Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 Minning: Vilborg Björgvins- dóttir á Hellu Fædd II. janúar 1929. Dáin 25. mars 1984. Fallegur var dagurinn þegar Villa frænka okkar yfirgaf jarðlíf- ið. Fallegur eins og minningarnar sem við eigum um hana. Við sáum sólina skína og minnt- umst birtunnar ogylsins sem staf- aði frá henni. Við sáum hvítar snjóbreiður yf- ir dökkum vetrarsverðinum og minntumst hvernig háleitar hugs- anir hennar, svo hreinar, gáfu gráum hversdagsleikanum nýjan lit. Við vissum að snjórinn vermdi sprota sem springa út undir hækkandi sól og minntumst mildi hennar, hvernig hún hlúði jafnan að viðkvæmum sálargróðri. Við sáum heiðan himin og orð Tómasar Guðmundssonar urðu ný í minningunni um Villu: Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskór hans. Hér í jarðlífinu var Villa alltaf æðrulaus þrátt fyrir veikindi. Hún unni sannleikanum og frelsinu. Gleðinni. Hún hughreysti okkur lítil börn þegar okkur þótti á bjáta. Gladdist með okkur þegar gæfan brosti við á ný. Einlæg var hún og jákvæð en umfram allt uppörvandi. Hún hlustaði og skyldi. Aldrei hneykslaðist hún á tiltektum okkar sem unglinga þótt stundum hafi þær gengið of langt. Án þess að hún segði eitt einasta t Eiginmaöur minn. SIGURJÓN JÓNSSON, múrarameistari, Hvaleyrarbraut 5, Hafnarfirði. andaðist aöfaranótt 29. mars í St. Jósefsspítala Hafnarfiröi. Fyrír hönd barna og annarra vandamanna, Vilborg Pálsdóttir t Faöir okkar, LÚÐVÍK JÓHANNESSON, lóst á Hrafnistu í Hafnarfiroi 28. mars. Guorún Luövíksdóttir, Steinar J. Lúovíksson t Systir mín og mágkona, FJÓLA JÚNÍUSDÓTTIR, er látin. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey. Óskar Júniusson og Györíöur Jónsdóttir, t Utför systur okkar, HONNU MARINÓSDÓTTUR, Kveldúlfsgötu 22, Borgarnesi, fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 31. mars kl. 14.00. Dóra, Erna, Marý og Unnur Marinósdætur. t Utför eiginkonu minnar, móöur tengdamóour og ömmu, ADALHEIÐAR JÓHANNESDÓTTUR, Stigahlío 12, veröur gerö í dag föstudaginn 30. mars kl. 15.00 frá Hallgríms- kirkju. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á SfBS eða Krabbameins- félagið. Arnór Sigurðsson, Guömunda G. Arnórsdóttír, Björn Ástmundsson, Jón S. Arnórsson, Berghildur Gísladóttir, Sigmar E. Arnórsson, Heiðrún AAalstemsdóttir. Sigurður Arnórsaon, Sigrún Baldvinsdóttir, Málfríöur F. Arnórsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför mannsfns míns og fööur okkar, SIGURÐAR G. JÓNSSONAR. Rauöagerði 20. Jónfriour Halldórsdóttir, Jón Kr. Sigurösson, Óskar Á. Sigurösson orð fundum við þó ósjálfrátt hvað betur hefði mátt fara. Hún hló bara hjartanlega með okkur en skildi eftir mannbætandi áhrif með nærveru sinni. í návist Villu urðu áhyggjur dagsins smámunir einir. Nú, þegar hlýja hjartað hennar hefur slegið í hinsta sinn, hefur hún öðlast frelsi. Frelsi frá jarðn- eskum líkama sem hún bar svo hetjulega til síðustu stundar. Hreinn og ómþýður hefur tónninn verið sem hjarta hennar sló að lokum. Morgunsólin mun varðveita minninguna um frænku okkar sem unni öllu fögru hér á jörð. Bjargey, Anna, Baldur Árið sem Eyrarsund fraus árið sem Hekla gaus veraldar vetur dimman veturinn heljar grimman. Þá var hlýtt hér í Hveragerði hlýrra en túlkað verði hlýtt bæði úti og inni en einkum í návist þinni. (G.B.) Síðustu orðin í þessu ljóði lýsa því vel hvernig Villa var. Það var alltaf hlýtt og bjart í kringum hana hvar sem hún var. Þetta ljóð skrifaði Gunnar Benediktsson rit- höfundur í minningabók okkar námsmeyja, sem dvöldum ¦ í Kvennaskólanum Hverabökkum í Hveragerði veturinn 1946—47, þar sem hann kenndi okkur íslensku. Þennan vetur kynntumst við Villa fyrst. Þar dvöldum við og bjugg- um okkur undir að leggja út í lífið. Við vorum þar undir stjórn skóla- stýrunnar, Árnýjar Filipusar- dóttur, sem var föðursystir Villu. Nú eru nokkrir hlekkir farnir úr þessari keðju, sem þar myndaðist. Oft var glatt yfir hópnum þennan vetur og endurminningarnar rifj- uðust upp þegar við Villa hitt- umst, því nokkrum árum síðar vildi þannig til að leiðir okkar lágu aftur saman þegar hún varð svilkona mín. Þá kvæntist hún eft- irlifandi manni sínum, Jónasi Guðmundssyni frá Núpi í Fljótshlíð. Þau eignuðust tvö börn, Fannar og Katrínu, sem bæði eru uppkomin. Lífsróðurinn er alltaf mismunandi, sumir sigla, hjá öðr- um er róðurinn þyngri. Það voru oft erfiðar öldur, sem Villa þurfti að sigla í gegnum, því hún átti í mörg ár við erfið veikindi að stríða, en hún hafði alltaf að standa þær af sér og við sem hitt- um hana ekki daglega sáum ekki annað en birtu og yl streyma frá henni. En svo kom reiðarslagið, stóra aldan reið yfir og undan henni varð ekki komist. Villa lést í Landspítalanum sl. sunnudag. Ó, sólarfaðir signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau sem tárin lauga, og sýndu miskunn óllu því sem andar, en einkum því sem böl og voði grandar. (Matth. Jochumsson) Við hjónin, börn okkar og þeirra fjölskyldur, sendum Jónasi, börn- um, tengdadóttur og litla auga- steininum hennar, ásamt öldruð- um föður, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðs englar vaki yfir þeim og gefi þeim styrk. Gústa Það var einn kaldan vetrar- morgun fyrst í janúar að mér verður gengið að eldhúsglugga mínum hér á Hellu og í sömu and- rá er bifreið ekið framhjá hér niður götuna. í bílnum situr hún Villa og veifar til nágranna síns hinsta sinni áður en bíll og fólk hverfur út í vetrargráa „veröld- ina". — Hún var þá að fara á sjúkrahús, hvaðan hún átti ekki afturkvæmt. Þegar hún fyrir ári síðan stjórn- aði uppsetningu á sýningu muna Arnýjar Filippusdóttur, föður- systur sinnar, í tengslum við „Héraðsvöku Rangæinga", þá grunaði víst engan að ári síðar yrði hún öll, þrátt fyrir heilsuleysi liðinna ára. Og þegar hún í vetur var stödd við aðventumessu í Oddakirkju grunaði engan að þangað kæmi hún ekki oftar. Þetta minnir á að oft er skemmra að vegamótunum út yfir jarðneskt líf en marga grunar. En þetta eru vegamótin sem við öll förum í gegnum, misjafnlega undir það búin og óneitanlega á ólíkum aldri. Aðeins 55 ára, við hugsum sitt- hvað á kveðjustund, með söknuði og virðingu í minningu strang- heiðarlegrar, heilsteyptrar og traustrar konu. Látum nú hugann líða um 60 ár aftur í tímann, að Hellum í Land- sveit. Þá er þar bóndasonurinn Björgvin, sonur Filippusar á Hell- um, Guðlaugssonar á Hellum, Þórðarsonar á Hellum f. 1774, Stefánssonar í Hvammi, Filipp- ussonar pr. í Kálfholti, f. 1693, Gunnarssonar. Móðir Björgvins var Ingibjörg ljósmóðir, hennar móðir Helga í Lunansholti, dóttir Ingibjargar ljósmóður í Flagveltu f. 1790, en hennar móðir var Guð- ný Jónsdóttir, Ijósmóðir í Ás- ólfsskála f. 1764. Um þetta leyti ræðst í vist að Hellum austfirsk stúlka, Jarþrúð- ur dóttir Péturs smiðs, póstmanns og bónda á Þuríðarstöðum í Eyða- þinghá, Sigurðssonar bónda í Tunghaga, Péturssonar í Tung- haga, Jónssonar í Tunghaga f. 1760, Eyjólfssonar hreppstjóra Sauðhaga á Völlum. Móðir Jar- þrúðar var Anna dóttir Einars bónda á Borg í Skriðdal, ólafsson- ar er kominn var af Þorsteini Magnússyni er bjó á Brú á Jökul- dal um aldamótin 1500. Þau Björgvin og Jarþrúður „fella hugi saman" og 1923 flytja þau að Voðmúlastaðasuðurhjá- leigu í Landeyjum, sem þau nefndu Bólstað. Mannmargt varð heimilið, því auk hjónanna og tímabundins vistfólks urðu börnin tíu talsins og skulu þau nú talin hér upp: Aðalheiður Kjartansdóttir, en hana átti Jarþrúður áður en hún kom að Hellum. Maður hennar var Marmundur Kristjánsson á Svanavatni. Ingólfur rafvirkja- meistari í Reykjavík kvæntur Önnu Tyrfingsdóttur. Baldur, dó á þriðja ári. Ingibjörg gift Ingólfi Jónssyni frá Hólmi, starfsmanni Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. Anna Steingerður, dó 16 ára. Vil- borg Árný húsfreyja á Hellu sem grein þessi fjallar nánar um. Bald- vin Aðils múrari í Mosfellssveit, kvæntur Þyrí Huld Sigurðardótt- ur kennara. Filippus viðskipta- fræðingur starfsmaður Lífeyris- sjóðs Rangæinga, kvæntur Sjöfn Arnadóttur. Margrét Auður gift Bjarna Helgasyni frá Forsæti, vélvirkjameistara á Hvolsvelli. Helga dó um tvítugt. Fjölskylda Björgvins býr um aldarfjórðungsskeið á Bólstað og nær allan þann tíma er hann organisti við Krosskirkju. Eftir- minnilegar hljóta þær stundir að vera þegar hann lék þjóðlögin á orgel sitt inni í stofu á Bólstað og öll fjölskyldan tók lagið. Bólstaður mun hafa verið notadrjúg jörð en heilsuleysi Jarþrúðar kann að hafa valdið því að flutt er til Reykjavíkur. Síðar fer Vilborg í Kennaraskóla íslands og útskrif- ast sem handavinnukennari vorið 1953. Hún kennir a.m.k. einn vetur á Selfossi og annan við Kvenna- skólann í Reykjavík. Auk þess vann hún við saumaskap og á veit- ingastöðum á þessum árum. Fjög- ur sumur vann hún við hótelstörf að Múlakoti í Fljótshlíð. Meðan hún var í Reykjavík reyndist hún móður sinni einstök „hjálpar- hella", enda var mjög kært með þeim mæðgum. 1961 verða straumhvörf í lífi Vilborgar því þá giftist hún Jónasi bifreiðarstjóra frá Núpi í Fljóts- hlíð. Jónas er sonur hjónanna Katrínar Jónasdóttur bónda í Hól- mahjáleigu og Guðmundar bónda á Núpi, Guðmundssonar. Börn eignuðust þau tvö, en þau eru: Fannar viðskiptafræðingur, sem rekur bókhaldsstofu hér á Hellu, hann býr með Hrafnhildi Krist- jánsdóttur frá Hólmum í Landeyj- um og Katrínfulltrúi á skrifstofu lagadeildar Háskóla íslands. Þótt fólki þyki nú erfitt að „láta enda ná saman" afkomulega séð, þá var það síst auðveldara að stofna heimili uppúr 1960 en nú er. Það sem fólk á í dag spratt hvorki sjálfkrafa uppúr jörðinni né var af himnum sent. Fólk varð að vinna fyrir því hörðum hönd- um. Hún Vilborg var þar enginn eftirbátur annarra enda konan harðdugleg að hverju sem hún gekk. í fyrstu leigðu þau tveggja herbergja kjallaraíbúð og fljót- lega hóf hún hér handavinnu- kennslu við skólann. Mér er lítt skiljanlegt hvernig hún komst yfir allt sem gera þurfti, því þá voru bæði börnin kornung en heimili hennar var alla tíð rómað fyrir snyrtimennsku og hefðu heima- störfin verið næg ein sér fyrir hverja meðalmanneskju. En ég var ekki búinn að segja allt varð- andi kennsluna: Ég veit ekki hvort þeir vetur voru fáir eða fleiri sem hún kenndi samtímis við fjóra skóla. Auk skólans hér á Hellu, kenndi hún við Strandaskóla, í Þykkvabænum og á Hvolsvelli. Á milli þessara skóla ók hún, eins og vegirnir voru þá og sjálfsagt ekki alltaf í góðri færð eða veðri. Ég heyrði alls staðar vel látið af henni sem kennara. Dugnaður hennar og viljinn til að leysa öll viðfangsefni gátu birst í óvæntum atvikum. Einhverju sinni vantaði bifreiðarstjóra á eina rútuna til að skila farþegum síðustu 20—40 kílómetrana. Þegar henni tókst ekki að fá mann í verkið settist hún sjálf undir stýri og ók farþegunum á leiðarenda. Eins var það að þegar þau hjón hófu að byggja hús sitt hér að Freyvangi 10 þá gekk hún í bygg- ingarverkin með manni sínum og hlífði sér hvergi. Þar skapaði hún sér og fjölskyldu sinni einstaklega hlýlegt heimili: þar eru málverk og myndir á veggjum, blóm, bæk- ur í hillum og ýmsir handunnir munir sem ég kann lítt að nefna. Þó var allt svo látlaust og laust við „sýndarmennsku". Það var kannski einmitt þess vegna sem svo þægilegt var að ganga þar um gólf. Á sama hátt og haust og síðar vetur kemur að sumri loknu, þá dregur skugga fyrir þegar fólk á við heilsuleysi að stríða. „Skugga" sem bæði verkar á þann sem veik- ur er og eins þá nánustu. Mitt í starfsönnum sínum tók Vilborg að kenna liðagigtar. Sá sjúkdómur fór hægt af stað, en leiddi þó til þess að hún varð að hætta kennsl- unni og dvaldi oft á sjúkrahúsum stundum 4—6 mánuði í senn. Margir voru þeir uppskurðir sem hún varð að ganga í gegnum og ótrúlega vel náði hún sér eftir spítalaverurnar. En mikið má það andlega þrek vera „að missa ekki móðinn" og halda sínu jafnvægi. Oft hefur verið hugsað heim og stundum hljóta tár að hafa runnið niður litlar kinnar: Skyldi mamma ekki fara að koma heim? Einhvern veginn voru öll heim- ilisstörfin unnin, þótt aldrei væri fengin vinnukona eða ráðskona. Þegar hún Kata var fermd, þá voru margir langt að komnir í há- degismat, í ræðustól Oddakirkju bað presturinn fyrir móðurinni á sjúkrahúsinu. Og eftir ferming- arveisluna var ekið til Reykjavík- ur á sjúkrahúsið, svo fjölskyldan gæti oll verið saman. í raun og veru gengur það kraftaverki næst hve heilsa henn- ar Villu var góð allra síðustu árin. Góð, eftir því sem við var að búast af manneskju sem næstum hafði óvirkar hendur vegna afleiðinga liðagigtarinnar. Fyrir síðustu jól tók heilsu hennar enn á ný að hraka, en um það vildi hún ekki tala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.