppir ein sveit frá hvorum bæjarhluta. Segir í tilkynningu um mótið að líklegast sé um að ræða fjölmennasta skákmót sem til þessa hafi verið haldið á Suður- nesjum og er í ráði að gera það að árvissum viðburði. Hver sveit er skipuð fjórum mönnum og hafa keppendur hálftima til umhugsun- ar í hverri skák. (Úr frétutilkynningti.) „Við skulum bara hringja núna og lilkynna þátttökuna," sagði Muhamed Makkawy í gamansömum dúr, en Hrafnhildur Valbjörns situr við hlið hans. Morgunblaðið/Gunnlaugur. „Stefni á heimsmeistara- keppnina í vaxtarrækt" — segir Hrafnhildur Valbjörns. „Hrafnhildur á hiklaust að stefna á heimsmeistarakeppnina í vaxtarrækt og byrja í keppni, sem fram fer í Evrópu eftir rúma tvo mánuði. Ég er sannfærður um að hún gæti náð einu af þrem fyrstu sætunum í heimsmeistarakeppn- inni núna og því fyrsta í framtíð- iiini," sagði heimsmeistari vaxtar- ræktarmanna, Muhamed Makk- awy, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það eru nokkrir keppendur hérna, sem eru nálægt því að vera hæfir í toppkeppni erlendis. Það eru menn í óllum þyngdar- flokkum, sem gætu spjarað sig. Jón Páll Sigmarsson á að halda áfram og með meiri reynslu get- ur hann náð langt. Hann hefur góða hæð, en vantar að fínisera nokkra hluti og fá meiri reynslu, sem er mikilvægust í svona keppni. Hrafnhildur stendur það vel í dag að hún verður endilega að stefna hærra," sagði Muh- amed Makkawy. Er ummæli Makkawy voru borin undir Hrafnhildi kvaðst hún hafa mik- inn áhuga á því að halda utan. „Ég stefni að því að fara utan, en kemst ekki nema ég fái styrk, því ég hef einfaldlega ekki efni á utanlandsferð þessa stundina. Það væri gaman að prófa þetta, fyrst ég náði að sigra aftur núna," sagði Hrafnhildur Val- björns. GR. Greiö er gámaleiö Gamar. stórirgámar, litlirgámar, opnirgámar, lokaðir gámar. þurrgamar. frystigámar. gafl- gamar. tánkgámar... Nefndu bara hvers konar gám þú þarft undir vöruna. Viö höfum hann. Og auðvitad höjum við ölifullkomnustu tæki til þess að flytja gámana að ogjrá. skipi — og heim að dyrum hjá þér, ejþú vilt. Við tryggjum þér öruggajlutninga. því að þá vit- um við, að þú skiptir ajtur við okkur. Skipadeild Sambandsins annast flutningajyrir Þig- SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHUSINU REYKJAVIK SIMI 28200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.