Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 ' ^ fnnrmtts ____ PEISINN Konur og herstöðvar Guörún Agnarsdóttir, þingmaður Kvennalistans, lýsti fridaraðgerdum kvenna við herstöðvar með þessum oröum í þingræðu um „friðarfræðslu": „Með ótrúlegu hugrekki, seiglu og óbiíandi trú á lifið hafa konurnar flykkst að her- stöðvunum og þetta eru ekki bara kvenréttinda- konur, harðar baráttukon- ur. Nei, þetta eru venju- legar konur(!), sem aldrei hafa yfirgefið arininn sinn og fylgt skoðun sinni út í lífið og óvissuna. Þær koma og syngja framan í hermennina og brosa, en þeir verða óöruggir því að þeim var aldrei kennt að verjast söng og brosum. Þær skreyta veggi.herstöð- varínnar með myndum af ástvinum sínum og vefa marglita þræði í víggirð- ingarnar. I>ær klifra yfir girðingarnar og veggina og láta taka sig fastar. I fyrsta skipti á ævi sinni sem margar þeirra hafa óhlýðn- astnokkrum." Á þessu stigi skal ekki fjallað um þessa baráttu „venjulegra kvenna" í Ijósi þeirra markmiða sem sett eru með „friðarfræðslu". Því verður ekki trúað að það séu mannleg samskipti af þessu tagi sem Kvenna- listinn telur að innræta beri íslenskum börnum allt frá því þau komast inn á barnaheimili og þar til þau útskrifast úr framhaíds skóla. Tilefni þess að orð Guðrúnar Agnarsdóttur á Alþingi 27. mars síðastlið- inn eru rifjuð upp er að nú um þessar mundir eru staddir hér á landi tveir fulltrúar þeirra „venjulegu kvenna", sem búið hafa í tjöldum við herstöðina Greenham Common í Bret- landi í rúm tvö ár til að mótmæla þeirrí akvörðun að koma fyrir í herstöðinni hhita þeirra bandarísku stýriflauga sem ætlað er að skapa mótvægi gegn SS-20 kjarnorkueldflaugum Sov- étmanna. Ætla konurnar tvær, Toma Moon og Vicky McLafferty, að tala á fundi herstöðvaandstæðinga um helgina. Vonandi hafa kon- Kynna stýriflaugar Myndin er tekin viö hátíölegt tækifæri á Rauða torginu í Moskvu og sýnir sovéskan eldflaugavagn meö banvænan farm sinn. Þessi vagnar fara óhindraöir um öll Austur- Evrópuríkin. Hér á landi eru þessa dagana staddir tveir fulltrúar kvenna í Bretlandi sem vilja hindra feröir eldflaugavagna þar í landi og hrekja allar eldflaugar á brott af bresku landi. Til þessa telja þær þann ávinnig þó helstan af baráttu sinni aö hafa kynnt Bretum komu stýriflauganna og útlit þeirra, eins og fram kom í Þjóöviljanum og endurtekiö er í Staksteinum í dag. þeim hefur ekki tekist það æthinarverk sitt að stöðva flutning bandarísku stýrí- flauganna til Greenham Common. í Þjóðviljanum í gær mátti lesa þessi orða- skipti: „En ykkur hefur ekki tekist að koma í veg fyrir að þessar kjarnorkueld- flaugar verði settar upp? — Nei, enda gætum við ekki ráðist gegn vopnuðu herliði en meginávinningur okkar liggur í því að við hófum upprýst fólk. Það átti að lauma þessum eld- flaugum inn í landið, helst án þess að nokkur vissi um það. Barátta okkar veldur þvi m.a. að fólk veit m.a.s. hvernig umræddar eld- flaugar líta út. Þegar þær fyrstu komu 29. okt sl. lét bílstjórí, sem hafði séð flutningabflana, okkur vita, því að hann vissi hvernig þær líta út og fréttin barst um allan heim á auga- bragði, og var aðalfrétt fjóT miðla." urnar það aðdráttarfl sem gestgjafar þeirra hér á landi vænta og vonandi tekst íslenskum áheyrend- um að auka baráttuþrek kvennanna í þakklætis- skyni fyrir komuna — ekki veitir af eins illa og barátta þeirra hingað líl hefur gengið. Misheppnuð mótmæli Fregnir frá nágranna- bæjum Greenham ('omni on sýna að konurnar í „friðarbúðunum" njota alls engra vinsælda meðal íbúanna þar. Ekki verður það allt endurtekið í Staksteinum sem sagt hef- ur verið og ritað um kvennabúðirnar enda er sumt af því þess eðlis að um það er ekki fjallað í íslenskum blöðum. Hins vegar er astæða til að benda á að mótmæli kvennanna hafa mistekist. Þegar rýnt er í þessi orðaskipti blasir sérkenni- leg staðreynd við: Hópur kvenna sem ætlaði að koma í veg fyrir að eld- flaugum yrði komið fyrir í herstöð telur það sér helst til ágætis að hafa komið því á framfæri við heim all an að eldflaugunum hafi verið komið fyrir í stöðinni! It'tta eru misheppnuð mót- mæli en velheppnuð aug- lýsingastarfsemi. Hermenn æfa Þjóðviljamenn láta sér þetta nægja í frásögninni af því hvaða árangri mót- mæli kvennanna hafa skil- að. En fleira hefur gerst. Samkvæmt varnarstefnu NATO er það ætlunin að binda ekki stýriflaugarnar við ákveðnar stöðvar held- ur aka þeim á skotpöllum og fela þær þannig að óvin- urinn geti ekki grandaö þeim samkvæmt fyrirfram- gerði áætlun. Konurnar í Greenham Common lýstu því yfir eftir að megintil- gangur mótmæla þeirra hafði misheppnast að næst myndu þær hindra æfingar með stýriflaugarnar, sjá til þess að ekki væri unnt að aka með þær út úr herstöð- inni. Föstudaginn 9. mars síð- astliðinn gerðtst það hins vegar að bflalest ók frá Greenham ('oinmon með fyrstu stýriflaugarnar og æfðu hermennirnir hvernig þær mætti fela í nágrenn- inu. Þá, eins og þegar flaugarnar komu upphaf- lega, máttu mótmælendur sín einskis og í The Times segir að konurnar hafi ekki vitað af því að flaugarnar væru komnar út fyrir stöð- ina fyrr en of seint, I tvígang hefur konun- um við Greenham ('omni on þannig misheppnast ætlunarverk sitt eftir tveggja ara b'ð t'ftir eld- flaugunum. Nú reynir á hvort herstöðvaandstæð- ingar á íslandi geti eflt hjá peim baráttumóðinn. — Hinum íslensku gestgajóf- um er á það bent að sýna ekki Ijósmyndir frá „fjöldamótmælum" sínum, að minnsta kosti ekki þær þar sem hópurinn sést all ur. Skýrsla Landsvirkjunar fyrir árið 1983: Rekstrarafkoma óhag- stæð um 21,8 milljónir Kirkjuhvoli, aimi 20160. Rekstrarafkoma Landsvirkjunar reyndist óhagstæð um 21,8 milljón króna á síðasta ári. en var óhagstæð um 152,1 milljón króna árið 1982. f skýrslu Landsvirkjunar fyrir síðasta ir segir, að meginskýringu bættrar afkomu sé að finna í aukinni raf- orkusölu, hækkunar verðs til ÍSAL og raunhæfari stefnu í gjaldskrár- málum. Orkuvinnsla Landsvirkjunar jókst um 8,1% frá fyrra ári og nam alls 3.278 GW-stundum. Var þetta 87% af heildarorkuvinnslu alls landsins. Ef orkukaup frá Hitaveitu Suðurnesja og Kröflu- virkjun eru talin með nam orku- vinnslan 3.429 GW-stundum og jókstum 11,8%. Hin mikla aukning á raforku- sölu til almenningsrafveitna staf- ar að verulegu leyti af sameiningu Laxárvirkjunar og Landsvirkjun- ar á miðju síðasta ári, svo og kaupum Landsvirkjunar og sölu á orku frá Kröfluvirkjun, sem hófst í byrjun síðasta árs. Raforkuverð til ÍSAL hækkaði þann 1. júlí sl. úr 6,475 mills í 7,5 mills og síðan í 9,5 mills á kW-stund þann 1. september. Verðið á síðan að hækka í 10 mills þegar verð á áli á heimsmarkaði nær a.m.k. 78 Bandaríkjacentum á pund. Segir í skýrslunni að vonast sé til þess, að þetta álverð náist fyrr en síðar á þessu ári. Gjaldskrá Landsvirkjunar gagnvart almenningsrafveitum hækkaði um 121,2% á síðasta ári og náði í ársbyrjun 1983 svipuðu raungildi og 1971 að því er segir í skýrslunni. Þar segir ennfremur, að hækkun gjaldskrárinnar um- fram almenna verðlagsþróun hafi stafað af því að raforkuverði hefði verið haldið niðri um margra ára skeið. Vinahjálp gefur Samtökum hjartasjúklinga 200.000 kr. hreyfingar í hjartalokum og öðr- um hlutum hjartans og að mæla stærð hjartahólfa og þykkt skil- rúma og veggja. Umrætt tæki er tvívíddar og fæst myndin þannig bæði á skjá og myndband og eykur mjög á nákvæmni við sjúkdóms- greiningu, til að mynda á með- fæddum hjartagöllum hjá börn- um. Aðallega kemur þetta tæki að notum við rannsóknir á gollurs- húsi, sjúkdómum í hjartavöðva og síðast en ekki sízt, eins og áður sagði, við greiningu og mat á með- fæddum hjartasjúkdómum. VINAHJALP, félag erlendra og inn- lendra kvenna tengdum sendiráðun- um, færði fyrir skömmu Samtókum hjartasjúklinga 200.000 krónur að gjöf. Ennfremur gaf Vinahjálp Kvennaathvarfinu 50.000 kronur til styrktar starfsemi þess. Fjárins hafa konurnar aflað með sölu ýmissa muna og happdrættis á jólaskemmt- un félagsins. Samtök hjartasjúklinga munu nýta þessa gjöf til kaupa á hjarta- sónrita, en tæki það nefnist á ensku echocardiograph og gerir það læknum kleift að rannsaka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.