Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 „Að halda lífi í kulda" I: grein um Kuidaráðstefnuna Mun fleiri dauðsfóll og veik- indatilfelli köldu mánuðina „Að halda lífi í kulda" var heiti yfirgripsmikillar og fjölsóttrar ráð- stefnu sem var haldin hér á landi sl. haust þar sem fjölmargir innlendir og erlendir kunnáttumenn í málinu héldu fyrirlestra. Ráðstefnan var haldin á vegum Norrænu samstarfs- nefndarinnar um heilsufarsrann- sóknir á norðurslóð, Landlæknis- embættisins, Rauða kross íslands og Sljsavarnafélags íslands. Meðal er- lendra fyrirlesara má nefna Henrik Forsius, formann Norrænu sam- starfsnefndarinnar, Joop Madsen, lífeðlisfræðing og kafara frá Dan- mörku, dr. Nils O. Alm, lækni, dr. Simo Ný'há, lækni frá Finnlandi, sem fjallaði um fylgni dauðsfalla, árstíða og hitastigs í Finnlandi, dr. Leif Vangaard, lífeðlisfræðing, sem fjallaði um klæðnað í kulda, dr. Per-Ola Granberg, prófessor, sem fjallaði um sköddun vegna ofkæl- ingar. Meðal íslensku fyrirlesaranna voru Magnús Jóhannesson, frá Sigl ingamálastofnun, Pálmi Hlöðvers- son, köfunarkennari við Stýri- mannaskólann, og l>orvaldur Olafs son, skipaskoðunarmaður Siglinga- málastofnunar ríkisins, Hannes Þ. Hafstein, Helgi Benediktsson, Ingv- ar F. Valdimarsson, Garðar Hall- dórsson, Jón Ásgeirsson, Trausti Jónsson og Kristján Sveinsson. Ráðstefnan var haldin í húsi SVFÍ á Grandagarði og var hún fjölsótt, enda viðamesta ráðstefna sem hald- in hefur verið hérlendis um þetta mál. Jóhann Axelsson, prófessor, sem var formaður skipulagsnefndar Kuldaráðstefnunnar, sagði í upphafi ráðstefnunnar, að sér væri sönn ánægja að bjóða ráðstefnugesti vel- komna til vinnu, vinnu sem myndi örugglega halda áfram næstu árin og krefjast mikils af iillum sem létu verkefnið til sín taka. „Við erum ákveðnir í að hvetja til og koma á samvinnu svokall- aðra vísindamanna og lækna og þeirra sem starfa með læknum," sagði prófessor Jóhann. „Auk þess munum við hafa frumkvæði að samstarfi þessara hópa og þeirra, sem starfa að tæknilegum efnum eins og slysavörn, neyðarhjálp og björgun, og gildir það jafnframt um atvinnumenn sem sjálfboða- liða. Þetta kemur einfaldlega til vegna þess, að allt þetta fólk er að vinna sama verkið og hefur sömu markmið. Því er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að sum vandamálin verða aðeins leyst með samstilltu átaki og með því að menn miðli af reynslu sinni. Sumra þessara vandamála er get- ið í heiti þessarar ráðstefnu. Eng- inn okkar gerir sér nokkrar vonir um að öll verði þau leyst að aflok- inni tveggja daga vinnu, en við vonumst til að vekja umræður manna á meðal um ýmsa áhættu- þætti í náttúrunni, sem við erum órjúfanlegur hluti af. Á ráðstefnu sem Samnorræna nefndin stóð fyrir í Uleborg fyrir nokkru var áherslan lögð á sjúk- dóma sem á einhvern hátt tengj- ast kulda, eða orsakast af kulda eða versna við kulda. Má þar nefna kransæðasjúkdóma, heila- blóðfall, gigtarsjúkdóma og fleira, en á þeirri ráðstefnu báru læknar saman bækur sínar. Á þessari ráð- stefnu hér heima reynum við að safna saman á einni ráðstefnu vís- indamönnum, læknum og fólki úr heilbrigðisstéttunum og hinum fjölmörgum aðilum sem þurfa að vinna við kulda, félögum og ein- staklingum. Á þessari ráðstefnu var fólk sem vinnur við rannsókn- ir og fólk sem vinnur t.d. að björg- unarstörfum, köfun, almanna- vörnum og slysavörnum. Markmið okkar er að vekja umræðu um þennan þátt mála á norðurslóðum, því það er svo oft sem mannslíf eru í hættu vegna kulda í okkar umhverfi. Þessi ráðstefna átti fyrst og fremst að vera fræðandi og það sem fyrir mér og okkur vakir er að fá fólk til að nálgast þetta vandamál frá ólíku sjónar- horni, fá það til að tala saman og vinna saman, koma á gagnkvæm- Jóhann Axelsson prófessor. um skilningi og yfirvinna þá menntunarlegu og faglegu múra sem hafa háð samstarfi í þessum efnum um of, rífa þessa gömlu múra og setja vandamálið sjálft í brennidepil þar sem leitað er eftir sem flestum sjónarmiðum. Einhver kann að spyrja hvort gagn sé að lífeðiisfræði í þessu sambandi. 011 aukin þekking á lífeðlisfræði stuðlar að betri þekk- ingu á líkamanum og leggur þar með grundvöllinn að skilningi sem leiðir til fyrirbyggjandi aðgerða og leiðir þar með til fjárfestingar í heilbrigði, eins og ólafur Ólafsson landlæknir myndi orða það. Við þurfum þannig að skoða orsaka- tengsl sjúkdóma sem tengjast kulda á einhvern hátt. Við höfum ekkert einhlítt svar, en fyrsta skrefið er að kanna málið, safna saman staðreyndum og þá er að velta hlutunum fyrir sér og leita að lausn vandans." í erindi sem finnski læknirinn dr. Simo Nýhá flutti á Kuldaráð- stefnunni um fylgni dauðsfalla, árstíða og hi'tastigs, komu fram merkilegar upplýsingar sem eru mjög forvitnilegar fyrir íslend- inga sem búa við svipaðar aðstæð- ur og víða eru í Finnlandi. Eftir- farandi staðreyndir eru úr erindi dr. Simo Nýhá: Kuldar og dauðs- föll í Finnlandi Talið er, að á hverju ári megi rekja 20—50 dauðsföll í Finnlandi beint til kulda. Hins vegar er talið, að dauðsföll tengd kulda séu á bil- inu 1—2000. Það var á 18. öld sem menn tóku fyrst eftir tengslum árstíða og dauðsfalla í Svíþjóð- Finnlandi, en síðan þá hefur þessu máli lítið verið sinnt. í Finnlandi hefur komið fram mikill munur á fjölda dauðsfalla eftir árstíðum og því er talið að þennan mun sé víð- ar að finna. Raunar sýna nýlegar rannsóknir að tíðni dauðsfalla af völdum alvarlegra sjúkdóma er bundin árstíðum og að dauðsfðll- um fjölgar mjög yfir köldustu vetrarmanuðina. Gerður var sam- anburður á desember og ágúst. Aukning dauðsfalla á veturna af völdum kransæðasjúkdóma er 21% hjá körlum og 19% hjá kon- um. Hún er 29% hjá körlum og 32% hjá konum af völdum heila- blóðfalls og blóðtappa í heila og 76% og 115% af völdum öndunar- sjúkdóma. Lungnakvillar og kvill- ar í öndunarfærum voru þannig um 95% algengari að meðaltali í desember en ágúst. Yfirleitt eru breytingar á dánartíðni eftir árs- tíðum meiri hjá lægri stéttum þjóðfélagsins, þar sem hlutfalls- lega fleiri innan þess hóps stunda útivinnu. Þrátt fyrir gott húsnæði og heilbri'gðisþjónustu eru umtals- verðar sveiflur í dánartíðni eftir árstíðum og ætti að auka rann- sóknir til þess að finna orsakir þeirra og hvernig koma má í veg fyrir þær. Samantekt: Árni Johnsen JC Breiðholti Menningar- vika í Gerðu- bergi MENNINGARVIKA hefst á murg un, laugardag, í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi í Breiðholti, J.C. Breiðholt stendur fyrir vikunni. Á menningarvikunni koma fram allt að 500 listamenn og skemmti- kraftar, auk þess sem málverkasýn- ing tíu listamanna verður haldin. Menningarvika hefst á morgun kl. 13.00 með ávarpi Sigurðar S. Bjarnasonar, formanns menning- arnefndar, en að því ioknu verða kórsöngur, danssýning, tónleikar og leiksýning á boðstólum. Svipuð dagskrá verður á sunnudag. Þá munu Strætisvagnar Reykjavík- ur verða með tilraunaliðavagna sína í ferðum á milli Lækjartorgs og Gerðubergs og hefjast ferðir frá Lækjartorgi kl. 14.00 og frá Gerðubergi kl. 15.00. Ferðir verða síðan allan sunnudaginn til kl. 18.00 á hálftíma fresti og verða þær ókeypis, sem og aðgangur á skemmtunina. ^/\uglýsinga- síminn er 2 24 80 BYKO opnar verzlun í Hafharfirði ^J L í DAG opnar BYKO sf. nýja bygg- ingavöruverslun að Dalshrauni 15 í Hafnarfirði. Starfsemin verður á um 2.000 fm gólffleti auk útisvæðis fyrir timbur og grófari byggingavör- ur. Aðkeyrsla og inngangur er bæði frá Reykjanesbraut og Dalshrauni. Verslunin mun starfa í tveim deildum. Á efri hæðinni er deild með almennar byggingavörur, svo sem verkfæri, málningu, hreinlætistæki, vegg- og gólfflís- ar, dúka, rör og tengi alls konar. Á neðri hæðinni og á tilheyrandi útisvæði eru aftur á móti grófari byggingavörur, svo sem timbur, steypustyrktarjárn, plötuviður alls konar, grindarefni, einangr- un og fleira. Mikil vinna hefur verið lögð í að búa þessa verslun sem best úr garði, þannig að hún nái að þjóna viðskiptavinum sínum með breiðu úrvali og að sem að- gengilegast sé að komast að öll- um vörum. Þá er það markmið verslunarinnar að bjóða sam- keppnishæft vöruverð og greiðsluskilmála. Með opnun þessarar verslunar er vonast til að geta bætt þjón- ustu við Hafnfirðinga og íbúa nærliggjandi sveitarfélaga. Framkvæmdastjóri BYKO í Hafnarfirði er Bjarni Gunnars- son, viðskiptafræðingur. Versl- unarstjórar eru Borgþór Sigur- jónsson í timbursölu og Ingólfur Sigurðsson í verslun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.